Morgunblaðið - 25.11.1998, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Ráðstefna gegn
vímu á 80 ára afmæli
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
KRAKKARNIR í 8. bekk máttu lesa það sem þeir vildu og létu fara
eins vel um sig og þeir gátu.
Tveggja vikna
lestrarátak
Búðardal - Ungmennasamband
Dalamanna og Norður-Breiðfírð-
inga varð 80 ára 24. maí sl. í tilefni
þessara tímamóta var haldin ráð-
stefna í Dalabúð laugardaginn 7.
nóvember sl. undir yfírskriftinni
íþróttir og æskulýðsstarf gegn
vímu.
Frummælendur á ráðstefnunni
voru Hermann Pálsson frá ISI, sr.
Óskar Ingi Ingason frá UDN,
Magnús Lárusson frá SAA og Ingi-
björg Þórólfsdóttir og Hildur Sæ-
mundsdóttir frá samtökum um fé-
lagslegt uppeldi og vímuvarnir.
Ráðstefnustjóri var Sæmundur
Runólfsson, framkvæmdastjóri
UMFÍ.
Ráðstefnan var áhugaverð og
kemur til með að nýtast þeim sem
eru að ala upp börn og unglinga í
baráttunni við helsta vágest nútím-
ans, lögleg og ólögleg vímuefni.
Sérstaka athygli vöktu baráttuað-
ferðir og árangur Tilveru í Grund-
arfirði í þessum efnum.
Eftirfarandi tillögur voru sam-
þykktar á ráðstefnunni: „Ráðstefna
UDN, íþróttir og æskulýðsmál
gegn vímu, haldin í Dalabúð 7. nóv-
ember sl., minnir á forvamagildi
íþrótta- og félagsstarfs. Skorað er á
foreldra að vera góðar íyrirmyndir
barna sinna og taka höndum saman
Morgunblaðið/Kristjana Ágústsdóttir
STEINUNN Hannesdóttir og
Amgrímur Guðmundsson hlutu
verðlaun fyrir bestu afrek í
íþróttum kvenna og karla í 80 ár.
gegn þeim vágesti sem öll fíkniefni
eru börnum og unglingum."
„Ráðstefnan hvetur stjórnvöld til
að tryggja að allar beinar og óbein-
ar tóbaksauglýsingar verði bannað-
ar. Til þess verði beitt öllum tiltæk-
um ráðum.“
Um kvöldið var haldið afmælis-
hóf í Dalabúð. Flutt var ágrip af 80
ára sögu UDN. Gestir ávörpuðu
hið aldna en síunga afmælisbarn.
Fjölbreytt skemmtiatriði voru í
umsjá skóla og aðildarfélaga. Þar
voru byggðir, æska og elli tengd
saman í tali og tónum. Verðlaun
voru veitt fyrir knattspyrnu sum-
arsins. Afhentur var félags- og
framfarabikar UDN. Hann hlaut
að þessu sinni Jóhann Hjörleifsson
og Golfklúbbur Búðardals. Til-
kynnt var um kjör íþróttamanns
ársins. Jósef Magnússon, frjáls-
íþróttamaður, hlaut þann titil.
Veitt voru verðlaun fyrir bestu af-
rek í íþróttum kvenna og karla í 80
ár. Steinunn Hannesdóttir hlaut
þau verðlaun fyrir 100 m hlaup á
tímanum 12,4 sek. en Arngrímur
Guðmundsson fyrir 800 m hlaup á
tímanum 1.56,55 mín. Guðmundi
Gunnarssyni var veitt starfsmerki
UMFÍ fyrir óeigingjarnt starf í
þágu ungmennafélagshreyfingar-
innar. Sambandinu bárust margar
góðar gjafír og heillaóskir.
Góðir gestir mættu í afmælishóf-
ið. Þar má nefna þá Sæmund Run-
ólfsson, framkvæmdastjóra UMFÍ,
og Guðjón Guðmundsson, formann
íþróttasjóðs. Á þriðja hundrað
manns mætti í afmælishófið.
Skagaströnd - Á degi íslenskrar
tungu 16. nóvember var hafíð lestr-
arátak í Höfðaskóla. Átakið stendur í
tvær vikur og er markmið þess að fá
nemendur skólans til að lesa meira
sér til skemmtunar og fróðleiks auk
þess að nota bókasafnið betur.
Lestrarátakið fer þannig fram að
ki-akkarnir fá að lesa frjálst ákveð-
inn tíma á hverjum degi í skólanum.
Þá eru fengnir upplesarar utan úr
bæ til að lesa sjálfvalið efni fyrir
krakkana einu sinni til tvisvar í viku.
Auk þess byrjar hver skóladagur á
því að einhver nemandi les upp fyrir
alla nemendur skólans á sal.
Markmið átaksins nú er eins og
áður segir að reyna að opna heim
bókarinnar betur fyrir nemendum. I
febrúar er síðan áætlað að hafa ann-
að tveggja vikna átak þar sem
áhersla verður lögð á hraðlestur og
að lesa mikið. I apríl verður síðan
síðasta tveggja vikna lestrarátakið í
vetur en þá verðu lögð höfuðáhersla
á upplestur og framsögn.
Krakkarnir kunna vel að meta
lestrarátakið og fínnst gaman að fá
tíma til að lesa eitthvað annað en
skólabækurnar á skólatímanum.
Einnig finnst þeim mjög skemmti-
legt að láta einhvern sem ekki er
daglegur gestur í skólanum lesa fyr-
ir sig.
Ljósmyndari/Gunnar Hjaltason
SVEINN Árnson bankastjóri, Elísbet Benediktsdóttir afgreiðslustjóri,
Reyðaríírði og Smári Geirsson bæjarstjóri Reyðarfjarðar, við opnun
Sparisjóðs Norðfjarðar.
Sparisjóður Norðfjarðar
opnar útibú á Reyðarfirði
SPARISJÓÐUR Norðfjarðar opn-
aði útibú á Reyðarfírði 30. október
sl. og er það staðsett á Austurvegi
20.
Öll þjónusta er í boði ásamt
hraðbanka sem er aðgengilegur
allan sólarhringinn. Bankastjóri
Sparisjóðs Norðfjarðar er Sveinn
Árnason en afgreiðslustjóri á
Reyðarfírði er Elísabet Benedikts-
dóttir.
I tilefni af opnun bankans var
Félagsmiðstöðinni á Reyðarfirði
gefín tölva með öllu tilheyrandi
ásamt áskrift að Netinu í 3 mán-
uði. Smári Geirsson forseti bæjar-
stjórnar tók við gjöfinni fyrir hönd
Félagsmiðstöðvarinnar.
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
GUÐJÓN Þ. Guðmundsson, Númi Snær Gunnarsson - Herra Suður-
land, og Daði Hrafn Sveinbjarnarson taka þátt í keppninni um Herra
Island annað kvöld.
Númi Snær Herra Suðurland
Hveragerði - Keppnin um titilinn
Herra Suðurland fór fram á Hótel
Örk, Hveragerði, 13. nóvember sl.
Sjö strákar tóku þátt í keppninni
sem var öll hin glæsilegasta. Það
var Númi Snær Gunnarsson, 18
ára, frá Stokkseyri, sem hreppti
hinn titilinn.
I öðru sæti varð Guðjón Þ. Guð-
mundsson, einnig 18 ára, frá Vfk,
og í þriðja sæti varð Daði Hrafn
Sveinbjarnarson, 21 árs, frá Sel-
fossi. Besta ljósmyndafyrirsætan
var valinn Ragnar Heiðar Karls-
son, 22 ára, frá Flúðum, en hann
var jafnframt kosinn vinsælasti
strákurinn af hinum keppendun-
um.
HÚSEIGNIN á Suðurgötu 6.
Lionsklúbbi Siglu-
fjarðar gefin húseign
Siglufirði - Húseignin á Suðurgötu
6 á Siglufirði var nýlega formlega
gefin Lionsklúbbi Siglufjarðar en
þá afhenti Guðný S. Fanndal for-
manni klúbbsins, Jóni Dýrfjörð, af-
sal fyrir húsinu.
Lionsklúbbur Siglufjarðar fékk
húsið afhent í júní sl. og hafa Lions-
menn unnið ötullega síðan að end-
urbótum hússins jafnt utandyra
sem innan og hefur húsið smám
saman verið að fá nýtt andlit og
endurheimta fyrri reisn svo sómi er
að.
Húsið, sem var byggt 1930 og
stendur í miðbæ Siglufjarðar, var í
eigu Gests Fanndals og konu hans,
Guðnýjar, og ráku þau um margra
ára skeið verslun og þjónustuíyrir-
tæki á neðstu hæð hússins en á 2.
og 3. hæð var íbúðarhúsnæði ásamt
lagerplássi. Nú hafa Lionsmenn út-
búið fallegan fundarsal á 2. hæð
hússins sem og aðstöðu fyrir
íþróttafélög bæjarins. Neðsta hæð-
in er síðan leigð út fyrir verslunar-
og skrifstofupláss.
Að sögn Harðar Hjálmarssonar,
formanns húsnefndar klúbbsins,
hefur tíma þeirra klúbbfélaga und-
anfarið verið varið í endurbætur
Morgunblaðið/Sign'ður Ingvarsdóttir
FRÁ afliendingu hússins, f.v. Sigurður Fanndal, sonur Guðnýjar, Guð-
ný Fanndal og Jón Dýrfjörð, formaður klúbbsins.
hússins og áætlað er að um eða yfir
1.400 vinnustundir hafi þegar verið
lagðar í það, að sjálfsögðu allt í
sjálfboðavinnu. En margt er
framundan hjá félögum Lions-
klúbbsins því nú fer að koma að árs-
tíðarbundnum störfum og má þar
nefna lýsingu í kirkjugörðunum en
um margra ára skeið hafa Lionsfé-
lagar séð um að tengja ljósakrossa á
leiði fyrir bæjarbúa. Einnig sjá þeir
um jólatrjáa- og grenisölu og ganga
í hús og selja jóladagatöl handa
börnum. Ágóði af þessu starfi renn-
ur allur til líknarmála.