Morgunblaðið - 25.11.1998, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 17
VIÐSKIPTI
Krossanes hf.
#•
Ur milliuppgjöri jan-sept. jan.-sept. jan.-sept.
Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1998 1997 Breyting
Rekstrartekjur 620,4 686,3 ■9,6%
RekstrarQjöld 452.8 511.5 -11.5%
Hagnaður fyrir afskriftir 167,7 174,8 ■4,1%
Afskriftir 53,8 64,9 -17,1%
Fjármagnsgjöld 2,3 6,0 -61,9%
Reiknaðir skattar -37,2 -23,2 -
Hagnaður tímabilsins 71,6 85,1 -15,9%
Efnahagsreikningur Miiijónir króna Breyting
| Eit/nir: j
Veltuf jármunir 331,6 299,7 +10,7%
Fastafjármunir 528,7 474,0 +11,5%
Eignir samtals 860,3 773,7 +11,2%
1 Sktihlir oq eioiO ié: 1 139,0 130,5 +6,5%
Skammtímaskuldir
Langtímaskuldir 139,5 180,2 -22,6%
Eigið fé 561,6 462,9 +21.3%
Skuldir og eigið fé sarntals 860,3 773,7 +11,2%
Kennitölur Milljónir króna 1998 1997
Eiginfjárhlutfall 65,28% 59,83%
Veltufjárhlutfall 2,39 2,3
IV semur við Tremwick
Einkafl ugm enn
fá lægri iðgjöld
Krossanes
hagnast
um 71,6
milljónir
REKSTUR Krossaness hf. skilaði
71,6 milljóna króna hagnaði
fyrstu níu mánuði ársins og hef-
ur eiginfjárhlutfall félagsins
hækkað úr 59,83% í 65,28% á 12
niánaða tímabili. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu frá fé-
laginu.
Rekstrartekjur fyrirtækisins
fyrstu níu mánuðina námu 620,4
milljónum króna en rekstrar-
gjöld 452,8 milljónum króna.
Hagnaður fyrir afskriftir og íjár-
magnsgjöld nam því 167,7 millj-
ónum króna.
Eiginfjárstaða Krossaness hf.
hefur styrkst jafnt og þétt á und-
anförnum árum og sú þróun held-
ur enn áfram, segir í fréttatil-
kynningunni. „Til marks um það
má nefna að í lok september 1996
var eigið fé félagsins 364,4 millj-
ónir króna, á sama tíma í fyrra
hafði það aukist í 462,9 milljónir
króna og eftir fyrstu níu mánuði
þessa árs nemur það 561,6 millj-
ónum króna. Eiginfjárhlutfallið
hefur því hækkað úr 59,83% í
65,28% á einungis 12 mánaða
tímabili," segir í tilkynningunni.
Sáttur við niðurstöðuna
í tilkynningunni er vitnað í
Jóhann Pétur Andersen, fram-
kvæmdastjóra Krossaness hf. og
segist hann þar sáttur við niður-
stöðuna, enda sé hún í samræmi
við áætlanir félagsins. „Það
stefnir allt í að yfirstandandi ár
verði prýðilegt rekstrarár þótt
afkoman verði væntanlega ekki
eins góð og næstu tvö ár á undan
sem eru með albestu rekstrarár-
um í sögu félagsins til þessa,“ er
haft eftir Jóhanni í tilkynning-
unni.
Vinnu vegna skráningar
Krossaness hf. á Vaxtarlista
Verðbréfaþings Islands er nú að
mestu lokið og búast forráða-
menn félagsins við því að það
verði skráð á Vaxtarlistann í
næsta mánuði.
ÍSLENSKA vátryggingamiðlunin
hefur náð hagstæðum samningum
við breska tryggingafélagið
Tremwick um ábyrgðar- og kaskó-
tryggingar fyrir einkaflugmenn, en
iðgjöld af tryggingum hækkuðu
umtalsvert fyrír þessa aðila í haust
í kjölfar nýrra loftferðalaga sem
sett voru í sumar.
Um er að ræða umtalsvert lægri
iðgjöld af tryggingum en flug-
mennirnir hafa átt kost á að fá hjá
íslenskum tryggingafélögum, að
sögn Valdemars Johnsens hjá IV.
Nú þegar em um 50 flugmenn á
biðlista hjá fyrirtækinu eftir tilboði
í tryggingar.
Tryggingariðgjöld orðin
baggi á flugmönnum
Að sögn Valdemars er þess kraf-
ist með nýjum loftferðalögum að
slysatryggingarapphæðir farþega
og flugmanns hækki veralega. I
kjölfarið hækkuðu iðgjöldin því
veralega hér á markaðnum að hans
sögn þannig að vátryggingarið-
gjöld vora orðin veralegur baggi á
flugmönnum. „Við höfðum í sumar
gert samninga við Tremwick um
kaskótryggingar fyrir einkaflug-
menn þannig að við leituðum til
þeirra aftur til að taka lögboðna
ábyrgðartryggingu sömuleiðis. Ið-
gjöldin af tryggingunum era mjög
samkeppnishæf miðað við það sem
hér fæst, og sérstaklega munar um
ef einhver kaskóti’yggir og ábyrgð-
artryggir um leið. Þá erum við með
veralega lægri iðgjöld en sam-
keppnisaðilar hér á landi,“ sagði
Valdemar.
Kaskótryggingar eru allt að 40%
lægi'i í gegnum IV en gengur og
gerist hér á landi en í þeim tilfell-
um er aðallega um tryggingar fyrir
flugmenn með mikla reynslu að
ræða.
Islensk tryggingafélög
áhugalaus
Valdemar segir að IV sjái um að
koma tryggingasamningum á með
samningum við erlend tryggingafé-
lög en íslensk ti-yggingafélög hafa
ekki sýnt áhuga á samstarfi við
fyrirtækið hingað til, að sögn
Valdemars.
Islenska vátryggingamiðlunin er
einkum með lífeyris-, persónu- og
atvinnutryggingar á sinni könnu.
Aðspurður sagði Valdemar að er-
lendis, sérstaklega í Bretlandi þar
sem starfsemi vátryggingamiðlara
er orðin mjög þróuð, tíðkaðist það
að leitað væri beint til miðlara sem
síðan sæju um að finna hagstæð-
ustu tryggingamar fyrir viðskipta-
vini sína og yrðu þannig banda-
menn þeirra tryggðu. Tryggingafé-
lögin sjálf skrifa þá einungis niður
áhættuna sem þau þurfa að taka.
SUÐURALMA
Kringlan hefur verib sameinuð undir einu þaki og þú getur komist ó milli
suöur- og norðurólmu ón þess aó fara út.
Um 140 fyrirtæki í verslun, þjónustu og afþreyingu eru í Kringlunni og
starfsfólk þeirra bíóur eftir aó veita þér notalega þjónustu undir sama
þaki, alltaf í góðu veðri.
Afgreiðslutími:
Mán. - fim. frá 10.00 til 18.30
Fös. frá 10.00 till 9.00
Lau. frá 10.00 til 18.00
KRINGMN