Morgunblaðið - 25.11.1998, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Palestínumenn opna alþjóðaflugvöll á Gaza-svæðinu
Líta á flugvöllinn sem
tákn Palestínuríkis
Rafah. Reuters.
MIKILL fögnuður var meðal Pal-
estínumanna í gær þegar þeir opn-
uðu alþjóðaflugvöll á Gaza-svæðinu,
sem þeir lýstu sem tákni Palestínu-
ríkis og merki um að friðarumleit-
anir þeirra og Israela þokuðust í
rétta átt.
íbúar sjálfstjórnarsvæða Palest-
ínumanna fjölmenntu á athöfnina
og margir þeirra höfðu aldrei áður
séð flugvél á jörðu niðri. Fólkið
söng og dansaði þegar níu flugvél-
ar lentu á flugvellinum með gesti
frá arabaríkjum og Evrópu. Rauð-
ur dregill var á flugbrautinni og
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, tók á móti gestunum. Með-
al gestanna voru opinberar sendi-
nefndir, ýmsir þekktir arabar og
Miguel Moratinos, sendimaður
Evrópusambandsins í Miðaustur-
löndum.
„Það er ekkert ríki án flugvallar
og ríki okkar er Palestína," sagði 26
ára palestínsk flugfreyja sem fylgd-
ist með opnunarathöfninni.
„Flugvélar munu fljúga frá þess-
um flugvelli með pílagríma til Jer-
úsalem," sagði Araí'at, sem til þessa
hefur þurft að nota egypskan flug-
völl í utanlandsferðum sínum frá
þvi hann fluttist á Gaza-svæðið árið
1994 eftir að Palestínumenn fengu
takmai-kaða sjálfstjórn. Þota hans
var síðasta flugvélin sem lenti á
flugvellinum í gær og hann fer það-
an í opinbera heimsókn til Frakk-
lands í dag.
Flugvöllurinn er nálægt bænum
Rafah, við landamærin að Egypta-
landi í suðurhluta Gaza-svæðisins.
Hann kostaði 250 milljónir dala,
17,5 milljarða króna, og Palestínu-
menn fengu hagstæð lán til að
reisa hann. Fayez Zaidan, yfír-
maður palestínsku flugmálastjórn-
arinnar, kvaðst vonast til þess að
áætlunarflug gæti hafist í næstu
viku með ferðum til Kaíró, Amman
og Jeddah. Hann sagði að flugvöll-
urinn myndi blása lífí í efnahag
Palestínumanna, sem hefur ekki
verið burðugur, og greiða fyrir
auknum viðskiptum og ferðaþjón-
ustu.
Zaidan sagði að tekið hefði 30
mánuði að ná samkomulagi um
flugvöllinn, þar af hefðu átta mán-
uðir farið í deilu um hvar flug-
brautin ætti að vera og þrír mán-
uðir í þref um nafn flugvallarins.
Að miklu leyti
undir stjórn Israela
Saeb Erekat, aðalsamningamað-
ur Palestínumanna, sagði að opnun
flugvallarins yki mjög líkurnar á
því að friðarviðræðurnar við Isra-
ela bæra tilætlaðan árangur. „Ég
tel fullvíst að palestínska þjóðin
öðlist sjálfstæði og frelsi mjög,
mjög bráðlega," sagði hann.
Israelsstjórn er andvíg því að
Palestínumenn stofni sjálfstætt
ríki og stefnt er að því að leiða þá
deilu til lykta í lokaviðræðunum,
sem á að ljúka í maí á næsta ári.
„Þetta er til marks um sjálfstjórn
þeirra og þýðir ekki að þeir hafí
fengið eigið ríki,“ sagði talsmaður
ísraelska hersins á Gaza-svæðinu
og V esturbakkanum.
Israelskir öryggisverðir voru á
flugvellinum við opnunarathöfnina
og samkvæmt samkomulagi Israela
og Palestínumanna, sem var undir-
ritað í BandaiTkjunum í síðasta
mánuði, eiga Israelar að hafa eftir-
lit með vegabréfsskoðun palest-
ínskra öryggisvarða og rannsaka
vörur sem fluttar era um flugvöll-
inn til að koma í veg fyrir vopna-
smygl. Israelar eiga einnig að ráða
því hvaða flugfélög megi nota flug-
völlinn og frá hvaða ríkjum fljúga
megi þangað. Israelsstjórn hefur
sagt að flug frá ríkjum, sem eru
óvinveitt ísrael, verði ekki heimil-
að.
Yilmaz vill kosningar
eins fljótt og auðið er
Ankara, Moskva, Bmssel, London. Reuters.
MESUT Yilmaz, forsætisráðherra
Tyi-klands, hvatti í gær til þess að
þingkosningar yrðu haldnar eins
fljótt og mögulegt væri, en fastlega
er búist við að minnihlutastjórn
hans falli er þingið greiðir atkvæði
um vantrauststillögu á hana í dag.
Yilmaz sagðist í gær ekki hafa
áhuga á að reyna að mynda nýtt
bandalag fyrir atkvæðagreiðsluna.
Hann lagði áherslu á að þingkosn-
ingar færu fram fyrir áætlaðan
kjördag, 18. apríl á næsta ári, og
léði máls á að bráðabirgðastjórn
færi með völdin fram að kosning-
um.
Heimildamenn á þinginu sögðu
að Yilmaz hefði átt viðræður við
Tanzu Ciller, höfuðandstæðing
sinn, um myndun stjómar, sem
myndi reyna að fresta kosningun-
um, sem hafði áður verið flýtt fram
í apríl, og sitja út kjörtímabil
þingsins, sem lýkur með réttu í
desember á næsta ári. Þannig
væru stjórnmálasamtök múslíma
útilokuð frá valdasetu. Vegna
fjandskapar Yilmaz og Ciller
myndi Bulent Ecevit aðstoðarfor-
sætisráðheira væntanlega verða
forsætisráðherra.
Tilkynnt var í gær að tyrkneska
ríkið myndi hætta að kaupa ítalsk-
ar vörar til nota í opinberum bygg-
ingum, til að mótmæla því að Italir
neita að framselja Kúrdaleiðtog-
ann Abdullah Öcalan til Tyrklands.
Evrópusambandið sagði að snið-
gengju Tyrkir opinberlega ítalskar
vörur, bryti það í bága við samn-
inga Tyrklands og Evrópusam-
bandsins, og gæti leitt til refsiað-
gerða.
Reuters
HÓPUR Palestínumanna krefst þess, á mótmælafundi við nýju flug-
stöðina á Gaza-svæðinu þegar hún var opnuð í gær, að Israelar leysi
pólitíska fanga úr haldi. Hópur palestínskra fanga í ísraelskum fang-
elsum hefur verið í mótmælasvelti í þrjá daga.
Asía elti Dow
Jones en lítil
breyting í Evrópu
New York, Singapore. Reuters.
NIKKEI-verðbréfavísitalan í
Japan fór yfir 15.000 stig í gær í
fyrsta sinn í þrjá mánuði og það
rakið til mikillar hækkunar á
Dow Jones-verðbréfavísitölunni í
Bandaríkjunum á mánudag. í
Evrópu urðu hins vegar litlar
breytingar á gengi hlutabréfa.
Hagvöxtur í Bandaríkjunum var
verulega meiri á þriðja ársfjórð-
ungi en spáð hafði verið.
Dow Jones hækkaði um 214,72
stig eða 2,34% á mánudag og er
það áttunda mesta hækkun í sög-
unni hvað stigin varðar. Stóð hún
þá í 9.374,27 stigum og hefur
hækkað um meira en 1.800 stig
frá 31. ágúst þegar hún var í
7.500 stigum. Hefur hækkunin nú
kynt undir spám um, að vísitalan
fari yfír 10.000 stig fyrr áramót.
Sameining í alnetsgeira
Helsta ástæðan fyrir hækkun-
inni á Dow Jones nú er væntan-
leg sameining nokkm'ra stórfyr-
irtækja, einkum í alnetsgeiran-
um, en þar fyrir utan hafa vaxta-
lækkanii' bandaríska seðlabank-
ans ýtt undir hækkanir að undan-
förnu. í þriðja lagi kemur svo til,
að þeir, sem seldu í ágúst af ótta
við mai'kaðshrun, eru nú að koma
inn aftur.
Hagvöxtur í Bandaríkjunum á
þriðja ársfjórðungi var 3,9% en
ekki 3,3% eins og spáð hafði ver-
ið og þar með rúmlega helmingi
meiri en á öðrum ársfjórðungi
þegar hann var 1,8%. I tilkynn-
ingu frá bandaríska viðskipta-
ráðuneytinu segir, að vöxturinn
endurspegli meiri útflutning en
gert hafði verið ráð fyrir; minni
innflutning og mikla neyslu.
Verðbólga var aðeins 0,8% en
það þýðir að dómi sumra hag-
fræðinga, að seðlabankinn geti
enn lækkað vexti án þess að auka
um leið verðbólgu. Þeh' telja þó
litla ástæðu til þess þar sem
meira jafnvægis gæti nú á lána-
markaði.
Þrátt fyrir hagvöxtinn á þriðja
ársfjórðungi minnkaði hagnaður
fyiái'tækja um 1,8% vegna auk-
innar samkeppni við ódýran inn-
flutning frá þeim Asíulöndum þar
sem efnahagserfiðleikarnir era
mestir.
Minni óvissa í Japan
Hækkunin á Dow Jones olli
ekki aðeins hækkun í Japan,
heldur einnig í Hong Kong, Fil-
ippseyjum, Singapore, Malasíu
og Tævan. Björgunaráætlun jap-
anskra stjórnvalda er líka farin
að segja til sín en þótt hún sé
umdeild, þá hefur hún þó eytt að
hluta þeirri óvissu, sem áður
ríkti. I evrópsku kauphöllun-
um hækkaði vísitalan nokkuð
eftir hækkunina vestra en féll
síðan aftur. Þar sjá menn enga
skynsamlega ástæðu fyrir hækk-
un og sumir telja raunar, að
markaðsgengið sé of hátt og bú-
ast við 4-5% leiðréttingu á næst-
unni.
Námskeið fyrir þá sem vinna við þurrkun fiskafurða, svo og
þá sem áhuga hafa á að hefja slíka vinnslu.
Farið verður m.a. yfir grundvallaratriði varðandi þurrkun á
harðfiski, skreið, þorskhausum og saltfiski. Fjallað verður
um eðliseiginleika lofts, uppbyggingu þurrkbúnaðar,
orku- og massajafnvægi, gæða- og örverubreytingar við
þurrkun, val á hráefni o.fl.
Námskeiðið verður haldið 1. desember 1998 frá
kl. 9.00-16.00 í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4.
Þátttökugjald er kr. 14.500. Innifalin eru góð námsgögn
og veitingar.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 562 0240,
í bréfsíma 562 0740, eða með tölvupósti,
netfang: info@rfisk.is
Réttarhöld yfír „hættulegasta fjöldamorðing;ja sögumiar“
*
Almenningur í Ukraínu
heimtar dauðadóm
Zhytomyr í Úkraínu. Reuters, The Daily Telegraph.
RÉTTARHÖLD eru hafín yfir Úkra-
ínumanninum Anatolí Onúpríenko,
sem nefndur hefur verið hættulegasti
fjöldamorðingi sögunnar. Onúpríen-
ko, sem er 39 ára, er sakaður um að
vera valdur að dauða að minnsta kosti
52 manna og kvenna á sjö ára tíma-
bili, en lögregluna granar að fórnar-
lömbin séu jaftivel fleiri.
Sat Onúpríenko, sem játað hefur á
sig morðin, þögull í sérsmíðuðu búri
sínu í gær og horfði stöðugt á sama
blettinn í gólfi réttarsalarins. Hafði
hann verið öllu málglaðari á mánu-
dag, á fyrsta degi réttarhaldanna,
en haft var eftir honum í sjónvarpi
seint á mánudag að hann hefði
ávallt vitað hvað hann var að gera.
„Ég byrjaði ekki bara að
myrða fólk vegna þess að ég
var svangur,“ sagði Onúprí-
enko. „Ég get ekki sagt að
ég hafí haft einhver háleit
markmið, fyrir mér var
þetta leikur."
Aðspurður við upphaf
réttarhaldanna kvaðst
Onúpríenko ekkert hafa að
segja. Er honum var tjáð að
það væri lagalegur réttur
hans að mótmæla störfum
dómsins drundi í Onúpríenko:
„Þetta eru ykkar lög, ég lít á sjálfan
mig sem gísl ykkar.“
Ekkert hefur borið á eftirsjá hjá
Onúpríenko og vakti framkoma hans í
réttarsal mikla andúð þeirra
fjölmörgu sem komið höfðu
sér fyrir á áhorfendabekkj-
um. Létu margir í Ijósi reiði
sína og sögðu hann eiga skil-
ið „hægan og kvalafullan
dauðdaga".
Mikill þrýstingur er á
dómstóla frá almenningi í
Úkraínu að dæma Onúprí-
enko til dauða fyrir glæpi
sína, þrátt fyrir að Úkraína
hafi með inngöngu í Evr-
ópuráðið árið 1995 gengist undii'
bann við aftökum. Gæti dómarinn að
öðrum kosti einungis dæmt Onúprí-
enko til fímmtán ára fangelsisvistar,
skv. úkraínskum lögum.
Reuters
ANATOLÍ
Onúpríenko