Morgunblaðið - 25.11.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 25
LISTIR
Aflahrota í Tjarnarborg
LEIKLIST
Leikfélag
Óiafsf jarðar
SÍLDIN KEMUR, SÍLDIN FER
eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur.
Leikstjóri: Guðmuudur Ólafsson.
Ljósameistari: Ingvar Björnsson.
Búningar: Guðrún Víglundsdóttir,
Anna Gottliebsdóttir. Hljóðfæraleik-
ur: Sturlaugur Kristjánsson. Aðal-
leikendur: Björn Ólafsson, Sturla Sig-
mundsson, Gunnlaug Guðbjörnsdótt-
ir, Rögnvaldur Guðmundsson, Hafdís
Kristjánsdóttir, Guðbjörn Arngríms-
son, Kolbeinn Arnbjörnsson, Halla
Jóhannesdóttir, Linda Rögnvalds-
dóttir, Sigurjón Magnússon. Félags-
heimilinu Tjarnarborg laugardaginn
21. nóv.
ÞETTA leikrit Iðunnar og
Kristínar Steinsdætra er að verða
sígrænt. Áhugaleikhús setja það á
svið svo til ár hvert. Ekki er vand-
séð af hverju. Efni sýningarinnar
er þjóðlegt og stendur mörgum
nærri; í huga annarra er síldar-
tíminn baðaður í rómantísku ljósi,
og þetta verk bregður einmitt
slíkum geisla að þessu tímabili og
Fagrafirði, en þar er saltað, salt-
að, og náttúrlega svolítið meira.
Ef þetta leikrit væri á lérefti,
kæmi manni naívismi í hug: lítil
dýpt, miklar skýringar, en atvika-
fjöldi og mannlýsingar eftir týp-
um. Það hentar einmitt áhugaleik-
hópum, og svo er ekki verra að
margir fá að spreyta sig á sviði,
við söng og gleði.
Ólafsfirðingar taka þetta efni,
sem þeir þekkja svo vel og kreista
úi' því hvern dropa. Þeir fengu til
liðs við sig sem leikstjóra sigldan
heimamann, Guðmund Ólafsson,
sem er reyndur í leikhúsi og eng-
inn amlóði í því sem hann tekur sér
fyi-ir hendur.
Leikurinn er jafn og víða fjörug-
ur, stundum kankvís, og söngur
yflrleitt ágætur. Þær útlifuðu far-
andsöltunarstúlkur, Valgerður,
Þuríður og Fjóla, gengu vasklega
og umbúðalaust til verks og slógu
léttan og fjörugan grunntón.
Linda Rögnvaldsdóttir og Kol-
beinn Arnbjörnsson voru ung og
feimin en samt stundum frökk og
Hafdís Kristjánsdóttir var
ánægjulega illkvittin og merkileg
með sig í senn. Þá voru þeir Björn
Ólafsson sem síldarkóngurinn og
Guðbjörn Arngrímsson eins og
sniðnir í sín hlutverk, Halla Jó-
hannesdóttir spólaði vel í verk-
stjórahlutverkinu og Sturla Sig-
mundsson var einnig sannfærandi
sem Lilli ölkæri.
I heild er þetta sýning sem ber
þess merki að félagsmenn í Leikfé-
laginu hafa lagt í hana mikla vinnu
og alúð, og mátti glöggt fínna í
salnum að sú vinna var ekki unnin
fyrir gýg, því ungir jafnt sem aldn-
ir skemmtu sér mæta vel, að ég tali
nú ekki um þau uppi á sviðinu. Og
þá er tilganginum náð.
I hléinu heyrði ég á tal nokk-
urra roskinna heiðursmanna. Þeir
voru sko aldeilis ánægðir með
Sfldin kemur - sfldin fer, og það
mátti sjá framan í þeim gleðina yf-
ir því að endurlifa ævintýri liðinna
daga.
Guðbrandur Gislason
STÓRSVEIT Reykjavíkur.
Ole Kock Hansen stjórn-
ar Stórsveit
JASSVAKNING, í samvinnu við
Stórsveit Reykjavíkur og danska
sendiráðið í Reykjavík, stendur
fyrir tónleikum í Ráðhúsi
Reykjavíkur í kvöld kl. 21. Þar
mun Ole Kock Hansen sljórna
Stórsveitinni sem flytur útsetn-
ingar hans á þjóðlögum, eigin
verkum og annarra. Meðal ann-
Reykjavíkur
ars útsetningar hans á danska
þjóðlaginu Ebbe Skammelson og
Daydream eftir Billy Strayhorn,
en þessi verk hljóðritaði Thad
Jones með Radioens Big Band.
Ole Kock hefur lengi verið í
hópi virtustu djassleikara Dana.
Hefur m.a. stjórnað dönsku út-
varpsstórsveitinni.
BALENO
BALENO
Komdu
og sestu inn
Sjáðu rýmið og alúðina
við smáatriði.
i Skoðaðu verð og
I gerðu samanburð. i
ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ:
• aflstýri • 2 loftpúðar •
aflmiklar vélar • samlæsingar •
rafmagn í rúðum og speglum •
• styrtarbitai hurðum •
• samlitaða stuðara •
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sfmi 462 63 00. Egilsstaðir:
Bíla- oq búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Isafjörður: Bllagarður ehf., Grænagarði, slmi 456 30 95.
Keflavík: BG bflakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17.
SWIFT BALENO WAGON R+ JIMNY VTTARA GRAND VITARA TEGIJND: VERÐ:
TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ:
GLS3d 980.000 KR. 1,3GL 3d 1.140.000 KR. GL 1.079.000 KR. Beinskiptur 1.379.000 KR. JLX SE 3d 1.580.000 KR. GR, VITARA 2,0 L 2.179.000 KR.
GLX5d 1.020.000 KR. l,3GL4d 1.265.000 KR. l,6GLX4d 1.340.000 KR. 1,6 GLX 4x4 4d 1.495.000 KR. l,6GLXWAGON 1.445.000 KR. WAGON 4x4 1.595.000 KR. GL4x4 1.259.000 KR. Sjálfskiptur 1.499.000 KR. JLX SE 5d DIESEL 5d 1.830.000 KR. 2.180.000 KR. GR.VITARA2,5 LV6 2.589.000 KR.
mr i