Morgunblaðið - 25.11.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.11.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 29 Nýjar bækur • PÉTUR og Krumnii er rituð af Arna Arnasyni og myndskreytt af Halldóri Baldurssyni. I kynningu segir að sagan um Pétur og Krumma byggist á þekktu minni úr íslenskum þjóðsögum og þjóðtrú viðvíkj- andi hrafninum. Þetta er saga um visku hrafns- ins sem fólkið á bænum á eftir að verða þakklátt fyrir en þetta er ekki síður saga umhyggju og vináttu. Bókina prýða fjölmargar stórar og litríkar mynd- ir. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er31 bls. Umbrot og frágangur: Skjaldborg. Bókin erprentuð í Singapúi-. Verð: 1.680 kr. • SNÆFINNUR snjókarl er eftir Jón Ármann Steinsson, myndirnar eftir Jón Hámund Marinósson. Bókin er ætluð yngstu lesendun- um og segir frá systkinunum Elvari og Valdísi sem ákveða að búa til flottasta snjókarlinn í bænum. Og Snæfmnur snjókarl er ekki bara flottur heldur er hann líka skemmtilegur og tekur þátt í ævin- týrum krakkanna, ásamt Snædísi snjókerlingu. En svo kemur vorið með góða veðrið og þá verða krakk- arnir að taka til sinna ráða til þess að Snæfinnur og Snædís bráðni ekki og verði að engu. Útgefandi er Fróði hf. Bókin er 26 bls. Litskrúðugar teikningar eru á hverri síðu. Prentun: Prentsmiðj- an Oddi hf. Verð 1.290 kr. Árni Árnason LISTIR Komin meiri fylling DAUÐARÓSIR er önnur skáld- saga Arnalds Indriðasonar, en fyrsta bók hans, Synir duftsins, vakti athygli í fyrra og er m.a. í athugun að gefa hana út er- lendis. „Dauðarósir segir af sömu lög- reglumönnum og Syn- ir duftsins," segir Arnaldur, „en við- fangsefnin em önnur. Þeir eru koinnir með nýtt mál til úrlausnar. Við fáum tækifæri til að fylgjast með sam- skiptum félaganna tveggja og hvernig þau hafa þróast. Þetta er hinn klassiski lög- regludúett og nú er komin í þá meiri fyll- ing, þar sem ég er farinn að þekkja þá betur. Það skilar sér vonandi til lesandans." Arnaldur segir að Dauðarósir sé spennusaga úr íslenskum sam- tíma. „Sagan hefst þegar lík ungr- ar stúlku finnst í blómahafinu á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkju- garðinum við Suðurgötu. Stúlkan er nakin og ber þess merki að hafa verið beitt ofbeldi. Lögreglan stendur ráðþrota þar sem illa gengur að bera kennsl á stúlkuna og enginn virðist sakna hennar. Og ekki gengur betur að útskýra veru hennar á leiði sjálfrar sjálf- stæðishetjunnar." Lítið hefur verið skrifað af spennusögum hér á landi miðað við önnur lönd að mati Arnalds. „Það er ekki mikil hefð fyrir góð- um spennusögum úr íslenskum veiuleika. Hér á íslandi fer mest fyrir fagurbókmenntum, skáldsög- um og ljóðum. Kannski hefur ís- lenskur veruleiki þótt helst til fábrotinn í glæpalegu tilliti og fólk verið tortryggið á að hægt væri að skrifa góðar íslenskar spennusögur. Hefðin hefur litið nýjungar hornauga. Sem betur fer held ég að þetta hafi verið að breytast að undanfórnu, fleiri eru farnir að Ieita á slóðir reyfarans og Is- land er að verða al- þjóðlegra. Það er auð- vitað afskaplega já- kvætt fyrir menn eins og mig.“ Nú hefur þú lengi gagnrýnt kvikmyndir. Eru þær mikill áhrifavaldur í skrifum þínum'! „Tvímælalaust. Allar þær þús- undir kvikmynda sem ég hef séð um dagana hljóta að hafa á mann áhrif, ekki síst góðar spennu- myndir með hinni sígildu upp- byggingu og frásagnarhefð. Lyk- illinn er að byggja upp spennu, halda henni svo í gegnum alla sög- una og leysa síðan úr henni á sannfærandi máta. Mér finnst of lítið hafa verið gert af þessu hér á landi og langar að vita hvort ekki sé hægt að skapa spennusögur í islensku umhverfi rétt eins og alls staðar annars staðar.“ En ætlar Arnaldur að skrifa Arnaldur Indriðason meira um þá félaga, Erlend og Sigurð Óla, rannsóknarlögreglu- menn? „Já, það hugsa ég bara,“ er svarið. „Eg hef svo gaman af þessu og ég er ennþá að kynnast þeim félögum. Þeir munu eflaust snúa aftur með nýtt mál.“ í símtækinu. Erlendui' Sveinsson rannsóknar- lögi'eglumaður, fráskilinn einstæð- ingur um fimmtugt, hafði sérstakan ama af því að vera vakinn upp á nótt- inni, einkanlega þegar honum hafði gengið erfiðlega að sofna eins og núna. Helvítis miðnætm-sólin hélt fyrir honum vöku langt frameftir öllu. Það var eins og ekkert dygði á hana. Erlendur reyndi að útiloka svefnherbergi sitt frá næturbirtunni með þykkum gluggatjöldum en henni tókst að smjúga framhjá þeim. Síðast hafði hann útvegað sér leppa fyrir augun með nokkuð pínlegri fyr- irhöfn. Hann hafði séð slíka gersemi á fínum kellingum í bíómyndum og fengið hugmyndina þaðan en ekki vitað hvemig átti að nálgast þvílíka vöru. Hann kallaði á Elínborgu, sem vann með honum, konu á miðjum aldri. - Augnleppa? hváði hún. - Svona fyrir augun, sagði Erlend- ur lágt. - Meinarðu eins og kellingarnar eru með í bíómyndum? spurði hún og naut þess að sjá Erlend engjast fyi-ii- framan sig. - Það er helvítis miðnætursólin, sagði hann. Úr Dauðarósum. LISTDANS Tjarnarleikhús Pontus (ii; Pía Lýsing: Jóhann Bjarni Páhnason. Förðun: Anna Friðrikka Guðjóns dóttir. SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld fmmsýndi danshópurinn Pontus og Pía þrjú dansverk í Tjarnarleik- húsinu. Pontus og Pía samanstend- ur af tveim danshöfundum og dönsurum; þeim Helenu Jónsdótt- ur og Olöfu Ingólfsdóttur. Asamt þeim koma fram á sýningunni nemendur úr Nemendadansflokki Listdansskóla Islands. Helena Jónsdóttir er lærður klassískur ballettdansari og djassdansari en Olöf Ingólfsdóttir hefur myndlist- arnám og nútímadansnám að baki. „Sóló 8“ og „Schizo stories“ nefn- ast verk Helenu Jónsdóttur. Fyn-a verkið er dansað af sjö nemendum úr Nemendadansflokki Listdans- skóla Islands en seinna verkið er dansað af höfundi sjálfum. Verk Olafar Ingólfsdóttur „Sannar sög- ur og lognar" er einnig sólóverk dansað af höfundi. SÓLÓ 8 eftir Helenu Jónsdóttur. Dansar- ar: Nemendadansflokkur List- dansskóla íslands. Tónlist: „Up bustle and out“. í þessu dansverki ber höfundur getu dansarans í mýkt og sveigjan- leika saman við beint og óþjált form spýtu. Nemendurnir mynda ýmiss konar form og hreyfa sig í Meira stífu dansformi í anda spýtu. Þeir framkalla takt með því að slá á spýtuna og smella saman fingrum. Taktinn og aðra tónlist nota þeir á víxl í dansinum. Ekki verður fjallað hér um frammistöðu hvers og eins þar sem um nemendur er að ræða. Verkið er ágætlega samið en hefði betur átt heima á nemendasýningu en í atvinnuleikhúsi. „SCHIZO STORIES" eftir Helenu Jónsdóttur. Tónlist: Gunnlaugur Briem. Búningur: Helena Jónsdóttir. Texti: Einar Már Guðmundsson. Lestur: Mar- grét Vilhjálmsdóttir. Myndband: Bergsveinn Jónsson. „Schizo stories" var annað verk á dagskrá. Þar tvinnar höfundur saman myndbandi og dansi. Verk- ið er hugleiðing um fortíð, nútíð og framtíð. Höfundur veltir fyrir sér þeirri spurningu hvað sé draumur og hvað veruleiki. Áhorf- endur berja augum dropa sem fellur á vatnsyfirborð á tjaldi upp- sviðs. Kona í síðum kjól situr við borð og hefst dansinn með róleg- um hreyfingum kringum borðið, stólinn og loks sviðið. Hápunktur verksins er þegar svart hvítar myndir birtast af dansaranum á tjaldinu á meðan sami dansari dansar þróttmikinn dans á sviðinu andstætt því sem á sér stað á tjaldinu. Dansverkið átti góða spretti þar sem dans og hug- takk! myndavinna voru vel útfærð. Framvinda verksins féll þó niður í fyrri hluta verksins þar sem hreyfingar voru hvorki af eða á. Það er að segja dansarinn hreyfir sig óhnitmiðað og skapar þannig tómarúm. Notkun myndbands og upplesinn texti féllu vel að verkinu og gáfu því nýstárlegan og jafn- framt hugljúfan blæ. Tónlist Gunnlaugs Briem átti stóran þátt í að gera verkið grípandi og spenn- andi. Hún spannar vítt svið allt frá ljóðrænum vatnshljóðum til ki-öft- ugi-a trommutakta. Sem danshöf- undur á nýrri braut sýnir Helena að hún býr yfir dýpt og sköpunar- gáfu. Sem dansari hefur hún yfir að ráða útgeislun og sviðsöryggi og fer létt með að framkvæma eig- in dansgerð. Fáir stökkva fram á sjónarsviðið sem fullmótaðir dans- arar eða danshöfundar. „Schizo stories" er lofandi dansverk. Gam- an væri að vita hvort höfundur búi yfir fleiri hugmyndum á þessu sviði? SANNARSÖGUR OGLOGNAR eftir Ólöfu Ingólfsdóttur. Dansari: Ólöf Ingólfsdóttir. Tónlist: Hallur Ingólfsson. Búningur: Sonný L. Þorbjörnsdóttir. Síðasta verkið á dagskrá, „Sannar sögur og lognar" eftir Olöfu Ingólfsdóttur, var dansað af höfundi sjálfum. Það fjallar um hvernig og hvers vegna fólk segir sögur. A sviðinu fæðast sögur í formi dans og hreyfinga. Sumar sannar og aðrar eflaust lognar. í verkinu fer dansinn fram í þögn. Þess á milli slokkna ljósin og kó- mísk tónlist hljómar í myrkrinu. Dansarinn birtist annars staðar og nýr kafli tekur við. Þannig endur- tekur verkið sig allt til enda. Rétt eins og töframaður kom dansarinn áhorfendum stöðugt á óvart. Eng- inn vissi hvað tók við þegar ljósin kviknuðu en tónlist Halls Ingólfs- sonar sem ómaði í myrkrinu lofaði einhverju óvæntu. Dansarinn kitl- aði hláturtaugarnar með óvæntum uppátækjum og stríddi áhorfend- um þegar hæst stóð með því að hverfa inn í myrkrið og birtast skömmu síðar í danskafla af öðr- um toga. Þegar skugga dansarans var varpað á tjaldið uppsviðs og hann hreyfði sig hægt í þögninni hafði verkið yfir sér annan og dramatískari blæ. Dansaranum brást ekki bogalistin varðandi ein- lægni í túlkun og nákvæmni í tímasetningu hreyfinga. Hreyfmg- ar Ólafar koma frá henni sjálfri, það er eru ekki háðar tískusveifl- um nútímadansheimsins. Það ger- ir verkið upprunalegra og athygl- isverðara fyrir vikið. „Sannar sög- ur og lognar" er vel uppbyggt dansverk, hnitmiðað, fágað og meinfyndið. Það var ferskleiki yfir tveim seinni verkunum. Þau hafa það sem verk jaðarleikhúss gjarnan hafa fram yfir atvinnuleikhús en það er frumleiki og djörfung. Næsta sýning Pontus og Píu er fóstudagskvöldið 27. nóvember. Lilja ívarsdóttir Nýjar bækur • UPPHÆKKUÐ jörð er fyrsta skáldsaga Auðar Ólafsdóttur. í kynningu segir: Sagan fjallar um stúlkuna Ágústínu sem getin er í rabar- baragarði í ágústmánuði á norðlægri eyju, býr í turnher- bergi með gúlp- andi hafið fyrir utan, tunglið ískyggilega ná- lægt og Fjallið eina að baki. Hún skýtur fugla, ræktar villigróður í beinum röðum og notar sérstætt ímyndunarafl sitt til að hefja sig upp yfir það smáa og kyrrstæða. Móðir hennar er fugla- sérfræðingur og stundar rannsókn- ir í hitabeltinu nálægt miðju jarðar og þangað ætlar stúlkan sér að fara. Auður Ólafsdóttir er listfræðing- ur, menntuð frá Sorbonne háskóla í París og kennir listasögu við Há- skóla Islands og Leiklistarskóla Is- lands. Útgefandi er Mál og menning Bókin er 139 bls., prentuð í Svíþjóð. Kápumynd er eftir Sigurð Árna Sigurðsson. Verð: 2.980 kr. Nýjar bækur • LEYNDARDÓMUR Norðureyr- ar er eftir Kristján Jónsson og er sjálfstætt framhald bókarinnar Leynifélagið. I kynningu segir: „Skáta- flokkur Kiddýjar Mundu villist í svartaþoku og kemur að landi á draugastaðnum Norðureyri. Þar flækjast krakk- arnir í æsispenn- andi atburðarás sem teygir anga sína alla leið til Reykjavíkur." Kristján Jónsson hefur skrifað margar barnabækur. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 131 bls. Umbrot og frágangur: Skjaldborg. Bókin er prentuð í Singapúr. Verð: 1.780 kr. • HEIMURINN stækkar - Miðald- ir og heimsveldin miklu er mann- kynssaga barna og unglinga II. eftir Nils Hartmann og Charlotte Clante í þýðingu Örnólfs Thorlacius. I kynningu segir: I þessari bók er í myndum og máli greint frá sögu miðalda og heimsveldanna miklu, á tímanum frá dögum Krists og til ársins 1550. Lesmál bókarinnar er einfalt og lifandi, með kortum og fjölda mynda og sagan er sögð á ný- stárlegan og spennandi hátt. • HEIMURINN breytist Frá siða- skiptum til tæknialdar er Mann- kynssaga barna og unglinga III eft- ir Nils Hartmann og Kirsten Raag- ard í þýðingu Örnólfs Thorlacius. Hér segir frá viðburðum í sögu heimsins frá 1520 til 1875 eða frá siðaskiptum og fram á tækniöld, í máli og aðlaðandi og ævintýraleg- um myndum. Á þessum tíma urðu gífurlegar breytingar á flestum sviðum og grunnur var lagður að því samfélagi nútímans sem við þekkjum. Útgefandi er Skjaldborg. Bæk- urnar eru 62 bls. í stóru broti. Umbrot og frágangur: Skjaldborg. Bækurnar eru prentaðar í Singapúr. Verð hvorrar bókar er 1.690 kr. Kristján Jónsson Loáskinn sjó áraá i r jakkar EGGERT feldskeri efst á Skólavörðustígnum, sími 551 1121
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.