Morgunblaðið - 25.11.1998, Page 36
*56 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
í leit að
hlutverki
A bakvið einfaldleikann í nútímaleikhúsi
leynist þróaður tæknibúnaður og sérhœfð
kunnátta. Nútímaleikhús hefur valið sér
hlutverk sem miðill listrœnna hugmynda
og aðferða.
Þrátt fyrir allra handa
tilraunir í vestrænni
leikhúslist á undan-
förnum áratugum og
umræðu um aðferðir
og viðfangsefni hefur - þegar
grannt er skoðað - sáralítið
breyst. Við förum enn í leikhús á
sömu forsendum og kynslóðin á
undan okkur gerði og kynslóðin
þar á undan; til að fínna breyttar
aðstæður í leikhúsinu sjálfu,
breytt viðhorf áhorfenda gagn-
vart því hvernig umgangast skal
leikhús og leiksýningu, þarf að
fara a.m.k. eina öld aftur í tím-
ann. Jafnvel lengra.
A þessari einu öld hafa þó
komið fram veigamiklar hug-
myndafræðileg-
VIÐHORF ar stefnubreyt-
______ ingar í listum
Eftir Hávar almennt og
Sigurjónsson leikhúslist sér-
staklega s.s.
natúralismi og symbólismi, ex-
pressíonismi og súrrealismi, sósí-
al-realismi og Brechtismi, absúr-
dismi, eldhúsvask-raunsæi og of-
ur-raunsæi svo eitthvað sé nefnt
af því sem fengið hefur á sig
stærstu stimplana. Petta hefur
haft áhrif á efnislegt inntak leik-
rita og vakið alls kyns umræður
og tilraunir um hlutverk leikhús-
listarinnar í nútímasamfélagi, en
umgjörðin - hið ytra form leik-
sýningarinnar - hefur staðið af
sér flestar atlögur að breyting-
um. Tengsl leikenda og áhorf-
enda, afstaða sviðs gagnvart sal
hefur ætíð horfíð aftur að hefð-
bundnu fyrirkomulagi þó hlaupið
sé útundan sér öðru hverju. Nú-
tímaleikhúslistin býr að öllum til-
raunum fyrri áratuga en hefur
hálfpartinn einsog gefíst upp á að
fitja sjálft upp á nýjungum; allar
tilraunir í dag eru nánast fyrir-
fram dæmdar sem endurtekning-
ar á einhverju sem þegar hefur
verið gert, tilraunamennska er
yfirleitt afgreidd sem tilgerð eða
jafnvel talin dæmi um fáfræði
viðkomandi „...vita þau ekki að
það er búið að gera þetta?“
Ýmsar hugmyndir hafa einnig
komið upp varðandi vinnu leikar-
ans, hvernig nálgast skuli per-
sónusköpun og vinna úr þeim
efnivið sem í höndum er; segja
má að leikarinn ráði því sjálfur
hvaða aðferð hann velur en fæst-
ir hafa þó fengið veralega skólun
í öðrum aðferðum en þeim sem
byggðar eru á kenningum rúss-
neska leikarans og leikstjórans
Konstantíns Stanislavskís. Það er
hin hefðbundna leikaðferð 20.
aldarinnar og er nánast jafngöm-
ul öldinni.
Saga vestrænnar leikhúslistar
á 20. öld lýsir sífelldri leit að nýj-
um skilgreiningum á hlutverki
leikhússins í kjölfar þess að tapa
fjöldafylgi 19. aldarinnar yfir til
fulltrúa fjöldamenningar 20. ald-
arinnar, kvikmynda, sjónvarps
og rokktónlistar. Vestræn leik-
húslist í dag nýtur takmarkaðrar
almannahylli og er í raun mjög
skýrt afmörkuð afþreying
menntastéttanna. Það er freist-
andi að halda því fram að íslenskt
leikhús skeri sig úr hvað þetta
varðar en ekki er hægt að full-
yrða neitt nema að undangeng-
inni nákvæmri könnun á sam-
setningu þess stóra hóps er sæk-
ir leikhús hér á landi. I framhjá-
hlaupi má nefna að í gegnum
sjónvarp og kvikmyndir hefur
allur almenningur meiri þekk-
ingu á leiklist og auðveldari að-
gang að henni en nokkru sinni
fyrr í allri sögu mannkyns. Það
er þó annar handleggur leiklist-
arinnar en hér er til umræðu.
Ahrif sjónvarps og kvikmynda
á leikhúslistina era engu að síður
margvisleg og hafa hirt af henni
marga auðmeltustu bitana. Þar
má fyrst nefna efnisþætti eins og
rómantík og spennuþráð. Kvik-
myndirnar hirtu melódramað af
leikhúsi 19. aldarinnar og gerðu
það að sínu. Sjónvarpið lék sama
leikinn gagnvart kvikmyndunum
og ráðlagður dagskammtur af
melódrama á hverju vestrænu
heimili er 45-60 mínútur. Aðrh-
póstar sem kvikmyndir og sjón-
varp hafa gert að sínum eru raun-
sæi og natúralismi og telst til
undantekninga ef reynt er að
setja upp leiksýningar í þeim
anda án útúrsnúninga. Leikhúsið
stendur líka mjög höllum fæti í
framsetningu á efni í þeim stíl
enda láta þaulvanir sjónvai'psá-
horfendur ekki bjóða sér „klaufa-
legar“ blekkingar leikhússins at-
hugasemdalaust. Rokktónlistin
fékk einnig upphaflega „tónleika-
sjóið“ að láni úr leikhúsinu; svið-
setning rokktónleika með gífur-
lega flókinni og glæsilegri lýsingu
og búningum tónlistarmannanna
er auðvitað ekkert annað en leik-
hús. Mestu framfarirnar í tækni-
búnaði leikhússins hafa einmitt
orðið íyrir tilverknað rokksins
enda eru þar meiri peningar í
umferð en leikhús hafa á milli
handanna. Ljósabúnaður tón-
leikahljómsveita er slíkur að
hvert þjóðleikhús væri fullsæmt
af og margan ljósamanninn í leik-
húsinu dreymir árum saman um
ljósabúnað sem meðalrótarinn
handfjatlar daglega. Þó er ekki
fjarri lagi að segja að mesta og
varanlegasta byltingin hafí orðið í
tæknibúnaði leikhúsanna og sí-
fellt meiri kröfur eru gerðar um
kunnáttu á því sviði enda hefur
lýsing leiksýninga í mörgum
tivikum leyst af hólmi ýmsa þætti
hefðbundinnar sviðsmyndar.
Helsti styrkur leikhúslistar nú-
tímans var í upphafí hluti af vörn
hennar gagnvart áhrifum fjölda-
menningarmiðlanna. Nútímaleik-
húsið hefur með góðum árangri
einbeitt sér að kjarna hinnar lif-
andi leiklistar - fundið sérsvið
sitt - og horfíð á vissan hátt aftur
til upphafsins þar sem lítið annað
var til staðar en leikarinn og
áhorfandinn. Munurinn er sá að á
bakvið einfaldleikann í nútíma-
leikhúsi leynist þróaður tækni-
búnaður og sérhæfð kunnátta.
Nútímaleikhús hefur valið sér
hlutverk sem miðill listrænna
hugmynda og aðferða. Það hefur
ekki sjálfstæða hugmyndafræði,
það hefur ekki sýn á sjálft sig
sem mótandi afl í spilverki hlut-
anna, það gegnir sumpart varð-
veisluhlutverki og er safn allra
þeiira hugmynda sem fæðst hafa
áður og era á sveimi í aðferða-
sögunni. Við hverja leiksýningu
er farið í safnið og valin aðferð,
stfll og útlit og í því birtast tvö
helstu einkenni nútímaleikhúss,
semsé söguleg þekking og tækni-
leg kunnátta í víðasta skilningi
þeirra orða.
íslendinga sögur
V esturheims
ALLIR íslendingar
vita að fornsögurnar
eru okkar merkasta
framlag til heimsmenn-
ingarinnar fyir og síð-
ar. Þær voru skrifaðar
á því skeiði sem nefnt
er miðaldir í evrópskri
sögu en sögurnar era
samt ekki nema að litl-
um hluta afsprengi
hinna evrópsku mið-
alda. Þær sækja efni
sitt og innblástur miklu
fremur til fommenn-
ingar þeirra þjóða sem
byggja norðan- og
vestanverða Evrópu.
Þær standa að því leyti
við hlið hinna elstu texta annars
staðar frá og eru sambærilegar við
þá klassísku fornöld sem þekkt er
frá Miðjarðarhafi og nýtur maklegr-
ar viðurkenningar sem grunnur
vestrænna samfélaga.
Islendinga sögur utangarðs
í miðaldabókmenntasögu
Vegna fámennis hefur okkur þó
gengið illa að koma þessum menn-
ingararfi á framfæri við fjölmennari
þjóðir í suðri, austri og vestri þrátt
fyrir fjölmargar vel heppnaðar þýð-
ingar á einstökum verkum. Helstu
erlendu fræðimenn um bókmenntir
miðalda þekkja fyrst og fremst til
latínurita og klerklegra bókmennta
frá meginlandinu og Bretlandseyj-
um, og eru því illa til þess fallnir að
koma íslenskum fornsögum og
kvæðum fyrir í þeirri bókmennta-
sögu sem þeir læra í sínum skólum.
Islenskar fornbókmenntir eru sögu-
leg tímaskekkja í hefðbundnum evr-
ópskum miðaldafræðum. Þær eru
um margt miklu fornlegri en það
sem annars staðar var ritað á sama
tíma. Um leið eru þær svo frumleg-
ar að þeim má oft líkja við evrópsk
höfundai-verk síðari alda.
Þrátt fyrir ótvírætt bókmennta-
gildi íslendinga sagna, sem era í
flokki með því besta sem fornmenn-
ing stórþjóða hefur alið af sér, er
frægð þeirra ekki í samræmi við
væntingar okkar úti í hinum stóra
enskumælandi heimi. En nú er lag
að breyta því, þökk sé frábæru fram-
taki Jóhanns Sigurðssonar og Sig-
urðar heitins Viðars Sigmundssonar.
Þessir tveir athafnamenn höfðu for-
ystu um að afla fjár og stilla saman
strengi þein'a fjölmörgu enskumæl-
andi fræðimanna sem hafa menntast
í íslenskum fræðum við háskóla hér
heima og erlendis og láta þá þýða
allar Islendinga sögurnar á ensku.
Afrakstur þeirrar vinnu liggur nú
fyrh' í fimm glæsilegum bindum sem
verið er að selja og markaðsetja er-
lendis. Sú trausta útgáfa er nú helsti
vaxtarbroddui'inn í sókn okkar og
landkynningu hvar sem er í heimin-
um. Með henni getum við sett það
besta úr fommenningu okkar á stall
með úi'valsverkum mannkynsins
þannig að eftir verður tekið, við hlið
fomra spekimála Kínverja og Ind-
verja, kviðunnar um Gilgamesh, Hó-
merskviða, Dantes, Don Kíkóta og
Shakespeares.
Þjóðarátak í ættrækni
og landkynningu
Það er okkur sífellt undrunarefni
að gáttir heimsfrægðarinnar skuli
ekki opnast um leið og eftir er leitað
með slíkt úrvalsefni sem Islendinga
sögurnar eru. Þar er auðvitað fyrst
og fremst um að kenna smæð okkar
andspænis þeim útgáfu- og mark-
aðsrisum sem matreiða þekkinguna
ofan í heimsbyggðina. Nú stendur
yfír umfangsmesta átak aldarinnar
til að bæta úr þessu með því að deila
fornsagnaarfínum í enskum þýðing-
um með ættingjum okkar og vinum í
Vesturheimi. Undir verndai'væng
forseta íslands og í félagi við Landa-
fundanefnd og Þjóðræknisfélagið á
Islandi er verið að ná saman ein-
staklingum og helstu stórfyrirtækj-
um og sveitarfélögum landsins með
það í huga að dreifa ís-
lendinga sögunum sem
víðast í bókasöfn og
skóla þar sem börn af
íslenskum uppruna
stunda nám vestra.
Með þessu þjóðarátaki
erum við ekki einvörð-
ungu að deila því sem
okkur er kærast með
frændfólki okkar. Við
hljótum líka að vænta
þess að þekking þeirra
og áhugi smiti út frá sér
í þeim frjóu þjóðmenn-
ingarstraumum sem
leika um samfélög
Vesturíslendinga. Ef
við getum virkjað þann
hulduher fólks af íslenskum ættum
sem er búsettur vestan hafs til að
breiða út og auka þekkingu á þess-
um bókmenntaarf okkar er hér um
að ræða eitt helsta sóknarfæri í
kynningu á íslenskri menningu sem
okkur hefur boðist. Fólk af íslensk-
um ættum fer víða og er líklegt til að
tala máli okkar hvar sem það fer.
Endurgjöldum stórhug og
vinarþel Vesturíslendinga
Með þessu átaki getum við vænst
þess að gera uppvaxandi kynslóð
fólks í Norður Ameríku kleift að
nálgast og lesa þær sögur sem við
vitum bestar og merkilegastar. Um
leið og við viljum efla vitund ætt-
ingja okkar vestra um fornsögurn-
ar og deila sögunum með þeim er-
um við líka að kaupa sjálfum okkur
eins konar friðþægingu eftir þann
mikla stuðning, stórhug og velvilja
sem Vesturíslendingar hafa sýnt
Með því að virkja þann
stóra hulduher fólks
af íslenzkum ættum
sem búsettur er vestan
hafs, segir Gísli Sig-
urðsson, skapast ómet-
anlegt sóknarfæri til að
kynna bókmenntaarf
okkar og menningu
í umheiminum.
okkur hér heima þegar mest hefur
legið við. Við eigum þeim skuld að
gjalda. Landsmönnum öllum er
ennþá í fersku minni, þótt langt sé
um liðið, að þegar við ætluðum af
veikum mætti að taka úthafssigl-
ingar og vöruflutninga hingað til
lands í okkar hendur snemma á öld-
inni þá skipti framlag Vesturíslend-
inga til hlutabréfakaupa sköpum
við að koma óskabarni þjóðarinnar,
Eimskipafélagi Islands, á flot. Og
þau kaup voru ekki gerð í eigin-
hagsmunaskyni, þó að Vesturís-
lendingar hafi lengi vel átt tvo
menn í stjórn félagsins, því að Há-
skóli íslands hefur farið með hluta-
bréf þeirra án þess að þeir hafí not-
ið arðs af þeim í nokkru. Eins og
segir í 25 ára afmælisriti Eimskipa-
félagsins: „Dáð þeirra og tryggð
verðskuldar því það, að henni sé
lengi á lofti haldið kynslóðinni til
verðugs sóma.“ Sama óeigingjarna
ættrækni hefur komið fram í stuðn-
ingi Vesturíslendinga við skógrækt
hér á landi.
Hlýhugur, gestrisni og einlægur
áhugi á íslenskum málefnum ein-
kenna þær móttökur sem við Is-
lendingar fáum í heimsóknum til
ættingja okkar vestra, hvort sem
það er í stuttum kynnisferðum í
sumarleyfum eða til lengi’i dvalar
við nám og störf. Sjálfur fann ég
þessa gestrisni og óverðskulduðu
vináttu þegar ég fór til náms í
Winnipeg á 9. áratugnum og sann-
reyndi líka þann mikla menningará-
huga sem hvarvetna mátti fínna. Sá
Gísli
Sigurðsson
áhugi var sífellt vakinn af ótrúlega
ötulu og víðfeðmu starf Haralds
Bessasonar sem hafði verið prófess-
or íslenskum fræðum í Winnipeg og
eins konar andlegur leiðtogi vestur-
íslenska þjóðarbrotsins samhliða
ólaunuðum störfum menningar-
sendiherra Islands í Kanada og
norðanverðum Bandaríkjunum frá
því um miðjan 6. áratuginn.
Verðskulda miklu meira
Eftir því sem ég kynntist
Vesturíslendingunum betur í
Winnipeg og í Nýja Islandi á bökk-
um Winnipegvatns varð mér ljóst
hvað þetta fólk var tilbúið að leggja
mikið á sig til að viðhalda hinum ís-
lenska hluta af sjálfsmynd sinni í
þeirri fjölþjóðamenningu sem ein-
kennir Kanada. Þótt gamla málið
stæði eðlilega höllum fæti hjá yngra
fólki eftir liðlega hundrað ára nábýli
við enska málið, var hugurinn sam-
ur hjá þeim yngri sem höfðu alist
upp á ensku. Sjálfsmyndin var að
verulegum hluta íslensk í þeim
skilningi að þetta fólk leitaði upp-
hafs síns og uppruna hjá þeim sem
námu land seint á síðustu öld og
byrjuðu þar með nýtt líf í nýju
landi. Tilfinningu þeirra um nýtt
upphaf getum við kannski best skil-
ið með því að líta í eiginn barm og
minnast hugmynda okkar um land-
nám Islands. Með því landnámi
varð til eitthvað nýtt og frábrugðið
þeirri menningu sem landnáms-
menn fluttu með sér frá Noregi og
Bretlandseyjum. A hliðstæðan hátt
eru ættingjar okkar vestra ekki ein-
vörðungu uppteknir af því að vera
íslenskir, heldur miklu fremur vest-
uríslenskir.
Hin nýja sjálfsmynd Vesturís-
lendinga dregur þó ekkert úr áhuga
þeirra á íslenskum menningararf
eins og sjá má af mikilli vinnu þeirra
að mennta- og skólamálum í þágu ís-
lenskrar menningar langt fram eftir
þessari öld. Þeir stjórnuðu til dæmis
í því sjálfir, með því að safna frjáls-
um fjárframlögum, að hægt var að
stofna prófessorsembætti í íslensk-
um fræðum við Manitobaháskóla um
miðja öldina. Við hliðina á þessum
stórhug höfum við Islendingar mjög
dregið lapphTiar í stuðningi okkar
við þetta merka framlag vestra því
að ef vel ætti að vera þyrftum við
hið minnsta að tryggja háskólabóka-
safninu í Manitoba eintak af öllum
íslenskum bókum, og sjá til þess að
ávallt sé líflegt og gott menningar-
samband vestur. Ahuginn er ennþá
mikill, bæði hér heima og vestra,
eins og meðal annars sést af þeim
frábæru móttökum sem hið glæsi-
lega Vesturfarasetur á Hofsósi hef-
ur fengið.
Styrkjum rætur og
stækkum hópinn
Nú er lag til að friða samviskuna
eftir áratuga sinnuleysi okkar um
framgang íslenskrar menningar í
Vesturheimi og taka þátt í þjóðar-
átakinu sem verið er að safna til svo
að sem flest börn og unglingar af ís-
lenskum ættum vestra fái greiðan
aðgang að íslendinga sögunum í
sinni heimabyggð. Með þessari
bókagjöf getum við bætt fyrir van-
rækslusyndir okkar og styrkt veru-
lega þær sameiginlegu rætur sem
við deilum með Vesturíslendingum í
íslenskum bókmenntaarfi fyrri alda.
Af þeim rótum getur vaxið miklu
öflugra og víðfeðmara net þekking-
ar á Islendinga sögunum sem sjálf-
sögðum hlut í bókmenntasögu Vest-
urlanda en við eigum möguleika á
að byggja upp með öðrum hætti.
Þess vegna er þetta einhver ábata-
samasta gjöf sem við getum fært
ættingjum okkar í Vesturheimi,
bæði í andlegum og veraldlegum
skilningi.
Höfundur er sérfræðingur á
Arnastofnun og var gistiprófessor
við fslenskudeiid Manitoba-háskóla
árið 1988.