Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 38
. 38 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Sitthvað um
byggðaþróun
UNDANFARIN ár
hafa menn setið löng-
um á rökstólum og rætt
um allmikla búferla-
flutninga af landsbyggð
til höfiiðborgarsvæðis,
ef til vill hafa (stjóm-
mála)menn fælt fólk og
fengið það til að flytja
með málæði sínu um
•> fólksflutning, þar sem
oft er tæpt á því hve
margir hafi flutt og
hvaða líkur eru á því að
svo og svo margir flytji
á höfuðborgarsvæðið.
Það er ekki að mínu
mati til þess fallið að
halda í fólk á lands-
byggðinni ef sífellt er verið að ræða
um þá sem flytja, frekar ætti að
hrósa þeim sem halda sig heima en
Þingmenn þurfa að
drífa sig segir Arnljót-
ur Bjarki Bergsson,
að samþykkja byggða-
áætlunina svo hægt
sé að fara að vinna
eftir henni
formæla þeim sem fara á flandur.
Munnræpa slík getur orðið yfir-
gengileg og mönnum fallist hendur
því vandinn hefur vaxið í augunum
>á þeim en fátt eitt verið aðhafst.
Hvemig væri nú að draga úr orða-
flaumnum og vinda sér í fram-
kvæmdir? Það var ekki síst málæði,
málþófi, að kenna að byggðaáætlun
var ekki samþykkt á síðasta þingi.
Henni var kastað fyrir róða svo
þingmenn gætu komist sem fyrst í
sumarfrí. Það var ákveðið að
byggðaáætlun yrði í staðinn tekin
fyrir á haustþingi 1998. En lítið hef-
ur verið gert í þessum málum á
þeim tíma sem byggðaáætlun var
ósamþykkt plagg í hirslum Alþing-
is. Samt er því ekki svo farið að allt
hafi farið til andskotans á þeim
tíma, þó að talsverður fjöldi fólks
hafi flutt á höfuðborgarsvæðið af
-iandsbyggðinni, því nokkuð hefur
verið um að stefnumótandi sam-
þykktir hafi verið gerðar sem
byggðar hafa verið á byggðaáætl-
uninni, eða þáttum úr henni. En
ekkert hefur verið að gert á borði.
Ef til vill er það oftrú mín á mátt
hins opinbera, en ég get þess þó að
það er hreint ekki útilokað, að hefði
Byggðaáætlun verið samþykkt í
vor hefði verið hægt að vinna að
framkvæmd hennar strax í sumar.
Það er blóðugt til þess að hugsa að
þorsti sumra í sólskin hafi orðið til
þess að minna hefur orðið úr við-
spymu gegn óeðlilegum fólksflutn-
ingi af landsbyggðinni. Kannski eru
það bara fordómar mínir á þing-
ihannastéttina sem fá mig til að líta
á það sem svo, að þingmenn eigi að
afgreiða fyrirliggjandi mál, með
samþykki eða synjun, áður en þeim
er hleypt út í sumarið og sólskinið.
En mikill er efinn.
Fólki er vissulega frjálst að velja
sér sveitarfesti, en hvert er hið
frjálsa val þegar fólk flytur og skil-
ur eftir auðar og óseídar eigur í
fyrrum heimabyggð sinni, sökum
Arnljótur Bjarki
Bergsson
tm
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
súni 567 4844
fábreytni í atvinnulífí,
hás húshitunarkostn-
aðar og stopulla sam-
gangna, sem að vísu
er sífellt verið að
vinna bót á, auk ann-
arra viðráðanlegra
þátta?
Hitt er svo annað,
en það er réttlætis-
kennd réttsýnna íbúa
utan landsbyggðar-
innar. Fyrir suma er
það ekkert tiltökumál
að draga úr útgjöldum
hins opinbera, ef átt
er við að skerða opin-
bera þjónustu á lands-
byggðinni, en ef sam-
svarandi skerðing er fyrirhuguð á
höfuðborgarsvæðinu verður fjand-
inn laus. Einstaka frjálshyggju-
menn hreyfa við því mótmælum er
nýju fyrirtæki á vegum hins opin-
bera er hleypt af stokkunum á höf-
uðborgarsvæðinu. En ef smáörðu
af hinu opinbera á að færa út fyrir
hreppamörk höfuðborgarinnar
heyrast háværar raddir um nauð-
ungarflutning starfsmanna stofn-
unarinnar og þarf í sumum tilfell-
um sérstaka samninga til þess að
halda þeim góðum. Þéttbýlið á Sel-
tjamamesinu og hjásveitir gína
gjörsamlega yfir landinu öllu. Ef
eitthvað er einhverju skárra á
landsbyggðinni er lagt af stað í
herferð og hvergi áð fyrr en mis-
munurinn hefur verið jafnaður út,
slík fyrirmyndar samkeppni sveit-
arfélaganna dregur tæpast úr sam-
keppni einstaklinganna og einka-
neyslunni. Sveitarfélögin við sund-
in verða að fá jafnmikið og hin, til
samans, þó svo að það sé fjarri því
svo farið að alls þess sem þar er
eytt sé þar aflað. Fjármagninu er
eytt á höfuðborgarsvæðinu þótt
þess sé ekki aflað þar. Hægt er að
segja að þessi sveitarfélög þrífi allt
til sín, hvort sem það getur talist
réttlátt eður ei. Höfuðborgarsvæð-
ið liggur á landsbyggðinni eins og
mara og sýgur úr henni allan lífs-
þrótt. Slík samkeppni sveitarfélaga
um íbúa er ekki eðlileg ef það er þá
samkeppni. Endalaust hjal gefur
ekkert af sér. Þingmenn þurfa að
drífa sig að samþykkja byggðaá-
ætlunina svo hægt sé að fara að
vinna eftir henni.
Höfumlur er formaður Varilar, fé-
lags ungra sjálfstæðismanna á
Akureyri.
Stóriðja og
þjóðarhagur
AÐ undanförnu hef-
ur átt sér stað lífleg
þjóðmálaumræða um
frekari uppbyggingu
orkufreks iðnaðar og
áhrif hans á umhverf-
ið. Frjó umræða af
þessu tagi er nauðsyn-
leg til að leiða erfið
deilumál til lykta. Ég
hef lagt áherslu á að
sátt náist um eðlilega
nýtingu landsins og
auðlinda þess, hvort
sem það er til orku-
vinnslu, ferðamennsku
eða annarra nota um
leið og tekið er tillit til
verndunarsjónarmiða.
Ég tel að eftir stóryrtar og tilfinn-
ingaþrungnar yfirlýsingar í byrjun
umræðunnar hafi hún nú færst í
málefnalegri búning og er þess
fullviss að ásættanleg lausn finn-
ist.
Skrif Tryggva
Felixsonar
Enn ber þó nokkuð á óvandaðri
umfjöllun um orkufrekan iðnað.
Ein slík grein birtist í Morgunblað-
inu í gær þegar Tryggvi Felixson,
embættismaður í þjónustu ríkis-
stjórnarinnar, reynir að gera tölur
mínar um þjóðhagsleg áhrif frekari
stóriðjuframkvæmda tortryggileg-
ar með villandi samanburði við nið-
urstöðu Páls Harðarsonar hag-
fræðings. Embættismaðurinn fer
villur vegar í sínum samanburði.
Hann segir að mismunurinn felist
aðallega í þeim aðferðum sem beitt
er. Það er ekki rétt. Hann felst
fyrst og fremst í því að ekki er ver-
ið að bera saman sambærileg
dæmi, enda er í mínu dæmi, sem
reiknað er af Þjóðhagsstofnun, mið-
að við að komi til byggingar 360
þúsund tonna álvers í Reyðarfirði.
Embættismaðurinn las það einnig
út úr orðum mínum að stóriðjuá-
formin leiddu til 4,5% árlegrar
aukningar landsframleiðslunnar.
Það er ekki rétt. Landsframleiðslan
eykst varanlega um 4,5% sem þýðir
að framleiðslugeta hagkerfisins
eykst sem þessu nemur. Þó Páll
Harðarson hafi ekki tekið nákvæm-
lega sambærilegt dæmi í sínum
ágæta fyrirlestri á ráðstefnu Verk-
fræðingafélags Islands má af sam-
anburði við svipuð dæmi sjá að ekki
er mikill munur á niðurstöðu hans
og Þjóðhagsstofnunar.
Áhrif framkvæmda
að mati Þjóðhags-
stofnunar
í haust fól iðnaðar-
ráðuneytið Þjóðhags-
stofnun að meta þjóð-
hagsleg áhrif af bygg-
ingu nokkurra stór-
iðjuvera. Niðurstaða
Þjóðhagsstofnunar er
sú að ef gert er ráð
fyrir að álver Norður-
áls stækki um 30 þús-
und tonn og nýtt álver
rísi á Reyðarfirði í
Finnur tveimur áföngum frá
Ingólfsson 2003-2006 megi, að
öðru óbreyttu, reikna
með að landsframleiðsla aukist var-
anlega um 4-5%, þjóðarframleiðsla
og einkaneysla um ríflega 3%, út-
flutningur um 10-15%, fjárfesting
um 180 milljarða á byggingartíma
Ótvírætt er hægt að
fullyrða, segir Finnur
Ingólfsson, að upp-
bygging orkufreks iðn-
aðar á undanförnum
árum hefur reynst
þjóðarbúinu farsæl.
og bein ný framtíðarstörf við iðju-
verin yrðu 530. Hins vegar mætti
gera ráð fyrir að viðskiptajöfnuður
á byggingartíma yrði um 3,5% lak-
ari sem hlutfall af landsframleiðslu
en ella.
Góðærið og stóriðjan
Ekki er nokkrum blöðum um það
að fletta að efnahagsuppveiflan á
Islandi á ekki hvað síst rót sína að
rekja til stóraukinnar fjárfestingar
atvinnuveganna undanfarin ár. Þar
ber hæst framkvæmdir í tengslum
við stóriðju og tengd orkumann-
virki. Alls má gera ráð fyrir að
þessar framkvæmdir nemi rúmum
56 milljörðum króna og þar af sé
erlend fjárfesting um 27 milljarðar
króna.
Erlend fjárfesting í atvinnu-
rekstri hefur stóraukist með upp-
byggingu orkufreks iðnaðar á síð-
ustu árum. Erlend fjárfesting var
nær engin á fyrri hluta þessa ára-
tugar. Bein fjármunaeign erlendra
aðila í atvinnurekstri á íslandi nam
rúmum 8 milljörðum króna í árslok
1995. Um síðustu áramót var bein
fjármunaeign erlendra aðila tæpir
24 milljarðar og hefur vaxið umtals-
vert á þessu ári. I fyrra var erlend
íjárfesting um 2% af landsfram-
leiðslu en algengt er meðal OECD-
ríkja að erlend fjárfesting nemi á
bilinu 2-3% af landsframleiðsu. Á
þessu sviði hafa því orðið straum-
hvörf.
Stóriðjuframkvæmdirnar hafa
átt vei-ulegan þátt í að auka tiltrú
Islendinga á efnahagslífinu og
væntanlega einnig stuðlað að aukn-
um fjárfestingum á öðrum sviðum.
Þær hafa hins vegar ekki leitt til
slíkrar þenslu í hagkerfinu sem títt
var um stórar framkvæmdir á ár-
um áður. Þannig spáir Seðlabank-
inn að verðbólga á þessu ári verði
aðeins um 0,6%.
Reikna má með að framkvæmd-
irnar auki landsframleiðslu varan-
lega um 2% og bæti þannig við
framleiðslugetu þjóðarbúsins. Ut-
flutningur mun aukast um 16 millj-
arða þegar framleiðslugeta iðjuver-
anna verður að fullu nýtt. Það er
um 8% aukning útflutnings ef mið-
að er við heildarútfluning vöru og
þjónustu í ár. Framkvæmdirnar
hafa á hinn bóginn haft tímabundið
neikvæð áhrif á halla á viðskiptum
við útlönd.
Uppbygging orkufreks iðnaðar
að undanförnu hefur dregið úr vægi
sjávarútvegs í útflutningi og aukið
fjölbreytni í efnahagslífinu. Banda-
rísku matsfyrirtækin Standard &
Poor’s og Moodys hafa einmitt
nefnt minnkandi einhæfni útflutn-
ingsatvinnuvega sem eina af megin-
röksemdum sínum fyi-ir að hækka
lánshæfismat Islands.
Ótvírætt er hægt að fullyrða að
uppbygging orkufreks iðnaðar á
undanförnum árum hefur reynst
þjóðarbúinu farsæl. Hún hefur auk-
ið vægi annarra greina en sjávarút-
vegs í þjóðarbúskapnum, rennt
fleiri styi-kum stoðum undir út-
flutningsatvinnuvegina, aukið
framleiðslugetu þjóðfélagsins,
skapað fjölbreyttai-a atvinnulíf og
flutt inn erlent fjái-magn, tækni-
þekkingu og hundruð nýrra há-
launastarfa. Síðast en ekki síst leið-
ir meiri fjölbreytni til sveiflujöfnun-
ar og bættra lánskjara.
Höfundur er iðnaðarráðherni og
varaformaður Framsóknarflokks-
Skipulagðar
hvalveiðar
AD mati vísindamanna keppa
hvalastofnar í Atlantshafi í auknum
mæli við fiskveiðiflota okkar íslend-
inga. Af þessu má draga þá ályktun
að flestar tegundir sjávarspendýra
hafi náð sér á strik og hvölum fari
fjölgandi á ný. Ef við viljum halda
okkar hlut í hefðbundnum fiskveið-
um, þurfum við að herða sóknina í
samræmi við stækkandi hvalastofna
og svara samkeppninni með öflugri
fiskiskipum, afkastameiri veiðar-
færum og aukinni útrás á fjarlæg
mið með risatogurum sem frysta
um borð.
Afleiðingamar eru fyrirsjáanleg-
ar. Arðsemi fiskveiða minnkar,
eyðilegging á hafsbotninum verður
meiri, fiskverkun í landi dregst
áfram saman, vistkerfi sjávar
raskast enn meir og með tímanum
versnar afkoma sjávarútvegsins
með skelfilegum afleiðingum fyrir
smærri útgerðir og sjávarpláss sem
byggja allt sitt á hefðbundnum fisk-
veiðum.
Annar möguleiki er sá að skera
heildarkvótann niður um 20 til
30.000 tonn á ári með tilheyrandi
samdrætti í þjóðarbúskapnum.
Byggðaröskun er þegar orðin mikil
og samdráttur í afla ýtir undir þá
Það sem við þurfum er
ný og skipulögð hval-
veiðistefna, segir
Ragnar A. Þórsson,
byggð á vísindalegum
rökum og þjóðhagsleg-
um forsendum.
óheillaþróun. Sá sem telur það
ójafnvægi sem nú er að skapast í
vistkerfinu við strendur landsins
eiga eitthvað skylt við náttúruvernd
er illa að sér í umhverfismálum.
En hvað er til ráða?
Mín skoðun er sú að í
staðinn fyrir að hörfa
og draga lappirnar sé
best að horfast í augu
við vandann og taka á
honum núna. Það sem
við þurfum er ný og
skipulögð hvalveiði-
stefna, byggð á vísinda-
legum rökum og þjóð-
hagslegum forsendum,
eins konar skipulagðar
hvalveiðar. Slíka
ákvörðun þarf að
kynna rækilega á al-
þjóðavettvangi og
standa við hana.
Við verðum að hefja
undirbúning fyrir slíkar veiðar og
einsetja okkur að veiða tiitekinn
fjölda af hrefnum og jafnvel öðrum
tegundum með útflutning í huga,
jafnvel þótt einhverjum samtökum
og ríkisstjórnum mislíki það. Bann
við flutningi hvalaafurða á milli
landa brýtur í bága við alþjóðalög
og stríðir gegn frjálsri milliríkja-
verslun.
Við verðum að ákveða með hvaða
skipum og hvernig skotfærum við
veiðum, hvar, hvenær og hve mörg
dýr við drepum. Þekking íslendinga
á hvalveiðum og ástandi hvalastofna
Ragnar A,
Þórsson
ætti að duga til þess að
veiðarnar fari ekki úr
böndunum. Það er eng-
um akkur í að útrýma
hvölum, hvorki fiski-
fræðingum né þeim
sem ætla að lifa af
hvalveiðum.
Með því að hefja tak-
markaðar og skipu-
lagðar hvalveiðar á ný
sönnum við fyrir um-
heiminum að við erum í
stakk búin til að við-
halda hvalastofnum.
Með því að gera ekkert
viðurkennum við að við
erum ófær um að um-
gangast vistkerfi hafs-
ins og látum öðrum eftir að stjórna
nýtingu sjávarspendýra og jafnvel
fiskistofna síðar meir.
Þeim sem óttast efnahagsþving-
anir af hálfu Bandaríkjanna vil ég
segja þetta: Þær eru þegar hafnar
vegna þeirrar skerðingar sem við
verðum fyrir með stækkandi hvala-
stofnum. Ef veiðar hefjast geta af-
leiðingarnar varla orðið verri en
það ástand sem nú blasir við. Lát-
um reyna á faglega meðferð máls-
ins.
Höfundur starfar við ferðaþjónustu.