Morgunblaðið - 25.11.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 25.11.1998, Síða 40
10 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Nýir möguleikar á nýtingu heita vatnsins Á TILTÖLULEGA skömmum tíma hafa Islendingar öðlast mikla þekkingu og reynslu í nýtingu jarð- varma. Er nú svo komið að aðrar þjóðir eru farnar að leita hingað til að afla sér þekkingar á þessu sviði. Islenzk verkfræðifyrirtæki hafa unnið ráðgjafastörf erlendis, ís- lenzkir vísindamenn starfa við er- ^jend fyrii-tæki og stofnanir og hér á landi er starfandi Jarðhitaskóli Há- skóla Sameinuðu þjóðanna. Óhætt er að fullyrða, að Islendingar eru í fararbroddi í heiminum hvað varðar nýtingu jarðvarma. Á einu sviði hef- ur okkur þó ekki tekizt að nýta heita vatnið sem skyldi - það er til heilsueflingar og lækninga. 1000 ára reynsla Allt fram á okkai- tíma hafa helstu uppsprettur lækninga og fyrirbyggj- andi aðgerða verið vatn, sól og jurtir. Einkum hafa heitar lindir notið mik- illa vinsælda. í um 1000 ár hafa verið starfandi heilsulindir í Evrópu. Hinir fornu Rómverjar byggðu virki og -^»æi við heitar lindir, í því sambandi mætti nefna Baden Baden í þýzka- landi og Bath í Englandi. Eftir því sem læknavísindin hafa þróast í ald- anna rás hefur verið vísindalega sannað að heita vatnið hefur jákvæð áhrif á ýmsa sjúkdóma, getur haldið þeim niðri og jafnvel læknað. Eftir 1960 minnkaði tiltrú lækna nokkuð á að beita heitu vatni til lækninga og til meðferðar á ýmsum sjúkdómum. Talið var að lyf og aðgerðir væru fljótvirkari og ódýrari. Á síðari árum ^iafa þó vísindamenn aftur beint aug- um sínum að notkun heitra linda í lækningaskyni. , Á undanförnum árum hafa farið fram afar áhugaverðar vísindarann- sóknir víða um heim, þó einkum í Evrópu og í Japan, á notkun heits vatns, leirs, vatnsnuddi, þjálfunar í heitu vatni til lækninga og áhrifa heitavatns á líkamann. Pað þykir nú fullsannað, að heita vatnið hefur veruleg áhrif á ýmsa sjúkdóma svo sem liðagigt, ýmsa öndunar- og of- næmissjúkdóma, nokkrar tegundir húðsjúkdóma, t.d. psoriasis. Þá er það staðreynd, að fólk sem er að ná sér eftir skurðaðgerðir eða erfiðar læknismeðferðir nær fyrr heilsu ef það stundar heilsuböð af einhverju tagi. Þá er það staðreynd að heilsu- böð eru sérlega holl fyrir aldrað fólk. Þá benda nýlegar rannsóknir til að heilsuböð hafa jákvæð áhrif á streitu og ýmsa aðra sjúkdóma, andlega og líkamlega. Eins og áður sagði höfum við ís- lendingar ekki gefið heita vatninu nægjanlegan gaum með tilliti tii lækninga. Þó eru nokkrar undan- tekningar og koma þá upp í hugann nöfn eldþuganna Gísla Sigurbjörns- sonar í Ási, sem snemma sá fyrir þá miklu möguleika, sem hveravatnið og íslenzk náttúra hafði og Jónasar Kristjánssonar læknis, sem beitti sér fyrir stofnun og byggingu Heilsuhælis Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði. Segja má þó, að það hafí ekki verið fyrr en með tilkomu Bláa lónsins í Svartsengi að farið vai- að vinna að því af alvöru að fá hingað erlenda ferðamenn til að leita sér lækninga. Heilsulindaborgin Reykjavík Hinn 17. september síðastliðinn undirrituðu í Reykjavík Ingibjörg Sóh-ún Gísladóttir borgarstjóri og dr. Christoph Kirschner forseti Heilsulindasamtaka Evrópu sam- starfssamning Reykjavíkurborgar og heilsulindasamtaka Evrópu. Heilsulindasamtök Evrópu munu aðstoða borgaryfirvöld að þróa sundstaði borgarinnar enn frekar sem heilsulindir, og hjálpa til við að markaðssetja Reykjavík sem heilsulindaborg. Frá því um síðast- liðin áramót hefur verið unnið að því á vegum Hitaveitu Reykjavíkur og Iþrótta- og tómstundaráðs að safna upplýsingum um stöðu Reykjavíkur og möguleika hennar sem heilsulindaborgar. Meðal ann- ars var leitað til hinnar virtu vís- indastofnunar Institut Fresenius í Þýzkalandi eftir ráðgjöf og til að láta rannsaka heita vatnið. Heilsu- lindasamtök Evrópu og starfsmenn Institut Fresenius hafa svo unnið úr þeim gögnum, sem safnað hefur verið. Þær bráðabirgðaniðurstöður, sem nú liggja fyi-ir benda ótvírætt til þess, að möguleikar Reykjavík- urborgar sem heilsulindaborgar, eða SPA-borgar, eru mjög miklir. Hinir erlendu sérfræðingar hafa einkum bent á, að hér sé sáralítil mengun miðað við aðrar borgir í Evrópu, hér sé nálægð við fagra náttúru og í Reykjavík er þjónusta við ferðamenn sérlega góð. I Reykjavík eru auk þess fullkomin sjúkrahús og vel menntað starfs- fólk. Afbrotatíðni er hér lág og í Með því að þróa betur sundstaði og heita- vatnsnýtingu í borg- inni til heilsuræktar, segir Alfreð Þorsteins- son, opnum við nýja möguleika og fjölg- um störfum. borginni er afar fjölbreytt menning- arlíf. Sundlaugar borgarinnar eru glæsileg mannvirki þar sem öll að- staða er góð og mikið hreinlæti, lík- legast mun betra en í heilulindum víða í Evrópu. Vissulega er ýmislegt sem þarf að breyta og bæta. En kjarni málsins er þó sá, að á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu eru möguleikar Reykjavíkurborgar, fyrirtækja í ferðageiranum og á srfði heilsuræktar mjög miklir. I lok þessa árs mun lokaskýrsla Institut Fresenius liggja fyrir og út írá niðurstöðum hennar verður eink- um unnið að frekari þróun sundstaða borgarinnar sem heilsulinda. Þá mun á næsta ári verða unnið mark- visst að því að kynna Reykjavíkur- borg sem heilsulindaborg. Verður það gert í góðri samvinnu við Heilsu- samtök Evrópu, eins og áður sagði, Flugleiðir, Ferðamálaráð Islands og íyrirtæki í ferðaþjón- ustu. Höfuðáherzlan verður lögð á að laða hingað ferðamenn utan hins hefðbundna ferða- mannatíma, þ.e.a.s. frá 1. september til 1. júní. Markhópar verða fyrst og fremst fólk sem þjá- ist af ýmsum sjúkdóm- um og vill bæta heilsu sína, en einnig eru eldri borgarar álitlegur markhópur og þá ekki síður þeir sem eru að ná aftur heilsu eftir læknis- meðferð. Einnig mætti nefna aðra hópa svo sem ráðstefnugesti, fólk sem þjáist af streitu og ekki síður þá fjölmörgu, sem vilja með hæfílegri líkamsþjálfun og hreyfingu bæta heilsufar sitt. Ekki er gert ráð fyrir því að taka á móti mjög veiku fólki, sem þarfnast læknismeðferðar og þarf að vera á sjúkrahúsi, heldur fólki sem er við sæmilega heilsu en viU bæta heilsu sína enn frekar, sem vill njóta þess sem Reykjavíkurborg hefur upp á að bjóða á sviði afþrey- ingar, menningar og lista. Eftir miklu að slægjast Á undanförnum áram hafa verið miklar fjárfestingar í Reykjavík í margs konar fyrirtækjum er tengj- ast ferðaþjónustu. Það sem helst hefur staðið í vegi fyrir frekari þró- un þessara fyrirtækja er hvað ferða- mannatíminn er stuttur hér á landi. Þó hefur að undanfórnu verið unnið mikið að því að lengja ferðamanna- tímann, meðal annars má þakka það markvissu markaðsstarfi Flugleiða. Og er nú svo komið, að nú koma álíka margir ferðamenn til Reykja- víkur utan hins hefðbundna ferða- mannatíma og koma yfir hásumarið, hinn hefðbundna ferðamannatíma. En betur má ef duga skal, enn get- um við tekið á móti mun fleiri ferða- mönnum níu mánuði ársins. Sm- kvæmt upplýsingum frá World Ti-a- vel and Tourism Council mun eyðsla ferðamanna á næstu 10 árum aukast um 40% og verða 11,2% af heildar- neyzlu fólks. Talið er að heilsutengd ferðaþjónusta muni aukast hvað mest. Ferðalög eldra fólks aukast verulega á næstu árum enda fjölgar eldra fólki stöðugt hér í vesturheimi. Eldri borgarar hafa mikinn áhuga á heilsu- tengdri ferðaþjónustu og eru í staðinn stærsti hópur fólks, sem sækir heilsulindir Evrópu. Stöðugt þarf að skapa ný atvinnutæki- færi fyrir vel menntað fólk. Nýting heita vatnsins á sviði lækn- inga og heilsueflingar er því afar athyglisverð íyi-ir borgaryfirvöld. Mannvirkin eru til, við höfum yfir að ráða nægjanlegu magni af heitu vatni og áhuga- verðir markaðh' eru til staðar í nágrannalöndum okkar. Heilsutengd ferðaþjónusta hefur því mikla möguleika hér í Reykjavík. Það er athyglisvert, að Bláa lónið er í dag meðal fimm eftirsóttustu ferðamannastaða á Islandi. Með því að þróa enn frekar sundstaði borg- arinnar sem heilsulinda skapast mörg ný atvinnutækifæri. Á það hefur verið bent, að margfeldisáhrif ferðaþjónustunnar eru gífurleg, sex- tíu starfsstéttir koma að því að þjóna hverjum ferðamanni. Að undanförnu hefur verið mikil umræða hér á Islandi um virkjanir, einkum á hálendinu og byggingu stóriðju. Eru mjög skiptar skoðanir um þessi mál eins og vonlegt er. Einkum fer það fyrir brjóstið á mörgum ef sökkva á undir vatn náttúruperlum á hálendinu. Hitaveita Reykjavíkur hefur sem kunnugt er byggt orkuver á Nesja- völlum, sem skila mun Reykvíking- um töluverðum arði. Frekari út- bygging þessa orkuvers er nú á dag- skrá og hafa rannsóknir sýnt að hún er afar hagkvæm. Ljóst er að sam- fara þessari orkunýtingu skapast ýmsir aðrir möguleikar, t.d. á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu, eink- um hér í Reykjavík og jafnvel víðar, t.d. á Nesjavallasvæðinu. Það er ljóst að með því að Reykjavík er orðin heilsulindaborg opnast ýmsir möguleikar á að nýta heita vatnið enn frekar til hagsbóta fyrir borgar- búa. Þá er það ekki síður umhugs- unarvert að nýta má orkuna á ýms- an annan hátt en að byggja stórvirk- ar málmbræðslur og aðra stóriðju. Höfundur er borgarfulltrúi og for- maður stjórnar veitustofnana. Alfreð Þorsteinsson Attu þig sjálfur? KÁRI Stefánsson hefur fengið hugmynd um smíði íslenzks gagna- grunns á heilbrigðissviði og tekist að selja erlendum auðjöfrum hana. Nú vilja allir Lilju kveðið hafa og stofna samkeppnisfyrirtæki. Menn heimta útboð, samþykkisyfirlýsingar, dulkóðanir og hvað eina. Állt sem getur komið í veg fyrir að Kára megi sjálfum eittvað nýtast hug- mynd sín. Menn gefa í skyn, að frumhvati Kára sé gróðafíkn umfram læknis- köllun. I því skyni ætli hann að selja erlendum pillufyrirtækjum _ upp- skriftir að erfðavísum allra Islend- Ánga með einokun allra sjúkra- skýi'slna landsmanna. Jafnvel virtur læknir lét að því liggja að skoðanir manna ættu að skrásetjast með í grunninum. Læknar hljóðrita Kára jafnvel í „Lindu-Tripp“ stíl til þess að reyna að bjarga þjóðinni frá mið- lægum gagnagrunni. Grunnurinn mun kosta 10-20 millj- arða og verða 5 ár í smíðum og síðan verða í umsjón Kára í 7 ár, áður en hann fellur til ríkisins. Hliðstæða? Vandséð var hvort nokkumtíma ■**yrði pláss á fjárlögum landsbyggðar- þingmannanna til þess að ráðast í gerð Hvalfjarðarganga. Göngin hafa nú verið gerð af einkaaðila, sem fær í staðinn að nýta mannvirkið þai' til kostnaðurinn er greiddur. Líklega vildu fáir núna að göngin væru ógerð. Spölur hefur 20 ár til þess að borga Hvalfjarðargöng. Kára eru *U»oðin 7 ár fyrir að gera miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði á 5 ár- um. Þessi 7 ár virðast vera svo skelfileg í augum andmælenda, að betra sé að gera ekkert heldur en að Kári kunni að græða á smíðinni. Þá virðist ekki skipta neinu þó að þjóðin hafi þegar fengið hundruð hátækni- starfa til Islands fyrir nýhafna starf- semi Kára. Hver er leyndin? Merkilegt er, hversu þjóðin stend- ur nú á öndinni yfir því, að ekkert kvisist um sjúkrasögur einstaklinga. Það er orðið að aðalatriði hjá ætt- fræðiþjóðinni. Ein sérstaða Islendinga eru ítar- legar ættarsögur þeirra. Friðrik Skúlason hefur lyft Grettistaki í ætt- arskráningu Islendinga og daglega Miðlægur gagnagrunn- ur, segir Halldór Jóns- son, getur geíið mann- kyninu von um betra líf og lækningu sjúkdóma. liggja hundruð íslendinga yfir forrit- um hans. I fornsögum og hjá Páli Eggert er iðullega getið heilsufars manna. Það sýnist því nærtækt að tengja þessa ættarsögu við sjúk- dómasöguna Önnur sérstaða íslendinga er kunningsskapurinn. Hér þekkja allir alla og geta kynnst öllum. Allir geta komist eftir því hvort þessi eða hinn hafi farið á Vog, Klepp, fengið kransæðastíflu, krabbamein o.s.frv. Það þarf bara að spyrja næsta mann. Án ítarlegra ættar- tengsla er miðlægur gagnagrunnur á heil- brigðissviði einskis virði. Gagnsemi hans er hinsvegar augljós til að fyrirbyggja arf- genga sjúkdóma. Skilj- anlega er fólk við- kvæmt fyrir alkóhól- isma og öðrum geð- brigðum sjálfs sín og ættar sinnar. Kynsjúk- dóma og aðra leynikvilla vill fólk ekki endOega ræða við marga aðra. Skiljanlega vill það ekki að þessum upplýsingum sé dreift út um víðan völl. Fáir munu hinsvegar fyrirverða sig fyrir að hafa fengið kvef, inflú- enzu, hettusótt, mislinga, rauða hunda og svo framvegis. En um lungnaþembu vegna reykinga gegnh' öðru máli. Enginn má vita um lesti manns eða afleiðingar þeirra. Er þá ekki meiri þörf á að dulkóða sjúkdóma fremur en fólkið . Er sömu dulkóðunar þörf við alla sjúkdóma við gerð miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði? Ávallt er hætta á því, að óráðvant fólk brjótist inn og steli. Upplýsing- um sem öðru. Víðsvegar liggja núna upplýsingar um fólk, sem hægt er að stela, þó enginn hafi haft áhyggjur af því til þessa. Hjá Krabbameinsfélag- inu, hjá kynsjúkdómadeildum spítala, á læknaskrifstofum og í bílskúrum erfingja framliðinna lækna, Vogi og Bláa Bandinu, liggja nöfn þúsunda ættfæranlegra sjúklinga. Kári telui' að hinn tölvugerði, mið- lægi gagnagrunnur verði betur var- inn iyrir árásum óráð- vands fólks en núver- andi geymslustaðir upp- lýsinganna eru. Hann spyr líka hvort hættan af skúrkum eigi alfarið að stjóma íramþróun mannkynsins og tak- marka athafnir ráð- vands fólks? Áttu þig sjálfur? Við íslendingar höfum haldið Sakaskrá ríkisins lengi. Þar lendum við hvort sem við viljum eða ekki íyrir minnstu yfir- sjónir. Má ekki eins velta þeirri grundvallar- spumingu fyrii' sér, hvort einstakling- urinn sé einn eigandi að þeim upplýs- ingum, sem lúta að hans sjúkrasögu? Verði einstaklingurinn veikur, þá sér ríkisvaldið um lækninguna að langmestu leyti. Brjóti hann lögin sér ríkisvaldið um refsinguna. Er einstaklingurinn þá ekki eign og ábyrgð ríkisins í vissum skilningi? Einstaklingurinn verður að gefa líf sitt án upplýsts samþykkis fyrir rík- ið á stríðstíma. Já, líka samkvæmt íslenzkri stjórnarskrá! Ríkið eitt getur látið frelsisskerða einstaklinginn og refsar hveijum þeim grimmilega, sem gengur á þann rétt. Það úthlutar honum kennitölu og heimtir af honum skatt til þess að standa straum af útgjöld- um sínum. Það borgar fyi-ir skóla- nám hans að mestu leyti.Það sér um lækningu allra sjúkdóma hans, sér fyrir honum í ellinni og borgar kirkjugarðinn. Það ákveður hvort hann sé krufinn og hvort lífsýni séu tekin úr líki hans. Tekur blóðprufu án upplýsts samþykkis ef hann er grunaður um ölvun undir stýri. Áttu þig sjálfur? Máttu læknavísindin fara til Alaska, grafa upp lík og taka lífssýni til þess að finna sýkilinn frá spönsku veikinni 1918? Hversu tæpt stóð mannkynið þegar samstofna sýkill kom upp í Hong Kong á síðasta ári? Hann hefði getað drepið 1-200 milljónir manna á örfáum vikum ef hann hefði sloppið út. Það var vegna líkamsleifa hennar Digru-Lúcýar uppi í Alaska, að við getum þekkt bróður hans þegar hann ber næst að dyrum . Álaska-Lúcý lagði sig þannig fram með dauða sín- um til þess að þér megið lifa. Einstak- lingur í þágu heildarinnar. Ef það er í þágu heilsu afkomenda okkar að rannsaka tengsl gena og sjúkdóma þá telja margir að það eigi að gera. Þessu fólki finnst vandséð þörfin á að dulkóða allar upplýsingar fremur en í Skattskránni og Saka- skránni. Þær þurfa ekki að liggja á glámbekk eins og núna. Ef til vill væri millileið að dulkóða aðeins upp- lýsingar um sérstaka pukurkvilla umfram aðra, til þess að menn sætt- ist við hugmyndina um miðlægan gagnagi'unn á heilbrigðissviði? Miðlægur gagnagrunnur getur gefið mannkjminu von um betra líf og lækningu sjúkdóma. Tímabund- inn hagnaður einhvers gamals grá- skeggs skiptir litlu í því sambandi. Er einkatölvan ekki jafnmikils virði fyrir mannkynið þó að Bill Gates deyi ríkur? Eg sjálfur á mitt eigið lík, sagði Þórður Malakoff. En er það í raun- inni svo? Ber okkur ekki skylda til að leggja okkur sjálf fram til þess að aðrir megi lifa betur? Hvað gerði Frelsarinn? Eða eigum við okkur bara sjálf? Höfundur er verkfræðingur. Halldór Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.