Morgunblaðið - 25.11.1998, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ
■ 50 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
Dýraglens
Ljóska
Smáfólk
50 IVE'LL 60 FROM
H0U5ET0 HOUSE
1‘ TRICR OR TREATIN6/
AHP PEOPLE 10ILL
6IVE US THIN65..
Svo göngum við hús úr húsi og
segjum „grikk eða gjöf“, og fólk
gefur okkur hluti ... Eins og
kannski reiðhjól?
Nei, ekki reiðhjól... Ef til
vill appelsínu eða smáköku.
Reiðhjól væri gott...
Þú verður að taka því sem býðst ...
Hvernig flækist ég inn í annað eins og
þetta?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Mjói vegurinn
Frá Guðbjörgu Þórisdóttur:
VEGURINN sem liggur til lífsins
er mjór. Það eru fáir sem rata
hann. Þeir eru margir sem velja
breiða veginn,
sem liggur til
glötunar. Ekki
fara allir þeir
sem eru skírðir
og fermdir mjóa
veginn. Aðeins
þeir sem elska
Guð af öllu
hjarta, allri sálu,
öllum huga og
öllum mætti.
Þeir sem elska Jesú Krist, játa
hann sem Drottin og hlýða boðum
Hans, þ.e. heilagri ritningu. Sam-
kvæmt könnun sem gerð hefur ver-
ið kemur í ljós að fæstir íslending-
ar trúa á Guð Biblíunnar. Þeir trúa
á alls konar framhaldslíf og endur-
holdgun, en ekki á upprisulíf með
Jesú Kristi, eins og Biblían boðar.
Samt telja þeir sig flestir kristna.
Og prestarnir halda áfram að
skíra, ferma og jarða... og allir fara
upp til Guðs samkvæmt þeirra orð-
um. Læðist ekki að neinum að ein-
hver blekking sé í gangi? Er ekki
þessi mjói vegur, sem svo erfítt er
að rata samkvæmt Biblíunni, orð-
inn fullbreiður? Er kannski til
tvenns konar kristni? Kristni sam-
kvæmt orði Biblíunnar og kristni
sem mennirnir búa sér til. Er nóg
að skírast og fermast til að verða
hólpinn? Getur hinn frjálsi maður
nútímans hannað sinn eigin Guð?
Af hverju segja prestarnir í jarðar-
förunum að allir fari upp til Guðs?
Líka þeir sem hafa afneitað Guði
allt sitt líf. Er ekki betra að vera
annaðhvort í alvöru kristinn, eða
hreinlega ekki kristinn, heldur en
einhvers konar gervikristinn?
Hvenær hætti vegurinn að vera
mjór?
Stóra spurningin er: Ert þú
frelsaður út úr ríki myrkursins inn
í ríki ljóssins? Hefur þú kropið við
krossinn og iðrast synda þinna í
sannleika frammi fyrir augliti
Guðs? Hefur þú fundið elsku Guðs
fylla hjarta þitt af nýju lífi í Jesú
Kristi? Hefur þú þá skynjað að orð
Guðs er sannleikurinn og að þú vilt
fylgja þeim Kristi sem er höfundur
þessa orðs? Þá ert þú hólpinn og
hefur höndlað hið eilífa líf. En þú
sem elskar ekki Jesú Krist og hef-
ur engan áhuga á að fylgja orði
hans, ertu viss um að skírnarat-
höfnin og fermingarathöfnin geri
þig að kristnum manni og að það
sé því ekkert að óttast að þú fyrir-
gjörir sálu þinni og glatist að
þessu lífi loknu? Annaðhvort hata
menn Ijósið eða elska það. Valið er
okkar. Annaðhvort elskum við
Krist, hið eina sanna ljós og hlýð-
um boðum hans, eða við höfnum
honum. Það er ekkert þar á milli.
Engin grá svæði, aðeins svart og
hvítt, myrkur eða ljós. Veldu Ijós-
ið!
GUÐBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR,
Hörgsholti 17, Hafnarfírði.
Guðbjörg
Þórisdóttir
Lífssýn
Frá Birnu Smith:
NU í morgunroða hinnar nýju dög-
unar, þegar Ijósið kviknar óðum í
brjóstum mannanna, sannleikurinn
verður blekkingunni yfirsterkari og
fólk leyfir sér að
tjá hug sinn og
hjartaþel óhikað,
þorir að fara sín-
ar eigin leiðir án
ótta við skoðun
og fordóma ann-
arra, er dásam-
legt að fylgjast
með þeim sam-
ferðamönnum
sem sjá fegurð-
ina allt í kring-
um um sig og tjá þakklæti, gleði og
von í stað bölmóðs og svartsýni.
Gunnþór Guðmundsson er átt-
ræður bóndi og spekingur, sem trú-
ir á hið góða í manninum og trúir
því að réttlætið muni sigra að lokum
og að friður sé í augsýn á jörð vorri.
Hann gefur nú út sína fjórðu bók,
Lífssýn, en hún er af ætt opinber-
unarbóka, og má segja að þær séu
ritaðar af þeim sem sjá lengra en
aðrir.
Ég vil þakka Gunnþóri fyrir hans
fallegu gjöf okkur til handa og gef
honum nú orðið:
Svo mikil eru undur og dásemdir
þessa lífs, að við þurfum ekkert að
vera hissa á því, að kærleikurinn sé
grundvöllur alls þessa, eða hvert
væri gildi þess án hans.
Andleg vakning mun leysa af
hólmi hina efnislegu ofdýrkun. Hún
mun grundvallast á samhygð allra,
sem vilja betri heim.
Múrar, sem risið hafa milli trúar-
bragða munu hrynja. Allir sem leita
æðri forsjónar og andlegs vaxtar
eiga samleið. Hin nýja vakning rís
ekki gegn trúarbrögðum, hún legg-
ur meira upp úr andanum en bók-
stafnum. Páll postuli sagði: „Bók-
stafurinn deyðir en andinn lífgar."
Kristur sagði: „Guðsríkið er hið
innra með yður.“ Hin nýja vakning
mun leggja áherslu á kærleikann í
verki, að hver einstaklingur leiti að
því besta innra með sjálfum sér og
glæði það. Aldagamlar kennisetn-
ingar missa marks, nema þær séu í
samhljóm við hina jákvæðu fram-
þróun lífsins og lögmál kærleikans.
Trúin lyftir manni á vængjum
vonarinnar og sigrar, af því að hún
efast ekki.
Sá sem er þeim vanda vaxinn að
mæta þrengingum, vex af þeim.
BIRNA SMITH,
Bergstaðastræti 52, Reykjavík
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunbiaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi.