Morgunblaðið - 25.11.1998, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 51 ?
BRÉF TIL BLAÐSINS
„Aumingja mennirnir...“
Frá Hirti J. Guðmundssyni:
ÞAÐ hefur víst ekki farið framhjá
neinum fræðsluátakið þeirra útvegs-
manna í helstu fjölmiðlum iandsins
að undanförnu. Þegar ég sá þetta
hugsaði ég með mér að nú væru
þessir endemis
útvegsmenn enn
og aftur að reyna
að halda fram
sínum vonlausa
málstað, að
þessu sinni með
skipulegri áróð-
ursherferð.
Svona var maður
nú þröngsýnn og
fullur fordæm-
ingar. En annað
kom á daginn. fræðsluátakið svipti
svo um munaði hulunni af sannleik-
anum í málinu. Ég fór nefnilega að
skoða þetta nánar og hvað kom á
daginn? Jú, blessaðir útvegsmenn-
irnir höfðu þá eftir allt verið hafðir
fyrir algerlega röngum sökum. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem í
átakinu voru virtist manni varla
annað mögulegt en að mikill meiri-
hluti útvegsmanna væri langt undir
fátækramörkum og ætti sér varla til
hnífs og skeiðar. Gat maður bara
ekki annað en fundið til örlítillar
samúðar með blessuðum köllunum.
Allan þennan tíma höfum við, al-
Hjörtur J.
Guðmundsson
menningur, dæmt þá rangt. Að vísu
geta þeir sjálfum sér um kennt að
vissu leyti þar sem við gátum ekki
vitað að allir þessir fjallabílar og
lúxuskerrur væru teknar út á lán
svo ekki sé minnst á einbýlishúsin
og aðrar eignir. En hvaða borgari
þessa lands færi að auglýsa fjár-
hagsleg vandamál sín fyrir alþjóð?
En nú er okkur ljóst hvernig í þessu
öllu liggur. Útvegsmenn eru greini-
lega allt að því gjaldþrota menn sem
rétt lifa af dag frá degi. Þeir ei'u
sem sagt engir sægreifar eftir allt
heldur miklu heldur sæleifar, enda
eru þeir sjálfsagt við það að fara í
hundana. Annars var það almenn-
ingi líkt að ráðast að þeim sem höll-
umstum fæti standa í þjóðfélaginu
og klína á þá sökum sem þeir engan
veginn eiga skildar. En hvað gera
útvegsmenn þá ekki til að bjarga
málunum. Jú, þeir safna saman sín-
um örfáu krónum í púkk og koma af
stað fræðsluátaki svo almenningi
verði ljós villa sín. Og viti menn,
hreinn hagnaður af þessum blessaða
sjávanltvegi er þá bara nánast ekki
neinn. Blessaðir mennirnir eiga sem
sagt alls enga peninga og þar af leið-
andi geta þeir engan veginn borgað
neitt veiðileyfagjald. Varla viljum
við setja þessa aumingja menn út í
kuldann svona um hávetur. Þessir
menn hafa ekki haft annað að leiðar-
ljósi í þessari illa launuðu atvinnu-
grein en að þjóna landi og þjóð og
tryggja það að einhverjir stunduðu
þessa undirstöðuatvinnugrein lands-
ins, landsmönnum öllum til hags-
bóta. Græðgi og eigin hagsmunir
munu því aldrei hafa verið í huga
þessara manna og væri því réttast
að þeim væri hverjum og einum
veitt fálkaorðan fyrir hina fórnfúsu
og ósérhlífnu þjónustu sína við væg-
ast sagt skelfileg skilyrði.
Es. Það skal tekið fram að í mín-
um huga er hugmyndin um veiði-
leyfagjald í einhverri mynd einungis
annars flokks úrræði á vandanum
hvað snýr að ríkjandi fiskveiði-
stjórnunarkerfi. Fyrsta flokks úr-
ræði að mínu mati væri að hanna
nýtt kerfi í stað kvótakerfisins sem
væri réttlátt, sanngjarnt og sam-
kvæmt lögum! Þar sem hagsmunir
þjóðarinnar í heild eru hafðir að
leiðarljósi en ekki einstakra útval-
inna manna. Þessar greinar mínar
eru eingöngu til þess gerðar að
svala ádeilu útvegsmanna á rétt-
mæti veiðileyfagjalds við ríkjandi
fiskveiðistj órnunarkerfi. Einhvers
konar veiðileyfagjald á fullkomlega
rétt á sér við núverandi aðstæður en
er hins vegar langt því frá fullkomin
lausn.
HJÖRTUR J. GUÐMUNDSSON
laganemi
"slim-line"
dömubuxur frá
gardeur
Oðunro
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 5611680
Ertu búinn að
skipta um olíusíu?
Komdu í skoðun
Nýbýlavegi 4-8
S. 563 4400
TOYOTA
ESTEE LAUDER
Mikilfengieg litasamsetning - fallegasta jólagjöfin?
Förðunaraskja
Hinir glæsilegustu litir fyrir uugu, varir, kinnar og neglur í fallegri öskju, þar ó meðal
2 Re-Nutriv-varalitir, 2 Double-color-varalitir, 1 varablýantur, 1 augnblýantur,
1 More than Mascara, 3 naglalökk, 8 augnskuggar, 2 kinnalitir og 4 förðunarburstar.
Verð kr. 5.760
Verðgildi öskjunnar með innihaldi er kr. 26.700.
Ath. Takmarkað magn.
Sendum í póstkröfu.
UttTTTU
H Y G E A
(SNVRTIVÖRUVERSLUNIN
GLÆSÍÆ
Sími 568 5170
'fiiyrtivoruvcrjlun
Lougavegi 23, sími 511 4533.
Kringlunni 8-12, sími 533 4533.
Austurstræti 16, simi 511 4511.
fyrirjólabaksturinn!!
KitchenAid
KSM90
ásamt öflugri hakkavél að verðmæti kr. 5.480
KitchenAid'
Kóróna eldhússins!
128.340,-
með hakkavélinni!
(stgr.-hvítvél)
* 60 blaðsíðna leiðbeininga- og uppskriftabók á íslensku fylgir.
* Fjöldi aukahluta fáanlegir, svo sem:
Pastagerðartæki, grænmetiskvamir, hveitibrautir,
dósaopnarar, kommyllur, ávaxtapressur og fl.
* Aðrargerðir KitchenAid hrærivéla
kosta frá kr. 25-935 stgr.
MÍSSTU|EKKI,AF.Þ.ESSU,FRÁBÆRAiTÍLBOðTÍ
BORGARTÚN 28 - S: 562 2900 & 562 2901
KitchenAid einkaumboð á íslandi
Einar Farestveit &Co.hf.
Sufiurlandsbraut 26 s: 568 1950