Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ V 52 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 Bergsteinn Ein- arsson un^linga- meistari Islands I DAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags SD-kremið ÞAR sem ég er með þenn- an hvimleiða húðsjúkdóm, psoriasis, vil ég enn og aft- ur minna bræður mína og systur sem er eins ástatt fyrir og mér að nú er vet- urinn kominn og þá er mikilvægt fyrir okkur að huga vel að húðinni. Reynsla mín af SD-krem- inu er sú að það sé besta vörnin sem ég hef fundið. Eg hef notað þetta krem á annað ár og er nú alveg laus við öll flúður. Kremið er alveg ótrúlega lækn- andi, ekki bara gegn psori- asis, heldur flestöllum út- brotum svo sem ofnæmi fyrir hinu og þessu. Ekki spillir það fyrir að kremið er alíslensk vara, búið til úr íslenskum jurtum, vatni og lýsi. Það hefur nú verið endurbætt og er orðið, sem sagt, lykarlaust. Þetta krem þarf ekki að nota stöðugt. Mér hefur reynst vel að taka mánaðartörn og bera þá á sjúka bletti 3-4 sinnum á dag og eftir vikuna eru greinileg bata- merki. En það er nauðsyn- legt að eiga SD-kremið alltaf og ef það koma blett- ir; bera þá strax á þá og þá myndast aldrei sár. Munið að það á að geyma kremið í kæli. SD-kremið er ekki dýrt og endist lengi og er selt í öllum betri apótekum og einnig í Hagkaupi og mörgum matvöruverslun- um. Gangi ykkur vel í vet- ur. Þökk sé þeim sem lögðu krafta sína í að búa SD-kremið til. Það hefui- reynst mér vel. Ragnheiður Guðmundsdóttir. Kveðja frá Ameríku ELÍSABET Axelsdóttir, Los Angeles, hafði sam- band við Velvakanda og biður hún íyrir kveðju til allra þeirra sem sýndu henni hlýhug og tóku vel á móti henni í Islandsferð hennar sl. sumar. Ekki góð þjónusta ÉG VIL kvarta yfír þjón- ustu Flugfélags íslands. Núna í dag, mánudag, er ófært og flug liggur niðri vegna ísingar og veðurs á Suðurlandi. Búið var að lesa inn upplýsingar á sím- svara kl. 6.40 en fólk var ekki látið vita fyrr en það var komið á Egilsstaða- flugvöll og þarf fólk því að hanga á flugvellinum í all- an dag. Þegar fólk pantar farið er það beðið um símanúmer, en samt er það ekki látið vita. Ég er búin að lenda í því þrisvar sinnum á sl. 5 mánuðum að flug hafí verið fellt niður og aldrei er boðið upp á neinn afslátt vegna óþæg- indanna, en það eru mikil óþægindi að þurfa að eyða heilu dögunum á flugvöll- unum, það er ekki það skemmtilegasta sem mað- ur gerir. Ester. Tapað/fundið Alfex-kvenúr týndist NÝTT, fínlegt Alfex- kvenúr með gull og silfur- keðju, týndist sl. sunnu- dag, sennilega fyrir utan Lyfju í Lágmúla. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553 2224. Game Boy-tölva týndist Game týndist Boy-leikjatölva á gangbraut frá Miklubraut að BóLstaðar- hhð sl. fímmtudag. Skilvís finnandi hafí samband í síma 567 2253. Svört húfa í óskilum SVÖRT prjónahúfa með áletrun fannst á milli Hverfisgötu og Vitastígs í síðustu viku. Upplýsingar í síma 551 4706. Dýrahald Litli svartur er týndur UNGUR fressköttur, kol- svartur, frekar langur og ógeltur, týndist frá Njáls- götu. Hann hefur ekki komið heim lengi en hann hefur sést á flakki í ná- gi-enninu og á Skólavörðu- holti. Þeir sem hafa orðið hans vaiár hafi samband í síma 551 9364. Sól er týnd RAUÐGULBRÖNDÓTT læða sem heitir Sól. Hún er með hvíta bringu og hvítt í kringum munninn. Hún er með bleikrauða ól og grátt segulstál á ólinni undir hálsinum. Hún týnd- ist frá Nökkvavogi 14 sl. sunnudag. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 553 4041. Morgunblaðið/Ásdís Víkverji skrífar... SKAK Félagsheimili llellis, 20. — 22. nðvember: UNGLINGAMEISTARAMÓT ÍSLANDS Bergsteinn Einarsson, 17 ára félagi í TR, varð íslandsmeistari f flokki ung- *- linga 20 ára og yngri um helgina. UNGLINGAMEISTARAMÓT Islands, 20 ára og yngri, fór fram um helgina. Þessi mót hafa ávallt verið geysisterk og spennandi. Að þessu sinni þótti Is- landsmeistarinn frá ár- inu 1997, alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson, mjög sig- urstranglegur. Svo fór þó að unglingameistari Islands 1998 varð Bergsteinn Ólafur Einarsson, 17 ára fé- lagi í Taflfélagi + Reykjavíkur. Hann hlaut 614 vinning í 7 skákum og þar skipti mestu sigur hans í skákinni við Jón Vikt- or í þriðju umferð. Þar með stöðvaði Berg- steinn Einarsson tveggja ára sigurgöngu Jóns Vikt- ors Gunnarssonar í flokki 20 ára og yngri. Þótt Jón Viktor sé langstiga- hæsti skákmaður okkar í þessum aldursflokki hefur hann greinilega eignast verðuga keppinauta. í verðlaun fær Bergsteinn ferð á skákmót erlendis. Röð efstu manna á mótinu varð eftirfarandi: 1. Bergsteinn Ólafur Einarsson 6!4 v. 2. Jón Viktor Gunnarsson 6 v. 3. —4. Hjalti Rúnar Ómarsson 5 v. 3.—4. Ólafur ísberg Hannesson 5 v. 5.—6. Ólafur Kjartansson 4‘A v. 5.—6. Guðjón Heiðar Valgarðsson 4‘A v. o.s.frv. Þröstur efstur í Wrexham Þröstur Þórhallsson, stórmeist- ari, teílir um þessar mundir á al- þjóðlega Owens Corning-skákmót- inu í Wrexham í Wales. Mótið er lokað 10 manna mót. Þröstur náði forystunni í sjöttu umferð með því '' að sigra Danann Steffen Pedersen. Chris Ward hafði leitt mótið fram að því, en tapaði í sjöttu umferð fyrir Vlastimil Jansa eftir að hafa hafnað jafnteflisboði. Staðan á mót- inu er þannig að loknum fyrstu sex umferðunum: 1. Þröstur Þórhallsson 2.495 5 v. 2. Stellan Brynell 2.485 i'A v. 3. Vlastimil Jansa 2.490 i'Æ v. 4. Chris Ward 2.505 4 v. 5. Steffen Pedersen 2.415 3 v. 6. Andrew Webster 2.420 2'Æ v. 7. Andrew Kinsman 2.385 2 v. 8. Richard Dineley 2.275 l'Æ v. 9. Tim Wall 2.370 l'Æ v. 10. Eugene Martinovsky 2.365 VÆ v. Mótið dregur nafn sitt af aðal stuðningsaðila þess, Owens Com- t ing Fibreglass. Björn Freyr sigrar á Atkvöldi Hellis Björn Freyr Björnsson sigraði á atkvöldi Hellis sem haldið var á mánudaginn. Tefldar voru sjö um- ferðir, fyrst þrjár hraðskákir og síðan þrjár atskákir. Björn Freyr sigraði alla andstæðinga sína og hlaut 6 vinninga. Röð efstu manna: 1. Bjöm Freyr Bjömsson 6 v. 2. Halldór Pálsson 5 v. 3. Vigfús Ó. Vigfússon 4 v. 4. —5. Finnur Kr. Finnsson ‘Í'Æ v. • 4.—5. Benedikt Egilsson ‘i’Æ v. 6.—8. Birgir Eiríksson, Sindri Guðjóns- son og Sigurður Freyr Jónatansson 3 v. o.s.frv. Skákstjóri var Vigfús Oðinn Vig- fússon Jörg Hickl þýskur meistari Ts Meistaramót Þýskalands var haldið í sjötugasta sinn í Bremen dagana 6.—14. nóvember. Þátttak- endur voru 48 og tefldar voru 9 um- ferðir samkvæmt svissnesku kerfi. Stigahæstu þátttakendur á mótinu voru: 1. Artur Jussupow GM 2.640 2. Rustem Dautov GM 2.625 3. Matthias Wahls GM 2.605 4. Christopher Lutz GM 2.600 5. Robert Húbner GM 2.575 6. Roman Slobodjan GM 2.575 7. Thomas Luther GM 2.560 8. Christian Gabriel GM 2.555 9. Rainer Knaak GM 2.555 10. Gerald Hertneck GM 2.555 11. Karsten Mueller GM 2.550 12. Klaus Bischoff GM 2.550 13. Stefan Kindermann GM 2.540 14. Joerg Hickl GM 2.540 15. Eric Lobron GM 2.540 o.s.frv. Eins og sést á þess- ari upptalningu var mótið afar sterkt. Sig- ur Joerg Hickl kom því nokkuð á óvart. Röð efstu manna á mótin varð þessi: 1.—3. Jörg Hickl 6!4 v. 1.—3. Christopher Lutz 6‘Æ v. 1.—3. Christian Gabriel 6'Æ v. 4.—8. Uwe Bönsch 6 v. 4.-8. Matthias Wahls 6 v. 4.—8. Eric Lobron 6 v. 4.—8. Roland Schmaltz 6 v. 4.—8. Robert, Húbner 6 v. Svo skemmtilega vill til að Jörg Hickl tefldi hér á landi á síðasta ári þegar hann tók þátt í alþjóðlegu skákmóti sem Taflfélagið Hellir stóð fyrir. Þar hafnaði hann í 1.—3. sæti ásamt landa sínum Ludger Keitlinghaus, sem var úrskurðaður sigurvegari mótsins, og sænska stórmeistaranum Jonny Hector. Hickl vann sjö skákir á mótinu og tapaði einungis tveimur, en það var gegn íslenskum skákmönnum. Bæði Bragi Halldórsson og Jón Viktor Gunnarsson náðu að sigra hann. Nick DeFirmian skákmeistari Bandaríkjanna Meistaramót Bandaríkjanna var haldið í Denver, Colorado, dagana 31. október til 18. nóvember. Fyrst var teflt í tveimur lokuðum átta manna riðlum, en efstu menn úr þeim tefldu síðan um titilinn með útsláttarfyrirkomulagi. I undanúrslitum sigraði Nick DeFirmian Tal Shaked og Joel Benjamin sigraði Dmitry Gurevich. Þeir Niek DeFiimian og Joel Benjamin, sem hafði titilinn að verja, tefldu því til úrslita. Tefldar voru fjórar skákir. DeFirmian vann þá íyrstu, en hinar þrjár enduðu allar með jafntefli. DeFirmian sigr- aði því með 214 vinningi gegn 114 og er þar með skákmeistari Banda- ríkjanna 1998. Nick deFirmian hefur verið fastagestur á mótum hér á landi undanfarin 15 ár og íslenskum skákáhugamönnum að góðu kunn- ur. I kvennaflokki var teflt í lokuð- um 10 manna riðli. Irina Krush frá New York, sem er einungis 14 ára, sigraði á mótinu og fékk 814 vinning af 9. Skákklúbbakeppni TR 1998 Skákklúbbakeppni Taflfélags Reykjavíkur verður haldin fostu- dagskvöldið 27. nóvember nk. og hefst kl. 20 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Keppt verður í fjög- urra manna sveitum og er öllum rótgrónum skákklúbbum sem og tilbúnum sveitum heimil þátttaka. Tefldar verða 2x7 umferðir eftir Monrad-kerfi með 5 mín. umhugs- unartíma. Veitt verða verðlaun fyr- ir þrjú efstu sætin en auk þess er keppt um veglegan farandbikar. Þátttökugjald fyrir hverja sveit er 1.000 kr. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson MND-félagið, sem er félags- skapur þeirra sem haldnir eru sjúkdómnum Motor Neurone Disease (hreyfitaugahrörnun) hef- ur nýverið gefið út tvo bæklinga sem innihalda upplýsingar og leið- beiningar um MND-sjúkdóminn. Annar bæklingurinn er ætlaður foreldrum, til þess að auðvelda þeim að útskýra fyrir börnum hvers eðlis þessi sjúkdómur er, sem einvörðungu leggst á fullorðið fólk, og hinn bæklingurinn er ætl- aður börnum og unglingum, en þar er skýrt á aðgengilegan og einfaldan máta hverslags sjúk- dómur MND er og hvernig hann lýsir sér og þróast. Víkverji telur að hér sé um afar virðingarvert framtak að ræða hjá MND-félag- inu og að það geti auðveldað mjög að skýra fyrir börnum og ungling- um hvers eðlis sjúkdómurinn er, með því að fara í gegnum bækling- inn með þeim. XXX SEM dæmi um hvernig bækling- urinn ætlaður börnum er byggður upp, vill Víkverji nefna tvær spurningar sem settar eru fram og svörin við þeim: „Hvað veldur þessu?“ „Við vitum það ekki, en miklar rannsóknir standa yfir til þess að reyna að finna það út. Við vitum að þetta er ekki smit- andi. Enginn getur komið MND af stað hjá fólki eða látið því versna. Öll eigum við særandi hugsanir eða segjum stundum hræðilega hluti við aðra en það veldur ekki MND.“ Önnur spuming er svohljóðandi: „Fá böm MND?“ og svarið er ein- falt: „Nei, aðeins fullorðnir fá MND. Það er algengast hjá fólki á milli 55 og 70 ára.“ MEÐ fyi-ra svarinu er verið að tryggja að sektarkennd út af öðrum og óskyldum hlutum, grafi ekki um sig í huga barnanna, svo þau fari ekki að kenna sjálfum sér um það að einhver þeim nákominn, pabbi, afi, mamma eða amma, hafi fengið sjúkdóminn og seinna svar- ið hlýtur að draga úr ótta barn- anna hvað varðar þau sjálf og möguleikann á því að þau geti veikst af sjúkdómnum. Það þarf ekkert að fjölyrða um, að það get- ur aldrei orðið auðveldur hlutur að skýra fyrir öðrum, hvort sem er börnum eða fullorðnum, að náinn ástvinur þjáist af hrörnunarsjúk- dómi, sem að lokum muni leiða til dauða. En með því að vinna undir- búningsstarf sem það sem MND- félagið hefur gert, verður hið sárs- aukafulla verk þó líklega eitthvað léttbærara en ella. Bergsteinn Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.