Morgunblaðið - 25.11.1998, Page 56

Morgunblaðið - 25.11.1998, Page 56
- j56 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Forvitnilegar bækur LAURENCE SHAMES Kald- hæðnisleg- ur farsi „Virgin Heat“ Meyjarhiti. Eftir Laurence Shames. 262 blaðsiður. Orion, Bretland, árið 1997. Mál og nienning. 1.315 krónur. ZIGGY Maxx er frekar óspenn- andi náungi. Hann starfar sem barþjónn á túristastaðnum Key West, Flórída og tilvist hans er öll frekar aumkunarverð. Á milli þess sem hann blandar kokkteila með hræðilegum nöfnum reynir hann að öðlast einhverja sjálfsvirðingu með því að vinna fyr- ir mafíósa bæjarins. Hann óttast stöðugt að fortíð hans hafi ein- hvern veginn uppi á honum og hann muni þekkjast þrátt fyrir nýtt andlit og nafn. Dóttir mafíósans sem hann kom í fangelsi þekkir hendurnar á hon- um í sumarleyfismyndbandi og rýkur strax af stað í leit að mann- inum sem hún elskar enn eftir tíu ár. Faðir hennar sem er nýslopp- inn úr fangelsinu dýrkar ekkert í þessum heimi meira en dóttur sína og gerir ailt til að finna hana. Inn í þennan eltingaleik blandast fleiri ættingjar, aðrir glæpamenn, lögg- ur og hommar svo að úr verða tölu- Yyerð læti. Þetta er kaldhæðnislegur farsi um glæpi, ást og meðalmennsku. Mafíósamir eru sveittir miðaldra karlar með þreytta töffarastæla og vilja í raun ekkert frekar en að setjast í helgan stein og hætta allri þessari vitleysu. Aðrar persónur stjórnast af örvæntingafullri leit af ást og hamingju. Persónurnar eru flestar skemmtilegar og vekja samúð í vandræðagang sínum og meðalmennsku. Þetta er sniðug saga um fólk í tilvistarkreppu og er góð blanda af því að vera fyndin, • einlæg og spennandi. Það kom á óvart hvað sagan skildi mikið eftir sig þegar hlippi var staðið því hún lætur ekki mikið yfir sér. Elsa Eiríksdóttir Peysuúrvalið er í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 Forvitnilegar bækur FÓLK í FRÉTTUM Strætóbilstjórar spá í bækur Afi minn orti nú talsvert LÍF og fjör var á gömlu gasstöðinni við Hlemm þar sem strætóbílstjór- ar hittast milli vakta og ferða um götur bæjarins. Yfir rjúkandi kaffi- bollum fjúka brandarar og kímn- isögur daglega og létt var yfir mönnum þegar blaðamaður kom á gasstöðina í þeim tilgangi að króa af þrjá bílstjóra til að forvitnast um bókalestur. „Maður er nú ekkert undirbúinn undir svona spjall," kvað við úr einu horninu, en loks buðu þrír ofurhugar stéttarinnar sig fram, þau Sigríður Hilmarsdótt- ir, Magnús S. Gunnarsson og Sig- urður Hilmarsson. - Hvaða bók lásuð þið síðast? Sigríður: „Síðast las ég Grænu míl- una efth' Stephen King.“ Magnús: „Ég er ekkert að lesa í augnablikinu en síðast las ég ætt- fræðibók um Tröllatunguætt, en ég er af þeirri ætt sjálfur.“ Sigurður: „Ég las síðast bókina Skrifað í skýin eftir Þorstein E. Jónsson flugmann og fannst hún mjög góð.“ - Hvernig bækur eru í uppáhaldi? Sigríður: „Ég hef ekki mikinn tíma til að lesa, en ég skoða helst upplýs- ingaefni og léttar bækur. Síðan les ég talsvert af barnabókum íyrir börnin." Magnús: „Ég les helst íslenskar skáldsögur og ævisögur. Ég glugga líka stundum í ljóðabækur." Sigurður: „Ég les mest af frásagn- arbókum eða ævisögum.“ - Eftirminnilegasta bókin? Sigríður: „Það eru nú svo margar góðar, en ég man þó eftir einni gamalli bók, Brimaldan stríða, en ég man ekki eftir hvern hún er. Ég leitaði að henni í nokkur ár á forn- bókasölum og man að hún var vel þess virði þegar ég las hana.“ Magnús: „Ég minnist þess sérstak- lega þegar ég las Sven Hazel bæk- urnar þegar ég var yngi'i og hafði mikið gaman af. Bæði voru þær spennandi og einnig gamansamar." Sigurður: „Ég minnist helst bókar- innar um Þorgeir í Gufunesi sem Atli Magnússon skráði.“ -Aað lesa citthvað um jólin? Sigríður: „Ég er ekki farin að skoða mikið hvað er í boði, en líst vel á sögu Steingríms." Magnús: „Ég er nýbúinn að sjá Bókatíðindi og er spenntastur fyrir bókinni um Steingrím." Sigurður: „Ég hef áhuga á að lesa Glymja járn við jörðu eftir Ái-na Gunnarsson, því ég hef mikinn áhuga á þrossum. Eins hef ég hug á að lesa Útkall 98 eftir Óttar Sveins- son.“ - Skrifið þið í frístundum? Sigríður: „Nei, ég yrki ekki, en ég skrifa stundum eftir að ég fékk tölvuna. En það eru engar skáldsögur," segir Sigríður og hlær, „meira um hugðarefni tengd vinnunni.“ Magnús: „Það fer nú lítið fyrir því, en það er aldrei að vita nema maður eigi það eftir,“ segir Magnús og kímir. „Afi minn orti nú talsvert." Sigurður: „Nei, ég læt öðrum það eftir. Mínum frítíma eyði ég við aðrar tómstundir, eins og hesta- mennsku og lesturinn situr því svolítið á hakanum.” Morgunblaðið/Keli SIGURÐUR Hilmarsson, Sigríður Hilmarsdóttir og Magnús S. Gunnarsson. Fordæmda listin hans Hitlers Breski strætóbflstjórinn Magnus Mills Skrifaði skáld- sögu milli vakta ATHYGLI vakti í haust þegar í ljós kom að meðal höfunda sem tilnefndir voru til Booker-verð- launanna í Bretlandi var einn óþekktur höfundur, Magnus Mills, sem hafði sinn aðalstarfa af því að keyra strætisvagn um götur Lundúnaborgar, nánar tiltekið leið 137 sem ekur frá suður Lundúnum að Oxford Circus. Þegar Magnus Mills frétti að frumraun hans á ritvellinum hefði gengið svona vel varð hann orð- laus. Ekki minnkaði undrun hans þegar hann frétti að útgáfuréttur hefði selst til Frakklands og Bandaríkjanna auk Bretlands. Réttur til að kvikmynda söguna fylgdi fast í kjölfarið, svo Mills var farinn að velta fyrir sér leikurum í hlutverk þegar tími gafst frá akstrinum, í litlu íbúðinni sinni í Brixton. Hent fram úr á morgnana Einsetuhöfundurinn bandaríski, Thomas Pynchon, fékk handrit af bók Mills, „The Restraint of Beasts", og sagði hann að bókin væri undursamlega fyndin, „ruddaleg kveðja innblásin hrein- um galdri". Eftir dóm Pynchons var Mills hafinn á loft sem bók- menntalegt ofurmenni og sögusagnir fóru að berast um Lundúnaborg að strætóbílstjórinn hefði selt útgáfuréttinn fyrir millj- ón pund. En menn undruðu sig þó á því að galdrapenninn skyldi enn aka strætisvagninum sex daga vikunnar. Gæti það verið af ástríðunni einni saman? Mills kveður svo ekki vera, hins vegar sé sagan um milljón pund ýkjur einar, enda hafi hann ein- ungis fengið 25 þúsund pund fyrir bæði útgáfu- og kvikmyndaréttinn að sögunni, sem hann telji ágætt. Hann sé hins vegar aðeins búinn að fá fimm þúsund punda fyrir- framgreiðslu og það sé aðalástæð- an fyrir því að hann haldi áfram í vinnunni auk þess „að konan mín hendir mér framúr á morgnana". Mills segist hafa byrjað ski'ift- irnar á því að skrifa um líf strætóbílstjóra, en þau skrif hafi undið upp á sig og allt í einu hafí hann verið byrjaður á skáldsögu MAGNUS Mills gægist yfir bókarkápuna á fyrstu bók sinni sem tilnefnd var til Booker-verðlaunanna í ár. um tvo skoska bændur sem ráðast gegn enskum vinnuveitanda sín- um. Sá efniviður er Mills ekki alls ókunnur því hann hafði unnið á sveitabæ í Skotlandi áður en hann hóf að aka strætisvagni. Mills hef- ur þegar lokið við aðra skáldsögu sína, „All Quiet on the Orient Ex- press“, svo aldrei er að vita nema farþegar strætisvagna Lundúna- borgar eigi eftir að sakna hans við stýi'ið þegar fram líða stundir. „Art Of The Third Reich“. List Þriðja ríkisins. Eftir Peter Adam. Ritstjóri Phyllis Freeman. 332 bls. Harry N. Abrams, Inc., New York, árið 1995. Mál og menning. 1.995 krónur. BRESKI listfræðingurinn Peter Adams hefur unnið það mikla brautryðjendaverk að skrá lista- sögu Þýskalands nasismans. Hann hefur sökkt sér ofan í löngu gleymd listaverk sem flest eru kii'filega læst í stjórnarbyggingum Þýskalands nútímans. Engin list í veraldarsögunni er jafn fordæmd og hötuð og þessi smekklega, yfii-borðslega og hetju- lega list. „Listamenn hins nýja ríkis vilja skapa fallega og göfuga list sem svar almennings við úrkynj- un manna eins og Picasso, Chagall og fleiri samkynhneigðra kommúnista sem kalla sig nýlistamenn". Þess háttar hugsun mótaði mjög alla nasístíska listaheimspeki. Stíllinn var einfaldur, kaldur og upphafinn. Sótti mikið til endur- reisnar og nýklassíkur og hafnaði jafnframt öllum til- raunum nútímalistar. Gamli list- neminn Ad- olf Hitler var hug- mynda- fræðingur- inn og litið var á hann sem æðsta listamann ríkisins. Bókin er teprulaus og eins hlut- laus og hægt er. Hulunni er svipt af fjölda listamanna sem á sínum tíma voru óskabörn þjóðarinnar. Ríkið gaf þeim risastórar vinnu- stofur og reisti þeim glæsihýsi. Flestir voru þeir reyndar frekar andlausir en inn á milli voru snill- ingar eins og Albert Speer og Leni Riefenstahl. „Art Of The Third Reich" er spennandi lesning og fagurlega skreyttur minnisvarði um list sem átti að vera heilbrigð og sterk. En í dag lítum við á hana sem mestu úrkynjun listasögunnar. Ragnar Kjartansson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.