Morgunblaðið - 25.11.1998, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
í
+
FÓLK í FRÉTTUM
Konungleg eftirherma opnar verslunina Sterling á sunnudag
Enginn venju-
legur prins
PETER
Hugo er
óneitanlega
alllíkur
Karli Breta-
prinsi.
„Já,“ svarar Peter. „Ég hef verið
svo lánsamur að hann á upp á pall-
borðið um allan heim og mér hafa
staðið til boða ótal vel launaðar upp-
ákomur. Þó koma tímabil þar sem ég
hef ekkert að gera.“
Er eftirspurnin samstiga skoðana-
könnunum í Bretlandi?
„Upp að vissu marki. Hún veltur
bæði á þjóðarandanum og vinsæld-
um Karls. Ég fékk t.d. engin verk-
efni fyrstu fjóra mánuðina eftir að
Díana lést í bílslysi og tapaði 15 þús-
und pundum [2 milljónum króna]
vegna afbókana.
Ég hélt raunar að verkefnaskort-
urinn myndi standa lengur. Almenn-
Morgunblaðið/Þorkell
„MUNU Karl og Camilla einhvern tíma deila þessu rúmi?“ spyr Pet-
er glettnislega.
PETER Hugo var nýlega beðinn að
koma fram í fimmtugsafmæli Karls
Bretaprins; ekki sem venjulegur
skemmtikraftur heldur sem Karl
Bretaprins sjálfur. Það var ekki fyrir
misskilning því hann hefur haft lifi-
brauð af því síðan árið 1981 að
herma eftir krónprinsinum og hefur
leikið hann á fjölmörgum uppákom-
um að ógleymdum auglýsingum og
kvikmyndum.
„Ætli European Vaeation með
Chevy Chase sé ekki frægust," segir
hann. „Ef þú blikkar augunum miss-
irðu reyndar af mér í myndinni. Ég
er í upphafmu með konungsfjöl-
skyldunni í Buckingham-höll.“
Peter segir að það hafi verið
skemmtilegra að vinna að mjmdinni
Yankee Zulu í Suður-Afríku en þá
var hann þrjár vikur á tökustað.
Myndi missa vitið
Viðtalið fer fram í gjafavöruversl-
uninni Sterling í Hafnarstræti 11
sem verður opnuð á sunnudag af eft-
irhermunni konunglegu. Peter er
einn af eigendum verslunarinnar
ásamt hjónunum Margréti Rósu Pét-
ursdóttur og Hilmaiá Friðriki Foss.
En er hann alltaf svona skelfing
líkur Karli Bretaprins?
„Nei,“ svarar Peter og hlær. „Ég
reyni að leggja mig fram um að líkj-
ast honum. En ég gæti ekki alltaf
verið svona. Þá myndi ég missa vitið.
Ég þekki dæmi þess. Vinkona mín
hafði atvinnu af því að leika Marilyn
Monroe. Hún missti stjórn á eigin lífi
og framdi sjálfsmorð með áfengi og
pillum alveg eins og fyrirmyndin."
En þá er nú annað að eiga kon-
unglega fyrirmynd.
„Já, mig hefur langað til þess í
sautján ár að verða eftirherma kon-
ungsins," segir Peter glaðhlakka-
lega. Eftir stutta þögn smjattar
hann á orðunum: „Karl konungur.“
Þá bætir hann við: „Ég hlakka auð-
vitað til að hafa almennilega vinnu.“
Leikið með 15 Díönum
Hvernig datt þér í hug að gerast
eftirherma Karls?
„Ég varð þreyttur á því að allir
væru að tala um hversu líkir við vær-
um án þess að ég hefði nokkuð upp
úr krafsinu. Ég hringdi því í um-
boðsskrifstofu og kom sjálfum mér á
framfæri. Mér var sagt að ég myndi í
mesta lagi hafa vasapeninga upp úr
þessu. Ég hef lifað á þeim síðan.“
Er hægt að hafa lihbrauð af því að
leika Karl Bretaprins?
ingur er hægt og sígandi að gleyma
Díönu og vinsældir Karls eru að
aukast. Fi-áfall Díönu kom verr nið-
ur á þeim 15 Díönum sem ég hef
leikið á móti í gegnum tíðina. Sú Dí-
ana sem ég hafði oftast unnið með
vinnur t.d. núna sem hjúkrunarkona
á elliheimili.
Karl Bretaprins framsýnn
Hvað um Camillu?
„Ég hef unnið með tveim Camill-
um en það er ekki eins eftirsótt
starf. Enda er varla hægt að hugsa
sér verri móðgun en að ganga upp að
konu og segja: „Guð minn almáttug-
ur. Þú ert lifandi eftirmynd Ca-
millu!“
Hyaða skoðun hefurðu á Karli?
„Ég ber virðingu fýrir honum og
skoðunum hans. Hann er ekki öf-
undsverður af hlutskipti sínu en tím-
inn á eftir að leiða í ljós að hann er
skynsamur maður. Jafnvel þótt hann
hafi verið gagnrýndur fyrir sérvisku
mun síðar meir koma í Ijós að svo er
ekki og að hann er framsýnn mað-
ur.“
Hvað heldurðu að honum finnist
um þig?
„Eg veit ekki hvort hann hefur
myndað sér nokkra skoðun á mér,“
svarar Peter og hlær. „Hann veit
hins vegar af mér. Enda gæti ég mín
á því í hvert skipti sem ég held ræðu
að tala þannig að hann gæti hlegið
án þess að fara hjá sér ef hann væri í
salnum. Að hann myndi jafnvel koma
eftir atriðið og segja: „Mér fannst
þetta skemmtilegt. Þakka þér fyrir.“
Ég var beðinn að troða upp í fimm-
tugsafmælinu hans á dögunum en
hafði verið bókaður annars staðar
þannig að ég komst ekki.“
Ertu giftur?
„Nei.“
Þannig að þú átt þér enga Ca-
millu.
„Það er hárrétt hjá þér,“ segir
Peter, brosir og bætir við: „Raunar
held ég að ég myndi frekar vilja vera
áfram einstæðingur."
Bíóaðsókn í Bandaríkjunum
Uppgjör barnamyndanna
TEIKNIMYNDIN „The Rugrats
Movie“ hrifsaði til sín efsta sæti yf-
ir aðsóknarmestu kvikmyndir vest-
anhafs. Hún skákaði spennumynd
Disney „Enemy of the State“ sem
státar af Will Smith og Gene Hack-
man. „The Rugrats Movie“ er
byggð á sjónvarpsþáttum Nickelo-
deons og er þetta fjórða stærsta
opnun teiknimyndar frá upphafi í
Bandaríkjunum. Aðeins Disney er
vinsælli með Konung dýranna,
Pocahontas og „Toy Story“. Nú
stefnir í að næsta helgi verði mjög
spennandi þegar Rugrats keppir
við tvær aðrar barnamyndir „A
Bug’s Life“ frá Disney og Babe:
Svín í stórborginni frá Universal.
CHRISTINE Cavanaugh talar
inn á fyrir Chuckie úr „The
Rugrats Movie“.
AÐSÓKN
laríkjunum
Titill Síðasta vika ftlls
1. (-.) The Rugrats Movie 1.967m.kr. 27,3 m.$ 27,3 m.$
2. (-.) Enemy of the State 1.443 m.kr. 20,0 m.$ 20,0 m.$
3. (1.) The Waterboy 1.131 m.kr. 15,7 m.$ 100,2 m.$
4. (3.) Meet Joe Black 567m.kr. 7,9 m.$ 26,4 m.$
5. (2.) I Still Know What You Did Last Summer 505m.kr. 7,0 m.$ 26,2 m.$
6. (4.) The Siege 258m.kr. 3,6 m.$ 32,1 m.$
7. (6.) I'H Be Home for Christmas 174m.kr. 2,4 m.$ 6,9 m.$
8. (7.) Antz 168m.kr. 2,3 m.$ 84,2 m.$
9. (5.) Pleasantville 162m.kr. 2,2 m.$ 34,7 m.$
10. (-.) Celebrity 114 mkr. 1,6 m.$ 1,6 m.$
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 57
ÞUoætir
FariðJJJffl2Híj
joroina
80 sinnum!
í kvöld er dregið í Víkingalottóinu
um tugi milljóna króna!
Fáðu þér miða fyrir kl. 17 í dag.
( ATH! Áðeins^j^ Ur. röðin )
T| L MlKl
LS að
i