Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 12
12 B SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FROSTIÐ var -26°C og svo biturt
að snjótittlingarnir hoppuðu á öðr-
um fæti fyrir utan eldhúsgluggann í
Engidal. Þar kroppuðu þeir brauð-
mylsnu og feitmeti sem húsfreyjan
lét af hendi rakna. Innan dyra orn-
aði Sóló-olíueldavélin og í pottum
var verið að lita garn og sjóða
grasate úr jurtum af heiðinni. Hús-
ráðendur buðu upp á heimareyktan
silung og sögðu undan og ofan af
högum sínum. Hvers vegna þau
fluttu upp á heiðar með tvo unga
syni sina og ílentust þar í nánu
sambýli við náttúruna, frá merki-
legri lífsreynslu og baráttunni við
alvarlegan sjúkdóm.
Afturgöngur í Engidal
Bærinn Engidalur er í Bárðar-
dal, austan Skjálfandafljóts, uppi á
Fljótsheiði og um 7 km norður af
Víðikeri. Kristlaug er fædd í Engi-
dal árið 1947, dóttir hjónanna Páls
Guðmundssonar og Sigurdrífu
Tryggvadóttur Valdimarssonar frá
Engidal sem þar bjuggu. Páll og
Sigurdrífa eignuðust tíu börn með-
an þau bjuggu í Engidal og tvö síð-
ar þannig að systkinin eru tólf og
öll á lífi.
Þegar Kristlaug var fjögurra ára
gömul flutti fjölskyldan að Saltvík í
nágrenni Húsavíkur, sem þá var í
eigu Helga Benediktssonar, út-
gerðarmanns í Vestmannaeyjum.
„Þegar pabbi var búinn að búa í
Saltvík í níu ár vildi hann kaupa, en
Helgi vildi ekki selja,“ segir Krist-
laug. „Þá fluttum við að Eiðum á
Héraði og bjuggum þar í tvö ár.
Þaðan flutti fjölskyldan vestur í
Húnavatnssýslu og var í fímm ár á
Syðri-Völlum í Miðfirði. Þar hafði
pabbi verið áður en hann giftist
mömmu og sá alltaf Miðfjörðinn í
hillingum. Þegar hann flutti þangað
aftur reyndist allt breytt frá því
sem áður var. Þá ákváðu foreldrar
mínir að fara hingað. Mamma talaði
oft um að þau hefðu gengið aftur.
Þau bjuggu hér fyrst í 17 ár, fóru
síðan annað í 16 ár og bjuggu svo
hér í önnur 17 ár.“
Engu bætt viö kjötfjallið
Kristlaug segir að tengslin við
Engidal hafí aldrei rofnað. „Meðan
pabbi bjó í Saltvík flutti hann kind-
urnar hingað í sumarhaga. Héðan
fékk hann svo góða dilka, jörðin er
um 30 ferkílómetrar að stærð og öll
afgirt. Meðan við bjuggum á Eiðum
og vestur í Húnavatnssýslu komum
við á sumrin til að veiða silung." Á
jörðinni var gott íbúðarhús sem
Tryggvi Valdimarsson, afí Krist-
laugar, byggði á árunum 1926-27.
Bærinn stendur enn og er í góðu
standi.
Þegar foreldrar Kristlaugar
ákváðu að flytja aftur í Engidal var
Páll orðinn svo leiður á neikvæðri
umræðu um smjörfjöll og kjötfjöll
að hann ákvað að gerast sjálfs-
þurftarbóndi og lifa af landinu.
„Þau fóru að veiða silung og voru
með nokkrar kindur til að hafa nóg
að borða. Þau seldu silunginn, en
höfðu kjötið fyrir sig. Það var oft
sagt að það væri mörg matarholan í
Engidal,“ segir Kristlaug.
„Tryggvi, afí minn, skaut mikið af
rjúpum á sinni tíð og þær voru oft á
borðum. Eins hefur vatnið reynst
gjöfult."
Sjómaður fró unga aldri
Guðmundur Wium er fæddur á
Asknesi austm- á Mjóafirði árið
1938 og ólst upp á Reykjum í sömu
sveit, undir fjallinu Súlu. Guðmund-
ur hefur lengst af verið til sjós,
skipstjóri og stýrimaður á fiskiskip-
um. Til dæmis á Hafrúnu og Gló-
faxa frá Norðfirði, Engey frá
Reykjavík, Guðbjörgu frá Sand-
gerði, á Keflvíkingi og Erninum úr
Keflavík sem m.a. stundaði loðnu-
veiðar. Kristlaug og Guðmundur
bjuggu þá í Kópavogi og síðan í Gr-
indavík.
„Það er nú ekkert voðalega snið-
ugt að stunda sjó og búa hér,“ segir
Guðmundur. „En á loðnunni skipti
það engu máli. Það var verið að
landa úti um allt land og maður
kom ekkert heim allan veturinn.“
Guðmundur gerir nú út sex
tonna krókabát frá Húsavík, Ösp
ÞH 205. Báturinn er á aflamarki.
Hann segir að lifibrauð þeirra
hjóna sé aðallega af bátnum. Elías,
sonur þeirra, á þriðjung í útgerð-
inni. Hann er búinn með vélskóla
og hefur verið vélstjóri á Hafernin-
um úr Hrísey, en tók sér frí í sumar
til að róa á Óspinni.
Ekkert rikisrafmagn
En hvað kom til að Guðmundur
og Kristlaug tóku sig upp og fluttu í
sveitina?
„Eg hef sagt að það hafi verið
vegna þess að hún var ekki gift
neinum vesalingi," segir Guðmund-
ur og hlær. „Það þarf svolítið til að
taka sig upp frá fullbúnu einbýlis-
húsi í Grindavík, 148 fermetra íyrir
utan bflskúr, og fara hingað!"
Árið 1979 voru foreldrar Krist-
laugar orðnir fullorðnir og móðh’
hennar lasburða. Það var ljóst að
þau gátu ekki lengur verið ein og
óstudd. Guðmundur og Kristlaug
ákváðu þá að flytja til að vera þeim
stoð og stytta. Fyrsta verkefnið var
að byggja nýtt íbúðarhús í Engidal.
Bróðir Kristlaugar, Guðmundur
Pálsson verkfræðingur, teiknaði
: J* ;»■ , . . ji| m ' *
-' h. ■ . * * * A Á 1
■ i \ , < ÆSj J.,ysar,% •- Q f ■ ,
■ láÁ'.■ * t' yr * P ^ - iJip ||j . *
húsið. Efnið var allt keypt í Húsa-
smiðjunni og flutt norður á einum
bíl. Bræður Kristlaugar unnu með
þeim að byggingunni og bjuggu í
gamla bænum hjá foreldrum sín-
um. Þar var takmarkað pláss svo
Kristlaug, Guðmundur og synir
þeirra, Hans Wium þá 11 ára og El-
ías Wium að verða 9 ára, gistu í
tjaldi í tvo mánuði. Þetta var mikið
rigningarsumar og Kristlaugu er
minnisstætt hve erfitt var að
þurrka svefnpokana.
Þótt Guðmundur væri langdvöl-
um að heiman flutti hann lögheimili
sitt í sveitina. „Við fengum ekki að
eiga sitt lögheimilið hvort, enda
ekki í pólitík," segir Guðmundur.
Fyrstu tvo veturna var ekki ak-
fært í Engidal og þurftu hjónin að
flytja synina tvo á vélsleða um 7 km
KRISTLAUG safnar te- og litunar-
jurtum sem hún þurrkar.
leið í veg fyrir skólabílinn. Bærinn
er nú í ágætu vegarsambandi, en
þau hafa ekki enn fengið ríkisraf-
magn, eða rafveitu. „Það var lagt á
aðra bæi hér fyrir lítinn pening, en
við fáum ekki raflögn nema að
borga milljón ki'ónur á kflómetr-
ann,“ segir Guðmundur. „Við buð-
umst til að leggja línuna sjálf og
var sagt að við mættum vel setja
upp línu, en við fengjum aldrei
straum á hana. Það yrði þá bara
sett upp önnur lína við hliðina á
okkar, ef við vildum fá rafmagn!"
Á bænum er dísilrafstöð, venju-
lega kölluð Krafla, sem sér ábúend-
um fyrir rafmagni aðallega til ljósa
og til að knýja sjónvarpstæki þá
sjaldan útsending næst. Ríkissjón-
varpið sést ekki nema endram og
sinnum og er ekki innheimt afnota-
gjald vegna þess hvað skilyrðin eru
slæm.
Fjórbú og taðgerö
Kristlaug og Guðmundur era
með 40 ær á fóðrum í vetur auk
nokkurra gemlinga og tveggja
hrúta. Þá er einn sauður í vetrar-
vist í Engidal. I fjárhúsunum eru
líka nokkrar varpendur sem njóta
ylsins frá kindunum.
Fjárhúsin era tvískipt, helming-
ur kindanna gengur á grindum og í
hinum helmingnum troða kindurn-
ar taðið. Það er gert til að fá eldivið
í reykhúsið á bænum. Guðmundur
útbjó fjárhúsin þannig að hægt er
að gefa kindunum til nokkurra
daga í senn, ef fólkið þarf að bregða
sér af bæ. Fyrir ofan garðann er
trektlaga renna þar sem hægt er að
raða heyböggum. Neðst á rennunni
eru göt svo kindurnar nái í hejdð.
Það sem þær ekki éta í fyrstu um-
ferð dettur niður í jötuna. Gegnum-
rennsli er í brynningarkeranum.
Ki-istlaug setur féð út alla daga
sem veður leyfir og telur að útiver-
an skili sér í betri heilsu. Hún segir
að júgurbólga og kviðslit þekkist
ekki í sínum kindum, auk þess sem
þeim gangi betur að bera.
Kristlaug og Guðmundur leggja
silungsnet á sumrin í Kálfborgarár-
vatn. Fyrir nokkram árum var
vatnið grisjað og veitt mikið af
smásilungi. Hann seldu þau til Sví-
þjóðar og Frakklands þar sem fisk-
ur af þessari stærð er eftirsóttur.
Kristlaug taðreykir stóra silung-
inn. Villti fiskurinn tekur eldisfiski
langt fram, að þeirra sögn, „enginn
töggur í eldissilungnum,“ eins og
Guðmundur orðar það. Hann segist
ekki koma nálægt reykingunni,
nema þá til að éta afurðina. Þetta