Morgunblaðið - 29.11.1998, Side 20

Morgunblaðið - 29.11.1998, Side 20
20 B SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ arforingjann Che Guevara og gekkst um götur og torg með svarta alpahúfu á höfði. Þykir þér ekki margt hafa breyst ótrúlega mikið frá þessum árum og þjóðfélagið vera allt annað? „Jú, þá voru tímamir allt aðrir en í dag og hinar stóru fyrirmyndir unga fólksins voru Mao formaður og Che Guevara. Ég hef alltaf verið hallur undir sterkt krydd og kenn- ingar þeirra voru okkar chilepipar í bragðdaufri þjóðfélagsumræðu. Halldór Laxness segir í Skáldatíma: Stærsta axarskaft okkar vinstrisósí- alista fólst í trúgirni! Ég held í rauninni að hann gæti sleppt girni aftan af trú. Þessi viðhorf voru ekki gagnrýnin og eftir á að hyggja held ég að þau hafí borið býsna mikinn keim af trúarbrögðum. Við vissum að það voru einhverjar raddir sem sögðu annað, en við vildum ekkert af þeim vita.“ Til Spánar og Suður-Ameríku Hvað tók svo við eftir að þú laukst stúdentsprófi? „Ég lauk BA-prófí í sögu og spænsku við Háskóla íslands 1980, en gerði líka ýmislegt annað á þess- um árum; ritstýrði Stúdentablaðinu, kenndi og vann í físki svo eitthvað sé nefnt. Ég hafði áhuga á pólitík- inni í Suður-Ameríku og líka tónlist- inni í þeirri heimsálfu og það var höfuðmarkmiðið eftir stúdentspróf að fara til Suður-Ameríku. Ég fór fyrst til Barcelona haustið 1975 til að læra spænsku, svo ég gæti gert mig skiljanlegan þegar til Suður- Ameríku kæmi.“ Hvemig var að koma til Spánar um miðjan áttunda áratuginn? „Það var mjög forvitnilegt. Ég hafði aldrei komið þangað áður. Þetta var á spennandi tímum. Frankó, einræðisherra Spánar, sem hafði drottnað yfir Spánverjum síð- an 1939 dó í nóvember 1975 og um- skiptin voru mikil. Þótt einræðið félli ekki á einum degi fundu það allir að ákveðnu tímabili var lokið og bara tímaspursmál hvemær allt opnaðist. Aður en ég kom heim síð- ari hluta vetrar 1975-76 var ég þátt- takandi í fyrstu mótmælaaðgerðum í Barcelona í 40 ár. Það var skotið á okkur gúmmíkúlum og lögreglan ók á ofsahraða beint á mannfjöldann. Tilfinningin var sú að þetta væru dauðakippir einræðisstjómarinnar, sem og reyndist rétt. Ég hef hvergi hitt fyrir fólk sem hefur hrifið mig eins mikið og Spán- verjar hafa. Ég bjó hjá andalúsískri innflytjendafjölskyldu og það var yndislegt fólk. Ég lauk ekki neinum prófum þarna, en las frá morgni til kvölds og notaði tímann til að kynn- ast spönsku þjóðlífi og menningu. Ég þurfti að drífa mig heim þegar líða tók á veturinn og fór þá að vinna í fiski og að safna fyrir Suður- Ameríku ferð.“ Og tókst þá stóra ákvörðun. Þú lagðir upp í ferð til Suður-Ameríku? „Já, haustið 1976 og kom heim um jólin 76. Ég fór til nær allra landa í Suður-Ameríku. Ég kom fyrst til Brasilíu og fór þaðan til Ar- gentínu, Chile, Bólívíu og þaðan til Mið-Ameríku og Mexíkó. Ég ferð- aðist aðallega með rútum og lestum, reyndi að lifa spart og bjó á afar ódýrum hótelum." Það hefur þá verið ómetanlegt fyrir þig að kynnast þessum löndum og menningu þjóðanna þegar þú fórst síðar að fást við þýðingar á bókum eftir þau Isabel Allende og Gabriel García Márguez? „Já, það kom sér vissulega vel og ég hafði gott af því að kynnast þessu fólki og fjölbreytilegri menn- ingunni. Argentískur tangó, bólivísk flaututónlist og sprellfjörug bönd á torgum í Vera Cruz í Mexíkó; þarna var margt að finna. Ég kom einnig á söfn af öllu mögulegu tagi og skoð- aði sögulegar minjar í þessum lönd- um.“ Hvemig var aðbúnaður fólksins í þessari fjarlægu heimsálfu? „Það var þarna víða mikil fátækt. Það var mest sláandi að það voru hermenn þarna víðast hvar á götum með byssustingi og í Buenos Aires voru skriðdrekar á götum. Þá voru herforingjarnir nýbúnir að ræna völdum af ekkju Perons. Það sem Morgunblaðið/Kristinn Á GÓÐUM DEGI Tómas Ragnar Einarsson hefur undanfar- in ár verið í fremstu röð íslenskra hljóm- listarmanna. Hann er rétt rúmlega fertug- ur og hefur fyrir löngu vakið athygli fyrir kontrabassaleik og lagasmíðar. Olafur Ormsson ræddi við Tómas um feril hans og nýjan disk sem kom í hljómplötuversl- anir fyrir nokkrum dögum. TÓMAS R. Einarsson er meðalmaður á hæð, dökk- hærður og fremur grann- vaxinn. Hann er fjöl- skyldumaður og býr ásamt eigin- konu sinni, Ástu Svavarsdóttur, málfræðingi og ritstjóra við Orða- bók háskólans, og þremur ungum dætrum þeirra, Kristínu Svövu, þrettán ára, Ástríði, níu ára og Ásu Bergnýju, eins árs, í fjölbýlishúsi við Reynimel í Reykjavík. Hann hefur verið áberandi tónlistarmaður mörg undanfarin ár, kontrabassa- leikari og tónskáld og einkum feng- ist við djasstónlist, en einnig spilað í leikhúsum og komið fram á fjöl- mörgum djasshátíðum og tónleikum í Evrópu og með tríói Olafs Steph- ensens á tónleikum í Suður-Amer- íku og Bandaríkjunum og nú síðast í októbermánuði í Færeyjum og Kanada. Þá hefur hann samið tón- list fyrir fimm plötur og geisladiska: Þessi ófétis djass kom út 1985, Hinsegin blús 1987, Nýr tónn 1989, Islandsför 1991 og Landsýn 1994 og tónlist eftir Tómas R. Einarsson er einnig að finna á geisladiskunum, Hot house - RJQ live at Ronnie Scott’s með djasskvartett Reykja- víkur frá 1994 og Koss með söng- konunni Ólafíu Hrönn Jónsdóttur frá árinu 1995. Orðstír Tómasar R. Einarssonar sem kontrabassaleikara hefur spurst víða um lönd og sjálfsagt gæti hann sest að erlendis og skap- að sér öruggan starfsgrundvöll, en ekki er ólíklegt að hér heima vilji hann starfa og geta sjálfur valið þau verkefni sem bjóðast hverju sinni hér á landi sem erlendis. Tómas R. Einarsson hefur nú sent frá sér nýjan tólf laga geisla- disk, Á góðum degi, sem var hljóð- ritaður í Reykjavík í júní og ágúst á liðnu sumri. Það eru mikil tíðindi þegar von er á nýjum diski frá Tómasi R. Einarssyni og djassá- hugamenn telja dagana fram að út- gáfudegi og mæta tímanlega þegar fyrstu sendingar berast í hljóm- plötuverslanir. Ég heimsótti Tómas einn mildan haustdag í októbermánuði. I stiga- ganginum mætti ég elstu dóttur Tómasar og Ástu, Kristínu Svövu, sem heilsaði glaðlega á leið út í Hagaskóla. Tónlistin af nýja diskn- um hljómaði úr hljómflutningstækj- um í stofunni. Líkt og á heimilum ýmissa tónlistarmanna prýða stof- una málverk og teikningar eftir ýmsa kunna listamenn og á heimili Tómasar er mikið af bókum og geisladiskum með margskonar tón- list. Þá er þar stórt gamalt banda- rískt píanó sem Tómas eignaðist fyrir tuttugu árum og þegar hann var í Nýja kompanínu 1980-82 var píanóið notað á æfingum í þá daga. Bernska og mótunarár „Ég er fæddur á Blönduósi árið 1953. Móðir mín er Kristín B. Tóm- asdóttir. Hún var kennari á Hús- mæðraskólanum á Staðarfelli í Döl- um. Faðir minn, Einar Kristjáns- son, var kennari og skólastjóri á Laugum. Ég dvaldi ekki lengi á Blönduósi, en kom þar svo síðar til afa míns og ömmu og frændfólks. Ég ólst upp á Laugum í Hvamms- sveit. Þréttán ára fór ég í Gagn- fræðaskólann í Stykkishólmi og þaðan lauk ég landsprófi. Ég flutti síðan til Reykjavíkur sextán ára og hóf þá nám við Menntaskólann í Hamrahlíð." Var tónlistaráhugi á þínu æsku- heimili? „Foreldrar mínir sungu í kirkjukórnum í Hvammssveit en líklega hefur áhugi minn fyrir tón- list fyrst kviknað af alvöru þegar ég fór að hlusta á þættina, Á frívakt- inni, Oskalög sjúklinga og Lög unga fólksins í Ríkisútvarpinu. Það var gamalt orgel og síðar rússneskt pí- anó í bamaskólanum og ég var stundum að stelast til að leika á þessi hljóðfæri og var reyndar í pí- anónámi einn vetur hjá Jóni Óskari rithöfundi, skáldi og píanóleikara þegar ég var ellefu ára, en það gekk á ýmsu í því námi. Um leið og hann leit undan var ég byrjaður að spila lögin úr Óskalagaþætti sjúklinga og þættinum Á frívaktinni sem Jón Óskar taldi ekki rétt að ég væri að spila á því stigi námsins.“ Til Reykjavíkur lá þá leið þín eins og margra annarra af landsbyggð- inni? „Já og ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1974. Það voru mikil viðbrigði að koma utan af landi í iðandi kviku mann- lífsins hér í Reykjavík. Ég var ekki fyrr kominn til Reykjavíkur en ég fór að sækja blúskvöld í veitinga- húsinu Klúbbnum þar sem Blúskompaní Magnúsar Eiríksson- ar spilaði. Það voru miklir umbrota- tímar á þessum árum og stöðugar mótmælaaðgerðir gegn Víetnam- stríðinu og hersetunni og ég tók þátt í þessum aðgerðum og gekk í Æskulýðsfylkinguna. Svo áttaði ég mig á á því að ég þurfti eitthvað að læra og þá fækkaði blúskvöldunum og fundunum." Ég man eftir þér á útifundum og í kröfugöngum þessara ára. Þá varstu róttækur sósíalisti og vitnað- ir óspart í hið rauða kver Maós for- manns og dáðir argentíska bylting-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.