Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 *------------------------------ MORGUNB LAÐIÐ DÆGURTONLIST orgel POPRtónlist EKKI ERU allir ginnkeyptir fyr- ir því að gefa út diska; það er oft 'fcandhægara og vissulega ódýrara að gefa út sjötommu. Það er síðan undir hverjum og einum komið hversu útgáfan verður persónu- leg. Sighvatur Ómar Kristinsson er mörgum að góðu kunnur fyrir störf í Bag of Joys. Sú sveit lagði upp laupana fyrir nokkru, en Sig- hvatur hélt áfram að músísera og sendi fyrir skemmstu frá sér smá- skífuna Músíkvatur. Sú skífa inni- heldur fjögur lög, tvo á hvorri hlið, en önnur hlið plötunnar er 33 snúninga, en hin 45. Sighvatur vann plötuna að öllu leyti einn, samdi tónlistina, lék á skemmtara - ög stýrði upptökum. Hann hannaði síðan umslagið með Birtu og litaði og skreytti, aukinheldur sem hann tók þátt í að sauma umbúðir utan um plötuna, einnig með Birtu. Utgáfan er takmörkuð við 200 eintök, en platan var tekin upp fyr- ir mánuði og drifin út. Sighvatur segir að tónlistin sé frá ýmsum tíma, elsta lagið tveggja ára gam- alt, en hann vill lýsa henni sem léttri orgelpopptónlist, „dáldið eins og tónlist úr tölvuleikjum, Nin- tendo-tónlist, mjög einföld og skemmtileg." Sighvatur segist gera hlutina sjálfur, enda sé það mun skemmtilegra. „Eg gat líka ekki ímyndað mér að það vildi nokkur gefa annað eins út, menn hefðu þá kannski farið að skipta sér af því hvað ég væri að gera. Það er betra að vera sjálfur inni í þessu frekar en að láta einhverja karla vera að gera hlutina fyrir mann.“ Heilsteyptur heimur ANNA Halldórsdóttir vakti mikla athygli fyrir fyrstu breiðskífu sína fyrir tveimur órum, Villta morgna, og var í kjölfarið valinn efnilegasti tónlistarmaður þess órs. Síðan hefur ekki mikið fró hénni heyrst, en hún verið að vinna að tónlist, leika með hljóm- sveit og semja lög fyrir nýja plötu sem kom svo út fyrir stuttu og heitir Undravefurinn. Anna segist hafa byrjað vinnu við Undravefinn fljótlega eftir að hún lauk við Villta morgna. Á síðasta óri lék hún með hljómsveit eins og getið fór síðan i hljóðver snem þessu úri og tók u plötuna. Þau vqnn betur með Birgi Baldur heimahljóðveri hans og laúk síðan við plötuna i Danmörku sumar með dyggri aðstoð Orra Jónssonar. Undravefurirm sker sig nokkuð úr þefm plötum sem -■ Jkomið haífa út fyritMþessi jól, sunisetningin er önnur og meiri heildarsvipur ó plötunni þar Sfem hvert-lag ú ^gser §qmhl jóm ’í Ö^). Aqpa seg- ist og hafa set| plötuna saman með úkveðna heildarmynd í huga, reynt að brjóta upp hefðbundið poppform: „Eg spúði líka mikið í tóntegundir og taktbreytingar, ég vildi endilega hafa miðaldablæ ú plötunni, frumstæðan tæran hljóm. Ég reyndi líka að flétta lögin saman, hvert lag hefur úkveðinn hala sem gefur hlust- anda kost ú að melta það úður en næsta kemur. Platan er ein heild og þess vegna er nafnið Undravefurinn til komið, fyrir mér er þetta vefur eins og ég hef upplifað lífið, alla þræðina sem tengja okkur saman og ullt fólkið sem maður kynnist sem gefur manni eitthvað af sjúlfu sér. Mig langaði líka til að hafa heilsteyptan heim í textunum og reyni að tengja þú saman; Lífsvefur Anna Halldórsdöttii'. % 0 mm » ■* eftir Árna Matthíasson * W n m w % verur sem birtast í einhverjum textanum koma þannig líka fyrir ó öðrum stað ó plötunni líkt og er i lífinu." Anna segist útta sig ú að með því að búa svo um hnút- ana verði kannski erfiðara fyrir hana að selja plötuna og þannig hafi útgefandi sem hún talað við haft ú því orð að það vantaði „hittara" ú plötuna. „Platan krefst þess vissulega að fólk hlusti ó hana, en ég er líka þeirra skoðunar að fyrir vikið eigi hún eftir að liffa lengur." Anna Halldórsdóttir gefur plötunu út sjúlf og segist gera það ún þess að gera sér nein- ar grillur, hún geri sér grein fyrir þvi að erfitt sé að nú inn kostnaði af tónlist sem ekki flokkist undir vinsældapopp. „Mér er vitanlega ekki sama ef ég tapa ú útgúfunni, en ég var búin að gera það upp við mig að ég vildi halda úfram að gefa út, að gefast ekki upp. Þetta er það sem mig langar að gera og þótt platan eigi ekki eftir að seljast neitt af viti þú ú ég eftir að borga kostnaðinn smúm saman en eftir stendur að ég gerði plöt- una sem mig langaði til að gera og ég ú hana." Umbarumbamba og MEIRA til MEÐAL helstu hljómsveita íslenskrar rokksögu er Uljómar sem allir þekkja. Hitt vita færri að um tíma áttu Hljómar sér aukasjálf og kölluðust því mark- aðsvænlega nafni Thor’s Hammer, en tónlist þeirrar sveitar er mikið eftirlæti safnara. A sjöunda áratugnum var mikið um að vera í íslenskri dægurtónlist og kynslóða- skipti í aðsigi. I upphafi ára- tugarins stofnsetti Svavar Gestsson plötuútgáfu sem -þótti mikil tíðindi, og sýndi framsýni sína með því að gera útgáfusamning við ungmenni úr Keflavík sem kölluðu sig Hljóma. Hljómar voru þá rétt að byrja í bítlinu og frumherj- ar á því sviði. Svavar dreif syeitina í hljóðver og píndi til að syngja á íslensku, þó plötur sveitarinnar hafi náð þokkalegum vinsældum dreymdi þá félaga um að slá í gegn úti í heimi. Til þess að það mætti verða urðu þeir að koma sér upp ensku nafni og fara að syngja á ensku aftur og til varð hljómsveitin Thor’s Hammer. Liður í sókn eftir heimsyfirráðum var að sveitin sammæltist við ung- an kvikmyndagerðai-mann, Reyni Oddsson, um gerð stuttmyndar um ball og fyllirí uppi á Islandi og í myndinni, sem fékk heitið Umbai'umbamba, kom fram hljómsveitin Thor’s Hammer. Mikið var lagt í upptökur fyrir myndina, enda átti hún að verða sem besta auglýs- ing fyrir sveitina. Liðsmenn brugðu sér síðan út til að taka upp tónlistina og hljóð- rituðu níu lög haustið 1965. Þau lög komu síðan út á ár- inu á eftir, tvö lög í mars og síðan sex um haustið á tvö- faldri plötu. Allt kom fyrir ekki. Myndin hafði kolfallið hér á landi, gekk ekki nema tvo daga í bíói í Reykjavík, og plöturnar seldust lítið sem ekkert. Eftir tilraun til að komast inn á Bandaríkja- markað tóku Hljómar upp fyrri háttu, lögðu heims- frægðardraumana á hilluna í bili og sneru sér að því að leggja Island að fótum sér með góðum árangri. Þó Thor’s Hammer-plöt- urnar hafi ekki selst á sín- um tíma má segja að sveitin hafí á endanum náð nokk- urri frægð utan landstein- anna, því erlendii' safnarar Draumur Hljómar/Thor’s Hammer um miðjan sjöunda áratuginn. uppgötvuðu hana fyrir nokkrum árum og tvöfalda platan er orðin einn efth'- sóttasti safngripur íslenskr- ar rokksögu. Ekki er langt síðan lesa mátti í blaði skandinavískra plötusafnara að Thor’s Hammer hafi ver- ið besta rokksveit Norður- landanna á sinni tíð, eins og heyi'a megi á Umbarumbamba-plötunni. Þeir geta því glaðst, því skammt er síðan Spor gaf út tónlist Thor’s Hammer á diski. Á diskinum, sem ber heitið Umbarumbamba... and More, eru lögin sem Thor’s Hammer tók upp ýmist fyrir myndina, eða útgáfu í Bretlandi eða Bandaríkjunum, þar á meðal sérkennilegar upp- tökur sem gerðar voru fyr- ir Columbia vestan hafs, en á þeim er aðeins söngurinn frá Thor’s Hammer, ann- ars léku bandarískir tón- listarmenn undir. Einnig fylgja með tvær fyrstu smáskífur Hljóma sem Svavar Gests gaf út á sín- um tíma, fimm lög, og fyrir vikið eru á diskinum nítján lög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.