Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Áttburafæðing vekur siðferði- legar spurningar Reuters FÆÐINGARLÆKNIRINN Brian Kirshon segir frá fæðingunni og líðan áttburanna á fréttamannafundi á mánudag. ÁSTAND áttburanna sem komu í heiminn í Texas á sunnudag var enn ótryggt í gær, en líðan móðurinnar, Nkem Chukwu, var góð. Þótt ham- ingjuóskir hafi borist víðs vegar að hafa læknar lýst þungum áhyggjum af fjölgun fjölburafæðinga, og mikil umræða hefur spunnist um siðferði- leg álitamál varðandi tæknifrjóvg- anir og notkun frjósemislyfja. Þeg- ar er hafín fjársöfnun fyrir fjöl- skylduna. Sérfræðingar segja að sam- kvæmt tölfræðinni séu nokkuð góð- ar líkur á að börnin, sex stúlkur og tveir drengir, haldi lífí, en leggja áherslu á að brugðið geti til beggja vona. Að sögn lækna skipta fyrstu dagamir í lífi áttburanna sköpum, en þá komi í ljós hvort lungu, hjarta, heili og önnur líffæri barn- anna hafí þroskast nægilega mikið til að þau haldi lífi. Jafnvel þó svo reynist er veruleg hætta á sýking- um og efnaskiptavandamálum, og segja læknar að börnin þurfi að dvelja á sjúkrahúsi í að minnsta kosti tvo mánuði. Móðirin lagði mikið á sig Móðirin, sem hafði tekið sterk frjósemislyf, lagði mikið á sig til að geta gengið með bömin eins lengi og unnt væri. Hún var lögð inn á sjúkrahús í byrjun október og fyrsta bamið kom í heiminn 8. des- ember, 15 vikum fyrir tímann, en fæðingin var þá stöðvuð. Eftir það fékk Chukwu eingöngu næringu í æð til að rýma til fýrir börnunum og lá svo að segja á hvolfi, með höfuðið lægra en kviðinn, til að draga úr álagi á legið og mjaðmagrindina. Henni voru jafnframt gefin lyf til að fresta fæðingunni, en þegar hún fékk innvortis blæðingar af völdum þeirra sl. sunnudag var ákveðið að taka hin börnin sjö með keisara- skurði, 13 vikum fyrir tímann. Minnsta bamið var 320 grömm við fæðingu, rúmlega ein mörk, og 25 sm á lengd en það stærsta var 810 grömm, eða tæplega þrjár merkur. Chukwu gekkst undir upp- skurð vegna blæðinganna á mánu- dag. Henni heilsast ágætlega, og fær væntanlega að fara heim af sjúkrahúsinu eftir viku. Nkem Chukwu, sem er 27 ára, og eiginmaður hennar, Iyke Chukwu, em bæði fædd í Nígeríu, en eru bandarískir ríkisborgarar og búa í Houston í Texas. Þau höfðu í nokk- ur ár reynt að eignast börn og fyrr á þessu ári missti Chukwu þríbura- fóstur. Sjúkrahúsið gaf ekki frekari upplýsingar um foreldrana að þeirra beiðni, og þau vilja ekki koma fram í fjölmiðlum. Reynt hafði verið að halda fæðingunni leyndri, en fjölmiðlar fengu þó veð- ur af henni strax á sunnudag. Siðferðileg álitamál Læknar hafa í kjölfar fæðingar áttburanna bent á þá áhættu sem fjölburafæðingar hafi í fór með sér, bæði fyrir móður og böm, og ýmis siðferðileg álitamál þeim tengd. „Kostnaður vegna meðgöngunnar og umönnunar barnanna mun nema milljónum dollara,“ sagði dr. Mark Perloe, yfirmaður við frjósemis- rannsóknastöðina í Atlanta, í sam- tali við The New York Times. „Enn er hætta á að einhver þeirra deyi, og það er töluverð hætta á að þau muni eiga við vanheilsu að stríða allt sitt líf. Ég tel að þetta muni vekja læknastéttina til umhugsun- ar,“ sagði dr. Perloe. Fyrirlburum er m.a. hættara en öðrum bömum við svokallaðri krampalömun. Sérfræðingar segja að orsök mik- illar fjölgunar fjölburafæðinga á síðasta áratug sé aukin notkun samskonar frjósemislyfja og Nkem Chukwu tók. Hafa margir læknar lýst þungum áhyggjum vegna þessa, enda sé eðlilegt fyrir kvenlík- amann að ganga aðeins með eitt bam í einu. Dr. Alan Copperman, yfirmaður frjósemisdeildar Mt. Sinai-sjúkra- hússins í New York, segir að nú sé nánast talið eðlilegt að konur fæði fjórbura eða fimmbura og jafnvel fleiri. Raunin sé þó sú að flest slík tilvik endi með ósköpum, stundum fyrir móðurina, en oftast fyrir börn- in. Örvæntingarfull pör reiðubúin að taka áhættu Sérfræðingar hafa í kjölfar fæð- ingar áttburanna lýst yfir áhyggj- um af því að í hvert skipti sem fjöl- burafæðing gangi að óskum muni örvæntingarfull pör verða reiðu- búnari að taka meiri áhættu til að eignast barn. Ákjósanlegast er að ekki sé reynt að frjóvga fleiri en tvö egg við tæknifrjóvgun, en læknar segja það mikið vandamál að slík með- ferð sé dýr, og þar sem verðandi foreldrar þurfi að bera allan kostn- að sjálfir vilji þeir oft að reynt sé að frjóvga mörg egg, til að sem mestar líkur séu á getnaði. Það getur hins vegar haft þær óæski- legu afleiðingar að fóstrin verði mörg. í slíkum tilvikum er sá möguleiki fyrir hendi að eyða einu eða fleiri fóstrum til að auka lífslíkur hinna. Læknar segja þó að margir for- eldrar séu því mótfallnir, og Nkem Chukwu hafnaði til dæmis þessum valkosti af trúarástæðum. Dr. Benjamin Younger, formað- ur bandarískra samtaka um rann- sókn frjósemislyfja, benti einnig á það í viðtali við The New York Times að þess væru mörg dæmi að fólk, sem kosið hefði að fresta barneignum og komið væri á miðj- an aldur, óskaði eftir „ákafri" frjó- semismeðferð, sem væri líklegri til að leiða til fjölburafæðinga. Ekki er vitað til þess að fyrr hafí fæðst áttburar sem allir lifðu, og segja læknar að það muni ganga kraftaverki næst ef svo verði nú. Árið 1971 fæddust níburar í Sydney í Ástralíu, en allir dóu. Á síðustu þrettán árum hafa þrjár konur gengið með áttbura, ein á Spáni, ein í Bretlandi og ein í Tyrklandi, en í öllum tilvikum dóu sum eða öll börnin. Rúmt ár er síðan sjöburar fæddust í Bandaríkjunum og lifðu allir. Byggðu ákvörðun þína á réttum upplýsinguml Hlutabréfasjóðurinn hf. Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaöur Einstaklingsþjónustu VÍB. Þú getur keypt bréf í sjóðnum á vefVlB (www.vib.is), hjá VÍB á Kirkjusandi, í útibúum (slandsbanka og síma- þjónustu í síma 575 7575. 62.345 kr. skattfrádráttur fyrir hjón m.v. 266.667 kr. kaup * 11,2% raunavoxtun a an sí, 10 ar, * Góð cignadreííing, * Stærsti hiutabréfasjóður !amIsitis (5 ma.kr * í.íÞgstí rckstrarkostnaður scin vitað t*r um mcðal sarnlni-rilcgra sjóða (0,7%). * Um 8,000 hluthafar. * Í)2,14t kr, skattfrádráttur fyrir hjórs m.v. 200.007 kr. katip. VI Ri)BRIIAM.VRKAI)l K ISI ANDSBANKA 111 Kírkjitsaridí * Simi 560 89 00 Veffanc: wuw.vih.is * Neifang: vibfn'vih.is Morgun- stund gefur ekki gull í mund MÁLTÆKIÐ gamla um að morgunstund gefi gull í mund á ekki við rök að styðjast, að sögn vísindamanna. Margt bendir til að það auki verald- lega auðlegð manna lítilsháttar að fara seint að sofa, að því er fram kemur í gi-ein þeirra Catherine Gale og Christoph- ers Martyns í The British Medical Journal. Þau viður- kenna reyndar í niðurstöðum sínum að það geti haft áhríf á niðurstöðurnar að hinir ríku fari einfaldlega seinna að sofa en aðrir. Kom fram í rannsókn Gale og Martyns að þeir sem fara að sofa klukkan ellefu og vakna klukkan átta eru sjaldan efnað- ir. „Uglur“, eða þeir sem fara seinna að sofa og vakna seinna, eru hins vegar mun efnaðri en fyrmefndi hópurinn. Taka vísindamennirnir í nið- urstöðum sínum undir þau orð Thomas Edisons að of mikill svefn slævi framþróun sið- menningarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.