Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 76
76 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ 3 FÓLK í FRÉTTUM Annasöm ]ól hjá Ómari Ragnarssyni Einn með öllu ALLIR landsmenn þekkja Ómar Ragnarsson - fréttamanninn óða- mála sem hendist um í loftköstum, oftar en ekki á lítilli rellu, lætur sig ekki muna um að brotlenda á Esj- unni og flytur fréttir af eldgosum, - helst áður en þau gerast. Og það er engu líkara en blaða- maður hafi hitt á eldgos þegar fundum hans ber saman við frétta- manninn, skemmtikraftinn og rit- höfundinn. Ómar gefur nefnilega út unglingabókina YJct eðlilegt fyr- ir jólin og auk þess kemur út safndiskurinn Þegar Ómar hafði hár. Furðuleg jól „Þetta er ein af þessum tilviljun- um,“ segir Ómar. „Eg samdi ung- lingasögu sem átti að gefa út fyrir síðustu jól en útgáfunni var frestað um ár. Síðan kom upp úr dúmum að ég á 40 ára skemmtikraftsaf- mæli og var ákveðið að gefa út geisladisk með úrvali laga frá férl- inum. Menn lentu fljótlega í vand- ræðum með að velja út og var ákveðið að á safnplötunni yrðu ein- ungis lög frá fyrstu tíu árum ferils- ins, enda af nógu að taka.“ Ómar treður upp ásamt söng- konunni Kristínu Ósk Kjartans- dóttur í þætti á jóladagskvöld í Sjónvarpinu í tilefni að því að þau sungu saman inn á geisladisk. Og sá diskur fylgir unglingabókinni Ýkt eðlilegt. Auk þess stendur til að gefa út tónlistarmyndband með úrvali laga úr þáttum Ómars. Þegar menn fóru að leita kom nefnilega í ljós að gerð höfðu venð 50 tónlistarmynd- bönd við lög Ómars „svona óvart“ og flytjendur vom tónlistarmenn á borð við Bubba Morthens, Kristján Jóhannsson, Bjarna Arason, Sig- ríði Beinteinsdóctur, Garðar Cortes, Tjamarkvartettinn, Helgu Möller og Björgvin Halldórsson. „Þetta era ein furðulegustu jól sem ég hef upplifað," segir Ómar. „Reyndar er ekki allt upptalið, því ég er einnig með söngleik í bígerð sem hefði getað orðið fjórða verk- efnið, en eitthvað varð undan að láta.“ Unglingapæling á þúfubarði Blaðamaður skilur ekkert í þessari framkvæmdagleði og verð- ur eins og lítið bam með stór augu sem spyr í sífellu af hverju. Af hverju fylgir geisladiskur ung- lingabók? „Tónlist er svo sterkt afl í nútímanum," svarar Ómar, „að ekki sé talað um hjá unga fólkinu. Bókinni lýkur á því að unga stúlk- an Hulda Rós stendur á þúfubarði og syngur unglingapælingu um til- verana sem er ýkt eðlileg.“ Ómar heldur áfram eftir stutta þögn: „Vesenið sem ég hef líka lent í um dagana er líka ýkt eðlilegt." Svo tekur hann sín frægu bakföll af hlátri. Af hverju skrifaðirðu unglinga- bók? „Af því ég er orðinn afi; elsta barnabarnið er komið yfir ferm- ingu. Ég hugsaði með mér að nú væri gaman fyrir afa gamla að skrifa bók og reyna að keppa við tölvurnar og myndböndin. Það skilaði sér í spennu- og sakamála- sögu fyrir unglinga. Geisladiskur- inn er svona til að hrista upp í stemmningunni og er hugsaður þannig að hann opni og loki sög- unni; maður hlusti á hann í upphafi tO að fá tilfinningu fyrir söguefn- inu og aftur í lokin þegar Hulda Rós tekur lagið.“ Ýkt eðlilegt Af hverju heitir bókin Ykt eðli- legt? „Ég vildi nota orðfæri unglinga. Ómar Þór, elsta barnabarnið, las söguna í gegn og gaf mér nokkrar ábendingar. Ég var með nokkrar tillögur að nöfnum og þetta varð ofan á. Bókin fjallar um unglinga sem kryfja íslenskt samfélag og spyrja: „Er það sem á að vera normalt líf ýkt eðlilegt?“„ En aftur að geisladisknum Þeg- ar Ómar hafði hár. „Lögin era tek- in af gömlum vínylplötum, einkum Hryggjarstykkinu. Þar flutti ég tólf lög að viðstöddum áhorfend- um, sem hafði aldrei verið gert áð- ur. Það var líka fyrsta einskæra gamanplatan. Einnig gi-ófum við upp lög hjá Ríkisútvarpinu og fann ég til dæmist framhald af laginu ÓMAR Ragnarsson og Kristín árita bókina með disknum. Morgunblaðið/Golli KRISTÍN Ósk Kjartansdóttur tekur lagið í Kringlunni. Botníu sem hafði verið fyrir löngu gleymt og er að koma í fyrsta skipti út á geisladiski." Að lokum, - af hverju er lagið Sveitaball tvisvar á disknum? „Ég framflutti það fyrir áhorf- endur og er sú upptaka fremst á plötunni. Svo er það líka síðast á plötunni í flutningi KK-sextetts- ins,“ svarar Ómar og heldur áfram: „Þetta er lag seny ég hef aldrei getað losnað við. Ég datt einu sinni fram af háu leiksviði á balli í miðjum flutningi, brákaði sjöunda hryggjarlið og er með klemmda afltaug eftir það. A sveitaballi löngu síðar fór ég öfug- an kollhnís þegar ég flutti lagið og hnykkti á meiðslunum. Ef eitthvað gerist í þriðja sinn þá er þessu lok- ið,“ segir Ómar með áherslu. Þetta var bara gott viðtal, segir blaðamaður að lokum. „Ykt eðlilegt," svarar Ómar. Qj K J K-7ö(fiTnv7^^ f m. Var Lag í — flve Maria ruve" af X-Maa 98) i.vfa 2 1 Never there Cake 3 5 Would You...? TouchSfio 4 l 8 És drukkna hér Botnleðja 5 4 Fly Away Lenny Kravrtz B 11 Erase/Rewind The Cardigans 7 13 Malibu Hote e 2 Turn the page Metafflca 9 3 The Everlasting Manic Street Preachers | 10 16 Ahracadabra SugarRay 11 7 Remote control Seasde Boys 12 6 Pretty tly (tor a white guy) Oflsprhig 13 23 Cowboy '78 Wiseguys 14 10 Tropicalía Beck 15 - 12 dagar jóla (Heimilisofbeldi) SpB’ahræðiB’ 16 9 Sehnsucht Rammsteín 17 - Praise You Fatboy SBm 18 22 Pusherman B8Í, Ben & Baggio 19 19 Got you (where 1 want you) TheRys 29 - One Creed 21 24 Brjótum það sem brotnar 200.000 ItlagitHtar 22 mm Private helicopter Harvay Oanger 23 26 Arpeggiator Ensímí 24 10 Come to me DMXKrew 25 12 Wildsurf Ash 28 30 Warning Freestyters 27 27 Spanish fly U2 28 35 NewSkin hicubus 29 14 God is a DJ (Meltdown mix) FaíUUess 80 17 Very important People Gus Gus HRAFN með yngstu dóttur sinni Örk. PÁLMI Gestsson og Unnur Steinsson fylgjast með af áhuga. 9\[ceturfiaíinn Smiðjuvejji 14, ‘Kópavofli, sími 587 6080 Laugardagskvöld, annan í jólum, leikur hin frábæra hljómsveit Hjördísar Geirs Opió frá kl. 22—3 Sunnudagskvöld 27. des. leikur Hljómsveit Hjördísar Geirs gömlu- og nýju dagnsana frá kl. 21—1. Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080 Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla! ...........■■■-.- Fjölmenni á forsýningu FJÖLMENNI var heima hjá Hrafni Gunnlaugssyni kvik- myndaleikstjóra í Laugarnesinu þegar sjónvarpsmynd hans Þeg- ar það gerist var forsýnd fyrir aðstandendur myndarinnar og vini og vandamenn. Myndin verð- ur frumsýnd í Sjónvarpinu sunnudaginn 27. desember, og er hún byggð á smásögu eftir Hrafn. Aðalleikarar myndarinn- ar eru þau Unnur Steinsson og Pálmi Gestsson og einnig fer son- ur Unnar, Steinar Már Vilhjálms- son, með stórt hlutverk. Hrafn nýtur aðstoðar systur sinnar Tinnu við leikstjórn myndarinnar sem að mestu leyti var tekin upp síðasta sumar. Listrænar jólagjafir gallerí Listakot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.