Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Minnkandi líkur á að Kvennalistimi verði með í samfylkingu Alþýðuflokksmenn samþykkja prófkjör STJÓRN fulltrúaráðs alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík hefur samþykkt samkomulag A-flokk- anna um sameiginlegt prófkjör samfylkingar vegna alþingiskosn- inganna í vor. Stjórn kjördæmis- ráðs alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík kemur saman nk. mánu- dag til að fjalla um samkomulagið. Enn er óljóst hvort Kvennalistinn tekur þátt í prófkjörinu, en líkur á því að svo verði fara minnkandi. Á fundi stjórnar fulltrúaráðsins gerði samninganefnd Alþýðu- flokksins grein fyi-ir gangi samn- ingaviðræðnanna við Alþýðubanda- lag og Kvennalista. Tillagan sem samþykkt var af fulltrúum A-flokk- anna í nefndinni 16. desember sl. var samþykkt með 11 atkvæðum, en þrír sátu hjá. Tillagan gerir ráð fyrir að próf- kjör verði haldið 23. eða 30. janúar. Allir stuðningsmenn samfylkingar geta tekið þátt í því. Gert er ráð fyrir að hver flokkur velji 6-9 fram- bjóðendur á sinn lista og er flokks- aðild ekki skilyi’ði fyrir kjörgengi. Tilnefningarnar eiga að liggja fyrir á hádegi laugardaginn 9. janúar. Kjósendur eiga að raða frambjóð- endum þess flokks sem þeir kjósa og ræður styrkleiki flokkanna hvaða sæti þeir fá. Samkomulag er þó um að hver flokkur hljóti minnst tvö af átta efstu sætum Hst- ans. Ennfremur eru aðilar sam- mála um að bjóða Jóhönnu Sigurð- ardóttur alþingismanni að skipa fjórða sæti listans. Þá eru aðilar sammála um að sanngjarnt sé að sá flokkur sem hljóti næstflest at- kvæði ráði 10. sæti listans. Bókaður stuðningur við Kvennalista Margi’ét Bjömsdóttir, Hólmfríð- ur Sveinsdóttir og Jóhanna Þór- dórsdóttir bókuðu á fundum að þær teldu að reyna ætti til þrautar að fá Kvennalistann til samstarfs um samfylkingu fyrir næstu kosn- ingar. Þær tóku undir kröfu Kvennalistans um girðingu við þriðja sætið eða girðingu við sjö efstu sætin, en ekki átta eins og segir í tillögunni. Fulltrúar Kvennalistans, sem rætt var við í gær, vildu ekki tjá sig um niðurstöðu Alþýðuflokksins, en greinilegt er að þær eru ósáttar við tillöguna eins og hún lítur út í dag. Það var hins vegar að heyra á Pétri Jónssyni, formanni fulltrúa- ráðs alþýðuflokksfélaganna, að málið væri afgi-eitt af hálfu Al- þýðuflokksins og að viðræðum um prófkjör yrði ekki haldið áfram. Kvennalistinn hefði frest til 9. jan- úar til að tilkynna þátttöku í próf- kjörinu. Samkomulag að takast í Reykjanesi Samkomulag virðist hins vegar vera að takast milli flokkanna þriggja á Reykjanesi. Upphaflega var rætt um að halda prófkjör um fimm efstu sætin, en Kvennalistinn lagði til að prófkjörið yrði haldið með girðingu við fjórða sætið. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins eru taldar góðar líkui’ á að hinir flokkamir samþykki tillöguna, en fundur verður haldinn í framboðs- nefndinni nk. sunnudag, en þá er stefnt að því að klára málið. Svala Jónsdóttir, sem sæti á í nefndinni fyrir hönd Kvennalista, sagðist ekki telja að ósamkomulag um framboðsmál í Reykjavík hefði áhrif á ákvarðanir Kvennalistans á Reykjanesi. Hún sagðist vona að samkomulag á Reykjanesi virkaði sem hvatning fyrir fólk í öðram kjördæmum að ná saman. Morgunblaðið/RAX HOLTACAROAR Skötuilmur um land allt OPID í DAG KL« 9-12 BÓNUS FRÁ 10-12 SKÖTUILMINN lagði um land allt er þjóðin gæddi sér á Þor- Iáksmessuskötunni í gær, til dæmis í Múlakaffi þar sem fólk tók hressilega til matar síns. Mikil sókn er í skötuveislur veit- ingahúsa á höfuðborgarsvæðinu og eru pantanir jafnvel farnar að berast fyrir næsta ár. Með skötunni bera veitinga- menn hefðbundið meðlæti svo sem hamsatólg, hnoðmör, kart- öflur og rófur, rúgbrauð og siryör. Þá fengust þær upplýsingar í Naustinu að áhugi kvenna á þess- um veislukosti hafi greinilega farið vaxandi. Einungis ein kona hafi snætt skötuna, sem þar var borin fram, árum saman. Svo hafi tvær bæst í hópinn og síðan fleiri og fleiri. BJÖRGUN ehf. hefur kynnt borgaryfirvöldum hugmynd að nýju hverfi á um 17 hektara uppfyllingu út í Skerjafjörð. Nýtt byggingarsvæði á uppfyllingu kynnt í borgarráði Sækja um 17 hektara lóð í Skerjafírði ing hverfisins við gatna- og lagna- kerfí þorgarinnar yrði mun hag- kvæmari en í flestum öðrum nýjum hverfum. Ennfremur myndi æsku- lýðsstarf í Nauthólsvík eflast með stækkun svæðisins, nýrri aðkomu- leið og fjölbreyttari starfsemi. Eini staðurinn Að sögn borgarstjóra hafa borg- aryfirvöld enn ekki tekið afstöðu til hugmyndarinnar. „Mér líst að mörgu leyti ágætlega á þetta,“ sagði hún. „Það sem við þurfum fyrst og fremst að horfa á er strönd- in. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvort þarna verður um að ræða röskun á fjörunni en ég reikna þó með að það hafi þegar verið gert því Skeljungsbryggjan er þarna og þarna voru birgðastöðvar Skelj- ungs, sem nú eru í eigu borgarinn- ar. Þetta nýja land verður framund- an þeirri lóð. Að mínu mati er þetta því eini staðurinn á strandlengjunni sem hægt væri að fylla upp í og ég geri ráð fyrir að þetta hverfi geti orðið eftirsótt. Það mun styrkja byggðina í Skerjaflrði og gera það mögulegt að vera þar með meiri þjónustu heldur en nú er. Auk þess sem öll íbúðabyggð sem hægt er að koma við vestan Elliðaáa er eftirsóknar- verð.“ Borgarstjóri sagði að hugmyndir væra uppi um að leggja niður í framtíðinni flugbraut sem liggur norð-austur og suð-vestur og að gert væri ráð fyrir að á hana yrðu sett tímamörk í þeirri vinnu sem nú stendur yfír um framtíð flugvallar- ins. „Flugmálayfirvöld hafa talið brautina nauðsynlega af öryggisá- stæðum og ekki síst vegna þess að sams konar braut í Keflavík er lok- uð,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Ef sú braut yrði opnuð, mætti leggja brautina á Reykjavíkurflugvelli af.“ Undirgöng undir flugbraut Borgarstjóri sagði að möguleiki væri á að leggja undirgöng undir norður-suður-brautina og opna þannig aðkomu að hverfinu frá Hlíðarfæti sem gert er ráð fyrir að verði lagður vegna starfseminnar á flugvellinum. „Þessi byggð gæti þá hugsanlega átt aðkomu þá leiðina," sagði Ingibjörg Sólrún. BJÖRGUN ehf. hefur óskað eftir 17 hektara lóð í sjó í Skerjafírði undir um 700 íbúðir, skrifstofu- og versl- unarhúsnæði og opinberar stofnan- ir. Hugmyndin hefur verið kynnt í borgarráði og þaðan var henni vísað til borgarskipulags. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri segir að sér lítist ágætlega á hugmyndina. Fáist leyfi borgaryfu-valda er gert ráð fyrir að lóðargerð taki 2-3 ár og að byggingarframkvæmdir geti haf- ist að hluta eftir 1-2 ár. Það er Bjöm Ólafs arkitekt sem unnið hefur tillöguna. „Það hefur verið lögð áhersla á að nýta vel þessa staðsetningu," sagði Sigurður R. Helgason framkvæmdastjóri Björgunar ehf. „Þetta verður þriggja til fímm hæða byggð og er gert ráð fyrir að 2/3hlutar íbúðanna verði með útsýni út á sjó. Við höfum einnig lagt mikla áherslu á að skyggja ekki á þá byggð sem fyrir er í Skildinganesi hvorki útsýni né annað írá þeim húsum." Utan öryggismarka Sigurður sagði að byggðin væri utan öryggismarka flugvallarins eins og í svipaðri fjarlægð og önnur byggð sem reist hefur verið í ná- grenni flugvallarins nýverið eins og t.d. við Þorragötu. „Þetta hverfi tengist frekari þróun inn á flugvall- arsvæðinu," sagði hann. Aðkoman verður sú sama og að Skildinganesi en auk þess hefur lauslega verið rætt um undirgöng undir eina flug- brautina að sögn Sigurðar. „Við munum kosta landgerð og gi’jótvörn og allan undirbúning fyrir fram- kvæmdimar," sagði hann. „Hafa umsjón með skipulagi, sjá um hafn- argerð, gatna- og lagnagerð, stíga og stétta og umsjón með hönnun húsa til samræmingar í hverfinu. Við munum síðan selja lóðirnar en fylgja hverfinu eftir til að tryggja að það gangi upp.“ I erindinu til borgaryfírvalda er bent á að hverfið hafi marga góða kosti eins og t.d. nýjan skemmtileg- an áningar- og útsýnisstað frá göngustíg meðfram Skerjafirði. Byggðin myndi styrkja núverandi byggð í Skildinganesi m.a. í skóla- og dagvistarmálum, verslun og þjónustu auk þess sem hún styrkti miðborgina. Fram kemur að teng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.