Morgunblaðið - 24.12.1998, Side 6

Morgunblaðið - 24.12.1998, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Minnkandi líkur á að Kvennalistimi verði með í samfylkingu Alþýðuflokksmenn samþykkja prófkjör STJÓRN fulltrúaráðs alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík hefur samþykkt samkomulag A-flokk- anna um sameiginlegt prófkjör samfylkingar vegna alþingiskosn- inganna í vor. Stjórn kjördæmis- ráðs alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík kemur saman nk. mánu- dag til að fjalla um samkomulagið. Enn er óljóst hvort Kvennalistinn tekur þátt í prófkjörinu, en líkur á því að svo verði fara minnkandi. Á fundi stjórnar fulltrúaráðsins gerði samninganefnd Alþýðu- flokksins grein fyi-ir gangi samn- ingaviðræðnanna við Alþýðubanda- lag og Kvennalista. Tillagan sem samþykkt var af fulltrúum A-flokk- anna í nefndinni 16. desember sl. var samþykkt með 11 atkvæðum, en þrír sátu hjá. Tillagan gerir ráð fyrir að próf- kjör verði haldið 23. eða 30. janúar. Allir stuðningsmenn samfylkingar geta tekið þátt í því. Gert er ráð fyrir að hver flokkur velji 6-9 fram- bjóðendur á sinn lista og er flokks- aðild ekki skilyi’ði fyrir kjörgengi. Tilnefningarnar eiga að liggja fyrir á hádegi laugardaginn 9. janúar. Kjósendur eiga að raða frambjóð- endum þess flokks sem þeir kjósa og ræður styrkleiki flokkanna hvaða sæti þeir fá. Samkomulag er þó um að hver flokkur hljóti minnst tvö af átta efstu sætum Hst- ans. Ennfremur eru aðilar sam- mála um að bjóða Jóhönnu Sigurð- ardóttur alþingismanni að skipa fjórða sæti listans. Þá eru aðilar sammála um að sanngjarnt sé að sá flokkur sem hljóti næstflest at- kvæði ráði 10. sæti listans. Bókaður stuðningur við Kvennalista Margi’ét Bjömsdóttir, Hólmfríð- ur Sveinsdóttir og Jóhanna Þór- dórsdóttir bókuðu á fundum að þær teldu að reyna ætti til þrautar að fá Kvennalistann til samstarfs um samfylkingu fyrir næstu kosn- ingar. Þær tóku undir kröfu Kvennalistans um girðingu við þriðja sætið eða girðingu við sjö efstu sætin, en ekki átta eins og segir í tillögunni. Fulltrúar Kvennalistans, sem rætt var við í gær, vildu ekki tjá sig um niðurstöðu Alþýðuflokksins, en greinilegt er að þær eru ósáttar við tillöguna eins og hún lítur út í dag. Það var hins vegar að heyra á Pétri Jónssyni, formanni fulltrúa- ráðs alþýðuflokksfélaganna, að málið væri afgi-eitt af hálfu Al- þýðuflokksins og að viðræðum um prófkjör yrði ekki haldið áfram. Kvennalistinn hefði frest til 9. jan- úar til að tilkynna þátttöku í próf- kjörinu. Samkomulag að takast í Reykjanesi Samkomulag virðist hins vegar vera að takast milli flokkanna þriggja á Reykjanesi. Upphaflega var rætt um að halda prófkjör um fimm efstu sætin, en Kvennalistinn lagði til að prófkjörið yrði haldið með girðingu við fjórða sætið. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins eru taldar góðar líkui’ á að hinir flokkamir samþykki tillöguna, en fundur verður haldinn í framboðs- nefndinni nk. sunnudag, en þá er stefnt að því að klára málið. Svala Jónsdóttir, sem sæti á í nefndinni fyrir hönd Kvennalista, sagðist ekki telja að ósamkomulag um framboðsmál í Reykjavík hefði áhrif á ákvarðanir Kvennalistans á Reykjanesi. Hún sagðist vona að samkomulag á Reykjanesi virkaði sem hvatning fyrir fólk í öðram kjördæmum að ná saman. Morgunblaðið/RAX HOLTACAROAR Skötuilmur um land allt OPID í DAG KL« 9-12 BÓNUS FRÁ 10-12 SKÖTUILMINN lagði um land allt er þjóðin gæddi sér á Þor- Iáksmessuskötunni í gær, til dæmis í Múlakaffi þar sem fólk tók hressilega til matar síns. Mikil sókn er í skötuveislur veit- ingahúsa á höfuðborgarsvæðinu og eru pantanir jafnvel farnar að berast fyrir næsta ár. Með skötunni bera veitinga- menn hefðbundið meðlæti svo sem hamsatólg, hnoðmör, kart- öflur og rófur, rúgbrauð og siryör. Þá fengust þær upplýsingar í Naustinu að áhugi kvenna á þess- um veislukosti hafi greinilega farið vaxandi. Einungis ein kona hafi snætt skötuna, sem þar var borin fram, árum saman. Svo hafi tvær bæst í hópinn og síðan fleiri og fleiri. BJÖRGUN ehf. hefur kynnt borgaryfirvöldum hugmynd að nýju hverfi á um 17 hektara uppfyllingu út í Skerjafjörð. Nýtt byggingarsvæði á uppfyllingu kynnt í borgarráði Sækja um 17 hektara lóð í Skerjafírði ing hverfisins við gatna- og lagna- kerfí þorgarinnar yrði mun hag- kvæmari en í flestum öðrum nýjum hverfum. Ennfremur myndi æsku- lýðsstarf í Nauthólsvík eflast með stækkun svæðisins, nýrri aðkomu- leið og fjölbreyttari starfsemi. Eini staðurinn Að sögn borgarstjóra hafa borg- aryfirvöld enn ekki tekið afstöðu til hugmyndarinnar. „Mér líst að mörgu leyti ágætlega á þetta,“ sagði hún. „Það sem við þurfum fyrst og fremst að horfa á er strönd- in. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvort þarna verður um að ræða röskun á fjörunni en ég reikna þó með að það hafi þegar verið gert því Skeljungsbryggjan er þarna og þarna voru birgðastöðvar Skelj- ungs, sem nú eru í eigu borgarinn- ar. Þetta nýja land verður framund- an þeirri lóð. Að mínu mati er þetta því eini staðurinn á strandlengjunni sem hægt væri að fylla upp í og ég geri ráð fyrir að þetta hverfi geti orðið eftirsótt. Það mun styrkja byggðina í Skerjaflrði og gera það mögulegt að vera þar með meiri þjónustu heldur en nú er. Auk þess sem öll íbúðabyggð sem hægt er að koma við vestan Elliðaáa er eftirsóknar- verð.“ Borgarstjóri sagði að hugmyndir væra uppi um að leggja niður í framtíðinni flugbraut sem liggur norð-austur og suð-vestur og að gert væri ráð fyrir að á hana yrðu sett tímamörk í þeirri vinnu sem nú stendur yfír um framtíð flugvallar- ins. „Flugmálayfirvöld hafa talið brautina nauðsynlega af öryggisá- stæðum og ekki síst vegna þess að sams konar braut í Keflavík er lok- uð,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Ef sú braut yrði opnuð, mætti leggja brautina á Reykjavíkurflugvelli af.“ Undirgöng undir flugbraut Borgarstjóri sagði að möguleiki væri á að leggja undirgöng undir norður-suður-brautina og opna þannig aðkomu að hverfinu frá Hlíðarfæti sem gert er ráð fyrir að verði lagður vegna starfseminnar á flugvellinum. „Þessi byggð gæti þá hugsanlega átt aðkomu þá leiðina," sagði Ingibjörg Sólrún. BJÖRGUN ehf. hefur óskað eftir 17 hektara lóð í sjó í Skerjafírði undir um 700 íbúðir, skrifstofu- og versl- unarhúsnæði og opinberar stofnan- ir. Hugmyndin hefur verið kynnt í borgarráði og þaðan var henni vísað til borgarskipulags. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri segir að sér lítist ágætlega á hugmyndina. Fáist leyfi borgaryfu-valda er gert ráð fyrir að lóðargerð taki 2-3 ár og að byggingarframkvæmdir geti haf- ist að hluta eftir 1-2 ár. Það er Bjöm Ólafs arkitekt sem unnið hefur tillöguna. „Það hefur verið lögð áhersla á að nýta vel þessa staðsetningu," sagði Sigurður R. Helgason framkvæmdastjóri Björgunar ehf. „Þetta verður þriggja til fímm hæða byggð og er gert ráð fyrir að 2/3hlutar íbúðanna verði með útsýni út á sjó. Við höfum einnig lagt mikla áherslu á að skyggja ekki á þá byggð sem fyrir er í Skildinganesi hvorki útsýni né annað írá þeim húsum." Utan öryggismarka Sigurður sagði að byggðin væri utan öryggismarka flugvallarins eins og í svipaðri fjarlægð og önnur byggð sem reist hefur verið í ná- grenni flugvallarins nýverið eins og t.d. við Þorragötu. „Þetta hverfi tengist frekari þróun inn á flugvall- arsvæðinu," sagði hann. Aðkoman verður sú sama og að Skildinganesi en auk þess hefur lauslega verið rætt um undirgöng undir eina flug- brautina að sögn Sigurðar. „Við munum kosta landgerð og gi’jótvörn og allan undirbúning fyrir fram- kvæmdimar," sagði hann. „Hafa umsjón með skipulagi, sjá um hafn- argerð, gatna- og lagnagerð, stíga og stétta og umsjón með hönnun húsa til samræmingar í hverfinu. Við munum síðan selja lóðirnar en fylgja hverfinu eftir til að tryggja að það gangi upp.“ I erindinu til borgaryfírvalda er bent á að hverfið hafi marga góða kosti eins og t.d. nýjan skemmtileg- an áningar- og útsýnisstað frá göngustíg meðfram Skerjafirði. Byggðin myndi styrkja núverandi byggð í Skildinganesi m.a. í skóla- og dagvistarmálum, verslun og þjónustu auk þess sem hún styrkti miðborgina. Fram kemur að teng-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.