Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 72
72 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Islenskar
skákþrautir frá
1947-1955
SK4K
JÓLASKÁKÞRAUTIR
Þrautirnar í ár eru allar eftir
íslenska höfunda.
SKÁKDÆMIN eru öll fengin úr
fyrstu árgöngum af tímaritinu
Skák, sem hóf göngu sína árið
1947. Ritstjórar blaðsins lögðu
1. Sigurbjörn Sveinsson
Skák, 3. tbl. 1948.
HVÍTUR mátar í öðrum leik.
2. Þórður Þórðarson
Skák, 3. tbl. 1955.
3. Ragnar Halldórsson
Skák, 7. tbl. 1947
sig fram um að birta þrautir eftir
íslenska höfunda og birtist hér
úrval þeirra frá fyrstu árum
blaðsins. Þrjú fyrstu eru
tvfleiksdæmi en í hinum þremur
á hvítur að máta í þriðja leik.
Þeim er raðað upp eftir því
hversu erfiðar lausnirnar eru.
Lausnarhugmyndir allra
þrautanna eru afar skemmtilegar
þótt sumar séu ekki ýkja vel
faldar.
4. Hákon Hafliðason
Skák, l.tbl. 1950.
HVÍTUR mátar í þriðja leik.
5. Sveinn Halldórsson
Skák, 3.-4. tbl. 1948
HVÍTUR mátar í þriðja leik.
6. Ragnar Ilalldórsson
Skák, 5. tbl. 1947
(áður birt í Politiken)
HVÍTUIt mátar í öðrum leik. HVÍTUR mátar í þriðja leik.
Lausnirnar birtast fljótlega eftir jólin.
GLEÐILEGJÓL Margeir Pétursson
C U C C I
Garðar Ólafsson úrsmiður,
Lækjartorgi, s. 551 0081.
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Jólakveðja
frá Noregi
VE LVAKANDA barst
bréf frá Birnu Brodda-
dóttur og sambýlismanni
hennai', Odd Kjösnes, en
þau misstu allt sitt, þegar
húsið sem þau bjuggu í í
bænum Selba í Noregi,
brann íyrr á þessu ári.
Báðu þau Velvakanda fyr-
ir eftirfarandi kveðju og
þakklæti fyrir veittan
stuðning:
„Við sendum ættingjum
okkar og vinum bestu
óskir um gleðilega jólahá-
tíð með innilegu þakklæti
fyrir ómetanlegan stuðn-
ing á árinu. „Þið eigið að
gleðjast yfu- lífinu á hverj-
um degi; ekki slá því á
frest, að njóta andartaks-
ins er náð, gjöf gulli
betri.“„ Maria Cm-le.
Dýrahald
Jólagjöfin í ár!
SEX gullfallegir kettling-
ar, 1 mánaðar, fást gefins.
Upplýsingar í síma
586 1206.
Tapað/fundið
Gleraugu týndust
LESGLERAUGU í
brúnu hulstri týndust við
bílastæði við Engjasel 86
sl. sunnudag. Þeir sem
hafa orðið þeirra varir
hafi samband í síma
551 8072.
Svartur gervipels týnd-
ist í Skíðaskálanum
SVARTUR gervipels
týndist í Skíðaskálanum
sl. laugardagskvöld. Þeir
sem kannast við að hafa
séð pelsinn hafi samband í
síma 893 7825 eða
568 6261.
BRIDS
IJiii.sjon f>ii0iiiiin<1 iii'
Páll Ariiarson
í KVÖLD fá vonandi allir
gjöf sem gleður, en gjöfin
sem austri bauðst í spili
dagsins var af öðrum toga.
Vestiu- gefur; enginn á
hættu.
Norður
A 974
¥ KD4
♦ 87542
* 96
Vestur
é-
¥ 10983
♦ DG63
*G10875
Austur
* G83
V G7642
* ÁK109
* 2
Suður
* ÁKD10652
¥Á
♦ -
* ÁKD43
Vestur Norður Austui Suður
Pass Pass 1 hjarta 2 hjörtu
4 hjörtu Pass Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
Þannig gengu sagnir árið
1930. í austursætinu var
ungur maður, Lee Hazen að
nafni (1905-1991), sem síðar
átti eftir að verða atkvæða-
mikill í bandarísku bridslífi,
bæði sem landsliðsspilari og
stjórnai-maður í bandaríska
bridssambandinu. Vestur
kom út með hjartatíu.
Alslemma er mjög góð í
NS, en suður var feginn að
hafa ekki stigið skrefið til
fulls þegai- vestur henti
hjarta í spaðaásinn. Sagn-
hafi hugsaði sig nú um í
nokkra stund, en fann svo
góðan leik: Hann spilaði
spaðatíu! Hugmyndin var
auðvitað sú að gefa austri
slag á spaðagosa, svo hægt
væri að komast inn á níu
blinds til að taka hjarta-
hjónin. En þessi gjöf hafði á
sér grískt yfirbragð og
Hazen afþakkaði! Þá próf-
aði sagnhafi næst að taka
ÁK í laufi, og aftur neitaði
Hazen að taka slaginn. Þar
með komst sagnhafi ekki
hjá því að gefa tvo slagi.
Árnað heilla
GULLBRÚÐKAUP. Hinn 26. desember nk. eiga 50 ára hjú-
skaparafmæli Ólöf Sigríður Björnsdóttir og Hlöðver Jó-
hannsson, Kópavogsbraut lb, Kópavogi. Þau eni að heiman.
GULLBRÚÐKAUP. Hinn 25. desember nk. eiga 50 ára hjú-
skaparafmæli Elsa Kristín Jónsdóttir og Hreiðar Valtýs-
son, útgerðarmaður, Bjarmastíg 4, Akureyri.
GULLBRÚÐKAUP. í dag, 24. desember, eiga 50 ára
hjúskaparafmæli Þórdís Kristinsdóttir og Benedikt
Sveinsson. Þau eru stödd eriendis.
Víkverji skrifar...
JÓLIN eru mesta hátíð kristinna
manna, en þá fagna menn því er
frelsarinn fæddist fyrir hartnær
2000 árum. Þótt haldið sé upp á
fæðingu Jesú hinn 25. desember ár
hvert, er þess hvergi getið í Biblí-
unni hvaða mánaðardag hann
fæddist. Biblíunnar vegna gæti
hann þess vegna verið fæddur á
miðju sumri. Lengi vel taldi kirkj-
an ástæðulaust að halda upp á upp-
haf hins jarðneska holdlega lífs og
taldi hina sönnu fæðingarstund, er
menn öðluðust eilíft líf. í guðspjöll-
unum skorti ekkert á tímasetningu
dánardægurs, upprisu og upp-
stigningar Krists.
Um þetta fjallar Ami Björnsson
í bók sinni „Saga daganna“. Þar
segir hann m.a.: „Þetta viðhorf var
ekki jafneiginlegt hinum óbreytta
kristna manni. Afmælishátíðir
voru eldforn siður. Einkum höfðu
menn eftir að tímatalsþekking
jókst nægilega, haldið upp á af-
mælisdaga látinna ættingja. Af-
mælisdagur þjóðhöfðingja var og
er enn víða opinber þjóðhátíðar-
dagur eins og hjá keisaranum í
Róm. Það var því engin furða þóttt
kristnir menn tækju snemma að
velta fyrir sér hver væri fæðingar-
dagur Jesú Krists. Allar götur frá
byrjun 3. aldar eru spurnir af því
að menn hafi reynt að tímasetja
fæðingu Jesú og sjást tilnefndir 6.
janúar, 23. mars, 28. mars, 9. apríl,
20. maí, 17. nóvember og 25. des-
ember.
Sá dagur sem mestri útbreiðslu
náði í fyrstu var 6. janúar. Elsta
heimild um hann er frá
gnostíkerasöfnuði í Egiftalandi
kringum árið 200, þar sem Klem-
ens frá Alexandríu segir að fylgi-
sveinn Basileidesar minnist skírn-
ar Krists með ritningarlestri að-
faranótt 6. janúar eftir rómversku
tímatali. Næst verður með vissu
vart við þessa hátíð á 4. öld, en þá
er 6. janúar haldinn víða við aust-
anvert Miðjarðarhaf, í Gallíu og á
Norður-Ítalíu, sem opinberunar-
hátíð (epiphaniii) Jesú Krists til
minningar um fæðingu hans í Bet-
lehem, skírn í ánni Jordan og
fyrsta kraftaverkið í brúðkaupinu
í Kana þegar hann breytir vatni í
vín. Auk þess bættist tilbeiðsla
vitringanna frá Austurlöndum við
helgi dagsins og jafnvel sagan um
mettun fimm þúsunda."
XXX
OG ÁFRAM heldur Árni og
segir: „Á stjómaránim Árelí-
anusar keisara, 270-75 e.kr., var
sóldýrkun gerð að eins konar ríkis-
trú. Sólardagurinn dró að sjálf-
sögðu til sín ýmsa siði frá fyrr-
nefndum eldri hátíðum sem voru
hvor sínu megin við hann. Fljót-
lega á 4. öld eftir að kristnir menn
hlutu trúfrelsi í Rómarveldi virt-
ist sú skoðun hafa komist á kreik
meðal kristinna söfnuða að sólar-
dagurinn 25. desember væri í
raun fæðingardagur Jesú Krists.
Þetta sést fyrst með vissu í róm-
versku álmanaki frá 354 en út frá
þeirri dagsetningu virðist þegar
gengið í ártíðaskrá frá 336. Ekki
er samt augljóst hvort um kirkju-
lega hátíð er að ræða eða einungis
sögulega minnisgrein. Það er ekki
fyrr en um 440 sem æðstu menn í
ýmsum helstu höfuðstöðvum
kirkjunnar ákveða að 25. desem-
ber skuli opinberlega haldinn há-
tíðlegur sem fæðingardagur
Krists.“
xxx
TIL að réttlæta þessa breytingu
á inntaki hátíðarinnar 25. des-
ember var því meðal annars haldið
fram að Kristur væri hin eina
sanna sól réttlætisins. Og þar sem
dagurinn hafði verið helgaður hinni
ósigrandi sól, hver var þá fremur
ósigrandi en Herrann, sem hafði
sigrað dauðann og sjálfur sagst
vera ljós heimsins?"
Víkverji sendir öllum lesendum
sínum óskir um: Gleðileg jól!