Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 1
294. TBL. 86. ÁRG. Mútumálin í Belgíu Claes dæmdur sekur Brussel. Reuters. ÆÐSTI dómstóll Belgíu dæmdi í gær Willy Claes, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins, sekan um að hafa þegið mútur í lok síðasta áratugar þegar hann var efnahagsmálaráðherra Belgíu. Franski kaupsýslumaðurinn Serge Dassault var einnig sakfelld- ur fyrir að greiða belgískum stjórn- málamönnum mútur til að tryggja sér samning um að setja ný raf- eindatæki í belgískar herþotur. Báðir fengu þeir skilorðsbundinn fangelsisdóm, Claes þriggja ára og Dassault tveggja ára. Þeim var einnig gert að greiða andvirði 125.000 króna í sekt hvor. Guy Coeme, fyrrverandi varnar- málaráðherra Belgíu, og Guy Spita- els, fyrrverandi forseti Vallóníu, voru einnig fundnir sekir um að hafa þegið mútur af Dassault. Mútufé þeirra rann til sósíalista- flokks frönskumælandi Belga en féð sem Claes þáði til flæmska sósí- alistaflokksins. Fyrr um daginn var Claes einnig fundinn sekur um spillingu í tengsl- um við samninga Belga við ítalska þyrlufyrirtækið Agusta. Kúbumenn varaðir við jólasvein- inum Havana. Reuters. ÞÓTT stjórnvöld á Kúbu hafi ákveðið að gefa landsmönnum frí til að halda jólin hátíðleg þýðir það ekki að jólasveinninn sé velkominn til eyjunnar. Málgagn verkalýðshreyfing- arinnar á Kúbu, Trabajadores, hefur varað við jólasveininum sem tákni bandarískrar „neysluhyggju", „menningar- legrar foræðishyggju" og „andlegrar nýlendustefnu". Ríkisreknar verslanir í Hav- ana voru einnig ávítaðar fyrir að nota hefðbundin jólatákn norðlægari landa í skreyting- ar. Blaðið sagði að jólatré og gervisnjór væru ekki viðeig- andi í sósíah'sku hitabeltislandi eins og Kúbu og mæltist til þess að Kúbumenn notuðu ekki ensku jólakveðjuna „Merry Christmas". Greinarhöfundurinn lýsti jólasveininum sem „helsta helgisagnatákni bandarískrar kaupskaparstefnu“ og sagði að verslanir sem notuðu það í skreytingar stuðluðu að út- breiðslu bandarískrar menn- ingar og hugmyndafræði. Hann mæltist til þess að landsmenn héldu upp á ára- mótin að kúbverskum hætti með fjölskylduveislum „tónlist, gríni, svínakjötinu hjartkæra, rommi og bjór“. Tveir breskir ráðherrar segja af sér vegna umdeilds láns Afsögn Mandelsons mikið áfall fyrir Blair London. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, varð fyrir miklu áfalli í gær þegar Peter Mandelson, einn af nánustu samstarfsmönnum hans í stjórn- inni, sagði af sér sem viðskipta- og iðnaðarráð- herra vegna umdeilds láns sem hann fékk frá Geoffrey Robinson, aðstoðarráðherra í fjármála- ráðuneytinu. Robinson sagði einnig af sér vegna málsins. Blair skipaði Stephen Byers, ráðherra í fjármálaráðuneytinu, sem eftirmann Mandelsons. Forsætisráðuneytið sagði að þótt Mandelson hefði ákveðið að segja af sér teldi hann enn að lán- takan hefði ekki verið óviðeigandi. „Forsætisráð- herrann féllst á afsögnina með trega,“ sagði í yfir- lýsingu frá ráðuneytinu. Daginn áður hafði Blair lýst yfir fullum stuðningi við Mandelson, sem er talinn hafa átt stóran þátt í stórsigri Verkamanna- flokksins í kosningunum í maí á síðasta ári. Mandelson sagði á mánudag að lánið frá Robin- son væri ekki brot á siðareglum stjómarinnar en viðurkenndi að hann hefði átt að skýra frá því. Hann hélt því jafnvel leyndu þegar ráðuneyti hans hóf rannsókn á hugsanlegum árekstrum milli póli- tískra og viðskiptalegra hagsmuna Robinsons. Lánið nam 373.000 pundum, andvirði um 45 millj- óna króna, og Mandelson notaði féð til að kaupa hús í Notting Hill, vinsælu hverfi í London. „Hefði átt að fara fyrr“ Mandelson sagði í bréfi til Blairs að áður en Verkamannaflokkurinn komst til valda hefðu for- ystumenn hans lofað að fylgja eins háleitum siða- reglum og mögulegt væri. Ekki væri nóg að þeir stæðu við það, heldur þyrfti þjóðin að vera viss um að þeir gerðu það. Afsögn Mandelsons olli miklu uppnámi í bresk- um stjórnmálum. Peter Lilley, einn af forystu- mönnum Ihaldsflokksins, sagði að afsögnin hefði verið óhjákvæmileg þar sem mál Mandelsons hefði vakið efasemdir um heiðarleika stjórnarinn- ar. „Hann hefði átt að fara fyrr.“ Fréttaskýrendur sögðu að afsagnir ráðherr- anna myndu ekki hafa áhrif á efnahagsstefnu stjómarinnar. Gengi pundsins lækkaði lítið. Stephen Byers er 45 ára og hefur náð skjótum frama frá því hann var kjörinn á þing fyrir sex ár- um. Hann fór með skólamál sem aðstoðarráð- herra í menntamálaráðuneytinu þar til hann var gerður að ráðherra í fjármálaráðuneytinu í upp- stokkun Blairs á stjórninni í júlí. ■ „Myrkrahöfðinginn“/33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.