Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 33
Peter Mandelson, einn af valdamestu mönnum í breskum stjórnmálum, segir af sér ráðherraembætti
„Myrkra-
höfðinginn“
fallinn
Aísögn Peters Mandelsons þykir mikið
áfall fyrir bresku ríkisstjórnina og ekki síst
forsætisráðherrann Tony Blair. Davíð
Logi Sigurðsson segir Mandelson ávallt
hafa verið umdeildan stjórnmálamann.
AFSÖGN Peters Mandel-
sons viðskipta- og iðnaðar-
ráðherra þykir mikið áfall
fyrii- ríkisstjórn breska
Verkamannaflokksins og ekki síður
fyrir forsætisráðherrann Tony Blah-
sjálfan, enda hefur Mandelson verið
meðal helstu ráðgjafa hans á bak við
tjöldin og saman eru þeir taldh- bera
mesta ábyrgð á þeim breytingum
sem gerðar hafa verið á stefnu og yf-
irbragði Verkamannaflokksins.
Mandelson hefur hins vegar alltaf
verið umdeildur í eigin flokki og ljóst
þykir að ekki gráta allir brotthvarf
mannsins sem kallaður hefur verið
„myi'krahöfðinginn" í breski-i stjórn-
málaumræðu.
Afsögnin kom eftir að Mandelson
hafði mistekist að standa af sér þann
storm sem skall á honum á þriðjudag
þegai- bresku dagblöðin greindu frá
því að Mandelson hefði fyrir tveimur
árum fengið 373.000 pund, um 45
milljónir ísl. króna, að láni frá millj-
ónamæringnum Geoffrey Robinson,
sem gegnir aðstoðarráðherrastöðu í
fjármálaráðuneytinu, svo hann gæti
keypt sér hús á dýrasta stað í
London.
Hugsanlegir árekstrar milli við-
skiptahagsmuna Robinsons og af-
skipta hans af stjórnmálum voru ný-
lega teknir til rannsóknar í við-
skiptaráðuneytinu, ráðuneyti Mand-
elsons, og það er ekki síst þessi þátt-
ur sem var harðlega gagnrýndur af
bresku stjórnarandstöðunni og fjöl-
miðlum þai’ í landi. Töldu margir að
um augljósan hagsmunaárekstur
hefði verið að ræða þegai’ málið kom
inn á borð viðskiptaráðuneytisins og
Mandelson hefði því átt að greina frá
fjárhagslegum tengslum sínum við
Robinson.
Mandelson viðurkenndi reyndai’ á
þriðjudag að eftir á að hyggja hefði
sennilega verið betra ef hann hefði
greint Michael Scholar, ráðuneytis-
stjóra sínum, frá láninu. Segjast
nánir samstarfsmenn Mandelsons og
Blairs „furðu lostnir" á því „hræði-
lega“ dómgreindarleysi sem Mandel-
son hafí sýnt, en Mandelson hefur
einmitt hingað til verið þekktur fyrir
að vera afar séður í pólitík.
Blair boðaði breytt og betra sið-
ferði í stjórnmálum
Tony Blair reyndi á þriðjudag að
bera blak af Mandelson en var samt
sem áður sagður reiður yfir þessu
vandræðamáli öllu saman. Það mun
vera skoðun Blairs að Mandelson
hefði getað komist hjá þessari uppá-
komu hefði hann upplýst miklu fyi-r
að hann hefði fengið umrædd
373.000 pund að láni hjá Robinson.
Fullyi’t er að Blair hafí ekki haft vit-
neskju um málið fyiT en á fímmtu-
dag í síðustu viku, þegar Mandelson
varð ljóst að dagblöðin voru í þann
mund að afhjúpa það.
Þetta mál er ekki síst vandræða-
legt fyrir Verkamannaflokkinn í ljósi
þess að flokkurinn komst til valda í
maí 1997 með fögrum fyrirheitum
um betra stjórnmálasiðferði, en
stjórnartíð íhaldsmanna hafði undir
lokin einmitt einkennst mjög af
hneykslismálum tengdum kynlífi og
íhaldsmenn vísuðu í þessi fyrir-
heit í gagnrýni sinni á Mandelson og
Blair og flokksbróðir Mandelsons,
Mark Seddon, sem situr í miðstjórn
Verkamannaflokksins, sagði í gær,
áður en Mandelson tilkynnti afsögn
sína, að Mandelson hefði valdið
flokki sínum mikilli niðurlægingu.
„Eg tel að líklega væri rétt af honum
að segja af sér. Eg held að ef menn
setja háleitar kröfur um hegðun
manna í stjórnmálum [...] þá verði
menn að hlíta þessum kröfum.“
Var það rifjað upp í gær og fyrra-
dag að þremur mánuðum eftir að
hann komst til valda gaf Tony Blair
út endurskoðaða útgáfu af reglum
sem varða hegðun ráðhen’a í emb-
ætti. Sagði Blair þá að hann ætlaðist
ekki aðeins til þess að ráðherrar
störfuðu innan ramma reglnanna
heldur einnig í anda þeirra þannig að
byggja mætti upp að nýju traust al-
mennings á stjórnvöldum sínum eftir
stormasöm ár undir stjórn Ihalds-
fiokksins. Ekki er aiveg víst að Peter
Mandelson hafí beinlínis farið út fyr-
ir þann ramma sem reglurnar setja
ráðherrum en gagnrýnisraddir segja
að hann hafí örugglega ekki hagað
sínum málum í „anda laganna".
Samkvæmt reglunum á enginn
ráðhen’anna að þiggja gjafii’ eða
gi’eiða frá fólki sem gætu virst setja
ráðherrann í óþarflega mikla „þakk-
arskuld" við viðkomandi. Vissulega
verði ráðherrar að meta hvenær
hætta sé á hagsmunaárekstrum en
tekið er fram að séu þeir í vafa ætti
að leita ráða hjá forsætisráðherra.
Sagði William Hague, leiðtogi íhalds-
manna, í bréfi til Blairs í gær að í
öllu falli væri ljóst að Mandelson
braut ákvæði um tilkynningaskyldu
ráðherra þegar hann tilkynnti ekki
Michael Scholar, ráðuneytisstjóra
viðskiptai’áðuneytisins, um lán það
sem hann fékk hjá Geoffrey Robin-
son þegar Scholar greindi Mandel-
son frá því að hefja ætti rannsókn á
Robinson.
Guðmundur Rafn
Geirdal
skólastjóri og félagsfræðingur
Joshwa eða Yeshi eftir því á
hvaða heimildir er litið. Ekki er
sannað að hann hafl
nokkurn tíma verið til.
Hátíð ljóssins, jólin, var
upphaflega heiðin hátíð.
Reuters
Peter Mandelson sagði af sér
embætti í gær eftir að hafa mis-
tekist að standa af sér storni sem
fylgdi uppljóstrunum fjölmiðla
um lán hans til húsakaupa.
Skipti í þessu tilliti engu máli að
Mandelson sá til þess að mál Robin-
sons myndi aldrei koma inn á sitt
borð. Sú staðreynd ein og sér að
málið var til rannsóknar í ráðuneyti
Mandelsons, sem fengið hafði fé að
láni hjá Robinson, veki spurningar
um hagsmunaárekstui’. „Eiga reglur
um hegðun ráðherra ekki að gilda
um einkavini forsætisráðherrans
heldur aðeins um alla aðra?“ spyr
Hague í bréfi sínu til Blairs.
Spurðu menn í gær og fyrradag
t.d. hvernig í ósköpunum Mandelson
sem viðskiptaráðherra hefði átt að
geta tekið hlutlaust á málum Robin-
sons þegar hann skuldaði honum
hundruð þúsunda punda. Var einnig
bent á að í sumar, þegar stokkað var
upp í ríkisstjórninni, þótti líklegt að
Robinson yrði rekinn. Spyrja menn í
þessu sambandi hvaða ráð Mandel-
son hafí gefið Blair þessu lútandi.
Berst á í samkvæmislífinu
Það er engin furða þótt þetta mál
allt saman veki andúð, ekki aðeins
íhaldsmanna sem vitaskuld reyndu
að nýta sér vandræðaganginn sem
mest þeh’ máttu, heldur einnig með-
ai þingmanna Verkamannaflokksins
sem fæstir hafa efni á að taka sér
lán upp á fjörutíu milljónir króna,
hvað þá að fjárfesta í húsi í einu
dýrasta hverfi í London.
Notting Hill-hverfið þar í borg
hefur notið gífurlegra vinsælda
meðal fræga og ríka fólksins og hef-
ur íbúðaverð rokið upp á síðustu
misserum. Mandelson gi’eiddi
465.000 pund, um 55 milljónir ísl.
kr., fyrir húsið í október 1996 en
gæti að öllum líkindum fengið
700.000 pund, tæplega 85 milljónir
ísl. kr., fyrir það núna.
Vakti nokkra athygli á sínum tíma
að maður á þingmannslaunum
skyldi hafa efni á slíku húsi og The
Evening Standard sakaði Mandel-
son í fyrradag um yfirhylmingar, en
dagblaðið segist hafa spurt hann um
vorið 1997 hversu mikið hann hafi
greitt fyrir húsið. Hafi Mandelson
þá sagt að hann hafi keypt húsið fyr-
ir þá peninga sem hann fékk fyrir
sölu á íbúð sinni og fyrir arf sem
hann fékk frá venslafólki móður
sinnar. Minntist hann ekkert þá á að
hafa fengið lán frá Geoffrey Robin-
son.
Mandelson hefur þótt berast á í
samkvæmislífi Lundúnaborgar og
húsið í Notting Hill er talið vísbend-
ing um hégómagh’nd hans. Hann
mun hafa fengið Seth Stein, einn af
frægustu innanhússarkitektum á
Bretlandi um þessar mundir, til að
hanna innbúið og segja kunnugir að
þar sé allt samkvæmt svokölluðum
„mínímalisma“-stíl, húsgögn í lág-
marki og auða hvíta veggi skreyti
einungis stöku málverk, öll í nútíma-
stíl. Einkavinur Mandelsons, Robert
Harris, sem ritaði bókina Föður-
land, segir hins vegar að húsið beri
vott um óaðfinnanlegan smekk
Mandelsons.
Mandelson mun einungis hafa
greitt um 40 þúsund pund, eða rúm-
lega fjórar milljónir ísl. króna, af
láninu og á því enn eftir að greiða
meira en 330.000 pund, næstum
fjörutíu milljónir ísl. króna, en The
Times sagðist í gær hafa heimildir
fyrir því að Mandelson myndi greiða
lánið að fullu innan fáira vikna, með
aðstoð móður sinnar og bróður.
Angi af hatursfullri samkeppni
Mandelsons og Browns?
Mandelson hefur alla tíð verið
umdeildur, ekki síst innan Verka-
mannaflokksins, og kom það berlega
í ljós á síðasta ári þegar honum
mistókst að hljóta kosningu i mið-
stjórn flokksins þótt hann væri með-
al allra valdamestu manna ríkis-
stjórnarinnar og persónulegur vinur
Blairs. Mandelson tók við embætti
viðskipta- og iðnaðarráðherra í sum-
ar en hafði áður verið ráðherra án
ráðuneytis í ríkisstjórninni sem varð
ekki síst til þess að viðurnefnið
„myrkrahöfðinginn" festist við
Mandelson, sem þar til í sumar var
ekki beinlínis í framlínu flokksins
þótt hann væri valdamikill bak við
tjöldin.
Atburðir síðustu daga hafa síðan
enn á ný dregið fram í dagsljósið
togstreitu milli leiðtoga tveggja
fylkinga innan bresku ríkisstjórnar-
innar, enda er alkunna að Mandel-
son og Gordon Brown fjármálaráð-
herra eru allt annað en perluvinir,
og báðir börðust hart í sumar sem
leið við að halda áhrifum sínum þeg-
ar stokkað var upp í ríkisstjórninni.
Þótti Brown þai’ bera lakari hlut en
Mandelson.
Ails kyns samsæriskenningar
voru á lofti í gær, áður en Mandel-
son tilkynnti afsögn sína. Engum
blandast hugur um að Brown, og
helstu vinum hans, svíður ekki að
sjá á bak Mandelson, enda hafa
samskipti ráðherranna tveggja þótt
erfið. Mandelson var á sínum tíma
góður vinur Browns og bandamaður
í Verkamannaflokknum en eftir frá-
fall Johns Smiths, þáverandi leið-
toga Verkamannaflokksins, árið
1994 ákvað Mandelson að styðja
Tony Blair, í stað Browns, í leiðtoga-
embættið. Hefur Brown alla tíð síð-
an átt erfitt með að fyrirgefa Mand-
elson þessi svik.
Vinir Mandelsons voru á þriðju-
dag fljótir að saka Charlie Whelan,
blaðafulltrúa Browns, um að standa
á bak við þessa árás á Mandelson.
The Guardian, sem fyrst flutti
fregnir af Robinson-málinu á þriðju-
dag, sá meira að segja ástæðu til að
taka sérstaklega fram að Whelan
væri ekki heimild blaðsins fyrir
fréttinni.
Enn ótrúlegri var sú samsæris-
kenning, sem stuðningsmenn
Browns höfðu á lofti, að Mandelson
væri ljóst að sagan væri u.þ.b. að
verða opinber í ævisögu um Mandel-
son, sem blaðamaðurinn Paul
Routledge er að skrifa, og því hefðu
þeir ákveðið að leka henni sjálfir í
blöðin núna, þegai’ breska þingið er í
jólafríi, svo þingmönnum íhalds-
manna gæfist ekki kostur á að blása
það enn meira upp en von var á.
Að síðustu héldu einhverjir því
fram að ónefndur blaðamaður, mikill
hatursmaður áðurnefnds Pauls
Routledge, hefði komist yfir uppkast
að bókinni og ákveðið að leka efninu
í fjölmiðla til að skaða útgáfu bókar-
innar.
Tímaritið The Economist fjallaði í
jólahefti sínu um tilraunir Mandel-
sons til að skapa sér betri ímynd
meðal flokksbræðra sinna og ann-
arra síðan hann tók við völdum í við-
skipta- og iðnaðarráðuneytinu og
var blaðið fremur jákvætt í umfjöll-
un sinni um frammistöðu Mandel-
sons frá því hann tók við ráðherra-
embætti. Hafði enginn átt von á
öðru en að Mandelson yrði meðal
helstu frammámanna í breskum
stjórnmálum næsta áratuginn í það
minnsta.
Þessi sannfæring blaða- og frétta-
manna þótti meðal annars skýi-a
hversu varlega þeir fóru í að fjalla
um persónu Mandelsons í haust
þegar farið var að fjalla um samkyn-
hneigð hans í kjölfar yfirlýsinga
blaðamannsins Matthews Parris.
Þykir næsta lítið hafa verið fjallað
um samkynhneigð Mandelsons mið-
að við það sem gengur og gerist í
breskum fjölmiðlum.
Getur þú axlað ábyrgð
á einu barni í neyð?
Einhvers staðar
bíður barn þess að
þú takir þátt í
framtíð þess.
Fyrir 1.400
krónur á mánuði
getur þú tekið
þátt í að fæða,
klæða og
mennta þetta
barn.
o^aahnaþo*
A fSLANDI
Hamraborg 1, 200 Kópavogur. Sími: 564 2910. Fax: 564 2907.
Netfang: sos@centrum.is. Heimasíða: www.centrum/sos/
= E S
■-*— -== co
□
5
□
ru 'O
1 »
2 □
□ Já, takk, ég vil styrkja bam:
□ Dreng □ Stúlku
□ í S-Ameríku □ í Asíu
□ í Afríku □ i A-Evrópu
□ þar sem þörfin er mest