Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Töluvert gos enn í Grímsvötnum Gígurinn um 500 metra langur Bjartur og Sunneva SUNNEVA litla Fjölnisdóttir kom ekki tómhent heim úr sumarfrí- inu með fjölskyldu sinni á Jökul- dal í sumar, en þau komu þá við á Sænautaseli, þar sem henni áskotnaðist þessi fallegi köttur, sem nefndur er Bjartur. Greini- lega fer vel á með þeim, bæði lík- lega farin að hlakka til jólanna. Kötturinn dregur nafn sitt af einni þekktustu persónu íslenskr- ar bókmenntasögu, Bjarti í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Rithöfundur- inn mun einmitt hafa komið við og gist að minnsta kosti eina nótt í Sænautaseli á ferð sinni um Austurland, meðan hann vann að umræddri bók. Morgunblaðið/Sveinbjöm Kr. Afurðastöðvar KEA og SAH verða sameinaðar ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina rekstur afurðastöðva Kaupfélags Eyfírðinga (KEA) á Akureyri og Sölufélags Austur-Húnvetninga (SAH) á Blönduósi. Sameinað fyrir- tæki verður með um þriggja millj- arða króna veltu og eitt af stærstu afurðasölufyrirtækjum landsins. Bæði félögin reka mjólkursam- lag, sláturhús fyrir sauðfé og naut- gripi, kjötvinnslu og frystihús. Mjólkurstöð KEA á Akureyri er ein af stærstu mjólkurstöðvum landsins og sláturhús SAH var nýlega end- umýjað og hefur leyfí til fram- leiðslu á Evrópumarkað. Stofnuð hlutafélög Stjórnin og fulltrúafundir í báð- um félögunum hafa heimilað undir- búning sameiningar. Eignir félag- anna og skiptihlutfall hefur þó ekki verið ákveðið. Að sögn Þórarins E. Sveinssonar, aðstoðarkaupfélags- stjóra KEA, hefur verið skipuð rekstrarstjórn með fulltrúum beggja félaganna. Reiknar hann með að í upphafi, væntanlega fljót- lega á nýju ári, verði stofnað rekstr- arféiag sem taki reksturinn á leigu til bráðabirgða. Síðan verði stofnuð tvö eða fleiri hlutafélög sem taki yf- ir reksturinn ásamt eignum og skuldum. Hugmyndin er að mjólk- urvinnslan verði í einu hlutafélagi og slátrun og kjötvinnsla í öðru. Samvinnufélögin verða einu eigend- ur hlutafélaganna í upphafi en Þór- arinn vonast til að unnt verði að stofna þau fyrir aðalfundi félaganna í vetur. Þá verða athugaðir mögu- leikar á beinni aðkomu bænda að fyrirtækjunum. Samlegðaráhrif sameiningar fé- laganna virðast augljós. Þórarinn tekur undir það en segir að hagræð- ið yrði miklu meira ef fleiri fyrir- tæki yrðu með. Segir hann að lögð sé áhersla á að halda öllum dyrum opnum fyrir önnur afurðasölufyrir- tæki á Norðurlandi að koma inn í nýja fyrirtækið og vonast hann til þess að það gerist og þá sem allra fyrst. Kom til tals að Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík og mjólkur- samlag Kaupfélags Vestur-Hún- vetninga á Hvammstanga tækju þátt í sameiningunni en svo verður ekki í byrjun. Spurður að því hvort einhverjum af núverandi rekstrareiningum verði lokað segir Þórarinn að eitt af markmiðum sameiningar sé að við- halda svipuðu atvinnustigi á báðum stöðum. Hins vegar gætu verkefni flust til. Þá verði lögð áhersla á að afla nýiTa verkefna til að nýta að- stöðuna sem félagið hafi yfir að ráða. Breiðvarp Landssímans kvartar yfír samkeppnisbrotum Islenska útvarpsféiagsins/Sýnar TÖLUVERT gos er ennþá í Gríms- vötnum að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings, sem flaug yfíi' gosstöðvarnar síð- degis í gær ásamt fleirum í flugvél Flugmálastjórnar. Segir Magnús að hægt virðist þó draga úr gos- virkni frá því sem var í fyrstu. Þegar flogið var yfir eldstöðina í gær sást að myndast hefur gígur sem er talinn vera um 500 metra langur og nokkrir tugir metra á hæð. Magnús Tumi sagði gosið ganga nokkuð í bylgjum, kröftugir kaflar kæmu öðru hverju en síðan hægðist um á milli. Öskumyndun tengist aðallega sprengingum í gosinu sem verða öðru hverju. Vindur var norðanstæðm’ á Vatnajökli í gær og leggur ösku til suðvesturs. Guðmundur Hafsteins- son, veðurfræðingur á Veðurstofu íslands, sagði ekki hafa orðið vart öskufalls í byggð. Guðmundur sagði búist við hvassri austanátt um eða upp úr hádegi í dag um allt sunnan- og austanvert landið og henni fylgdi líklega rigning þegar liði á daginn. Því gæti einhver aska hugsanlega borist yfir vestanvert landið. ■ Mikil bráðnun/42 Jóladag- skrárblaði dreift í gær MEÐ blaðinu í gær fylgdi jóla- dagskrárblað Morgunblaðsins og gildir það fyrir 24. desem- ber til 1. janúar. Blaðið kemur næst út 6. janúar. Telja Fjölvarpið niður- greitt af annarri starfsemi ismöguleikai’ Breiðvarpsins veru- lega skertir og jafnframt valkostii’ neytenda til framtíðar. Markaðsráðandi staða Fram kemur að Breiðvarp Landssímans lítur svo á að Is- lenska útvarpsfélagið og Sýn hafi ótvírætt markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir áskriftarsjónvarp. „Engin önnur áskriftarstöð hér á landi hefur markaðsstöðu sem get- ur talist í marktækri samkeppni við áskriftarsjónvarp íslenska út- varpsfélagsins hf. og Sýnar hf., a.m.k. enn sem komið er,“ segir í kvörtun Landssímans. Fram kemur að meint sam- keppnisbrot íslenska útvarpsfé- lagsins hafi takmarkað mjög mögu- leika Breiðvarpsins. Því sé brýnt að þegar í stað verði gripið til að- gerða gegn verðlagningu íslenska útvarpsfélagsins/Sýnar og að sam- tvinnun og ólögmæt niðurgreiðsla verði alfarið bönnuð. Landssíminn vill aðskilja rekstur Fjölvarpsins frá Stöð 2 og Sýn BREIÐVARP Landssímans hefur óskað eftir athugun Samkeppnisstofn- unar á stöðu Islenska útvarpsfélagsins hf. og Sýnar hf. á markaði fyrir áskriftarsjónvarp. Farið er fram á könnun á því hvort heimilt sé að tengja verðlagningu áskriftar á mismunandi stöðvum, hvort ekki sé eðlilegt að aðskilja rekstur Fjölvarpsins frá öðrum rekstri og að samkeppnisráð banni að áskriftargjöld að Fjölvarpi séu niðurgreidd af rekstri annarrar sjónvarpsstarfsemi Islenska útvarpsfélagsins. í kvörtun lögmanns Landssímans er á það bent að Breiðvarpið hafi um nokkurt skeið boðið upp á áskrift að erlendum sjónvarpsstöðv- um, í samkeppni við áskriftarsjón- varp íslenska útvarpsfélagsins hf., einkum Fjölvarpið. Eftir að Breið- varpið hóf starfsemi sína hafi verð- lagningu á Fjölvarpinu verið háttað þannig að í mörgum tilvikum hafi verið um niðurgreiðslu að ræða. I því sambandi er á það bent að veitt- ur sé afsláttur af áskrift að Fjölvarpinu ef viðkomandi er einnig áskrifandi að Stöð 2 eða Sýn. Með samtvinnun á áskrift á ákveðnum stöðvum felist að áskrifandi að Fjölvarpi greiði í ákveðnum tilvik- um ekki grunnkostnaðarverð iyiir þá áskrift, ef tekið er tillit til kostn- aðar við öflun efnis, dreifingar- kostnaðar, kostnaðar við innheimtu o.s.frv. Niðurgreiðsla af hálfu ís- lenska útvarpsfélagsins/Sýnar hafi að þessu leyti skaðleg áhrif á sam- keppni, því þar með séu samkeppn- VlÐSlOFn MVINNULÍF VERSLUN Jólagjafa- kaup Aukin kortavið- skipti/B1 HLUTABRÉF íslenskir að- alverktakar Ríkið og Reginn selja hlut/B4 Vd v 'rímu bvað rr rrfut nS Mrtta eðnykjt/ Blaðinu í dag fylgir auglýsinga- bæklingur frá Pharmaco „Við vitum hvað er erfitt að hætta að reykja“. Vill stórbæta Íslandsmetið/C3 Fjölþjóðalið í fremstu röð/C2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.