Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Töluvert gos enn í Grímsvötnum
Gígurinn um 500
metra langur
Bjartur og
Sunneva
SUNNEVA litla Fjölnisdóttir kom
ekki tómhent heim úr sumarfrí-
inu með fjölskyldu sinni á Jökul-
dal í sumar, en þau komu þá við á
Sænautaseli, þar sem henni
áskotnaðist þessi fallegi köttur,
sem nefndur er Bjartur. Greini-
lega fer vel á með þeim, bæði lík-
lega farin að hlakka til jólanna.
Kötturinn dregur nafn sitt af
einni þekktustu persónu íslenskr-
ar bókmenntasögu, Bjarti í
Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki
Halldórs Laxness. Rithöfundur-
inn mun einmitt hafa komið við
og gist að minnsta kosti eina nótt
í Sænautaseli á ferð sinni um
Austurland, meðan hann vann að
umræddri bók.
Morgunblaðið/Sveinbjöm Kr.
Afurðastöðvar KEA og
SAH verða sameinaðar
ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina
rekstur afurðastöðva Kaupfélags
Eyfírðinga (KEA) á Akureyri og
Sölufélags Austur-Húnvetninga
(SAH) á Blönduósi. Sameinað fyrir-
tæki verður með um þriggja millj-
arða króna veltu og eitt af stærstu
afurðasölufyrirtækjum landsins.
Bæði félögin reka mjólkursam-
lag, sláturhús fyrir sauðfé og naut-
gripi, kjötvinnslu og frystihús.
Mjólkurstöð KEA á Akureyri er ein
af stærstu mjólkurstöðvum landsins
og sláturhús SAH var nýlega end-
umýjað og hefur leyfí til fram-
leiðslu á Evrópumarkað.
Stofnuð hlutafélög
Stjórnin og fulltrúafundir í báð-
um félögunum hafa heimilað undir-
búning sameiningar. Eignir félag-
anna og skiptihlutfall hefur þó ekki
verið ákveðið. Að sögn Þórarins E.
Sveinssonar, aðstoðarkaupfélags-
stjóra KEA, hefur verið skipuð
rekstrarstjórn með fulltrúum
beggja félaganna. Reiknar hann
með að í upphafi, væntanlega fljót-
lega á nýju ári, verði stofnað rekstr-
arféiag sem taki reksturinn á leigu
til bráðabirgða. Síðan verði stofnuð
tvö eða fleiri hlutafélög sem taki yf-
ir reksturinn ásamt eignum og
skuldum. Hugmyndin er að mjólk-
urvinnslan verði í einu hlutafélagi
og slátrun og kjötvinnsla í öðru.
Samvinnufélögin verða einu eigend-
ur hlutafélaganna í upphafi en Þór-
arinn vonast til að unnt verði að
stofna þau fyrir aðalfundi félaganna
í vetur. Þá verða athugaðir mögu-
leikar á beinni aðkomu bænda að
fyrirtækjunum.
Samlegðaráhrif sameiningar fé-
laganna virðast augljós. Þórarinn
tekur undir það en segir að hagræð-
ið yrði miklu meira ef fleiri fyrir-
tæki yrðu með. Segir hann að lögð
sé áhersla á að halda öllum dyrum
opnum fyrir önnur afurðasölufyrir-
tæki á Norðurlandi að koma inn í
nýja fyrirtækið og vonast hann til
þess að það gerist og þá sem allra
fyrst. Kom til tals að Kaupfélag
Þingeyinga á Húsavík og mjólkur-
samlag Kaupfélags Vestur-Hún-
vetninga á Hvammstanga tækju
þátt í sameiningunni en svo verður
ekki í byrjun.
Spurður að því hvort einhverjum
af núverandi rekstrareiningum
verði lokað segir Þórarinn að eitt af
markmiðum sameiningar sé að við-
halda svipuðu atvinnustigi á báðum
stöðum. Hins vegar gætu verkefni
flust til. Þá verði lögð áhersla á að
afla nýiTa verkefna til að nýta að-
stöðuna sem félagið hafi yfir að
ráða.
Breiðvarp Landssímans kvartar yfír samkeppnisbrotum Islenska útvarpsféiagsins/Sýnar
TÖLUVERT gos er ennþá í Gríms-
vötnum að sögn Magnúsar Tuma
Guðmundssonar jarðeðlisfræðings,
sem flaug yfíi' gosstöðvarnar síð-
degis í gær ásamt fleirum í flugvél
Flugmálastjórnar. Segir Magnús
að hægt virðist þó draga úr gos-
virkni frá því sem var í fyrstu.
Þegar flogið var yfir eldstöðina í
gær sást að myndast hefur gígur
sem er talinn vera um 500 metra
langur og nokkrir tugir metra á
hæð.
Magnús Tumi sagði gosið ganga
nokkuð í bylgjum, kröftugir kaflar
kæmu öðru hverju en síðan
hægðist um á milli. Öskumyndun
tengist aðallega sprengingum í
gosinu sem verða öðru hverju.
Vindur var norðanstæðm’ á
Vatnajökli í gær og leggur ösku til
suðvesturs. Guðmundur Hafsteins-
son, veðurfræðingur á Veðurstofu
íslands, sagði ekki hafa orðið vart
öskufalls í byggð. Guðmundur
sagði búist við hvassri austanátt
um eða upp úr hádegi í dag um allt
sunnan- og austanvert landið og
henni fylgdi líklega rigning þegar
liði á daginn. Því gæti einhver aska
hugsanlega borist yfir vestanvert
landið.
■ Mikil bráðnun/42
Jóladag-
skrárblaði
dreift í gær
MEÐ blaðinu í gær fylgdi jóla-
dagskrárblað Morgunblaðsins
og gildir það fyrir 24. desem-
ber til 1. janúar. Blaðið kemur
næst út 6. janúar.
Telja Fjölvarpið niður-
greitt af annarri starfsemi
ismöguleikai’ Breiðvarpsins veru-
lega skertir og jafnframt valkostii’
neytenda til framtíðar.
Markaðsráðandi staða
Fram kemur að Breiðvarp
Landssímans lítur svo á að Is-
lenska útvarpsfélagið og Sýn hafi
ótvírætt markaðsráðandi stöðu á
markaði fyrir áskriftarsjónvarp.
„Engin önnur áskriftarstöð hér á
landi hefur markaðsstöðu sem get-
ur talist í marktækri samkeppni
við áskriftarsjónvarp íslenska út-
varpsfélagsins hf. og Sýnar hf.,
a.m.k. enn sem komið er,“ segir í
kvörtun Landssímans.
Fram kemur að meint sam-
keppnisbrot íslenska útvarpsfé-
lagsins hafi takmarkað mjög mögu-
leika Breiðvarpsins. Því sé brýnt
að þegar í stað verði gripið til að-
gerða gegn verðlagningu íslenska
útvarpsfélagsins/Sýnar og að sam-
tvinnun og ólögmæt niðurgreiðsla
verði alfarið bönnuð.
Landssíminn vill aðskilja rekstur
Fjölvarpsins frá Stöð 2 og Sýn
BREIÐVARP Landssímans hefur óskað eftir athugun Samkeppnisstofn-
unar á stöðu Islenska útvarpsfélagsins hf. og Sýnar hf. á markaði fyrir
áskriftarsjónvarp. Farið er fram á könnun á því hvort heimilt sé að tengja
verðlagningu áskriftar á mismunandi stöðvum, hvort ekki sé eðlilegt að
aðskilja rekstur Fjölvarpsins frá öðrum rekstri og að samkeppnisráð
banni að áskriftargjöld að Fjölvarpi séu niðurgreidd af rekstri annarrar
sjónvarpsstarfsemi Islenska útvarpsfélagsins.
í kvörtun lögmanns Landssímans
er á það bent að Breiðvarpið hafi
um nokkurt skeið boðið upp á
áskrift að erlendum sjónvarpsstöðv-
um, í samkeppni við áskriftarsjón-
varp íslenska útvarpsfélagsins hf.,
einkum Fjölvarpið. Eftir að Breið-
varpið hóf starfsemi sína hafi verð-
lagningu á Fjölvarpinu verið háttað
þannig að í mörgum tilvikum hafi
verið um niðurgreiðslu að ræða. I
því sambandi er á það bent að veitt-
ur sé afsláttur af áskrift að
Fjölvarpinu ef viðkomandi er einnig
áskrifandi að Stöð 2 eða Sýn. Með
samtvinnun á áskrift á ákveðnum
stöðvum felist að áskrifandi að
Fjölvarpi greiði í ákveðnum tilvik-
um ekki grunnkostnaðarverð iyiir
þá áskrift, ef tekið er tillit til kostn-
aðar við öflun efnis, dreifingar-
kostnaðar, kostnaðar við innheimtu
o.s.frv. Niðurgreiðsla af hálfu ís-
lenska útvarpsfélagsins/Sýnar hafi
að þessu leyti skaðleg áhrif á sam-
keppni, því þar með séu samkeppn-
VlÐSlOFn MVINNULÍF
VERSLUN
Jólagjafa-
kaup
Aukin kortavið-
skipti/B1
HLUTABRÉF
íslenskir að-
alverktakar
Ríkið og Reginn
selja hlut/B4
Vd v 'rímu bvað rr rrfut nS Mrtta
eðnykjt/
Blaðinu í dag
fylgir auglýsinga-
bæklingur frá
Pharmaco „Við
vitum hvað er
erfitt að hætta
að reykja“.
Vill stórbæta
Íslandsmetið/C3
Fjölþjóðalið í fremstu
röð/C2
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is