Morgunblaðið - 24.12.1998, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sómi Islands allur
BÆKUR
Sagnfræði
ÁRNI MAGNÚSSON ÆVISAGA
eftir Má Jónsson, Mál og menning,
1998 - 424 síður.
PAÐ er mikil list að skrifa ævi-
sögu manns þegar persónulegar
heimildir eru af skornum skammti
án þess að frásögnin verði þurr.
Þeim mun erfiðara er að draga fram
persónuleika manns án þess að falla
fyrir þeiiri freistingu að rjúfa mörk
sagnfræðinnar og geta í eyðurnar.
Már Jónsson sagnfræðingur hefur
tekist þetta erfíða verk á hendur í
bók sinni um Ama Magnússon og
tekst að mörgu leyti vel. Hann hef-
ur unnið gríðarlega heimildavinnu,
sem oft og tíðum má líkja við flókið
púsluspil, og að leiðarlokum er les-
andinn margs vísari um manninn,
sem nefndur hefur verið sómi ís-
lands. Framan af bókinni - og ævi
Árna - hefur höfundurinn ekki úr
svo miklu að moða og verður mynd-
in af viðfangsefninu fremur flöt, en
eftir því sem á líður verða heimild-
irnar yfírgripsmeiri og myndin af
Ama um leið heilsteyptari.
Þegar farið er eftir Suðurgötunni
má sjá bláan fána með innsigli Árna
Magnússonar biakta fyrir utan
stofnunina, sem við hann er kennd.
Már segir í lokakaflanum að Árni
hafí fljótlega eftir andlát sitt verið
„settur á stall sem fomfræðileg
hetja, umvafínn táknum lærdóms
og þekkingar". Síðan bætir Már við:
„Þessi bók sýnir vonandi að engin
ástæða er til að taka Árna Magnús-
son ofan af þeim stalli.“ Það er ekki
alveg sýnt að Má hafi þar orðið að
ósk sinni. Bækurnar em sú hlið
Árna, sem sennilega réttlæta helst
stöðu hans. Már vísar til þess að
HJALTI Þorsteinsson málaði
eftir minni þegar hann dró
þessa mynd af Árna Magnús-
syni árið 1745, 15 árum eftir
andlát hans.
tveir danskir fræðimenn, Carl S.
Petersen og Svend Dahl, hafi farið
um hann fögmm orðum, annar kall-
að hann snjallasta bókasafnara, sem
uppi hafi verið á Norðurlöndum, og
hinn safnara af guðs náð.
Á öðram sviðum tekst meistaran-
um ekki jafnvel upp. Már fínnur fá-
ar heimildir um glæstan fræði-
mannsferil. Árni var við Kaup-
mannahafnarháskóla og bjó við góð
kjör, en hann skrifaði lítið og hafði
samkvæmt heimildum orðið ímug-
ust á bókum, eins undarlegt og það
kann að virðast - lýsti yfir því að
veröldin væri full af hégómabókum,
þótt ekki bætti hann við og flestar
bækur væru ónauðsynlegar, en
skástar þær, sem bættu við ein-
hverri þekkingu.
Aldrei var lokið við jarðabókina,
sem hann og Páll Vídalín söfnuðu í
gögnum svo ámm skipti. Hins veg-
ar kom starf þeirra af stað miklum
deilum og snerist konungur gegn
Árna. Eins og Már bendir á var
manntalið ekki gefíð út fyrr en
mörgum áratugum síðar og kvikfén-
aðartalið hefur ekki komið út enn.
Már heldur sig við sagnfræðina
og varast að geta í eyðurnar. Stund-
um gengur hann reyndar ívið langt í
þeirri tilhneigingu að nýta heimild-
irnar - lætur þær um of ráða ferð-
inni í stað atburða. Hann rekur til
dæmis útgjöld Árna fyrir hinum
ýmsu nauðsynjum og neysluvömm í
löngu máli, telur upp kaupmenn og
tilgreinir hvaða daga hann hafí
keypt moselvín og rúsínur. Þessar
staðreyndir gefa ákveðna mynd af
þeim munaði, sem Árni naut miðað
við aðra Islendinga, og sýna í raun
að hann yfirgaf heim uppvaxtar síns
og gekk inn í aðra veröld.
Það er hins vegar ástæða til að
velta því fyrir sér hvers vegna þess-
ir hlutir fái svona mikið pláss í bók-
inni að jafnist nánast á við lýsing-
una á eldinum í Kaupmannahöfn
þar sem hluti af bókasafni Ama
brann.
Már er lipur penni og bókin læsi-
leg. Fjöldi mynda prýðir bókina og
er þar meðal annars að finna sýnis-
horn af handritum og rithönd Árna.
Hann slær á nokkrar goðsagnir,
sýnir til dæmis fram á að Árni hafí
haft þokkalegar tekjur og hafí því
ekki þurft að giftast Mette Fischer
til fjár.
Már fer rækilega ofan í ævi Árna
Magnússonar og tekst í bók sinni
það ætlunarverk að setja skilin milli
skáldskaparhetjunnar í íslands-
klukku Laxness og hins raunvem-
lega handritasafnara.
Karl Blöndal
Framúrskar-
andi túlkun
TONLIST
III j <í iii tl i s k a r
SONATA
Eva Mjöll Ingólfsdóttir, fiðla. Svetl-
ana Gorokhovich, píanó. Cesar
Franck: Sonata í A-dúr. J.S. Bach:
Partita nr. 2 í D-moll. D. Shosta-
kovich: Fjórar prelúdíur op. 34.
Hljdðritun: Tæknideild Rikisútvarps-
ins. Upptökur fóru fram í Víðistaða-
kirkju í mars og apríl 1998, Fella- og
Hólakirkju í mars og ágúst 1998.
Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarna-
son. Tæknimaður: Sverrir Gíslason.
JAPIS JAP 9862-2.
HÉR fara saman
verk í hæsta gæðaflokki
og framúrskarandi túlk-
un Evu Mjallar Ingólfs-
dóttur fíðluleikara og
rússneska píanóleikar-
ans Svetlönu Gorok-
hovich. Hæst rís tónlist-
in í einleik Evu Mjallar
í Partitu nr. 2 eftir Bach
- með hinni frægu og
feiknakröfuhörðu Ci-
acconnu sem lokaþátt.
Leikur Evu Mjallar er í
alla staði aðdáanlegur -
ekki síst í „sjakonn-
unni“, agaður og tónn-
inn „örlátur" og fínn.
Eva Mjöll er í samfloti
með þremur öðram snillingum ís-
lenskum á þetta fallega og full-
komna hljóðfæri, m.ö.o. „á þakinu".
Píanóleikur Svetlönu Gorokhovich
er ákaflega vandaður og geðríkur -
og hæfílega rómantískur (að rúss-
neskum hætti), einsog glöggt kem-
ur fram (og er einkar viðeigandi) í
sónötu Sesars Franck, sem er með
þekktari verkum á efnisskrám fíðlu-
leikara og er oft jafnað við sónötur
Beethovens og Brahms hvað snertir
form og innihaldsríka fegurð, eins
og segir í bæklingi.
Yndislegar era stuttu prelúdíurn-
ar fjórar hans Shostakovich, sem
diskurinn endar á, þar sem tón-
skáldið leitast við að tefla saman „á
vandaðan og agaðan hátt andstæð-
um öflum hefða og framsækinna
hugmynda". Þarna er ekkert of eða
van, samt rúma þessar stuttu tón-
smíðar bæði sjarma og kímni.
Eva Mjöll hefir langt og merki-
legt tónlistarnám að baki hjá fær-
ustu kennuram, m.a. í Brassel, Genf
og í Amsterdam, þar
sem hún sótti á sumrin
meistaraklassa hjá Ti-
bor Varga o.fl. („Þar
af leiðir að fiðluleikur
hennar ber keim af
hinum austur-evr-
ópska skóla með slíp-
uðum, fíngerðum en
jafnframt tilfinninga-
þrangnum tóni.“) Hún
var um tíma búsett í
Japan, þar sem hún
efndi til tónleika við
góðan orðstír. Síðan
settist hún að í New
York, eftir nám í tón-
smíðum, hljómsveitar-
ritun og -stjórn við
Harvard háskólann í Boston.
Þessi hljómdiskur stendur undir
öllu því sem hér hefur verið þulið
upp.
Hinir frábæru tæknimenn Ríkis-
útvarpsins hafa séð um fyrsta
flokks hljóðritun, þar sem hljómur-
inn fær að hljóma!
Oddur Björnsson
Eva Mjöll
Ingólfsdóttir
Sterk saga um
táninginn Sossu
Nýjar bækur
• SAGAN af Aðalheiði og borðinu
blfða er eftir Elísabetu Kristínu
Jökulsdóttur.
I kynningu segir
m.a.: „Eitt
hjartaslag? Aðal-
heiður fer laumu-
lega um og enginn
veit hver hún er,
fólk heldur að hún
búi í skúrum á bak-
lóðum í bænum en
enginn veit það
fyrir víst. En eitt er víst að Aðal-
heiður bankar upp á. Og hún á alltaf
ákveðið erindi. Það er laumuspil. Og
engjnn veit heldur hvert hún fer.“
Útgefandi bókarinnar er Viti
menn. Bókin er 24 bls. að stærð,
saumuð kilja, skreytt gullramma á
hverri síðu ogmynd. Bókin er prent-
uð hjá Prentberg hf. og innbundin
hjá Bókavirkinu. A Porláksmessu
kom út bæklingur með þremur sög-
um til viðbótar af Aðalheiði.
• Ritgerðir I. Greinar. Mannaminni.
Ástarsaga er eftir Sigurð Sigur-
mundsson frá Hvít-
árholti. Bókin sem
höfundur kýs að
kalla Ritgerðir I,
hefur að geyma
greinar um marg-
vísleg málefni; þar
má m.a. nefna rit-
gerðir um skáldin
Sgurður Guðmund Magnús-
Sigurmundsson son (Jón Trausta),
Guðmund Friðjónsson á Sandi og
Guðmund skólaskáld Guðmundsson.
Þá eríbókinni athugasemd við bók-
ina Smiður Andrésson eftir Benedikt
Gíslason, grein um stjórnarmyndun
Gunnars Thoroddsen og athugasemd
við ritdóm um bók höfundar,
Spænsk-íslenska orðabók. Ennfrem-
ur eru í bókinni eftirmæli um sautján
samferðamenn höfundar. Bókinni
lýkur með sögunni L. Arrabiata eftir
Paul Heyse íþýðingu höfundar.
Utgefandi er höfundur. Bókin er
155 síður, prentunnin í Prentsmiðju
Suðurlands á Selfossi.
BÆKUR
Barnabækur
SOSSA SÖNN HETJA
eftir Magneu frá Kleifum.
Kápumynd: Þóra Sigurðardóttir.
Mál og menning, 1998 - 156 s.
FJÓRÐA og síðasta bókin um
Sossu er komin út. Nú er Sossa
komin á táningsár og sögunni lýkur
þegar Sossa siglir út úr litlu víkinni
sinni í leit að nýrri framtíð. Hver
bók er sjálfstæð frásögn úr lífi þess-
arar litlu stúlku sem fædd er um
aldamót norður á Ströndum í hópi
sextán systkina. Þó verður ekki hjá
því komist að vísað er í atburði úr
öðrum bókum þar sem fjallað er um
það sem snert hefur líf Sossu á
áhrifamikinn hátt, bæði til góðs og
ills. Hugsanlegt er að sá sem les
þessa bók átti sig t.d ekki á árásinni
sem Sossa varð fyrir sem barn og
var nærri búin að eyðileggja fram-
tíð hennar. En það ætti að hvetja
lesanda til að kynna sér fyrri sög-
urnar.
Þar sem Sossa er nú fermd fer
ekki hjá því að hún og systur henn-
ar velti fyrir sér framtíðinni og þær
eru sammála um að geta ekki hugs-
að sér að halda áfram þessum
skelfilega þrældómi sem bundinn er
við sveitalíf á Islandi. Inn í um-
ræðuefni sögunnar koma því þær
leiðir sem ung kona getur farið í leit
að betri heimi, allt frá því að vera
vinnukona hjá kaupmanninum, geta
unnið fyrir peningum með því að
verka físk og selja, eða fara til
Reykjavíkur, Kaupmannahafnar
eða Ameríku. Á öilum þessum
möguleikum er tekið í bókinni og
Sossu standa þeir allir tii boða. Eitt
er hún viss um, og það er að hún
ætlar ekki að verða bóndakona og
hlaða niður börnum. Hún er líka
skelfílega hrædd við karlmenn og
fínnst þeir ógeðslegir.
Hún berst gegn ástinni
vegna þessa niður-
bælda ótta en tekst þó
að sigrast á honum.
Það sem gerir þessa
sögu svo sérstaklega
sterka er hvernig tekið
er á miklum tilfinninga-
málum. Fyrst sjáum
við sorgina utanfrá,
þegar Ásgerður kemur
inn á heimilið. Pabbi
Sossu tekur ekkjuna
með tvö börn án með-
gjalds þar sem hann
sér aumur á henni en
yfirvöld vilja sundra
litlu fjölskyldunni eins
og alsiða var á þessum tíma. í sam-
tölum heyrir Sossa um þá miklu
sorg sem konur verða að þola að
verða skiidar frá börnum sínum eft-
ir að þær eru orðnar ekkjur. Sossa
verður sjálf fyrir svo mikilli sorg að
hún kólnar öll upp og fínnst guð
hafa brugðist sér. Frásögnin af því
hvernig hún nær tökum á því er
mjög falleg. Allir eiga einhverjar
sárar minningar sem þeir mega
ekki láta buga sig.
Sossa er alltaf sjálfri sér sam-
kvæm. Hún er sífeiit að glíma við
gátur lífins, glímir við guð sinn sem
hún skilur ekki nema í meðallagi og
þær aðstæður sem hún er fædd til.
Mest er glíma hennar við sjálfa sig
og sínar eigin tilfinningar, við þessa
stelpu sem er í raun tvískipt, sú
leiðinlega sem gerir allt sem Sossa
sjálf vill ekki gera og svo hin, sem
er sú sem hún vill vera. Sossa er
öðravísi en systur hennar, henni
finnst hún vera ljót með sitt mikla
rauða hár, og hún kvelst af minni-
máttarkennd, t.d.
gagnvart fína fólkinu
sem tengist kaup-
manninum. En höfund-
ur sýnir kaupmanns-
frúna sem eina bestu
manneskju sem Sossa
hefur kynnst og jafnvel
kaupmaðurinn sem
blóðmjólkar bændurna
fær sína skýringu.
Enginn er svo slæmur
að ekki megi skýra
hegðun hans á ein-
hvem hátt.
Sem fyrr era atburð-
ir sögunnar nátengdir
lífí þjóðarinnar svo að
sögurnar um Sossu eru
jafnframt sönn lýsing á þjóðfélag-
inu, ekki eins og hún er borin fram
af sagnfræðingum og hagfræðing-
um, heldur snilldarfrásögn sem hef-
ur litla stúlku sem sögumann.
Þessar sögur af Sossu, ungu
stúlkunni sem er sífellt að glíma við
sjáifa sig, sínar langanir og óskir,
eru meðal þess sem á eftir að
standa óbrotgjarnt í bókmennta-
sögu þjóðarinnar. Sögurnar eru
skrifaðar af mikilli mannþekkingu,
hvergi er ýkt né ofsagt, þær eru
fyndnar og skemmtilegar og hitta
beint í hjarta lesandans. I mínum
huga væru þessar sögur ákaflega
vel að íslensku bókmenntaverð-
laununum komnar og ég skora á þá
sem yfirleitt lesa ekki barnabækur
að skoða sögurnar um Sossu.
Sigrún Klara Hannesdóttir
Tónlist
tveggja
alda
TÖNLIST
Geislaplötur
EINARJÓHANNESSON OG
PHILIP JENKINS
Verk fyrir klarínettu og píanó: Carl
Nielsen: Fantasistykke. Norbert
Burgmiiller Duo op. 15. Robert
Schumann: Fantasiestlicke op. 73.
Jón Þórarinsson: Klarínettusónata.
Þorkell Sigurbjörnsson: Rek; Fjögur
íslensk þjóðlög. Hljóðfæraleikur:
Einar Jóhannesson (klarínetta),
Philip Jenkins (píanó). Utgáfa:
Merlin MRFD 98686 1986/1998.
Lengd: 57’02. Verð: 1.999.
EFNISSKRÁ þessarar nýút-
komnu geislaplötu nær yfir tónlist
hartnær tveggja alda: frumróman-
tíkin á fulltrúa sinn í tónskáldinu
Burgmiiller (1810-1836). Tónlist
Burgmúllers sver sig í ætt við tón-
list manna eins og Webers,
Mendelssohns og Schumanns sem
dáði hið unga og skammlífa tón-
skáld mjög. Burgmúller var undra-
barn og var ákaflega starfsamur á
skammri ævi sinni. Dúóið op. 15 er
mikið virtúósastykki fyi'ir bæði
hijóðfærin og er hin áheyrilegasta
tónsmíð sem leikur í höndunum á
þeim Einari Jóhannessyni og Philip
Jenkins. Þótt hinn danski Carl Niel-
sen hafi að mörgu leyti verið fram-
sækið og frumlegt tónskáld er það
ekki sú hlið hans sem við heyram þá
félaga spila hér. Fantasistykke í g-
moll er auðheyrilega æskuverk, lík-
lega samið 1885. Þótt það beri ótví-
ræð rómantísk einkenni er það
greinilega samið undir áhrifum fyr-
iiTnyndarinnar miklu, Mozarts, og
Elísabet K.
Jökulsdóttir
Magnea
frá Kleifum
wmmmmr--------------------mtmmmmm