Morgunblaðið - 24.12.1998, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 69
FRÉTTIR
HUGVEKJA
Morgunblaoio/Arni bæberg
FASTAGESTIR sem aðrir sundlaugargestir kunna vel að meta heitu
pottana og nú hefur einum þeirra verið breytt í nuddpott.
Nuddpottur við
Laugardalslaug
VEGNA margítrekaðra óska frá
gestum Laugardalslaugar um
nuddpott hefur einum heitum
potti verið breytt í nuddpott.
í pottinum eru 12 stillanlegir
stútar í mismunandi hæð, til þess
að gestir geti beint vatnsrennsl-
inu að þeim stöðum sem þeir
kjósa. Vatni og lofti er dælt í
gegnum hringrásarkerfi og
hreinsitæki sjá um að vatnið
verði ætíð hreint, eins og ævin-
lega í Laugardalslauginni, segir í
fréttatilkynningu.
Borið hefur á þeim misskiln-
ingi hjá mönnum, að eftir því
sem kraftur dælingar sé meiri,
því betra sé nuddið. Þetta er ekki
á rökum reist og meðalhófið best
eins og oftast.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
FRÁ afliendingu styrksins f.v.: Guðrún Sóley Guðnadóttir, Helgi Harð-
arson, Anikka Helgadóttir, Róbert de Bont og Ólöf de Bont.
Styrkur til foreldra
langveikra barna
ÓLÖF og Róbert de Bont, eig-
endur Fjölprents ehf., afhentu
nýlega í fyrsta sinn árlegan styrk
að upphæð 100.000 kr. til for-
eldra Iangveikra barna. Þetta ár-
ið er styrkurinn veittur foreldr-
um langveikrar stúlku.
Styrkurinn er í minningu dótt-
ur þeirra hjóna, Selmu Rúnar,
sem fæddist löngu fyrir tímann
og fatlaðist af völdum heilablæð-
ingar. Selma Rún lést eftir
langvarandi veikindi í maí 1995,
þriggja og hálfs árs gömul.
Nú í desember kom út hjá
Avon Books forlaginu í London
bókin „You are mine Selma Rún'
eftir móður hennar, Ólöfu de
Bont Ólafs. Bókin fjallar um ást
milli fatlaðs barns og foreldra
hennar, um baráttuna í heimi
fötlunar og veikinda. Bókin var
áður gefin út á íslensku af höf-
undi í desember 1995.
LEIÐRÉTT
Ekki mínútur heldur
sekúndur
í MORGUNBLAÐINU í gær segir
að fyrstu dagana eftir vetrarsólsöð-
ur lengi daginn um eina til tvær
mínútur á dag. Þetta er ekki alls
kostar rétt, þótt vitnað sé í upplýs-
ingar úr Almanaki Háskóla Islands
um það hvenær sól rísi og setjist
vegna þess að þar eru tölur gefnar
upp á heila minútu en ekki sekúnd-
ur. í Reykjavík lengist sólargangur-
inn aðeins um níu sekúndur fyrsta
daginn eftir vetrarsólstöður, 27 sek-
úndur annan daginn og 44 þann
þriðja. Á Akureyri lengist dagurinn
hins vegar um 12 sekúndur fyi'sta
daginn eftir vetrarsólstöður, 37 sek-
úndur þann næsta og 62 sekúndur
þann þriðja. Þessar upplýsingar er
að finna í greininni „Hve stórt er
hænufetið?" sem birt er á heimasíðu
Almanaks Háskólans, almanak.hi.is,
og segh að tilefni greinarinnar sé sá
þráláti misskilningur, sem orðið hafi
vegna talnanna í sólargangstöflum
almanaksins.
Rangt heiti
Rangt var farið með nafn á Sam-
starfsnefnd um íslenska þjóðbúninga
í blaðinu í gær og leiðréttist það hér
með.
Áramótaveisla til
styrktar SKB
ÁRAMÓTAVEISLA til styrktar
krabbameinssjúkum börnum verður
haldin í Háskólabíói miðvikudaginn
30. desember nk.
Fram koma: Skítamórall, Sálin
hans Jóns míns, Helgi Björnsson,
Land og synir, Buttercup, Páll Ósk-
ar & Casino, Radíusbræður, Tvíhöfði
og Sveinn Waage.
Styrktaraðilar tónleikanna eru Víf-
ilfell, íslenska Útvarpsfélagið, DV og
Háskólabíó. Miðasala er hafm á Vis-
ir.is og hefst í Háskólabíói 29. desem-
ber. Allir sem að þessu standa gefa
vinnu, þannig að allur aðgangseyrir
rennur óskertur til styrktar SKB.
Miðaverð á áramótaveisluna er
1.500 kr. og hefst skemmtunin kl. 20.
Ræða samfylk-
ingarmál
KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðubanda-
lagsfélaganna í Reykjavík kemur
saman til fundar mánudaginn 28.
desember nk. í sal Trésmíðafélags
Reykjavíkur á Suðurlandsbraut 30,
2. hæð, kl. 20.
Til umræðu er staðan í samfylk-
ingarmálum í Reykjavik og það sam-
komulag sem viðræðunefnd flokk-
anna í kjördæminu hefur komist að.
Annríki
eða undir-
búningur
í myrkrum Ijómar lífsins sól,
segir Ólafur Skúlason, og
sezt ekki aftur, þótt hátíðin
sjálf sé liðin.
ANNRÍKIÐ vex eftir því
sem dögum fækkar þar til
stóra stundin rennur upp.
Það er í samræmi við þau
lögmál, sem við þekkjum.
Eigi mikið að gerast þykir
okkur sjaldnast tími
hrökkva til að sinna öllu.
Bíði próflestur ungmenna
fallast þeim títt hendur
þegar búið er að stafla öll-
um bókunum saman og þau
gera sér grein fyrir því,
hversu mikið verk bíður
þeitTa við að tileinka sér
efni ffá liðnum skóladög-
um, svo að unnt sé að
standa sig þokkalega eða
jafnvel vel á prófum.
Og þó vitum við um fólk,
sem lætur ekki þessi lög-
mál óðagotsins vegna þess
sem bíður raska þannig ró
sinni, að verr gangi en
annars væri unnt. Ég
þekki ungan menntaskóla-
nemanda, sem tók prófun-
um nýafstöðnu með mestu
ró. Hún var ekki í frekari
tímaskorti en venjulega og
datt ekki annað í hug en
mæta með fiðluna sína í
tónlistarskólann og spila í
kirkju á tónleikum. Og öll
þessi ró og allt það annað,
sem hún var kölluð til að
sinna og gerði með gleði,
kom ekki niður á einkunn-
um. Þar var hver glæsital-
an við hlið annarrar, svo að
stolt fylgdi lestri hjá ætt-
ingjum. Og hver var gald-
urinn? Auðvitað góð
greind, en fyrst og fremst
góð skipulagning, áður en
prófin bönkuðu. Hún las
fyrir hvern dag og fyrir
hvern tíma. Hún gerði ekki
neinn greinarmun á því,
hvort aðeins var verið að
fara í venjubundinn tíma,
eða hvort það var próf,
sem gerði sérstakar kröf-
ur. Og einmitt fyrir þær
sakir, að tíminn var nýttur
á hverjum degi en ekki að-
eins horft á kröfutindana,
varð ekki vart neins æðruleysis á
próftíma hvað þá að óðagot spillti
fyrir.
Ég hef tekið dæmi af þvi, sem
okkur er flestum kunnugt. Og ég
bendi á muninn á þvi, að ætla ævin-
lega að geyma allt þangað til
seinna og hinu að taka hverju
verki, þegar eftir er leitað, og
reyna að leysa það með þeim hætti,
að það skili sér vel. Og hef þá ekki í
huga skólanám einvörðungu og þau
próf, sem fylgja lestri, og eru þá
þeim erfiðust, sem ætluðu sér að
geyma allt þai- til síðai-. Ég er vit-
anlega með þessu að höfða til þess,
sem í upphafi stóð, að annríki ykist
með fækkun daga og er þá auðvitað
með jólin og lok aðventu í huga. Og
ég spyr því, hvort um órjúfanlegt
lögmál sé að ræða, eða hvort einnig
megi finna tengsl við það, sem ég
reifaði um próf og lestur, þá horft
er til jólanna, já, sérstaklega vegna
jóla og undirbúnings þeirra? Auð-
vitað er meira að gera, þegar hátíð
er undirbúin. Það segir sig sjálft,
að það er ekki sama, hvort heimil-
isfólk sest að kvöldverði á venju-
legum degi, eða þá gestum er boðið
og tilefni er slíkt, að því besta skal
tjaldað. En ég hef engu að síður
neitað að viðurkenna það, að svo
margt þurfi að geyma til síðustu
daga, að fylgi svefntruflun og jafn-
vel taugaólga. Mæli þó ekki með
því, sem kaupmenn tóku upp á í
mikilli óþökk minni, að færa jóla-
undirbúning fram fyrir upphaf að-
ventu með jólaskreytingum og
óhjákvæmilegum auglýsingum.
Það þótti mér og þykir enn frekar
til þess fallið að deyfa svo tilfinn-
ingu fyrir því, að eitthvað stórt og
mikið sé í nánd og geti þá komið í
veg fyrir að þess sé notið sem
skyldi, þegar hátíðin rennur upp.
Hugsum í því sambandi til fólks-
ins, sem var á ferð að fyrirmælum
keisara langt í burtu. Það hélt frá
gi-óðursælum hæðum, þar sem
Nasaret stendur og býður vegfar-
endum enn í dag að njóta þess
besta, sem líta má í landinu helga.
Og hver gleymir, sem nálgast
brunninn - sem nú er byggt yfir - á
þorpstorginu, þar sem sagan grein-
ir, að hún hafi sinnt þeim störfum
kvenna að ausa upp vatni í skjólu
sína, sem var á leiðinni frá heima-
slóð til miklu hrjóstugri svæða, þar
sem stendur bærinn Betlehem.
Vart hefur Maríu grunað og enn
síður rætt við fylgdarmann sinn,
sem gekk við hlið asnans, Jósef
festai-mann hennar, að þessi för
þeirra hefði þær afleiðingar, að
heimur yrði aldrei samur eftii'.
Fyrir því hafði hún þó loforð
himna, að barnið sem hún bar undir
brjósti væri svar við ákalli, bænum
og vonum kynslóðanna. Og Jósef
hafði líka fengið vitjan engils í
draumi og nægði til staðfestingar
þess, að María væri útvalin, og
bai’nið sem hún var að því komin að
fæða fengi það hlutverk, sem eng-
um öðrum var ætlað. En eitt er að
trúa slíkum opinberunum og vænta
uppfyllingar þeirra, annað að
ímynda sér umstangið, sem hvar-
vetna í kristnum heimi fylgir því, að
fæðingar bai-nsins er minnst, og
þarf þá hver og einn að gera jafnvel
meir en hann megnar, að því er
virðist. __
Læðist þó sú spurning óhjá-
kvæmilega í huga, hvort ekki hefði
þurft meira en einn og einn engil
til að sannfæra Maríu, sem þó
þekkti stolt móðurinnar og þá líka
tilvonandi móðm-, að ekki sé talað
um Jósef, sem vafalaust hefur stig-
ið býsna þungt til jarðar á leiðinni
til Betlehem, um allt það, sem í
dag fylgir þessari hátíð og tengist
barninu, sem var að því komið að
brosa mót veröld. Gætu þau hafa
ímyndað sér pakkafjöld og bökun-
arlykt, asa á verzlunarstöðum og
umbyltingu fjölmiðlaefnis, að ekki
sé talað um allan matinn, sem er
talinn nauðsynlegur til þess að
gera hátíð að veruleika allra til-
finninga af svo ríkulegu tilefni?
Það þarf reyndar ekki að orða
spurninguna og jafnvel ekki að
láta það eftir sér að láta hana líða í
gegnum huga, svo augljóst
er svarið. Og þó held ég, að
hver og einn þurfi að láta
hana vekja sig til vitundar
um þann raunveruleika,
sem má ekki vera langt
undan, þótt stórt sé tilefni
- eða einmitt þess vegna.
Annríki fylgir því oft,
þegar að stóru er hugað. En
annríkið eitt tryggir varia
þann árangur, sem eftir er
leitað. Þar kemur annað til
og kallast undirbúningur.
Má vera, að lesendum þyki
hugtök svo lík að óþarfi sé
að greina í milli. En hugs-
um aðeins um það samt.
María hefur vafalaust und-
irbúið sig fyrir feðalagið og
vissi sig vera að fylgja fyrir-
mælum himna, þótt keisari
væri látinn framkvæma.
Hún gerði hvað hún gat, en
ekki var hægt fyrir þau að
tryggja sér gistingu, þar
sem þau voru ekki ein á ferð
að fyrirmælum þjóðhöfð-
ingja Rómaveldis. Én annan
undirbúning hefur hún rækt
og með góðum stuðningi
Jósefs. Klæði hafa þau tekið
fyi’ii’ barnið, teppi til að
vefja það í og hvað það ann-
að, sem hennar tími taldi
nauðsynlegt að tengja fæð-
ingu barns, svo að vel mætti
fara. En ég veit, að undir-
búningur hennar hefur ekki
á nokkurn hátt líkst því
annríki, sem setm- svip sinn
á allt hjá okkur á þessum
tíma. Hygg reyndar að
heppilegra væri, að taka
frekar mið af hægfara
göngu asnans, sem bar
móður frelsarans tilvon-
andi, heldur en umferðar-
truflunum, bílflauti og illu
augnatilliti, sem sorglega
víða er mest áberandi, þeg-
ar fólk hættir sér að heim-
an.
Undirbúnings krefst
þessi hátíð, eigi hún að rísa
undir nafni. Annríki getur
á stundum verið eðlilegt,
en þó er það oftar komið til fyrir
þær sakir, að þess hefur ekki verið
gætt nógu tímanlega, sem krafist
verður eða ti! er ætlast. Og ef við
eigum að rísa undir nafni kristinn-
ar þjóðar ber okkur frekar að taka
tillit til þess friðar, sem við tengj-
um himni, en æðibunugangsins,
þar sem hver er í hættu með eigin
tær. Og ég er sannfærður um það,
að við viljum langflest - má ég
jafnvel vera svo djarfur að stað-
hæfa að við viljum öll - að ró í sálu
myndi hagkvæma vöggu barnsins
blíða og helgi leggi til klæðin, sem
það er hjúpað í lífi okkar.
Undirbúum jólin. Forðumst að
kasta höndum til þess. En gætum
þess þó fyrst og fremst að eiga
heilög jól, er þau eru upp runnin,
svo ekkert spilli. Og þegar undir-
búningur er í samræmi við háar
vonir fer ekki hjá því, að bros ýti
ygglibrún brott og útrétt hönd
rétti úr krepptum hnefa. Og séum
við bænarinnar fólk, þá ber okkur
að bera það fram, að allt okkar æði
og öll okkar viðleitni á þessari
hæstu hátíð beri vitni um lotningu
í barnslegri aðdáun. Slíkt er
mögulegt, þegar við viðurkennum,
að við erum á flestum sviðum og
þá sérstaklega frammi fyrir Guði
algjörir þiggjendur og þá helst, er
við þráum að dýrð himna skíni í lífi
okkar. Keisari áleit sig sýna snilli í
því að heimta talningu þegna. Það
fölnar andspænis þeirri vissu trú-
aðra, að hann var ekki annað en
verkfæri í hendi Guðs, sem kaus
að láta vonir og spádóma kynslóð-
anna rætast, þegar barn var borið
í Betlehem. Við tökum í móti því
barni og sjáum þar frelsara okkar,
þann sem gefur líf, sem dauðinn
fær alls ekki slökkt. Að vera verk-
færi kærleika og vonar, sem léð er
Guði, er hvatning hvers manns á
fæðingarhátíð Jesú Krists. Og sjá,
þá víkur annríki fyi’ir undhbún-
ingi, svo að í myrkrum ljómar lífs-
ins sól og sest ekki aftur, þótt há-
tíðin sjálf sé liðin.
Gleðilegjól.