Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Taktu þátt í spennandi leik á mbl.is og þá getur þú átt von á að vinna glæsilega Kodak DC 200 stafræna myndavél, Epson litaprentara, Tal-12 Nokia 6110 GSM-síma eða MS Force Feedback Stýripinna og Half-life tölvuleik frá BT, EOTS-skilaboðaskjóðu. Auk þess fá 100 fyrstu sem svara rétt í leiknum miða fyrir tvo á sérstaka tvöfalda forsýningu á Enemy of the State og A Bugs Life 30. desember. Um þessar mundir er spennumyndin Óvinur ríkisins, Enemy of the State, frumsýnd. Myndin, sem skartar fjölda frægra leikara s.s. Will Smith, Gene Hackman, Jon Voight og Lisu Bonet, hefur hlotið góðar viðtökur vestanhafs. Taktu þátt í skemmtilegum leik og hver veit nema heppnin verði með þér! Kodak DC200 Stafræn myndavél STYLUS NOKIA 6110 ■m MS FORCE FEEDBACK Stýripinni og tölvuleikur ársins! SAMMÉ vg'mbl.is —ALCJyKF^ eiTTH\SA.Ð A/ÝT7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór NÝSTÚDENTAR frá Fjölbraulaskólanum í Breiðholti setja upp hvíta kolla við skólaslit á laugardag. 117 nemendur brautskráðir frá FB SKÓLASLIT Fjölbrautaskólans í Breiðholti fóru fram laugardag- inn 19. desember sl. og fengu 117 nemendur afhent lokaprófsskír- teini, þar af luku 59 nemendur stúdentsprófi. Þetta var í 45. skipti sem nemendur eru braut- skráðir frá þessum stærsta fram- haldsskóla landsins, segir í fréttatilkynningu. Við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti starfa um 140 starfsmenn. 1.457 nem- endur innrituðust í dagskólann í haust og um 850 í kvöldskóla; samtals 2307 nemendur. Athöfnin fór fram í Fella- og Hólakirkju og hófst með því að Daníel Jónasson, kennari við skólann, lék jólalög á orgel kirkj- unnar. Aðstoðarskólameistari, Stefán Benediktsson, flutti ávarp og kór skólans söng undir stjórn Emu Guðmundsdóttir. Kristín Arnalds skólameistari flutti yfirlitsræðu og gerði grein fyrir starfi og prófum á haustönn. I ræðu sinni talaði skólameistari um sjálfstæðis- baráttu íslendinga og gildi full- veldis fyrir þjóðina. Sagði hún að það væri athyglisvert að sjá hvernig arfleifð okkar, tunga og menning hefðu ávallt verið und- irstaða og bakhjarl í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Loks brýndi skólameistari fyrir nemendum að allt skólanám væri starf og sagði það hlutverk kennara og sljórnenda að krefjast þess af nemendum að þeir ræki skyldur sínar við skólann og sjálfa sig í námi, allri framkomu og Iján- ingu. Skólameistari afhenti þeim nemendum sem skömðu fram úr verðlaun, sem m.a. vom gefin af Rotaryklúbbi Breiðholts og Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. Bestum árangri á stúdentsprófí náði Sigurður Björn Reynisson, rafvirkjabraut og Iauk hann auk þess 230 ein- ingum. Að lokum óskaði skóla- meistari útskriftarnemum til hamingju og alls velfarnaðar á komandi árum og að cndingu sungu allir viðstaddir Heims um ból. Athugasemd frá Lyfju varðandi rautt ginseng MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Inga Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Lyfju: „Oðru sinni hefur Sigurður Þórð- arson hjá Eðalvörum ehf. hafið rógsherferð gegn rauðu ginsengi frá Gintec og Lyfju. Að beiðni Eðalvara fóru Samtök verslunarinnar þess á leit við Sam- keppnisstofnun að taka til athugun- ar auglýsingar og kynningar Lyfju á umræddu ginsengi. Að sögn sam- takanna eru í erindi þeirra til Sam- keppnisstofnunar settar fram full- yrðingar sem eru í samræmi við upplýsingar sem veittar voru af Eðalvörum. Eftir á kom hins vegar í ljós að Eðalvörur létu vera að greina Samtökunum frá lykilupp- lýsingum sem varða málið, svo sem niðurstöðu og túlkun Hollustu- verndar á mælingu varnarefna þar sem magn ákveðinna varnarefna reyndist langt undir hættumörkum í rauðu ginsengi frá Gintec. Samkvæmt mælingum Háskóla íslands og Addipharma inniheldur rautt ginseng frá Gintec 230-300% meira af ginsenósíðum en rautt eðalginseng frá Kóreu. I stað þess að afhenda Samtökum verslunar- innar ofangreindar upplýsingar hefur Sigurður túlkað mælingarnar á eigin forsendum þvert á túlkanir viðkomandi vísindastofnana. I stað þess að fjalla um það sem skiptir máli, svo sem ginsenósíða sem eru hin virku efni ginsengs, er athygl- inni beint að léttvægari þáttum þessa máls, það er hvort endar eða meginhlutar (rótarbolir) róta séu betra hráefni í vinnslu gin- sengafurða. I því sambandi er at- hyglisvert að benda á að í bæklingi frá Eðalvörum sem var í dreifingu hérlendis um árabil er sérstaklega tekið fram að við tínslu ginsengrót- arinnar skuli gæta sérstakrar varúðar svo að hárfínir rótarend- arnir skaðist ekki. Ástæða þess er vitanlega sú að rótarendarnir inn- halda meira magn af virkum gin- senósíðum en rótarbolurinn. Um áraraðir hafa Eðalvörur ver- ið nánast einráðar í sölu á rauðu ginsengi hérlendis. Það er því mjög slæmt þegar brugðist er við sam- keppni með þeim hætti sem hér hefur verið gert. í stað þess að kynna sína vöru á faglegan hátt er gripið til þess að ófrægja vöru ann- arra innflytjenda með öllum tiltæk- um ráðum, Það er ljóst að markmið Eðalvara er að koma í veg fyrir samkeppni frá öðrum með óvönd- uðum meðulum og öðlast einokun á ný. Neytendur sjá hins vegar í gegnum slíkt og því mun Eðalvör- um ekki haldast uppi að beita þess- um bolabrögðum í samfélagi þar sem eðlileg samkeppni á að fá að þrífast. Hanaslagur á ritvellinum er ekki vænlegur til árangurs í samkeppni um hylli neytenda og því lýsi ég yf- ir því hér og nú að Lyfja mun hætta þátttöku í þeim slag og ein- beita sér að heilbrigðri samkeppni þar sem vörugæði og verð ráða úr- slitum en ekki blekkingar og mold- viðri rangtúlkana. Ég hvet Sigurð Þórðarson hjá Eðalvörum til þess að ganga á hólm við þá sem etja kappi við hann á markaðnum með þeim meðulum sem eru í takt við nútíma markaðskerfi og viðskipta- hætti og láta af að ófrægja aðra en leyfa sinni vöru að tala máli sínu á markaðnum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.