Morgunblaðið - 14.01.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 14.01.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • MANNKYNBÆTUR er eftir Unni B. Karlsdóttur. Þetta er 14. bindi í ritröðinni Studia Historica og er ritstjóri Gunn- ar Karlsson. I kynningu seg- ir: „Þróunarkenn- ingin í líffræði og vísindaleg erfða- fræði gerðu kleift að hugsa á nýjan, árangursríkan hátt um kynbæt- ur búfjár. Um leið fluttist kynbóta- hugmyndin yfir á mannkynið. Var ekki hætta á að sú hjálp, sem samfé- lagið veitti ósjálfbjarga fólki, kæmi í veg fyrir eðlilegt náttúruval? Var ekki mögulegt að kynbæta eigin stofn, stuðla að fjölgun meðal hinna gáfuðu og hindra hana meðal hinna? Hugmyndir í þessa veru gengu víðs vegar um Evrópu og Ameríku, eink- um á fyrstu áratugum 20. aldar og bárust að sjálfsögðu til Islands. Hér á landi gerðust nokki’h' þekktustu menningarfrömuðir þjóð- arinnar ákafir boðberar mannkyn- bóta. Stefnan setti líka svip á lög um afkynjanir og vananir sem voru sam- þykkt samhljóða á Alþingi árið 1937.“ Unnur Birna Karlsdóttir er Ey- firðingur, fædd á Akureyri árið 1964 og alin upp á Þelamörk í Hörgárdal. Hún lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla íslands árið 1992 og MA- prófi í sömu grein 1996. Hún hefur m.a. skrifað þætti um Vilhelm Þor- steinsson og Ingimar Eydal í bókina Þeir vörðuðu veginn (1996) og rit- stýrt bókinni Gullkista þvotta- kvenna, heimildasafni og endur- minningu Huldu H. Pétursdóttm- um þvottakonm-nar í Laugardal (1997). Útgefandi er Háskólaútgáfan og Sagnfræðistofnun. Bókin er 174 bls., innbundin. Verð: 2.900 kr. • UMHVERFING. Um siðfræði umhverfis og náttúr er eftir Pál Skúlason. í kynningu segir: „Er maðurinn í þann mund að skapa sér um- hverfi sem smám saman mun spilla öllum lífsskilyrð- um á jörðinni eða mun hann læra að laga umhverfi sitt eftir þeim lögmál- um sem náttúran sjálf setur öllu lífi? Hver er mun- urinn á umhverfi og náttúru, um- hverfisvernd og náttúruvernd? Hverjir eru andstæðingar umhverf- is- og náttúruverndarmanna?" Ennfremur segir að þessar spurn- ingar séu m.a. viðfangsefni Páls Skúlasonar í þessari bók. Hún er fyrsta tilraunin sem gerð hefur verið hérlendis til að greina helstu viðhorf og rök í umræðum um verndun um- hverfis og náttúru." Aðrar bækur eftir Pál Skúlason eru: Du cercle et du sujet, doktors- ritgerð, (1973), Hugsun og veruleiki: Brot úr hugmyndasögu (1975), Pæl- ingar: Safn erinda og greina (1987), Samræður um heimspeki (ásamt Biynjólfi Bjarnasyni og Halldóri Guðjónssyni; 1987), Pælingar II: Safn erinda og greinastúfa, (1989), Siðfræði: Um erfiðleika í siðferði og forsendur ákvarðana (1990), Sjö sið- fræðilestrar (1991), Menning og sjálfstæði: Sex útvarpserindi haustið 1994 (1994), og I skjóli heimspekinn- ar: Erindi og greinar (1995). Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 115 bls. og kostar í kilju kr. 999 og 1.590 innbundin. -------^44------- Þrykktækni í Kringlunni SÝNING á grafík og grafíkvinnu- brögðum verður opnuð í sýningar- rými Gallerí Foldar og Rringlunnar á annarri hæð, gegnt Hagkaupi, fimmtudaginn 14. janúar. Sýndur verður vinnuferili gi'afíkverka lista- mannanna Daða Guðbjörnssonar og Drafnar Friðfinnsdóttur, allt frá því þrykkplatan er unnin til fullgerðra grafíkverka. Páll Skúlason LISTIR Sýning 15 lista- manna í Galleríi Fold SAMSÝNING fimmtán listamanna verður opnuð í baksal Gallerís Foldar, Rauðarárstíg 14, fimmtu- dagskvöldið 14. janúar kl. 20.30 og nefnist sýningin Frost og funi. Þeir listamenn sem taka þátt í henni eru Brynhildur Ósk Gísladóttir, Daði Guðbjörnsson, Dröfn Friðfínns- dóttir, Elín G. Jóhannsdóttir, Eria Þórarinsdóttir, Gunnar Þorbjörn Jónsson, Gunnella, Jón Thor Gísla- son, Jón Reykdal, Katrín H. Ágústsdóttir, Ölöf Kjaran, Sara Vilbergsdóttir, Soffía Sæmunds- dóttir, Unnur Jórunn Birgisdóttir og Þorbjörg Pálsdóttir. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga til kl. 17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Sýning- unni lýkur 31. janúar. -------++-*------ Nýjar bækur • LJÓÐ 1914-18 er eftir Árna B. Helgason. Bókin er í tveimur hlut- um og heitir síðari hlutinn Ljóð- hverfingar 1994-98. Árni B. er 46 ára Reykvíkingur. Útgefandi er Ritsmíð. FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 33 Útsala Allar vörur á útsölu Allt að 60% afsláttur SILFURBÚÐIN Kringlunni, sími 568 9066. Fréttir á Netinu y-gUtibl.ÍS 3 RVMHUGAR Á Á i. Verslunin hættir sölu á fatnaði á Fosshálsi og því seljum við allan lagerinn með allt að Við bætum við nýjum vörum daglega! y m ■-unL-f «n m €mm seijasi Opid í dag Vetrarfatnaður Leikfimifatnaður Fleecefatnaður Regnfatnaður Hettupeysur Stuttbuxur Hlýrabolir Sundföt Buxur O.m.fl IRUSSELL ATHLEt.c föstudag-laugardag 11-18 [GiLDAmarx] HREYSTI ..•sportvömhuB Fosshálsi 1 - Sími 577-5858 .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.