Morgunblaðið - 14.01.1999, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
í
/
i
Til vamar
Alþingi
/
Asakanir um undirlægjukátt þingmanna
gagnvart framkvæmdavaldinu byggjast á
misskilningi. I alþjóðlegum samanburði
sýnist Alþingi með öflugustu þjóðþingum.
S
ISEINNI tíð hefur borið
allmikið á niðrandi taii um
Alþingi og alþingismenn.
Það er sagt að þingið sé
ekkert nema „afgreiðslu-
stofnun" fyrir það „ráðherraveldi"
sem hér ríki, að löggjafarvaldið sé
„ambátt“ ráðheiranna, að þing-
menn vanræki stórlega eftirlits-
hlutverk sitt og láti í einu og öllu
segja sér fyrir verkum af „flokks-
eigendum“ ríkisstjómarflokka.
Þessu tali hafa gjarnan íylgt við-
líka ummæh um dómsvaldið - sbr.
þessi makalausu orð úr ritstjóm-
argrein fréttabréfs Samtaka iðn-
aðarins: „Ekki em mörg dæmi um
að dómstólar hafi sett ofan í við
Alþingi jafnvel þegar fram-
kvæmdavaldið hefur að bestu
manna yfirsýn
VIÐHORF teymtþaðútí
Eftir~Jaköb F. &n mannrétt-
Ásgeirsson mda-og stjorn-
arskrarbrota.
Er það raunverulega skoðun
forystusveitar iðm’ekenda á Is-
landi að íslensku samfélagi undan-
farinna ára sé best lýst sem „feni
mannréttinda- og stjórnarskrár-
brota"? Hér skal ekltí reynt að
svara þeim rangfærslum sem
koma fram í umræddri grein (og
birt vai' í Staksteinum Morgun-
blaðsins nýverið), en ástæða er til
að staldra dálítið við þann djúp-
stæða misskilning sem birtist í of-
angreindum sleggjudómum um
starfshætti Alþingis.
A Islandi ríkir þingræði sem
þýðir að framkvæmdavaldið sækir
umboð sitt til löggjafarþingsins
(sem kosið er af þjóðinni í frjáls-
um kosningum). I tímans rás hef-
ur vegur framkvæmdavaldsins
vaxið í nútíma þjóðfélögum og að
sumra dómi á kostnað löggjafar-
valdsins. En hér er þó fyrst og
fremst um að ræða eðlilega verka-
skiptingu sem hlotist hefur af sí-
fellt flóknai-i þjóðfélagsgerð. í
kjölfarið hefur hlutverk þjóðþing-
anna í lagasetningu að því leyti
breyst að þingmenn hafa nú frem-
ur tilsjón með gerð lagafrumvarpa
sem undh’búin eru af sérfræðing-
um á vegum framkvæmdavaldsins
en að þeir vinni sjálfir slík frum-
vörp frá grunni. Ekki hefur þó á
neinn hátt dregið úr eftirlits- og
aðhaldshlutverki þjóðþinganna
með framkvæmdavaldinu.
Stundum er skírskotað til
Bandaríkjanna og sagt að aðhalds-
hlutverk þingsins í Washington sé
mun öflugra en Alþingis. En í
Bandaríkjunum ríkir ekki þing-
ræði heldur forsetaræði og gerir
sá stjómkerfismunur samanburð
mjög erfiðan. Ef starfshættir Al-
þingis eru á hinn bóginn bomir
saman við þjóðþing í öðrum þing-
ræðisríkjum kemur í ljós að staða
íslenska þingsins er sterk.
Athuganir stjómmálafræðinga
sýna að Alþingi hefur víðtækari
afskipti af umsvifum fram-
kvæmdavaldsins en almennt
tíðkast í ríkjum Vestur-Evrópu -
sem lýsir sér m.a. í því að laga-
frumvörp breytast hér meira í
meðfórum þings en víða annars
staðar, að óbreyttir þingmenn fá
fleirí iagafrumvörp samþykkt og
að íslenskir þingmenn taka í rík-
ara mæli þátt í gerð lagafrum-
varpa á frumstigi en í öðmm lönd-
um. Að sumu leyti stafar þetta af
smæð þjóðarinnar. Af 63 þing-
mönnum eru 10 ráðherrar sem
gerir það að verkum að almennir
þingmenn hafa miklu meh-i tæki-
færi til að taka þátt í umræðum og
virku nefndastarfi en þekkist í
fjölmennari löndum. Ennfremur
em persónutengsl þingmanna við
ráðherra mun meiri hér en í öðr-
um ríkjum. Einnig er algengara
hér en annars staðar að þingmenn
sitji í nefndum á vegum fram-
kvæmdavaldsins. Jafnframt er sú
sögulega skýring á sterkri stöðu
Alþingis að þingið var endurreist
löngu áður en landsmenn tóku í
sínar hendur stjórn framkvæmda-
valdsins. Allt fram í síðari heims-
styijöld vora þingmenn t.d. fjöl-
mennari en embættismenn stjórn-
kerfisins!
A seinni áram hefui' eftirlits-
hlutverk Alþingis verið styrkt
mjög með því að efla starfsemi
fastanefnda og auka sérfræðiað-
stoð þingmanna en ekki síst með
stofnun Umboðsmanns Aiþingis
og með því að færa Ríkisendur-
skoðun undir forræði Alþingis.
Hvort tveggja, Umboðsmaður og
Ríkisendurskoðun, veita fram-
kvæmdavaldinu öflugt aðhald.
Jafnframt hefur réttm' almenn-
ings gagnvart framkvæmdavald-
inu verið styrktur mjög með ný-
legum stjómsýslu- og upplýsinga-
lögum og með því að gera mann-
réttindasaáttmála Evrópu að ís-
lenskum lögum.
Aiþingi gegnir löggjafar- og að-
haldshlutverki sínu með umræð-
um og fyrirspurnum í þingsal,
með umfjöllun þingnefnda um
þingmál og með starfsemi um-
boðsmanns og ríkisendurskoðun-
ar. Hvemig til tekst er auðvitað
álitaefni hverju sinni. Oft ríkir
hai'ðvítugur ágreiningur um lög-
gjafarstarf og þingmönnum getur
stundum fundist framkvæmda-
valdið um of tilætlunarsamt og á
köflum yfirgangssamt, en slíka
togstreitu leiðir af eðli lýðræðis-
ins og hún er fullkomlega eðlileg.
Hafa ber þó í huga að frumvarps-
drög eru rædd af stjórnarþing-
mönnum innan ríkisstjórnar og
innan þingflokka ríkisstjórnai'-
innai' áður en þau era lögð fram á
Alþingi. Ennfremur má ekki
gleyma því að ríkisstjómin stend-
ur fyrir meh'ihluta Alþingis og
meirihluti þingmanna hlýtur á
endanum að ráða.
Vissulega má gagnrýna alþing-
ismenn fyrir margt. Það hefur
t.d. þótt nokkuð bera á þvi að
ekki væri vandað nægjanlega til
ýmissa Iagafrumvarpa gegnum
tíðina. Einnig hafa áhrif öflugra
þrýstihópa á lagasetningu stund-
um þótt keyra um þverbak. Það
kemur raunar fram i hinni dæma-
lausu ritstjórnargrein í frétta-
bréfi Samtaka iðnaðarins að und-
irrót sieggjudómanna er að laga-
frumvörp skuli hafa verið samin
„án samráðs við hagsmunaaðila"!
Auðvitað er nauðsynlegt að
tryggja sem víðtækasta sátt
þeirra sem málin varða mest við
setningu laga og reglna, en þing-
menn hafa í gegnum tíðina stund-
um sýnst alltof undanlátssamir
við þrýstihópa margskonar - og
látið öflug sérhagsmunasamtök
hafa um of áhrif á sig, að sagt er,
á kostnað „heildarhagsmuna"
(þótt sannarlega sé ekki auðleikið
að henda reiður á þeim).
Stjómmálamönnum á skilyi'ðis-
laust að veita ríkt aðhald, en hætt
er við að það missi marks ef ekki
er byggt á skilningi á þeim lýð-
ræðislegu stjórnarháttum sem við
búum við.
Páll formaður
hleypur á sig
í GREIN Páls Hall-
dórssonar, formanns
kjararáðs Félags ís-
lenskra náttúrufræð-
inga, sem birtist í
Morgunblaðinu 29.
f.m., þar sem fjallað er
um málefni Landmæl-
inga Islands er hallað
réttu máli. Undrar mig
að formaðurinn skuli
ekki kynna sér stað-
reyndir málsins betur
en skrif hans gefa til
kynna. Eg ætla hvorki
að elta ólar við for-
manninn um álit hans á
ákvörðun ráðherra um
flutning á stofnuninni,
né vangaveltur hans um dóm
Hæstaréttar og störf Alþingis. Hins
vegar verð ég að koma á framfæri
athugasemdum vegna þess sem
hann segir um starfsemi stjórnar
Landmælinga Islands og annað er
vaðar framvindu mála hjá stofnun-
inni, ekki síst starfsmannamála og
kostnað við flutninginn.
Formaðurinn heldur því fram að
enginn með faglega þekkingu á
landmælingum sé í stjórn stofnun-
arinnar sem skipuð var eftir setn-
ingu nýrra laga um landmælingar
og kortagerð árið 1997. Lögum
samkvæmt er ekki um faglega
stjórn að ræða heldur stjórn sem á
að annast stefnumótun og sjá til
þess að stofnunin sinni hlutverki
sínu. Þannig annast stjómin ekki
rekstur Landmælinga íslands og
forstjóri er ekki settur undir stjórn-
ina heldur heyrir beint undir ráð-
herra en hjá forstjóra og öðru
starfsfólki er hin faglega þekking. í
stjórninni situr m.a. verkfræðingur
með faglega þekkingu á mála-
flokknum. Staðhæfíng formannsins
er því röng.
Formaðurinn heldur því fram að
eina verkefni stjórnarinnar hafi ver-
ið að fylgja eftir pólitískri ákvörðun
ráðherrans um flutning stofnunar-
innar. Hér skýst honum heldur bet-
ur yfir. Stjórnin tók til starfa í byrj-
un desember 1997. Henni var auk
lögbundinna starfa falið að sjá um
flutning stofnunarinnar til Akra-
ness í samræmi við þegar tekna
ákvörðun. Fyrsta verkefni stjórnai'
var að vinna að stefnumótun fyrir
Landmælingar Islands og var hún
send ráðuneytinu í maí og birt í júní
sl. Sætir furðu að formaðurinn skuii
ekki hafa kynnt sér þessa stefnu-
mótun.
Samkvæmt stefnu
stjórnar er ætlunin að
stofnunin verði leiðandi
á sviði landmælinga,
fjarkönnunar, korta-
gerðar og annarrar
landupplýsingavinnslu.
í þessu skyni hafa ver-
ið ráðnir til starfa tveir
landmælingaverkfræð-
ingar og er það í fyrsta
skipti sem ráðnfr era
til stofnunarinnar land-
mælingaverkfræðingar
ef frá er talinn Bragi
Guðmundsson, sem
gegndi forstjórastarfi
við stofnunina fyrir
nokkrum árum. Hann
var þó fyrst og fremst forstjóri.
Umhverfísráðherra hafa verið send-
Landmælingar
Enginn skortur er
á mannafla, segir Ingi-
mar Sigurðsson,
hvorki faglærðum
né ófaglærðum.
ar tillögur að frumvarpi til laga um
fjarkönnun. Að tillögu stofnunar-
innar hafa ríkisstjórn og Alþingi
ákveðið að faríð verði í stafræna
grunnkortagerð í mælikvarðanum
1:50.000 á næstu árum og verður
varið til verkefnisins 15 milijónum
króna á þessu ári. I nóvembermán-
uði sl. átti stofnunin ásamt utanrík-
isráðuneyti fund með fulltrúum frá
Bandarísku herkortastofnuninni
(NIMA) um að sú stofnun stæði við
gerða samninga um kortagerð af Is-
landi í mælikvarðanum 1:50.000 en
hún hafði legið niðri um árabil. Náð-
ust samningar um verkefnið og hef-
ur stofnunin þegar sent Landmæl-
ingum 29 kort af þeim 98 sem stofn-
unin átti eftir að afhenda. Jafnframt
mun stofnunin taka þátt í því að
ganga frá þessum málum þannig að
það markmið náist að ljúka við staf-
ræna kortagerð í mælikvarðanum
1:50.000 á næstu fjórum til fimm ár-
um. Með samningi sem undirritaður
var 2. október sl. tóku Landmæling-
ar íslands yfír starfsemi Orkustofn-
unar á sviði landmælinga sem Orku-
stofnun hefur sinnt um árabil og tók
jafnframt við gagnasafni hennar.
Ekki ber ofangreint vott um að
Ingiinar
Sigurðsson
vegið hafi verið að faglegri starf-
semi stofnunarinnar eins og for-
maðurinn heldur fram. Frekar
bendir þetta til þess að faglegi þátt-
urinn í starfsemi stofnunarinnar
hafi verið aukinn. Umfram annað
lýsir þetta þó ókunnugleika for-
mannsins á þeim málum sem hann
gerir að umræðuefni í greininni.
I erindi formannsins kemur fram
að verið sé að sóa fé ríkissjóðs. Því
er til að svara að flutningur stofn-
unarinnar á Akranes umfram flutn-
ing innan Reykjavíkur kostar lítið.
Það er ljóst að stofnunin hefði þurft
að flytja úr því húsnæði sem hún
var í einfaldlega vegna þess að það
var of stórt og að hluta til vannýtt.
Þannig fór stofnunin úr húsnæði
sem er samtals 1860 m2 í Reykjavík
á þremui' stöðum í húsnæði á Akra-
nesi sem eru 1400 m2 auk aðstöðu í
Reykjavík, 100 m2, eða samtals 1500
m2. Munurinn er 360 m2 og er
sparnaður í leigugreiðslum um 2
milljónir króna á ári, sem er miklu
hærri upphæð heldur en sem nemur
kostnaði við flutning stofnunarinnar
frá Reykjavík til Akraness. Það er
jafnljóst að Landmælingar hafa set-
ið eftfr hvað varðar tæknilega þróun
og var því ákveðið að búa stofnun-
ina þannig úr garði að hún stæði
undir nafni á nýjum stað. Sá kostn-
aður sem til fellur vegna flutnings-
ins er því að mestu bundinn við það
að búa stofnunina undir starfsemi í
samræmi við stefnumótun stjórnar
s.s. með kaupum á tækjum og bún-
aði og skiptir þar engu hvar stofn-
unin er staðsett. Hefur tekist vel til
hvað þetta varðar og er starfsfólk-
inu boðin glæsileg starfsaðstaða og
ný og spennandi verkefni sem for-
manninum er hér með boðið að
kynna sér. Af 30 manna starfsliði
stofnunarinnar mun um helmingur
búa á Akranesi og nærsveitum, þar
af margir sérfræðingar. Enginn
skortur er á mannafla, hvorki fag-
lærðum né ófaglærðum.
Þær kveðjur sem starfsmenn
Landmælinga fá frá formanninum
og starfsmenn í Félagi íslenskra
náttúrufræðinga eru ekki aðeins
ómaklegar heldur einkennilegar
þegar haft er í huga hver setur þær
fram. Það er engu líkara en að for-
maðurinn haldi að með nýjum for-
stjóra, faglærðum manni, og með
nýjum og vel menntuðum sérfræð-
ingum sé verið að brjóta stofnunina
niður faglega. Orð hans verða ekki
skilin öðruvísi.
Eg hlýt að gera þá kröfu til Páls
Halldórssonar, sem formanns
kjararáðs Félags íslenskra náttúru-
fræðinga, að hann kynni sér mál
betur áður en hann ritar greinar
eins og þá sem hér er til umfjöllun-
ar.
Höfundur er form. stjdrnar
Landmælinga íslands.
Agæt íþróttahöll -
vonlaust tónlistarhús
GLEÐI var ríkjandi
meðal þeirra sem hafa
gaman af verkum
meistaranna frá Vínar-
borg þegar Sinfóníu-
hljómsveit íslands hélt
fyrstu Vínartónleikana
í Háskólabíói. Sigurð-
ur Björnsson óperu-
söngvari, sá frábæri
listamaður, sem þá var
framkvæmdastjóri
hlj ómsveitarinnar,
kunni svo sannarlega
sitt fag. Fékk þá og á
næstu árum til liðs við
hljómsveitina góða
stjómendur og söngv-
ara. Oll umgjörð
hljómleikanna var við hæfi og í stíi
við inntakið.
Vínarhljómleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands urðu að atburði
sem fólk hlakkaði til og vildi alls
ekki missa af. í janúar 1998 fylltu
Vínarhijómleikagestir Háskólabíó
fjórum sinnum!
Nú er þessu aftur
farið. Vínarhljómleik-
arnir nú í ár fluttir í
hús sem er slíkri tón-
list sannkallað svart-
hol. Hús sem er óhæft
íyrir hljómsveit og
söngvara þar sem
þessi stórgóða hljóm-
sveit nýtur sín alls
ekki.
Hljómsveitarstjór-
inn (Peter Guth) átti
enda í baráttu við að
ná upp stemmningu á
fyrri hluta dagskrár-
innar fóstudagskvöldið
8. janúar. Hijómleika-
gestir sættu sig ekki
við þetta umhverfi og fundu ekki
þann hljóm sem fyllt hefir salinn á
fyrri Vínartónleikum. Þeir nutu því
ekki Vínarlaganna svo sem efni
stóðu til.
Því eru þessar línur settar á blað
að farið er fram á við stjórnendur
Sinfóníuhljómsveitar Islands að
Hljómleikar
Farið er fram á, segir
Sveinn Sæmundsson,
að Vínarhljómleikar
verði framvegis
í Háskólabíói.
Vínarhljómleikar verði framvegis í
Háskólabíói, allt þar til ný hljóm-
leika- og ráðstefnuhöll verður tekin
í gagnið. Eða - fyrst stjórn og
framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands telur að Laugar-
dalshöllin sé fullgóð íyrir Vínartón-
list - hlýtur hún þá ekki að vera
fullboðleg fyrir alla aðra hljóm-
leika? Og í framhaldi af því er
spurt: Er þá nokkur þörf á að
byggja nýja hljómleikahöil fyrir
fjóra milljarða?
Höfundur er fyrrv. blaðafulltrúi.
Sveinn
Sæmundsson