Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ 12 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 FRÉTTIR Gamlir vinir sem hafa átt samleið gegnum aldirnar Henning Scherf, borgarstjóri Bremen, var á áttunda áratugnum einn af fylgismönn- um Willys Brandts og stjórnar nú ásamt kristilegum demókrötum í sambandslandi þar sem atvinnuleysi er um 20%. Scherf sagði í samtali við Karl Blöndal að líkja ? ■ ■ mætti Islandi og Bremen við gamla vini, sem átt hefðu samleið gegnum aldirnar. BRIMABORGARSÖNGVARARNIR úr ævintýrum Grimms-bræðra eru tákn Bremen. Fyrir utan ráðhús borgarinnar stendur stytta af hananum, kettinum, hundinum og asnanum, sem hugðust hasla sér völl í Bremen. HENNING Scherf borgarstjóri Bremen kemur af vinstri væng þýskra jafnaðar- manna (SPD), en hann hefur látið raunsæið ráða ferðinni eftir að hann myndaði samsteypustjórn í borgríkinu með kristilegum demókröt- um ' (CDU) fyrir rúm- lega fjórum árum. Borgarstjórinn er langur og mjór, rúmir tveir metrar á hæð, talar djúpri röddu og unglegt yfirbragðið ber því ekki vitni að hann sé kominn á sjötugsaldur. Scherf talaði af miklum áhuga um verslun og við- skipti borgríkisins við Island og kvaðst vona að hann væri nógu ungur til að lifa inn- göngu Islands í Evr- ópusambandið. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að líkja mætti íslandi og Bremen við gamla vini, sem hafí átt samleið í gegnum aldimar. Sambandið lifandi og mikilvægt „Upphafið var í kirkjunni," sagði borgarstjórinn. „Karl mikli stofnaði biskupsstólinn í Bremen árið 787. Fyrstu biskuparnir hófu trúboðsstörf og trúboðar á þeirra vegum fóru til Norður-Evrópu. Þeir fóru einnig til íslands og eftir það fóru ungir menn að koma ofan af Islandi til Bremen til að leggja stund á guðfræði. Þessir menn lærðu hér guðfræði, tóku hér vígslu og fóru aftur heim, þannig að sambandið var mjög lifandi og mikilvægt." Meðal þeirra sem fengu vígslu við ána Weser, sem rennur gegn- um Bremen, var ísleifur Gissurar- son, fyrsti biskup íslands. Hann var sendur utan til vígslu hjá Aðal- bert erkibiskup af Bremen 1056 og kom aftur ári síðar. Borgin hefur á prjónunum að efna til sýningar á íslandi árið 2000 til að undirstrika þessi tengsl milli íslands og Norður-Þýskalands og hefur Uwe Karl Beckmeyer, ráðherra hafnarmála og viðskipta í borgríkinu, þegar greint fi’á henni í þinginu. Sýning komi menningarsögu- legri nálægð til skila „Það væri óskandi að þegar þessi sýning verður að raunveru- leika verði hægt að setja hana í menningarsögulegt samhengi þannig að þessi nálægð Islands og Norður-Þýskalands komist til skila til almennings," sagði Scherf. „Það er mér mjög mikilvægt." Hann sagði að sér væri ljóst að hvað sem þessum trúarlegu tengsl- um liði væri fiskurinn nú aðalat- riðið. „Þið viljið selja físk í gegnum Bremerhaven og koma honum á markað í Evrópu," sagði hann. „Það er stór markaður og færir gjaldeyristekjur. Og við höfum mikinn hug á að stunda þessi við- skipti við ykkur. Ég held að sú saga sé síð- ur en svo að nálgast endinn, heldur muni þróast áfram og von- andi til góðs fyrir ykk- ur og viðskiptavini ykkar.“ Fiskmarkaðurinn í Bremerhaven hefur tekið breytingum á þessu ári, meðal ann- ars vegna þess að Samúel Hreinsson rek- ur hann nú og hefur tekið við honum af rík- inu. Scherf sagði að þessar breytingar myndu hafa jákvæð áhrif á þróunina. íslenskir útgerðarmenn kæmu físki sínum á markað gegnum þýsk fyrirtæki og einnig íslensk í Bremerhaven og hvorum tveggju væri í mun að vera í sem nánustu sambandi við neyt- andann og vera með vöru í fremstu röð. Markmiðið væri að bjóða upp á alla vöru þannig að hægt væri að koma til móts við allan smekk, öll tilbrigði, allar venjur í mat, sem fyrir hendi væru í Evrópu. Bremerhaven verði markaður fyrir fisk um alla Evrópu „Þetta viljum við nýta og vera með á nótunum," sagði hann. „Við viljum bjóða físk sem sérstaklega mikilvæga vöru alls staðar þar sem hann er borðaður í Evrópu. Við horfum ekki aðeins á Þýskaland, heldur hinn evrópska markað. Við erum að þróa hinn evrópska innri markað og það ræður úrslitum hvort maður er á þessum innri markaði eða ekki. Ég held að eigi að finna samanburð sé evrópski markaðurinn ásamt þeim band- aríska sá stærsti í heimi og hann mun vaxa og styrkjast með tilkomu evrunnar og kaupkrafturinn aukast. Ég er þeirrar hyggju að það sé fyrir öllu að þið verðið inn- anbúðarmenn með ykkar helstu framleiðsluvöru á þessum markaði, en ekki utangarðsmenn. Það er heimspekin að baki og skiptir öllu máli þegar vara af þessu tagi er annars vegar því alltaf má búast við sveiflum. Fólk borðar ekki alltaf það sama, tískan hefur sitt að segja og það þarf alltaf að fara með gát þannig að manni verði ekki hafnað og því þarf að vera í eins miklu návígi við viðskiptavininn og hægt er. Það er uppskriftin að árangri og ég fínn að íslendingar vilja fara eftir henni og það vilja þeir, sem starfa í Bremerhaven, og ég vil ýta undir þetta af áhuga og kappi og með vissu um framtíðina." Hann sagði að Islendingar ættu ekki aðeins að láta sér nægja að veiða fískinn og landa honum held- ur hafa áhrif á það hvernig varan skilar sér til neytandans og hvern- ig hún er verkuð. Dýrmæt vara og takmörkuð „Þetta er verðmæt vara og hún er takmörkuð," sagði hann. „Það verður stöðugt minna til af henni í heiminum og hún verður fyrir vikið dýrari og í raun eðalmatur og því verður sjómaðurinn, veiðimaðurinn að vera vakandi og hafa áhrif á frekari vinnslu og dreifinguna því að þar er peninganna aflað og mér fínnst að þið eigið að láta þetta ykkur varða. Við viljum einnig að samskiptin einkennist af vinsemd, gleði og vináttu í stað innbyrðis baráttu.“ Scherf kvaðst skilja það að á ís- landi væri ákveðinn ótti við Evr- ópusambandið. Hann hefði aldrei komið til Islands og þekkti því ekki hugsunarhátt Islendinga, en hann þekkti vel til í Noregi og hefði sér- staklega kynnst andstöðu norskra sjómanna við inngöngu í ESB. „Þeir voru vissir um að aðild myndi leggja atvinnuveg þeirra í rúst, en í raun er því þveröfugt farið,“ sagði hann. „Ef þið viljið vera í fyrsta sæti á stærsta markaðnum, sem er þegar öllu er á botninn hvolft evrópski innri markaðurinn - þið viljið flytja físk- inn út, en ekki borða hann allan sjálfír - verðið þið að vera inni í markaðnum og á markaðnum. Þið verðið að starfa sem hluti af markaðnum og njóta verndar, einnig út á við.“ Hann sagði að nú væri millibilsá- stand og á meðan á því stæði yrðu ríki Evrópusambandsins í raun að meðhöndla ríki á borð við Noreg og Island eins og þau væru þegar orðin aðildarríki. Þess fullviss að íslendingar gangi í ESB „Ég vona í það minnsta að ekki verði uppi hávær krafa um að sett- ir verði úrslitakostir um aðild eða ekkert heldur verði ESB í verki víkkað út þannig að varlega megi brúa bilið án þess að þau skil verði, sem margir óttast," sagði hann. „Þannig er staðan með Norðmenn og þannig ætti það einnig að vera með Islendinga. En ég vona að ég sé nógu ungur til að upplifa það að þið verðið fullgilt aðildarríki að ESB. Ég er þess fullviss að þið munið ganga í sambandið, en það á ekki að vera með valdskipun held- ur verði þannig búið um hnútana að íslendingar gangist inn á það að verða hluti af Evrópumarkaðnum, sem verndar fyrir neyðarástandi eins og nú ríkir í Asíu. íslendingar vita jafn vel og Þjóðverjar að þar er efnahagskreppa með tilheyrandi ótta, fátækt og atvinnuleysi. Astæðan er sú að þeir hafa ekki tekið höndum saman og verndað sig sameiginlega gegn alþjóðlegri spákaupmennsku. Ég segi og skrifa að hefðu þeir haft eitthvað í líkingu við hinn stöðuga innri markað okkar hefði þetta ekki gerst. Vegna ástandsins í Asíu er stuðningurinn við evruna nú orðinn jafn mikill og raun ber vitni. Evran var lengi vel harðlega gagnrýnd, en eftir að kreppan hófst í Asíu er stuðningurinn við evruna með ólíkindum, milli 98 og 99 af hund- raði. Allir hafa gert sér grein fyrir því að hún verndi okkur íyrir spá- kaupmönnum og menn hljóta að hugsa eins á íslandi. Þetta hefur haft róttækar breytingar á viðhorf manna í Þýskalandi." Stuðningur við evru jókst við kreppuna í Asíu Hann sagði að til vitnis um þessa hugarfarsbreytingu væri að í síð- ustu kosningum hefði flokkur einn varið miklu fé í áróður og auglýs- ingar gegn evrunni og hann hefði aðeins fengið 0,2 hundraðshluta fyigj- „Ástæðan var reynsla Asíu- manna,“ sagði hann. „Fyi-ir einu til tveimur árum voru þetta fyrir- myndirnar og nú eru þetta skyndi- lega kreppuríkin, sem enginn vill hafa neitt með að gera lengur og menn vilja halda sig sem lengst í burtu frá þeim. Hjá okkur hefur þetta stutt mjög við Evrópusam- runann." Þótt Scherf beri titilinn borgar- stjóri má í raun segja að hann sé forsætisráðherra sambandslands- ins Bremen, sem einnig telur Bremerhaven. Hann hefur verið borgarstjóri frá 1995 og stjórnað ásamt kristilegum demókrötum. í júní á næsta ári verður gengið til kosninga og kvaðst Scherf vona að útkoman yrði sú að sömu flokkar yrðu áfram við völd. Uppsveifla í kjölfar samstarfs stóru fiokkanna í Bremen „Það er mjög gott fyrir þetta sambandsland að stóru flokkarnir tveir standi saman að stjórninni," sagði hann. „Þetta samstarf hefur hrundið af stað mikilli uppsveiflu. Fyrirtæki og bankar styðja stjórn- ina, stórir fjárfestar hafa komið hingað með nokkra milljarða marka. Þetta skýrum við með því að réttur pólitískur rammi hafí ver- ið skapaður í Bremen og Bremer- haven og ég vil koma enn meira jafnvægi á í þessum efnum.“ Það kom mörgum á óvart á sín- um tíma að Scherf skyldi ganga til samstarfs við kristilega demókrata. I blaðagreinum er hann í sömu andránni kallaður „yf- irlýstur vinstrimaður“ og hinn „járnharði umbótamaður" borgn'k- isins. Vinstra andóf og samstarf með hægri mönnum „Þetta passar hvort tveggja," sagði hann hlæjandi. „Ég er þekkt- ur um allt borgríkið og allt Þýska- land sem vinstrimaður. Þetta nær allt til starfs míns hjá ungum jafn- aðarmönnum; ég barðist fyrir af- vopnun, ég er friðarsinni, skoraðist undan herþjónustu, tók oft þátt í mótmælum gegn kjarnorkuvopn- um og skipulagði harða gagnrýni á hægri vænginn. Þess vegna furða sig margir á því að ég skuli nú vera borgarstjóri í samsteypustjórn stóru flokkanna tveggja. Ég hefði reyndar ekki trúað mér til þess sjálfur, en í ljós hefur komið að þetta gengur vegna þess að fólkið styður þetta samstarf. Ég finn fyr- ir því að ég hef ekki einangrað mig frá fólkinu, enda verður maður á svæði þar sem mikið er um at- vinnuleysi og skipulagsvanda og erfíðleikar í fjármálum að taka hlutina beinum tökum. Ég get ekki verið afstrakt þegar ég lýsi vonum mínum heldur verð ég að vera efn- islegur. Það þýðir að ég verð að ná í fjárfestingu, skapa atvinnu, auka skatttekjur og styi'kja andrúms- loftið á vinnumarkaði og styðja við stéttarfélögin með jákvæðum hætti í stað þess að búa stöðugt til vandamál. Þetta er mitt verkefni og þetta geri ég með nokkrum árangri." Hrun múrsins ruddi hindrunum úr vegi Borgarstjórinn viðurkenndi að það hefði auðveldað að stíga þetta skref að kalda stríðinu væri lokið. „Það er engin spurning," sagði hann. „Eftir að múrinn féll [1989] hefur átt sér stað mesta afvopnun sem ég þekki til. Þýski herinn og austur-þýski alþýðuherinn runnu saman og eru nú 300 þúsund her- menn í honum. Áður var austur- þýski herinn einn og sér hálf millj- ón manna. Herinn er nú þriðjungur þess, sem var fyrir sameiningu. Um allt Þýskaland er að fínna gömul æfíngasvæði, sem ekki eru lengur notuð fyrir herinn heldur til ræktunar á korni eða kvikfénaði eða sem orlofs- eða göngusvæði. Þetta er dásamleg þróun og þar við Henning Scherf, borgarstjóri Bremen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.