Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 27 LISTIR Keisari ein- leikskon- sertanna JEFFREY Siegel á æfingu með Sinfóníuhljómsveitinni. TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í kvöld hefjast kl. 20 og er efnisskráin helguð Lud- wig van Beethoven. Einleikari með hljómsveitinni er píanóleik- arinn Jeffrey Siegel og hljóm- sveitarstjóri er Rico Saccani. Fluttur verður Leonora-forleikur- inn nr. 3, Píanókonsert nr. 5 og Sinfónía nr. 4. Ricco Saccani tók við starfi að- alhljómsveitarstjóra SÍ í upphafi þessa starfsárs og hefur þegar stjórnað fjórum tónleikum hér sem slíkur. Auk starfa sinna hjá SÍ er hann aðalhljómsveitarstjóri Fílharmoníusveitarinnar í Búda- pest, aðalgestastjórnandi Ung- versku ríkisóperunnar auk þess sem hann kemur fram sem gesta- stjórnandi bæði austan hafs og vestan. Næstu tónleikar Ricos Saccani hér á landi eru í mars en þá stjórnar hann tvennum tón- leikum, þeim fyrri 3. mars og hinn 6. mars mun hann stjórna upp- færslu á óperunni Turandot eftir Giacomo Puccini í Laugardalshöll. Bandaríski píanóleikarinn Jef- frey Siegel nam píanóleik við Julliard-tónlistarháskólann í New York og hjá Ilona Kabos í London. Hann hefur komið fram sem einleikari með fremstu hljómsveitum Bandaríkjanna og í Evrópu undir stjórn hljómsveitar- stjóra á borð við Abbado, Boulez Metha, Slatkin o.fl. Jeffrey Siegel ver stórum hluta starfs síns sem listrænn stjórnandi Mainly Moz- art-listahátíðarinnar í Phoenix í Ai'izona. Siegel gerir mikið af því að kynna börnum og unglingum tónlist á sérstökum tónleikum. Föstudagsmorguninn 22. janúar mun hann koma fram á tónleikum SI fyrir framhaldsskóla en þá leikur hann fyrir og spjallar við nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Efnisskráin Píanókonsert nr. 5, Keisara- konsertinn, eins og hann oft er nefndur, var saminn árið 1809. Konsertinn var frumfluttur í Leipzig árið 1811 þar sem honum var forkunnarvel tekið og var verkinu lýst sem frumlegasta, skáldlegasta, áhrifamesta og erf- iðasta píanókonsert sem skrifaður hefur verið. Nokkrum mánuðum síðar var konsertinn fluttur í Vín- arborg af nemanda Beethovens, Carl Czeny. Þar hlaut hann dauf- ar undirtekir. Engu að síður er sögð sú saga að þessa tónleika sótti ungur liðsforingi, franskur að þjóðerni, sem hreifst svo af verkinu að hann lét þau orð falla að hér væri fæddur „keisari ein- leikskonsertanna". Hvort þetta er upphafið af nafngiftinni er hins vegar ekki vitað. Lokaverk tónleikanna er 4. sin- fónía Beethovens, en hún var samin fyrir einn af velgjörðar- mönnum Beethovens, Oppersdorf greifa. Kvittun fyrir launum tón- skáldsins, 500 flórínum, er dag- sett 13. febrúar 1807, en sinfónían var frumflutt í Vín í mars árið 1807. AFSLATTUR farnakuldagalli rauður Barnalambhúsetta Ungbarnadress Dömuhettubolur Herrapeysa Drykkjarkanna Verð áður 989 kr. 4 9S3"kr. 99 kr. L3951fr. 299 kr. L695lfr. 499 kr. 923kr. 989 kr. L895lfr. 50 kr. Fyrstir koma fyrstir fá af barnafatnaði. HAGKAUP Meira úrval - betri kaup Lesið í Gerðarsafni GERÐUR Kristný les úr smá- sagnasafni sínu Eitruð epli í dag, fimmtudag, kl. 17 í Lista- safni Kópavogs, Gerðarsafni. Lesturinn er á vegum Ritlist- arhóps Kópavogs og stendur dagskráin í klukkutíma. Að- gangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.