Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 64
' '64 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MARLON Brando leikur af dýrslegum krafti rustann Stanley Kowaiski í Sporvagninum Girnd, Vivian Leigli spilar einnig afarvel á liinum enda tilfinningaskalans; brothætt og hrædd. ELIA KAZAN ELIA Kazan á góðri stund við tökur á síðustu mynd sinni, The Last Tycoon. KARL Malden, Marlon Brando og Eva Marie Saint í Á eyrinni, einni af bestu myndum alira tíma. KAZAN náði því besta útúr leikurum sínum. Þau Carroll Baker og Karl Malden, sem ein ólíkustu og voniausustu hjón kvikmyndasögunn- ar, líða þeim ekki úr minni sem séð hafa Baby Doll. BANDARISKA kvikmyndaaka- demían tilkynnti á dögunum að hún ætlaði að veita leikstjóranum Elia Kazan heiðurs-Óskar þegar verðlaunin verða afhent 21. mars. Kazan er einn áhrifaríkasti leik- hús- og kvikmyndaleikstjóri aldar- innar, hefur m.a. hlotið Óskarsverðlaunin í tvígang, fyrir leikstjórn Gentlemans Agreement, (‘47) og Á eyrinni - On the Water- front, (‘54). Meðal annarra sígildra ' mynda frá hendi hans má nefna Sporvagninn Girnd - A Streetcar Named Desire, (‘51), Austan Eden - East of Eden, (‘55), og Vi’va Zapata, (‘52). Þrátt fyrir öll sín glæstu leikstjórnarafrek eru þó ekki allir búnir að taka Kazan í sátt í Hollywood, svíður enn að hann skyldi leka nöfnum til Óam- erísku nefndarinnar á tímum kommaleitar McCarthys um 1950. Kazan fæddist 1909 í Konstant- ínópel, sem þá tilheyrði Grikk- landi. Heiðursverðlaunin (sem skipa honum á sess með mönnum einsog Welles, Chaplin, Donen, og Kurosawa) og endanlega fyrir- gefningu syndanna hlýtur hann því á 90. aldursári. Fáir eru betur að þeim komnir en Kazan, því einsog Karl Malden, fyrrum sam- starfsmaður hans og forseti aka- demíunnar, sagði fyrir skömmu, þá snúast störf hennar um listir og vísindi, ekki stjórnmál. Kazan er menntaður frá leiklist- ardeild Yale-háskólans. Strax með annarri mynd sinni, A Tree Grows in Brooklyn (‘45), lét hinn nýi kvik- myndaleikstjóri að sér kveða. Myndin fjallaði um fjölskyldu í Brooklyn, plagaða af drykkjuskap heimilisföðurins sem James Dunn lék af slíkum tilþrifum að hann stóð uppi með Oskarsverðlaunin. Skammt var stórra högga á milli. Óskarsverðlaunamyndin Gentlem- an’s Agreement (‘47), beinskeytt ádeila á gyðingahatur, ruddi braut- ina fyrir fjölmörg stórverkefni sem Kazan var treyst fyrir á næstu ár- um. Pinky (‘49) var önnur, hárbeitt þjóðfélagsádeila, að þessu sinni á kynþáttahatrið í Suðurríkjunum, Panic in tbe Streets (‘50) er mögn- uð spennumynd frá New Orleans, um glæpamenn á flótta, annar plagaður af skæðri farsótt. Ric- hard Widmark og Jack Palance, tveir af bestu illyrmum kvik- myndasögunnar, eiga fínan dag. ■1951 er komið að hinni Óskurum prýddu Sporvagninum Girnd. Tveimur árum síðar fær Anthony Quinn Óskar fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir Víva Zapata. Sjálfur Brando fór laglega með tit- ilhlutverk hins mexíkóska upp- reisnarforingja. Ekkert lát er á _ meistaraverkunum. 1954 er ár Á eyrínni, einni bestu mynd áratug- arins. Austan Eden (‘55) naut mik- illar hylli gagnrýnenda og almenn- ings, sem þyrptist á myndina til að sjá goðið sitt, James Dean, og fína kvikmyndagerð á mögnuðu, dramatísku verki. Baby Doll var hneykslunarhella ársins 1957. Wild River (‘60) er enn ein ádeilan. Að þessu sinni gagnrýnir Kazan fram- kvæmdir sem eru í brennidepli hérlendis um þessar mundir; að drekkja náttúruperlum undir uppi- stöðulón. Um þessar mundir sýndu „fijáls- Myndir" ráðamenn vestra, að þeir áttu eitthvað skylt með McCarthy og skuggaböldrum hans. Kazan átti orðið í erfiðleikum með að fá bitastæð verkefni; hann var á svörtum lista krata. Splendor In the Grass (‘61) var þó athyglisverð ojg áhrifamikil. Byggð á Oskarsverðlaunahandriti Williams Inge, með Natalie Wood fírna góða í hlutverki stúlku sem er að ná sér eftir skipbrot. America, Ameríca, (‘63) og The Arrangement (‘69) eru báðar byggðar á minningum Kazans. Sú fyrrnefnda var síðasta stórvirki hins hálf-útskúfaða leik- stjóra, hin slappasta myndin á ferl- inum. Svanasöngur þessa mikil- hæfa manns var svo The Last Tycoon (‘76), kvikmyndagerð bók- ar F. Scotts Fitzgeralds - sem hann byggði á kynnum sinum af kvikmyndamógúlnum og vinnu- þjarkinum Irwing Thalberg. Ágæt mynd þar sem Robert De Niro fer á kostum í aðalhlutverkinu. Eins og fram hefur komið, var Kazan einnig heillaður af leikhús- inu og átti sögufræga samvinnu á sviðinu og tjaldinu við tvo af merk- ustu leikritaskáldum Bandaríkj- anna á þessari öld - þá Tennessee Willimas og Arthur Miller. Kazan var einnig stofnandi frægasta leik- Sígild myndbönd SPORVAGNINN GIRND („A STREETCAR NAMED DESIRE") 1951 tHHHr Eitt af sígildum verkum sviðs og tjalds. Kazan flytur kynngimagnaða Broadwayuppfærslu sína á hinu sögufræga og umdeilda leikriti Willi- ams yfir á tjaldið, með einstökum ár- angri. Vivian Leigh og Marlon Brando fara óaðfinnanlega með hlut- verk skráð feitu letri í leikhús- og kvikmyndasöguna: Blanche DuBois og Stanley Kowalski. Leigh er ógleymanleg sem hin fallna Suður- ríkjamær, sem tapar endanlega átt- um í húsakynnum systur sinnar (Kim Hunter) og mágs (Brando) nið- ur í New Orleans. Hunter og Karl Malden (sem vonbiðill DuBois) eru óaðfinnanleg, en yfir öllu gnæfir Brando í hlutverki hins pólskættaða rustamennis. Geislar af honum ki’afturinn í einu magnaðasta leika- freki . kvikmyndasögunnar. Sviðs- myndin er einstök. Á EYRINNI („ON THE WATERFRONT“) 1954 ★★★★ Ein af bestu myndum allra tíma, í sínum raunsæja s/h stórfengleika. Brando leikur uppgjafa boxara, sem fyrir orð stóra bróður (Rod Steiger) di’egst inní glæpaveröldina á eyrinni í New York. Sættir sig ekki við að- ferðir hennar og snýst hugur fyi-h- orðstað stúlkunnar sinnar (Eva Marie Saint) og klerksins (Karl Malden). Sögufrægur leikhópur (tel- ur einnig Lee J. Cobb) vinnur glæsta sigra og er það mál margra að Brando hafi aldrei verið betri en hér. Kazan heldur vel á hinni beittu ádeilu á eitt meginböl bandarísks þjóðlífs: skipulagða glæpastarfsemi. Þessi áttfalda Óskarsverðlaunamynd hefur elst með ágætum, er engu síðri í dag en fyrir hartnær hálfri öld. BABY DOLL (1957) ★★★★ Carroll Baker í hlutverki kornungr- ar eiginkonu og blóðheitt handrit Tennessee Williams um framhjá- hald, daður og sviksemi, hneykslaði nánast gjörvalla Vesturálfu á sínum tíma. Baker er ung, sæt og freistandi sem eiginkona síns einfalda og durgslega bónda (Kai’l Malden). Eli Wallach táldregur þau bæði. Það hreinlega kraumar undir niðri í þess- ari brennheitu og ofsafengnu mynd, með Baker og Wallach einkar minn- isstæð í sínum fyrstu hlutverkum. Sæbjörn Valdimarsson skóla sögunnar, The Actor’s Studio, ásamt Lee Strasberg. Þeir beittu sér fyrir hinu byltingar- kennda leikformi, „method act- ing“, sem margar af frægustu stjörnum allra tíma tileinkuðu sér. Menn á borð við Marlon Brando, Karl Malden, Rod Steiger, Montgomery Clift, Julie Harris, Eli Wallach og Paul Newman. Það hafa sterkir vindar leikið um þetta mikiimenni leiksviðs og mynda. Það verður einkar ánægju- legt og viðeigandi að sjá hann komast i' endanlegt skjól á kom- andi marsdögum. MYNDBÖND Skemmti- leg sápa Lethal Weapon 4_ H a s a r ★★★ Leikstjórn: Richard Donner. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Danny Glover, Joe Pesci, Rene Russo og Chris Rock. 122 mín. Bandarísk. Warner myndir, desember 1998. Aldurstakmark: 16 ár. NÚ ER fjórða (en varla síðasta) myndin í framhaldsflokknum um Riggs og Murtaugh komin á mynd- band. Þessi gef- ur hinum fyrri ekkert eftir og er mun betri en sumar. Tónninn er mikið breytt- ur frá upphafinu og er nú helst í ætt við dramat- íska fjölskyldu- epík eða sápuóp- erur. Hasarinn hefur vikið úr brennipunkti fyrir hugtökum eins og fjölskyldu, vin- áttu, ást og tilfinningum og að öðru leyti minnir myndin mikið á gamal- dags vestra. Löggutvíeykið er ekta kúrekapar en indíánarnir hafa breyst í kínverska mafíósa. Öll bygging myndarinnar er mjög á sí- gildu nótunum, sem auðveldlega gæti lent á leiðinlegu svæði klisju og formúlu. Húmor og persónutöfr- ar leikara ná þó vel að bægja þeirri hættu frá og útkoman verður því hin skemmtilegasta. Gibson sýnir enn og aftur að hann er vanmetinn leikari, einn af þeim örfáu sem mað- ur gleymir jafnan samstundis að sé að leika. Hann virðist alltaf ein- hvernveginn bara hann sjálfur. Guðmundur Ásgeirsson Margræð örlög Rennihurðir (Sliding Doors)________ Drama/Ást ★★% Framleiðsla: Sydney Pollack, Phil- ippa Braithwaite og William Hor- berg. Leikstjórn og handrit: Peter Howitt. Tónlist: David Hirschfelder. Aðalhlutverk: Gwyneth Paltrow. 99 mín. Bresk. Myndform, janúar 1999. Öllum leyfð. FLESTIR hafa einhverntíma pælt í hverju örlítil atvik, eins og að missa af strætó, gætu breytt í lífi þeirra. Erum við á valdi örlaganna eða er lífið enda- laus röð tilvilj- ana? Þessi spurning má segja að sé grundvöllur sög- unnar í „Sliding Doors“. Raktar eru tvær mögu- legar útgáfur af lífi ungi-ar konu eftir eina slíka örlagaglettu. Hugmyndin er ágæt, en ekki nógu vel unnin. Fyrri hluti myndarinnar er reyndar hin ágætasta skemmtun, en svo fer myndin versnandi og verður leiðin- lega langdregin og atburðavana í seinni hálfleik. Eins vakti hún þá tilfinningu að hún fæli í sér einhver mikilvæg skilaboð, sem síðan reyndust engin vera. Hér er það handritið sem heldur aftur af öðr- um þáttum sem eru ágætlega unn- ir. Það hefði þurft að vinna betur með söguna sem auðveldlega hefði getað verið þéttari og skemmti- legri. Samt sem áður nokkuð yfir meðallagi. Guðmundur Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.