Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 37
36 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ PlinrgmnMuMI* STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RÆÐA ÞORSTEINS PÁLSSONAR ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, flutti at- hyglisverða ræðu á fundi Sjálfstæðisfélagsins Njarð- víkings sl. raánudagskvöld. í ræðu sinni sagði ráðherrann m.a., að sjávarútvegurinn hefði í raun greitt skatt á veiði- heimildir allt frá árinu 1983, sem hefði verið að smá aukast og stæði nú undir öllum eftirlitskostnaði í greininni og kostnaði við Þróunarsjóð sjávarútvegsins. Þessi skattur næmi nú um 700 milljónum króna. Síðan sagði Þorsteinn Pálsson: „Ég tel hins vegar að það sé ekkert óeðlilegt að eftir því sem staða greinarinnar batnar verði haldið áfram að þróa gjaldtöku af þessu tagi, þannig að hún standi undir kostnaði samfélagsins af fisk- veiðunum, en það verður að gera í ljósi samkeppnisstöð- unnar, menn geta ekki haft nein önnur viðmið í þeim efn- um. Ég held, að það væri mjög eðlilegt verkefni, ekki sízt í ljósi nýgengins dóms Hæstaréttar, að þær greiðslur sem hafa farið til Þróunarsjóðsins, gætu runnið til þess að standa undir kostnaði við rekstur Hafrannsóknastofnunar, en ríkið tæki yfir skuldbindingar Þróunarsjóðsins. Þar með mundi sjávarútvegurinn kosta allt veiðieftirlit og allar rannsóknir á þessu sviði.“ Loks sagði sjávarútvegsráðherra: „Það er engin ástæða til þess að segja, að sjávarútvegurinn greiði aldrei gjald af notkun auðlindarinnar, enda hefur það aldrei verið stefnan, hann hefur gert það allt frá fyrsta degi.“ Þorsteinn Pálsson hefur áður gefið svipaða afstöðu til kynna en tæpast með jafn afdráttarlausum hætti og nú. Eftir þessa yfirlýsingu er varla hægt að tala um grundvall- armun á afstöðu sjávarútvegsráðherra og Morgunblaðsins, þótt vel megi vera, að skoðanamunur kunni að vera um út- færslu þessara hugmynda. Það hefur verið afstaða Morg- unblaðsins í umræðum um fiskveiðistjórnunarkerfið að greiðsla eigi að koma fyrir afnot af auðlindinni, sem er sameign þjóðarinnar. Yfirlýsing ráðherrans sl. mánudags- kvöld bendir til, að hann geti fallizt á það meginsjónarmið, en ágreiningur kunni að vera um upphæðir og útfærslu. Slíkur ágreiningur er allt annað mál og léttvægur miðað við þau grundvallarsjónarmið, sem um er að tefla. Það virðist nokkuð almenn samstaða um, að sjávarútveg- urinn eigi að greiða þann kostnað, sem samfélagið hefur af fiskveiðunum og að því vék sjávarútvegsráðherra á um- ræddum fundi. Spurning er hins vegar, hvort það er sann- gjarnt gagnvart sjávarútveginum að setja málið fram með þessum hætti. Eru rök fyrir því að segja sem svo, að eðli- legt sé, að atvinnugreinin standi undir kostnaði við Haf- rannsóknastofnun, Landhelgisgæzlu o.s.frv.? Um það má deila. Eðlilegra kann að vera, að sjávarútvegurinn og raunar allar aðrar atvinnugreinar greiði eðlilegt gjald fyrir þá þjónustu, sem atvinnuvegirnir fá frá opinberum stofnun- um. í því mundi felast, að útgerðin greiddi fullu verði fyrir ákveðna þjónustu og upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun en ekki allan kostnað við rekstur stofnunarinnar. Með sama hætti mundi útgerðin borga fullt gjald fyrir þjónustu frá Landhelgisgæzlunni en ekki allan kostnað við starfsemi hennar o.s.frv. íslenzka þjóðin, sem eigandi auðlinda, bæði fiskimiðanna og annarra auðlinda, þarf auðvitað að leggja í ákveðinn kostnað til þess að viðhalda þeim verðmætum, sem í auð- lindunum felast. Með því að selja með einum eða öðrum hætti aðgang að auðlindum fær hún þann kostnað til baka og meira til. Þetta kann að vera eðlilegri nálgun að við- fangsefninu en gera kröfu til þess, að sjávarútvegurinn greiði „allan“ kostnað, sem samfélagið ber af þessum ástæðum. Með sama hætti og krafa er gerð til þess, að sjávarút- vegurinn greiði gjald með einhverjum hætti fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina er eðlilegt að sama gi'undvallar- sjónarmið eigi við um nýtingu annarra auðlinda en fiski- miðanna. En jafnframt á ekki að gera kröfu til þess, að út- gerðin borgi annan kostnað við starfsemi opinberra stofn- ana en felst í eðlilegu endurgjaldi fyrir veitta þjónustu. Þar með eru þessi samskipti komin á eðlilegan viðskiptagrund- völl, sem allir aðilar eiga að geta verið sammála um. Astæða er til að fagna yfirlýsingum Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, nú og áþekkum ummælum, sem ráð- herrann hefur látið falla á undanförnum misserum. Hann hefur verið í forystu þeirra, sem staðið hafa vörð um nú- verandi fískveiðistjórnunarkerfi. Ráðherrann hefur tekið af öll tvímæli um, að hann vill stuðla að sáttum í þessu mikla deilumáli og á fundinum sl. mánudagskvöld hefur hann stigið stórt skref í þá átt. Um 200 aldraðir í þörf fyrir hjúkrunarrými í höfuðborginni HJUKRUNAR- OG DVALARRÝMI FYRIR ALDRAÐA Á ÍSLANDI Fjöldi hjúkrunar- og dvalarrýma Hjúkrunarrými —j j— Dvalarrými Vestfirðir ý 69+13=82 Austurland m 107+54=161 Norðurl. ve. [jjj] 132+29=161 Vesturland 1125+112=237 Suðurland Norðurl. ey. Reykjanes Reykjavík 205+192=397 187+213=400 394+139=533 Fjöldi íbúa á hvert hjúkrunarrými 310 1.097 Norðurl. ve. Suðurland Vesturiand Austurland Vestfirðir Reykjavík Norðurl. ey. Reykjanes Meðaltal 74 Fjöldi íbúa á hvert rými alls Suðurland Vesturland Norðurl. ve. Norðurl. ey. Austurland Reykjavík Vestfirðir 186 Reykjanes Meðaltal Bið verði ekki lengri en 90 dagar að hámarki Aldraðir bíða eftir að komast inn á dvalar- og hjúkrunarheimili, einkum á höfuðborgar- y— - ———— — svæðinu. A ári aldraðra er ætlunin að taka í notkun a.m.k. 60 ný hjúkrunarrými og sam- kvæmt samstarfi heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar er stefnt að því að ár- ið 2000 verði bið þeirra sem eru í brýnni þörf eftir rými að hámarki 90 dagar en ekki allt að tvö ár eins og nú er. NÚ BÍÐA 235 aldraðir ein- staklingar eftir dvalarrými í Reykjavík og þar af eru 119 í mjög brýnni þörf fyrir úrlausn sinna mála. 203 aldraðir ein- staklingar sem eiga við líkamlegan og andlegan heilsubrest að stríða bíða eftir hjúkrunarrými. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir að á þessu ári verði hjúkrunarrýmum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu og markmiðið sé að innan tveggja ára þurfi enginn í biýnni þörf fyrir vistun að bíða lengur en í 90 daga. 16 nýjar stofnanir á síðustu tíu árum I samtali við forsvarsmenn öldrun- armála hjá nokknim sveitarfélögum kemur í ljós að ástandið er mismun- andi slæmt og ræðst m.a. af framboði af vistunarrými og aldurssamsetningu. Öldrunarrými á landinu öllu, sem skiptist í dvalarrými og hjúkrunar- rými, er 3.068, þar af 2.006 hjúknmar- rými á hjúkrunarheimilum og sjúkra- húsum og 1.062 dvalarrými. Sextán nýjar stofnanir hafa verið teknar í notkun á síðustu tíu árum, þar af ein á Vestfjörðum, Suðurlandi og Reykja- nesi, tvær á Norðurlandi eystra og Austurlandi, fjórar í Reykjavík og fimm á Vesturlandi. Engin ný öldrun- arstofnun hefur verið tekin í notkun sl. tíu ár á Norðurlandi vestra. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra segir að opnað verði hjúkr- unarrými í Víðinesi á Kjal- amesi fyrir 30 einstak: linga í mars eða apríl. í Garðabæ verður opnað hjúkrunarrými í vor fyrir 25-30 manns. Þá var hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði opnað í desember sl. þar sem er rými fyrir 30 vistmenn. ,Auk þess er verið að breyta ákveðnum fjölda dvalarrúmum í hjúkrunarrými. Loks höfum við boðið út 60 rúma hjúkrunarheimili í Reykjavík og það skýrist á næstu vik- um hver fær verkefnið. Reykjavíkur- borg og heilbrigðisráðuneytið hafa unnið saman að framtíðarskipulagi og úrlausn þessara mála sem nær til tveggja ára. Markmiðið er að enginn í brýnni þörf þurfl að bíða lengur en í 90 daga eftir rúmi árið 2001,“ segir heilbrigðisráðherra. Stefnt er að því að hjúkrunarheim- ilið verði tekið í notkun snemma á ár- inu 2000. Minni þörf úti á landi Ingibjörg segir að þörfin sé mest á höfuðborgarsvæðinu en mun minni úti á landi. Hún segir alveg ljóst að halda þurfi áfram að bæta við hjúkrunar- vistunaiTými við þau 130 sem bætast við á þessu ári til þess að markmið um innan við 90 daga biðtíma eftir vistun náist. Á næsta ári þurfi líklega að bæta enn við 50 til 60 rýmum. Rekstraraðilar dvalar- og hjúkrun- arheimila fyrir aldraða fá rekstrar- kostnað greiddan á fjárlögum eða í formi daggjalda fyrir hvern einstak- ling frá ríkinu. Daggjöldin eru mis- munandi eftir stöðum og hvort um dvalar- eða hjúkrunarrými er að ræða. Dvalarrými er ódýrari rekstr- areining því þar dvelst heilsuhraust- ara fólk sem er rólfært en fær alla umsjón, s.s. mat, þrif og aðstoð. Vist- menn á dvalarheimilum greiða allan sinn lífeyri að undanskildum 12.500 ki'ónum sem þeir hafa til eigin ráð- stöfunar á mánuði. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, yfirmað- ur öldrunarþjónustu hjá Félagsþjón- ustu í Reykjavík, segir að dvalarheim- ili sé víkjandi form og í staðinn séu að koma þjón- ustuíbúðir. Hún segir að staðan sé hvorki verri né betri en hún hafi verið síðustu ár hvað varðar vistunarúrræði fyrir aldraða. Biðlistar séu hins vegar of langir. 1. desember 1998 biðu 235 manns eftir dvalarrými í borginni, þar af teljast 119 vera í mjög brýnni þörf, 65 í brýnni þörf og 51 í þörf. Enginn á að fá úthlutað nema hann sé í mjög brýnni þörf. Þörfin er met- in eftir svonefndu vistunarmati aldr- aðra sem er mælitæki í höndum fag- 50-60 rými til viðbótar á næsta ári 235 ALDRAÐIR einstaklingar bíða eftir dvalarrými í Reykjavík og þar af eru 119 í mjög brýnni þörf fyrir úrlausn sinna mála. fólks, þ.e. félagsráðgjafa, hjúkrunar- fræðinga eða öldrunarlækna í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Þórdís Lóa segir að það sé yfirlýst stefna hjá Félagsþjónustunni að hún hlutist ekki til um neina vistun fyrir utan Reykjavík. Oldruðum fjölgað mikið Ástandið er þó verra hvað varðar biðlista fyrir hjúki-unarrými, ekki síst vegna þess að margir í þessum hópi sem lagðir eru inn á spítala eru ekki útskrifaðir þaðan fyiT en þeir fá hjúkrunarrými. Á meðan taka þeir upp rými á spítölunum. 1. desember voru 169 einstaklingar í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými í Reykjavík, 24 í brýnni þörf og tíu í þörf. Samkvæmt upplýsingum frá Fé- lagsmálastofnun Kópavogs kostar hvert hjúki'unarrými um og yfir 8 þúsund krónur á dag en hvert rými á sjúkrahúsi sem gamla fólkið teppir oft á tíðum kostar um og yfir íjörutíu þúsund krónur. Þórdís Lóa bendir á að öldruðum hafi fjölgað mikið síðastlið- in ár hér á landi. 80 ára og eldri fjölgi hlutfallslega mjög mikið. „Samt erum við komin yfir hæsta kúf- inn núna. Fram til 2020 fjölgar 80 ára og eldri um Hlutfall 67 ára og eldri hæst í Reykjavík 45%. Þessa tölu er þó ekki hægt að slíta úr samhengi við heildai+nyndina. Vissulega á þessi hópur eftir að stækka því fólk lifir lengur en á móti kemur að þeir sem verða 67 ára eru mun heilsuhraustari en þessi sami aldurshópur var fyrir 20 árum.“ Þórdís Lóa segir að ástandið sé mun skárra víðast hvar úti á landi. Þar séu bjargir manna aðrar og fleiri dvalar- og hjúkrunarrými á hverja 100 íbúa en í Reykjavík. Samkvæmt útreikningum Aðal- steins Sigfússonar, félagsmálastjóra í Kópavogi, er fjöldi íbúa á hvert rými mestur á Reykjanesi, 138, 105 á Vest- fjörðum en fæstir eru um hvert rými á Suðurlandi, 52, og Vesturlandi 59. í Reykjavík eru 97 íbúar um hvert rými. Garðabær eldist hraðast I Kópavogi em 22 í brýnni þörf fyr- ir vistunarrými og annar eins fjöldi í þörf. Aðalsteinn segir um þessi mál að svo virðist sem hér sé um uppsafn- aðan vanda að ræða og oft blasi ekki við rökrétt samhengi í þessum mál- um. Hann nefnir að erfitt sé að henda reiður á ástæðum fyrir misjöfnum framlögum úr Framkvæmdasjóði aldraðra til kjördæmanna 1992-1997. Þar séu meðaltalsgreiðslur á hvern íbúa lægstar til Reykjaness, 434 krónur, en hæstar á Austurlandi, 1.552 krónur. Engu að síður sé hlutfall 67 ára og eldri hátt á Reykjanesi, þ.e. 9,5% í Kópavogi, sem er hærra en í Hafnar- firði, þar sem hlutfallið er 8,6% og 7,22% í Garðabæ. Hlutfallið er hins vegar hæst í Reykjavík, 11,7%. Þess- ar hlutfallstölur eru miðaðar við 1. desember síðastliðinn. Þróunin er sú að næstu sjö árin fjölgar öldruðum hraðar í Kópavogi og Garðabæ en í Reykjavík og Hafnarfirði. Hlutfall Kópavogsbúa 60-67 ára er 5,65%, 4,11% í Hafnarfirði, 5,05% í Reykja- vík, hæst er hlutfallið í Garðabæ, 6,53%. „Við höfum á undanförnum árum reynt allt sem í okkar valdi hefur staðið til að fá heilbrigðisráðuneytið til að veita okkur framkvæmdaleyfi til byggingar hjúkrunarheimilis með 60 pláss sem það hefur heykst á og við erum mjög leiðir yfir. Við fengum þó leyfi fyrir einu sambýli," segir Að- alsteinn. Heilbrigðisráðherra segir skýring- una á því hve misjafnlega miklu er út- hlutað til kjördæma úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra þá að búið sé að byggja víðast hvar upp dvalar- og hjúkrunarrými íýrir aldraða úti á landi. Nú sé röðin komin að Reykja- vík. Nákvæmlega sama hafi átt sér stað með heilsugæsluna sem hafi fyrst verið byggð upp úti á landi. I Hafnarfrði er 25 kon- ur í þörf fyrir vistunar- rými, þar af 11 fyrir hjúkrunarrými. 24 karlar eru í vistunarþörf, þar af fjóiir fyrir hjúkrunarrými. Átta hjón eru í vistunarþörf, þar af þrenn fyrir hjúkrunarrými. Kolbrún Oddbergs- dóttir, öldrunarfulltrúi hjá Félags- málastofnun Hafnarfjarðar, segir að þörf sé fyrir að bæta við vistrými í bænum og fjölga íbúðum fyrir aldr- aða í þjónustukjörnum. FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 37 Formaður Lögmannafélags íslands er sáttur við ný lög um lögmenn Sjálfstæði lögmanna varið í nýrri loggjof s Ymis nýmæli er að finna í lögum 77/1998 um lögmenn, sem tóku gildi um síðustu áramót. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við formann Lögmannafélags Islands, Jakob R. Möller, um skylduaðild, úrskurðarnefnd, trúnaðarsamband lögmanns og skjólstæð- ings, eignaraðild að lögmannsstofum og sjálfstæði lögmanna. LÖGMANNAFÉLAG íslands var stofnað árið 1911, en fyrsta heildarlöggjöfin um starfsemi lögmanna var sett árið 1942 og hefur hún verið í gildi í meginatriðum þar til nú. Félagar í Lögmannafélagi Islands eru rúmlega 500. Þar áf starfa um 250 sjálfstætt, tugir félaga eru fulltrúar hjá lög- mönnum, á annað hundrað manns staiTa hjá ýmsum fyrirtækjum og fé- lagasamtökum og nokkur hópur manna, 70 ára og eldri, á aðild að fé- laginu en greiðir ekki félagsgjöld lengur. Frá upphafi hafa allir sem fengið hafa réttindi til að starfa sem lög- menn verið skyldaðir tii aðildar að Lögmannafélaginu og kveðið er á um skylduaðild í nýju lögunum. í frum- vai-pi til laganna var þó gert ráð fyrir að aðild væri frjáls. I athugasemdum með frumvarpinu var m.a. vísað til ákvæðis stjórnarskrár um neikvætt félagafrelsi, þ.e. réttinn til að standa utan félaga, en jafnframt bent á að stjórnarskráin heimili að lög kveði á um félagaskyldu ef það sé nauðsyn- legt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra. Jakob R. Möller segir að menn hafi nokkuð deilt um hvort eðlilegt væri að hafa skylduaðild að Lögmannafélagi íslands. „Mikill memhluti lögmanna vildi halda skylduaðild og var frum- varpinu breytt samkvæmt því. í febr- úar 1998 hafði gengið dómur þar sem lögmaður var sýknaður af kröfu Lög- mannafélagsins um greiðslu félags- gjalds, þar sem ekki hefði verið sýnt fram á hve stór hluti félagsgjaldsins rynni til að sinna lögbundnu hlutverki og hve stór hluti til annarra verkefna félagsins. Samþykktum Lögmannafé- lagsins var í kjölfar dómsins breytt og verkefnum þess skipt í tvennt. Nú er gert ráð fýrir að lögmenn eigi skyldu- aðild að þeirri deild félagsins sem fer með lögbundið hlutverk félagsins, en geti ráðið því hvort þeir eigi aðild að félagsdeildinni." Sjálfstæðið varið með eftirliti lögmanna Nýja löggjöfin gerir ráð fyrir að í tengslum við Lögmannafélagið starf fimm manna úrskurðarnefnd lög- manna sem leysi úr málum sem lögin taka til. „Þetta er mikilvægt ákvæði. Áður var úrskurðarvald hjá stjórn Lögmannafélagsins. Lögmannafélag- ið kýs tvo nefndarmenn,_ einn er til- nefndur af Dómarafélagi Islands, einn af dómsmálaráðherra og einn af Hæstarétti. Lögmenn eru sáttir við þessa niðurstöðu, en frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir að dómsmálaráð- herra skipaði þrjá menn í svokallað lögmannaráð. Lögmenn bentu hins vegar á, að slík eftirlitsnefnd ráðherra myndi fræðilega ógna sjálfstæði stétt- arinnar." í greinargerð með frumvarpinu sagði, að sjónarmið um neytenda- vernd réðu ferð í tillögum um að lög- menn skyldu ekki hafa lögskipaðan meirihluta í lögmannaráði og enn fremur sagði í athugasemdum að það væri tæpast í samræmi við almenn viðhorf til nútímastjórnsýsluhátta að einni stétt manna, þ.e. lögmönnum, væri falið með lagasetningu að hafa eftirlit með sjálfri sér. Þegar Jakob er inntur eftir því hvort þessi sjónarmið eigi ekki rétt á sér segir hann að líta verði til eðlis lögmannastarfa. „Sjálfstæðir og óháð- ir dómstólar og sjálfstæðir lögmenn eru grundvöllur réttaröryggis. Við viljum standa vörð um sjálfstæði lög- manna og teljum þá hagsmuni mikil- vægasta. Eftirlit með störfum félags- manna verður vissulega í höndum fé- lagsins, en það sama er upp á teningn- um í nær öllum nágrannalöndum okk- ar. Lögmenn eru ekki einir um að sinna slíku eftirliti með félögum sín- um, því hið sama gera til dæmis lækn- ar og arkitektar." Aðspurður hvort ekki skjóti skökku við að skjólstæðingar lögmanna, sem eru t.d. ósáttir við endurgjald sem lögmenn reikna sér fyrir störf, þurfi að bera slíkt ágreiningsefni undir nefnd lögmanna segir Jakob að dæmi af þessu tagi nái ekki til ríkustu hags- muna sem í húfi eru. „Við ættum frek- ar að líta til þess hvaða aðstöðu lög- maður gæti komist í, ef hann flytti mál á hendur ríkinu og eftirlit með störf- um hans væri í höndum ráðuneytis. Hvaða áhrif gæti slík vitneskja haft á störf lögmannsins? Það sama ætti við um lögmenn sem annast vörn sak- borninga í opinberum málum. Gæti eftirlit ráðuneytis ekki ógnað sjálf- stæði lögmannsins og trúnaðarsam- bandi hans við skjólstæðinginn? Ágreiningur um endurgjald er hins vegar einkaréttarlegs eðlis og hægt að skjóta honum til dómstóla, sætti menn sig ekki við niðurstöðu úrskurðar- nefndar. Þá bendi ég á, að reynslan, bæði hér og annars staðar, er sú að eftirlits- eða úrskurðarnefndir lög- manna hafa verið mun strangari við lögmenn en dómstólar eða aðrir eftir- litsaðilar. Sjónarmiða neytenda er líka gætt í lögunum, því tveir af fimm nefndannönnum eru skipaðir af dóms- málaráðherra og Dómarafélagi ís- lands.“ Gert var ráð fyrir að kostnaður við þriggja manna lögmannaráð yrði um fjórar milljónir á ári. Lögmannafélag- inu er gert að bera kostnað af starf fimma manna úrskurðarnefndarinnar, en búast má við að hann verði ekki lægri en áætlaður kostnaður við lög- mannaráð. Jakob segir að hluti félags- gjalda muni renna til þessa eftirlits. Morgunblaðið/Ásdís JAKOB R. Möller, formaður Lögmannafélags Islands, í fundarherbergi félagsins. „Við verðum að líkindum að greina félagsgjöld í þrennt, þau gjöld sem skylduaðildin krefst, gjöld vegna kostnaðar við eftirlit og loks gjöld í frjálsa félagsdeild. Félagsgjald í Lög- mannafélaginu hefur verið 25 þúsund krónur á ári og mér finnst líklegt að svipuð upphæð renni í skylduaðild og eftirlit, en þar ofan á komi svo gjald í frjálsu deildina. Við erum að undir- búa könnun á því hvaða þjónustu lög- menn vilja frá þeirri deild.“ Jafnræði við öflun réttinda í lögum um lögmenn eru ný ákvæði um hvernig menn sæki sér réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. „Mikilvægasta breyting- in lýtur að héraðsdómslögmönnum. Áður þurftu þeir sem vildu fá réttindi sem héraðsdómslögmenn að flytja fjögur prófmál fyrir dómi, eða hafa starfað í þrjú ár sem fulltrúar lög- manna eða við önnur störf, til dæmis hjá ríki eða sveitarfélögum. Nú er gert ráð fyrir að allir, sem vilja afla sér slíkra réttinda, sæki sérstakt námskeið, sem skipulagt verður af þriggja manna nefnd. í nefndinni sitja fulltrúi Lögmannafélagsins, full- trúi lagadeildar Háskóla Islands og einn fulltrúi skipaður af dómsmála- ráðherra. Þetta nýja fyrirkomulag tryggir að allir sitji við sama borð og fái sama undirbúning. Flest dómsmál eru rekin fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur og Héraðsdómi Reykjaness og lögfræðingar, sem starfa utan þessa svæðis, hafa átt mun erfiðara með að verða sér úti um prófmál en kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Þá er núna fallið frá þeirri skipan mála að menn geti fengið réttindin eftir tiltek- inn árafjölda í starfi, enda ekki sjálf- gefið að starf lögfræðings hjá ríkis- stofnun, svo dæmi sé tekið, sé nægur grundvöllur fyrir veitingu lögmanns- réttinda.“ Réttindi til að vera hæstaréttarlög- maður má veita þeim sem hafa flutt tvö prófmál fyrir réttinum, í stað þriggja áður. Meginbreytingin felst þó í því, að sérstök dómnefnd setur almennar reglur um framkvæmd prófraunar, en áður var reglan sú að Hæstiréttur mat hvaða mál væru tæk sem prófmál. „Með þessum breyting- um verður skýrara en áður hvaða kröfur eru gerðar til hæstaréttarlög- manna. Ramminn verður augljós og það er alltaf til bóta,“ segir Jakob. Lögmenn geta ekki þjónað tveimur herrum Enn eitt nýmæli er að finna í lögum um lögmenn. Kveðið er á um að öðr- um en lögmönnum sé óheimilt að reka félag um skrifstofu lögmanns eða eiga hlut í því. Þarna hefur orðið breyting á frá frumvarpinu, sem taldi að ekki bæri að festa hömlur af þessu tagi í lög, enda breytti eignaraðild annarra að lögmannsstofu engu um skyldur lögmanns, svo sem um þagn- arskyldu. Jakob er ánægður með breyting— una og segir eðlilegt að festa í lög að lögmenn einir geti átt og rekið lög- mannsstofur. „Hér er enn um sjálf- stæði lögmanna að ræða,“ segir hann. „Lögmenn hafa ríkari trúnaðarskyld- ur við skjólstæðinga sína en aðrar stéttir, að prestum undanskildum. Lögmenn mega aldrei vera bundnir öðrum hagsmunum, til dæmis gagn- vart vinnuveitanda, eiganda lög- mannsstofu. Eg bendi á, að samsvar- andi ákvæði er að finna í lögum um endurskoðendur, sem tóku gildi á síð- asta ári og hugsunin að baki er sú sama; að aðrh' hagsmunir en þeir sem beinlínis varða samband við skjól- stæðinga verði að víkja. Hingað til hefur ekki verið bannað að aðrir en lögmenn eigi lögmannsstofur og á síð- ustu 10-15 árum hafa lögmenn orðið vai-ir við að aðrir hafa viljað koma að rekstri lögmannsstofa, þótt fá dæmi séu um slíkt. Auðvitað væri þægilegt fyrir ýmis fyrirtæki að geta rekið eig- in lögmannsstofur, en þeir lögmenn sem myndu starfa á slíkum stofum væru þá að þjóna tveimur herrum, eigendum og skjólstæðingum, og það getum við ekki sætt okkur við. Skyld- ur lögmanna við skjólstæðinga verða að ganga framar öllu öðru.“ Innheimtukostnaður vegna skulda samræmdur Lögin um lögmenn létta að hluta sorgum af skuldurum, því þar er' kveðið á um að dómsmálaráðherra geti gefið út leiðbeiningar handa lög- mönnum um endurgjald sem þeim sé hæfilegt að innheimta úr hendi skuld- ara vegna kostnaðar af innheimtu peningakröfu. Þetta þýðir, að skuld- ari greiðir sama innheimtukostnað, óháð því hvaða lögmaður innheimtir. „Lögmannafélag Islands gaf áður út lágmarksgjaldskrá og síðar viðmiðun- argjaldskrá, en samkeppnisyfirvöld töldu hana ólöglega. Þar með var opnað fyrir það óréttlæti, að skuldar- ar gi-eiddu misháan kostnað eftir því hver innheimti. Lögmannafélagið reyndi að fá samkeppnisyfirvöld til að samþykkja gjaldskrá sem næði að- eins til skuldara, en tókst ekki. Alls- herjarnefnd Alþingis sá hins vegar nauðsyn þess að binda slíka samræm- ingu í lög og nú sitja menn við sama borð að þessu leyti,“ segir Jakob R. Möller, formaður Lögmannafélags ís- ^ lands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.