Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
fslenska ríkið semur við Microsoft um að íslenska stýrikerfíð Windows 98 fyrir árslok
Rfldð ræðst
gegn ólög-
legum hug-
búnaði
MICROSOFT-fyrirtækið hefur
ákveðið að gera samkomulag við ís-
lenska ríkið um að framleiða íslenska
útgáfu af nýjasta stýrikerfí fyrirtæk-
isins, Windows 98. Microsoft gerir
ráð fyrir að um níu mánuði taki að
þýða hugbúnaðinn á íslensku og mun
menntamálaráðuneytið hafa faglegt
eftirlit með þýðingunni. Mennta-
málaráðherra kveðst telja að með
samkomuiaginu sé staða íslenskrar
tungu treyst í upplýsingasamfélag-
inu. Hann vænti áframhaldandi sam-
starfs við Microsoft.
I samningi ríkisins og fyrirtækis-
ins er kveðið á um að íslensk stjórn-
völd beiti sér fyrir sérstöku og
markvissu átaki til að uppræta
þjófnað á hugbúnaði á íslenskum
markaði. Skuldbinda stjómvöld sig
til að útrýma ólögmætum hugbún-
aði úr ríkisfyrirtækjum fyrir lok
þessa árs.
Þörf fyrir átak staðreynd
„Ég hef rætt við Sigurð Þórðar-
son ríkisendurskoðanda um að Rík-
isendurskoðun kanni með skipuleg-
um hætti hve mikið er um að ríkis-
stofnanir noti ólögmætan hugbún-
að. Telur hann stofnun sína vel í
stakk búna til að sinna þessu verk-
efni. Raunar hlýtur að koma mörg-
um á óvart, að þörf sé á sérstöku
átaki í þessu efni hjá ríkisstofnun-
um. En það er engu að síður stað-
reynd,“ sagði Björn Bjarnason
menntamálaráðherra þegar samn-
ingur ríkisins við Microsoft var
kynntur í gær. Akveðið hefur verið
að ráðgjafarnefnd forsætisráðu-
neytisins um upplýsinga- og tölvu-
mál hafi umsjón með þessu átaki
gegn hugbúnaðarþjófnaði.
„Islendingar eru aðilar að al-
þjóðasamningum, sem vernda höf-
undarrétt vegna hugbúnaðar.
Verður leitað allra ráða til að fram-
fylgja þessum samningum hér á
landi. Þetta er ekki aðeins nauð-
synlegt vegna þessa tímamóta-
samnings við Microsoft heldur til
að við stöndum við skuldbindingar
okkar og fáum ekki illt orð á okkur
fyrir ólögmæta meðferð og þjófnað
á þessum verðmætum. Ég er auk
þess sannfærður um að útgjöld
vegna þessa verða þegar til lengd-
ar lætur arðbær fjárfesting í öfl-
ugri innlendri hugbúnaðargerð fyr-
ir íslenskan og alþjóðlegan mark-
að,“ sagði Björn.
Hann segir eftir að koma í ljós
hversu hár kostnaður íslenska ríkis-
ins verði við að framfylgja sínum
hluta samningsins og velti það alfar-
ið á hversu útbreiddur ólögmætur
hugbúnaður er í stofnunum hérlend-
Morgunblaðið/Kristinn
MATS Wennberg, umdæmisstjtiri Microsoft á Norðurlöndunum, og Björn Bjarnason menntamálaráðherra
undirrituðu 1 gær samning um íslenskun hugbdnaðar fyrirtækisins. Með þeim á myndinni eru Pétur As-
geirsson frá menntamálaráðuneytinu og Júlíus Sæberg Olafsson, forstjóri Ríkiskaupa.
is. Þó séu vísbendingar um að meira
sé um slíkan hugbúnað í notkun hér-
lendis en í nágrannalöndum. „Það er
óeðlilegt og ólöglegt að nota slíkan
hugbúnað og ef hann finnst í ríkum
mæli verðum við væntanlega að
kaupa lögmætan hugbúnað á ís-
lensku. Síðan er ég einnig sannfærð-
ur um að menn fjárfesti almennt í
þessum hugbúnaði eftir að búið er að
íslenska hann. Kostnaður veltm- á
þessu og á hvaða verði búnaðurinn
verður seldur. Grunnþankinn í mál-
inu öllu hefur verið sá að markaður-
inn standi undir þessum kostnaði,
því ef um niðurgreiðslur eða stuðn-
ingsaðgerðir væri að ræða væru þær
frekar tímabundnar en varanlegar.
Við erum búnir að opna dymar og
það er undir okkur komið hversu
langt við fórum,“ segir hann.
Mats Wennberg, umdæmisstjóri
Microsoft á Norðurlöndum, sagði
öra útbreiðslu PC-tölva hérlendis
og tenginga við Netið vera athygl-
isverða og því hefði fyrirtækinu
þótt augljóst að ákvörðun um ís-
lenskun stýrikerfisins væri skyn-
samleg í viðskiptalegu tilliti.
Microsoft mun annast og greiða
fyrir þýðingu á Windows 98-hug-
búnaðinum ásamt Internet Explor-
er-vafranum og setja hann á mark-
að í haust.
Kostnaður við verkið er ekki ljós ’
að sögn Wennberg. Um er að ræða
fyrsta hugbúnað frá Microsoft sem
þýddur er á íslensku, en íslenska
er 31. tungumálið sem Windows er
þýtt á. Wennberg kvaðst gera ráð
fyrir að fyrirtækið mun leita fyrir
sér um frekara samstarf við ís-
lenska aðila í kjölfar samkomulags-
ins.
Menntamálaráðuneytið hefur um
nokkurra ára skeið haft að mark-
miði að tölvuumhverfí það sem not-
ast er við í íslensku menntakerfi sé
á íslensku. I júní 1998 ritaði ráðu-
neytið bréf til Microsoft í Dan-
mörku þar sem þess var óskað að
fulltrúar fyrirtækisins og ráðuneyt-
isins funduðu um málið. í júlí barst
menntamálaráðuneytinu erindi frá
höfuðstöðvum Microsoft í Banda-
ríkjunum, þar sem lýst var yfír ein-
dregnum vilja fyrirtækisins til að
koma til móts við óskir Islendinga
að þessu leyti. í lok ágúst sl. hófust
síðan samningaviðræður við fyrir-
tækið, og hafa fulltrúar Ríkiskaupa
tekið þátt í viðræðunum auk full-
trúa ráðuneytisins.
Iceland Seafood
eykur sölu um 22%
HEILDARSALA Iceland Seafood
Ltd., dótturfélags Islenskra sjávaraf-
urða í Bretlandi, jókst um 22% á síð-
asta ári en verðmæti sölunnar nam þá
um 5,3 milljörðum króna. Að sögn
Jóns Þórs Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra félagsins, er um að
ræða aukningu á sölu á flestum teg-
undum. Hann segir félagið hafa náð
góðri markaðsstöðu í Bretlandi sem
sjáist best á því að félagið auki sölu
sína á meðan neysla bolfísks hafí
dregist saman. Rækja er um helming-
ur af sölu skrifstofunnar og segir Jón
að sala á pakkaðri rækju inn í verslun-
arkeðjur í Bretlandi hafí gengið vel á
síðasta ári. Hann segist bjartsýnn á
að félagið haldi markaðsstöðu sinni þó
útlit sé fyrir minna framboð af rækju
frá Islandi á þessu ári.
■ 22% aukning/22
Morgunblaðið/Golli
Eldur í
ruslageymslu
Stjórn íbúðalánasjóðs á fyrsta fundi í gær
870 viðbótarlán samþykkt
STJÓRN hins nýstofnaða íbúða-
lánasjóðs samþykkti að veita sveit-
arfélögum heimildir til veitingar 870
viðbótarlána á fyrsta fundi sínum í
gær.
Akvörðun um vexti viðbótarlána
var einnig tekin á fundinum en að
sögn Gunnars S. Björnssonar, for-
manns sjóðsstjórnarinnar, ber að
leita samþykkis Seðlabanka Islands
fyrir tillögum stjói’narinnar og
verða þær ekki gerðar opinberar
fyrr en að fenginni umsögn Seðla-
bankans.
Gunnar vildi ekki heldur upplýsa
hve mörg viðbótarlán hvert sveitar-
félag hefði fengið samþykkt á fund-
inum. Það verður gefíð upp á fóstu-
dag eða mánudag, eftir að viðkom-
andhini sveitarfélögum hefur verið
kynnt niðurstaðan. Fimmtán sveit-
arfélög stóðu að umsóknunum 940
og sagði Gunnar að öll hefðu fengið
einhver lán samþykkt.
ELDUR kom upp í öskutunnu í
ruslageymslu við Hallveigarstaði
í Reykjavík á fjórða tímanum í
gær. Skamma stund tók að
slökkva eldinn og ekki er talið að
skemmdir hafi verið miklar.
Eldsupptök eru ókunn en grunur
leikur á að um íkveikju hafi verið
að ræða.
Um 200
aldraðir
bíða hjúkr-
unarrýmis
235 aldraðir bíða eftir dvalarrými í
Reykjavík og 203 aldraðir bíða eftir
að komast í hjúkrunarrými. Biðtím-
inn getur verið allt að tvö ár. Astand-
ið er verst á höfuðborgarsvæðinu en
skárra úti á landi.
Heilbrigðisráðuneytið og Reykja-
víkurborg hafa unnið saman að
ft-amtíðarskipulagi þar sem gengið
er út frá því að innan tveggja ára
verði staðan sú að þeir sem eru í
brýnni þörf fái hjúkrunarvistun inn-
an þriggja mánaða. í þessu skyni
verður komið upp 60 nýjum hjúkr-
unarrýmum á þessu ári, 30 voru
tekin í notkun í desember sl. og ráð-
gert er að bjóða í vor út rekstur 60
manna hjúkrunarheimilis í Reykja-
vík sem taki til starfa snemma á
næsta ári.
■ Bið/36
Sérblöð í dag
ItSM
VlÐSIflPn ATVINNULÍF
KAFFI
Maður
ársins
Kennir fólki
að drekka/B2
SAMRUNI
Síma-
risi
Telia og
Telenor/B2
Skípu-
lagsdagar
í IKEA
Blaðinu í
dag fylgir
auglýsinga-
blað frá
IKEA. Blað-
inu er dreift
á höfuð-
borgarsvæð-
inu og á
Akureyri.
Nýir útlendingar til ÍA og
Þórs í körfuknattleik / C1
Afturelding og Stjarnan
halda sínu striki / C2
i