Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 60
oO FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ i INNHVERF ÍHUGUIM Mahanashi Mahesh Yogi Innhverf íhugun (TM) er einföld, huglæg tækni sem iðkuð er í 20 mínútur tvisvar á dag. Á fimmta hundrað rannsóknir sýna jákvæð áhrif daglegrar iðkunar á andlegt og líkamlegt heilbrigði. Almennur kynningarfyrirlestur í kvöld, fimmtudagskvöld, ki. 20.00 á Bárugötu 11 (ris). ÍSLENSKA ÍHUGUNARFÉLAGIÐ, sími 551 6662 Litir: Brúnir m/sv. Stærðir. 41-50. Tegund: Bighorn. Verð 12.990. Vatnsheldir m/nóttúrulegum, stömum gúmmísóln og lausu „termoplus" fóðri DOMUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Er unnt að veita góða heilbrigðisþjónustu á annan og ódýrari hátt? Opinn fundur í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 23. jan. kl. 14:30 Dagskrá: Baldur Guðlaugsson formaður Varðar - Fulltrúaráðsins flytur inngangsorð. íslenskur háskólaspítalí Sigurður Guðmundsson, landlæknir. Ríkisrekstur eða einkarekstur Steinn Jónsson, forstöðulæknir. Hvaða rekstrarform hentar sjúkrahúsum? Asta Möller, form. Fél. ísl. hjúkrunarfræðinga. Eiga frjálsar tryggingar erindi í íslenskt heilbrigðiskerfi? Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Einar Páll Svavarsson, framkvstj. Domus Medica. Pallborðsumræður og fyrirspurnir. Stjórnandi Elsa B. Valsdóttir, læknir Samantekt. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra Fundarstjóri Jóna Gróa Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Allir velkommr Vörður Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík V #mb I.IS — L.LTAf= eiTTHVAÐ /VÝT7 VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Skeyti til út- varpsstjóra EFTIR allan gauragang- inn á gamlárskvöld mun margur hafa lagt hlustir við orðum útvarpsstjóra síð- ustu mínútur líðandi árs, enda ómaksins vert. Hann bryddaði upp á lofsverðri nýjung; tvö ungmenni lásu ljóð með slíkum ágætum að unun var á að hlusta. Ríkisfjölmiðlar, sjón- varp og gamla gufan, munu enn um langa íram- tíð verða alþjóð fyrirmynd um framburð íslenskrar tungu. Verður því að gera miklar kröfur til allra starfsmanna þeirra sem láta til sín heyra. En hér hefur orðið einn misbrest- ur á; konur þær sem aug- lýsingar lesa eru mjög skýrmæltar svo að allt kemst til skila sem segja skal. En sá er galli á gjöf Njarðar að áherslur þeirra á orð eru fyrir neð- an allar hellur. Þegar fólk hefur nógu lengi heyrt sömu ambögumar, fer það að telja þær rétt mál. Útvarpsstjóri ætti nú að láta sérfræðing sinn um ís- lenskt mál rétta áherslu þeima. Það ætti að verða létt verk og löðurmannlegt. Jón A. Gissurarson. Tapað/fundið Húfa í óskilum HÚFA, svört og þykk, með rauðum stöfum, fannst við Lindar- götu/Frakkastíg 8. janúar. Upplýsingar í síma 552 6225 milli kl. 11-12. Myndavél týndist á LA Café MYNDAVÉL, Konica, lítil og silfurlituð í svörtu leðurhulstri, týndist á LA Café föstudaginn 8. janúar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 699 0484 eða 565 6593. Fundar- laun. Karlmannshanskar í óskilum KARLMANNSHANSKA R fundust ofarlega í Fossvoginum. Upplýsing- ar í síma 588 1062 eftir kl. 17. Gráir fíngra- vettlingar týndust GRÁIR, fóðraðir flngra- vettlingar úr ull týndust um sl. áramót í miðbæn- um eða þar í grennd. Finnandi vinsamlega haf- ið samband í síma 552 3159. Dýrahald Kisa á flækingi SVÖRT kisa með rauða ól er á flækingi á horni Garðastrætis og Hávaila- götu og þar í grennd. Þeir sem kannast við að eiga svona kisu geta hringt í síma 551 5832. SKAK Umsjón Margeir I’étursson STAÐAN kom upp á öfl- ugu opnu móti í Linares á Spáni sem iauk um síðustu helgi. Vladimir Georgiev (2.540), Búlgar- íu, var með hvítt og átti leik gegn V. Saravanan (2.390), Ind- landi. 18. Dxg4! - fxg4 19. Hxf7 - Rf5 20. Hf8+ - Dxf8 21. Bxf8 - Rxg3 22. hxg3 - Bd4+ 23. Kh2 - Bd7 24. Hfl - He8 25. Bh6 og svartur gafst Þeir Aleksei Drejev, Rússlandi og Artashes Minasjan, Armeníu, sigr- uðu á mótinu sem var mjög öflugt. Þeir hlutu 8 v. af 10 mögulegum. Næstir komu Rússarnir Burmakin og Kharlov, Sorokin, Argent- ínu og Giorgadze, Georgíu með l'/i v. Helgi Ólafsson varð í 22.-43. sæti með 6 v. upp. HVITUR leikur og vinnur. HOGNI HREKKVISI o 'ftanrv notar sitt -eigið krydd." MÉR finnst að þið þurfið að ákveða ykkur. I síðustu viku var ég draumabarn, en nú er ég orðinn óforbetranlegur óþekktarangi. ÉG verð að biðja þig að tala ekki um veikindi við mig utan vinnutíma. Víkveiji skrifar... EFTIR að Alþingi ákvað að heim- ila að 2% viðbótarframlag laun- þega í lífeyrissjóð yrði undanþegið skatti hefur skapast mikil sam- keppni milli fjármálafyrirtækja um þennan lífeyrissparnað. Stöðugár auglýsingar eru í fjölmiðlum um þennan sparnaðarkost. Aukinn sparnaður þjóðarinnar er að sjálf- sögðu hið besta mál, en sú spurning vaknar hver kemur til með að borga allar auglýsingarnar. Kostnaður hlýtur að lenda á þeim sem greiða í lífeyrissjóðina. Hluti af lífeyrissparn- aði fólksins fer því í að greiða aug- lýsingarnar. Á undanfömum árum hefur kostnaður við rekstur lífeyris- kerfísins farið lækkandi ár frá ári. Fróðlegt verður að sjá hvort þær breytingar sem eru að verða á lífeyr- issjóðakerfí landsmanna leiða til þess að kostnaðurinn hækkar á nýj- an leik. xxx BÚNAÐARBANKINN er eitt þeirra fyrirtækja sem sent hafa auglýsingabæklinga heim til fólks um þennan lífeyrissparnað. I bæk- lingnum eru sett upp dæmi um hvað fólk getur átt stóran lífeyrissjóð eftir sparnað í tiltekin ár. I einu dæminu gefur bankinn sér þá forsendu að líf- eyrissjóðurinn skili 12,5% ávöxtun í 30 ár. Furðulegt má heita hvemig bankinn leyfir sér að setja fram dæmi með slíkri forsendu. Þegar tryggingafræðingar gera upp lífeyr- issjóði fram í tímann reikna þeir yf- irleitt með 2,5-3,5% ávöxtun. í síðustu skýrslu bankaeftirlitsins um lífeyrissjóði á íslandi kemur fram að ávöxtun á árinu 1997 var 7,9%, sem verður að teljast mjög góð ávöxt- un. Enginn lífeyrissjóour náði 12,5% meðalávöxtun á tímabilinu 1993-1997. Eftirlaunasjóður Búnaðarbanka ís- lands, sem er reyndar ekki sjóðurinn sem bankinn er að auglýsa, en bank- inn sér engu að síður um að ávaxta, skilaði t.d. 2,5% ávöxtun á árinu 1997. Að gefa í skyn að fólk geti vænst 12,5% ávöxtunar gengur ekki upp. XXX YÍKVERJI var einu sinni sem oftar að horfa á Ríkissjónvarpið fyrir nokkrum dögum. í dagskrárlok kom auglýsingaþáttur, sjónvarps- markaður, og þar sem Víkverji hefur ekki horft á þennan þátt árum sam- an ákvað hann að sjá hvað væri á boðstólum. Fyrst var boðið upp á eitthvert undraefni, TheraCel, ef Víkverja misminnif ekki, sem sagt var þeirrar náttúru að fólk yngdist um 10 ár á 10 mínútum ef það bar efnið á andlitið! Krukkan með efninu kostaði 11.940 krónur. Sýndar voru myndir af kon- um sem yngdust á örskotsstund og viðtöl við enn aðrar konur um áhrifa- mátt efnisins. Viðtölin voru auðvitað tekin í borg hinna ungu, París. Síðan voru boðnir til sölu megrun- areyrnalokkar á 2.490 krónur parið og þeir voru sagðir þeiiTar náttúru að konur myndu léttast um 6-7 kg við notkun þeirra. Vissulega er Víkverji ekki dóm- bær um ágæti vörunnar en vissar efasemdir hljóta að vakna, a.m.k. um svo skjótvirk áhrif lyfsins TheraCel. Að vísu er tekið fram að 14 daga skilafrestur sé á vörunni en ef að lík- um lætur er verulega gengið á birgð- irnar eftir 14 daga notkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.