Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 66
^66 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Kvikmyndahátíð í Reykjavík Brosandi klukka og köttur sem smýgur undir lokaðar dyr Tveir fyrirlestrar með myndasýningu verða á Kvikmyndahátíð að þessu sinni. Dóra Osk Halldórsdóttir hitti bandaríska kvikmyndasagnfræðinfflnn Dennis Nyback og spurði hann um efni sýning- anna tveggja. KVOLD verður fyrri kvik- myndasýning og íyrirlestur Dennis Nyback í Regnboganum ■*~og er erótík umfjöllunarefni kvölds- ins. Dennis hefur safnað gömlum kvikmyndum, bæði stuttmyndum og lengri myndum í mörg ár og hef- ur stofnað utan um safn sitt „The Lighthouse Film Archive", sem hann starfrækir frá New York. Dennis ferðast um heiminn og setur upp þemasýningar á myndum sín- um sem hann fylgir úr hlaði með fyrirlestri. Mae West þótti of djörf „A kvikmyndahátíðinni í Berlín var ég með sýningu sem ég kallaði „Hard Core Stag Films and Risque Varieties" og þegar sam- band var haft við mig út af Kvik- -myndahátíðinni hérna var mér sagt að ég yrði að hafa sýninguna innan velsæmismarka. Ég breytti því prógramminu og núna eru allir kvikmyndabútarnir djarfari en annað,“ segir Dennis og kímir. „Ég vona að sýningin falli í kramið þótt hún sé talsvert ólík þeirri sem ég sýndi í Berlín," segir Dennis af- sakandi. „I einni myndinni sem ég sýni, „How To Undress for Your Hus- band“, leikur Elaine Barrie eigin- Jíonuna, en hún var mjög þekkt á sínum tíma, en það fyndna við myndina er að væntingar áhorfand- ans eru gjörsamlega hundsaðar. Pama kom fólk og hugsaði með sér að nú fengi það að sjá hana nakta en í þessari þriggja mínútna mynd tekst Elaine að afklæðast og fara í slopp án þess að nokkurn tíma sjá- ist í bert hold,“ segir Dennis og skellihlær. Dennis segir að á öðrum áratug aldarinnar hafi verið mun frjáls- legra viðhorf til nektar og kynlífs en síðar. „Eftir 1934 voru settar rit- skoðunarreglur viðvíkjandi kynlífi í Hollywood, sem sjá má í tveimur rúmum hjóna, eða sitthvoru svefn- herberginu og ein reglan var mjög fyndin. Það var í lagi að hjón sætu saman á rúmi en annar fótur beggja varð að vera á gólfinu," segir Denn- is og hlær. „Tvær helstu ástæðurn- ar fyrir ritskoðuninni 1934 eru Mae West, sem þótti ganga allt of langt og síðan auðvitað kreppan, sem gerði fólki erfitt um vik og þá ekki síst konum.“ Lögmætt í draumi Seinni sýning Dennis er um áhrif da da og súrrealisma á kvikmyndir í Hollywood á fjórða áratugnum og verður hún á laugardaginn í Regn- boganum. „Það er áhugavert að da da og súrrealismi, sem var sterk hreyfing í Evrópu á öðrum og þriðja tug aldarinnar, náði ekki sömu fót- festu í Bandaríkjunum. En áhrif frá þessari stefnu rötuðu inn í nokkrar myndir á fjórða áratugnum og komu þar oft súrrealísk atriði án nokkurra útskýringa. Dæmi um það er í myndinni „The Big Broadcast" frá 1932, þar sem ein sena er tekin upp í gangi útvarps- stöðvarinnar þar sem sést í ungan mann, kött og á veggnum hangir klukka. Hávær maður kemur inn á ganginn og ungi maðurinn biður Taktu þátt í léttum leik á mbl.is og þú gætir komist í hóp 420 heppinna sem komast á einkaforsýningu mbl.is á Badda í borginni 28. janúar. Myndin verður ekki frumsýnd fyrr en í byrjun mars, þú gætir orðið meðal þeirra fyrstu sem sjá myndina! Taktu þátt í leiknum á mbl.is og hver veit! 0mbl.is —ALLTAf= £ITTH\SA£> NÝTT~ Morgunblaðið/Ásdís DENNIS Nyback hann að hafa hljótt. Tifið í klukkunni heyrist og tiplið í kettinum og allt í einu æpir maðurinn upp: „Ég er yf- irmaðurinn!" Þá sést klukkan skæl- brosa og kötturinn smeygir sér und- ir lokaðar dyr. Þetta atriði er alveg frábært en engan veginn útskýrt í myndinni, eins og algengt varð síðar með súrrealísk atriði sem voru þá gerð „lögrnæt" með ramma draums eða gefið í skyn að um ofskynjanir væri að ræða. Á tímabili fjórða áratugarins komu stund- um stuttar súrrealískar senur inn í annars mjög natúralískt umhverfi. En þessu er al- veg hætt eftir 1934, þannig að um mjög stutt tímabil er að ræða.“ Æði sem fór úr tísku - Hefurðu einhverjar skýringar á því? „Ég hugsa að á þessu tímabili hafi menn í Hollywood hugsað með sér að súrrealískar senur hefðu skemmtanagildi, en síðan horfið frá því að nota slíkar senur í sínu hreina formi, þ.e. án útskýringa eða ramma. En á stuttu tímabili var eins og súrrealismi væri eins konar æði sem fór síðan úr tísku.“ - Hvað ætlarðu að sýna á laugar- daginn? „Á sýningunni hjá mér er ég með bút úr „The Big Broadcast" og ég sýni líka talsvert úr teiknimyndum frá 3. og 4. áratugnum, en þær voru mjög súrrealískar. Síðan er ég með mjög skemmtilega stuttmynd sem gerð var 1928 og heitir „Life and De- ath of a Hollywood Extra", sem má segja að sé hrein súrrealísk mynd. Myndin er gerð í Hollywood og er eins og titillinn gefur til kynna ábending um kvikmyndaheiminn í Hollywood." -Seturðu myndasýningu þína í menningarsögulegt samhengi? „Já, að hluta til. En t.d. hefúr ekki verið mikið skrifað um súrrealisma í Hollywood, en ég reyni að setja myndbútana í sam- hengi. Á þessu stutta tímabili sem súrrealismi var notaður í Hollywood voru samt alls ekki öll sem gerðu þannig myndir. MGM gei-ði t.d. aldrei mynd með slíkri senu nema kyrfilega innrammaða með út- skýringum. Ég er hrifnari af þessu tímabili þegar súrrealisminn birtist tær og ómengaður án skýringa.“ - Hvenær hófst áhugi þinn á kvikmyndum? „Ég hóf snemma að safna mynd- um og þá aðallega styttri myndum, og á núna þúsundir mynda. Ég hef haft áhuga á kvikmyndum allt frá því ég man eftir mér. Ég hef alltaf verið heillaður af ímyndinni á hvíta tjaldinu sem er langt frá því að vera það sama og horfa á myndbönd," segir Dennis og er talsvert niðri íyr- ir. „Það er allt önnur tilfinning að horfa á hvíta tjaldið, allt önnur fag- m'fræði. En í dag finnst mér að Hollywood hafi gefist upp á því að gera góðar myndir. Allt er fjölda- framleitt, staðlað og höfðar til ein- hvers breiðs hóps sem hefur meðal- mennskuna í öndvegi. Þeir gera ekki myndir eins og áður.“ Tekst að af- klæðast og fara í slopp án þess að nokkurn tíma sjáist í bert hold. kvikmyndaíyrirtækin Sandler haslar sér völl í teikni- myndum ►ÞAÐ stefnir í að Adam Sandler verði ekki aðeins stórt nafn í Ieiknum myndum heldur líka teiknimyndum. Sandler skaut upp á stjörnuhimininn í fyrra sem lánlausum brúðkaupssöngv- ara og lúðalegum vatnsbera. Nú hefur hann gert samning við Sony Pictures um gerð söngvateiknimyndar þar sem ein persónan verður byggð á honum. Sandler fékk hugmyndina sjálfur og kom henni á framfæri við forseta Columbia-kvikmynda- versins, Amy Pascal. Búist er við að framleiðslan taki nokkur ár og verður Sandler meðframleið- andi og mun tala inn á fyrir teiknimyndapersónuna. Það lítur því út fyrir að Sandler eigi annríkt ár framund- an þar sem hann skrifaði nýverið undir samning upp á 1,8 millj- arða við New Line Cineina, sem fjármagnaði Brúðkaupssöngvar- ann, um að leika í tveimur mynd- um. Þá eru miklar væntingar bundnar við gamanmynd hans, ADAM Sandler í Vatnsberanum sem var vinsælasta mynd helg- arinnar á Islandi. „Big Daddy“, frá Columbia þar sem hann leikur á móti Joey Lauren Adams. Eftir nokkur ár á varamanna- bekknum náði Sandler að skapa sér nafn í fyrra með Brúðkaups- söngvaranum sem halaði inn 5,6 milljarða í Bandaríkjunum og Vatnsberanum sem halaði inn tvöfalda þá upphæð. Hann hefur einnig leikið í gamanþáttunum „Saturday Night Live“ og kvik- myndunum „BuIletproof“, „Happy Gilmore" og „Billy Madi- son“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.