Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 45 UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR Velferð i i i 3 lífeyrisþega FYRSTA verk þess- arar ríkisstjómar var að rjúfa tengslin milli lífeyrisgreiðslna og launa. Afleiðingar þess voru að bætur al- mannatrygginga hafa undanfarin 5 ár aðeins hækkað um 17,4% en lágmarkslaunin um 52% og launavísitalan um 30%. Ríkisstjórnin hreykti sér af smávegis hækkun á lífeyris- greiðslum til öryrkja og aldraðra nú fyrh- jólin. Með réttu má segja að ríkisstjórnin hafi einungis verið að skiia örlitlu broti aftur af þeirri miklu skerðingu á bótum sem ör- yrkjar hafa búið við á þessu kjör- tímabili. Fulltrúar öryrkja héldu því fram að það lítilræði sem skilað var aftur af skerðingunni jafngilti rúmum 200 kr. á mánuði til þeirra Ljóst er því að lífeyris- þegar hafa gleymst í góðærinu, segir Jóhanna Sigurðardótt- ir, sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hef- ur verið að státa af á umliðnum misser- um og mánuðum. sem hafa fullar bætur en um 50 kr. á mánuði til þeirra lífeyrisþega sem eingöngu hafa grunnlífeyri. liggja fyrh- þegar Al- þingi kemur saman um nk. mánaðamót. Nið- urstaða hennar ætti að auðvelda alla ákvarð- anatöku sem stuðlað getur að bættum kjör- um öryrkja. Brýnar aðgerðir í þágu lífeyrisþega Þau tvö mál, sem brýnt er að skoða sér- staklega og varða líf- eyrisþega eru eftirfar- andi: I fyrsta lagi að af- nema að fullu þá skerðingu á bótum sem lífeyrisþegar hafa búið við vegna tekna maka, sem ekki hefur neina lagastoð, en er byggð á reglu- gerð sem heilbrigðisráðuneyti hef- ur sett. Um leið og heilbrigðisráð- heiTa ætlaði að draga nokkuð úr skerðingu á lífeyrisgreiðslum vegna tekna maka, fór ráðherra fram á lögfestingu á þeirri skerð- ingu sem eftir stóð. Öryrkjabanda- lagið hefur haldið því fram að með þessari skerðingu sé brotin jafn- ræðisregla stjómsýslulaga, ákvæði stj órnarskrár, mannréttindayfirlýs- ing Sameinuðu þjóðanna og Mann- réttindasáttmáli Evrópu. Einnig er um að ræða skýlaust brot á megin- reglum Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra, sem félagsmála: ráðherra kynnti á Alþingi á sl. ári. I öðra lagi þarf að skoða hvort ekki sé rétt að lífeyrir greiddur úr líf- eyrissjóðum beri 10% skatt en ekki yfir 40% skatt eins og nú er, þar sem 3/4 greiðslna úr lífeyrissjóðum eru vextir og verðbætur og ættu því að fá sömu skattlegu meðferð og fjármagnstekjur. Jóhanna Sigurðardóttir Bætt kjör öryrkja Ljóst er því að lífeyrisþegar hafa gleymst í góðærinu sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur verið að státa af á umliðnum misseram og mánuðum. I svari sem ég fékk frá heilbrigðisráðherra kom fram að af 7.900 öryrkjum hafa 3.400 aðeins í heildarframfærslu frá 40-60 þús. kr. tekjur á mánuði. Það er vissu- lega hæpið að ísland geti talið sig vera velferðarsamfélag þegar ör- orka er orðin ávísun á hreina fá- tækt eins og öryrkjar sjálfir halda fram. Nú liggm- fyrir beiðni frá undin-itaðri og fieiri þingmönnum stjórnarandstöðunnar um að for- sætisráðherra flytji Alþingi skýrslu um stöðu, aðbúnað og kjör öryi-kja í þjóðfélaginu. Þessi skýrsla á að Höfundur er alþingismaður og lck- ur þátt í prófkjöri samfylkingarinn- ar í Reykjavfk. ( \ BIODROGA snyrtivörur Mikilvægi sjúkra- og heilsustofnana fyrir landsbyggðina BYGGÐAÞRÓUN í landinu kemur öllum landsmönnum við og er sameiginlegt áhyggju- efni allra sem áhuga hafa á að halda landinu í byggð. Mikilvægt er því að snúa þróuninni við, efla og styrkja byggðimar. Óflugt at- vinnulíf er nauðsynlegt ef mannlíf á að geta þrifist með eðlilegum hætti. Fólk velur sér búsetu, þar sem þjón- ustustigið er hátt og velur sér búsetu þar sem boðið er upp á fjöl- breytni og gæði í heil- brigðisþjónustu, mennta- og skóla- málum, dagvistarmálum og menn- ingarmálum. I Suðurlandskjördæmi era margar Sjúkra- og heilsustofnanir, sem veita mikilvæga og góða þjón- ustu og þessar stofnanir veita fjöl- mörgum atvinnu. Sjúkrahús Suðurlands Ákvörðun um viðbyggingu við Sjúkrahús Suðurlands er fagnaðai-- efni þeirra sem hafa fylgst með starfsemi þess og meta að verðleik- um. Oft er þörf en nú er nauðsyn að Sunnlendingar standi þétt sam- an þegar til framkvæmda kemur. Sunnlenskar konur hafa frá upp- hafi staðið dyggan vörð um málefni Sjúkrahúss Suðurlands og áttu þær mikinn þátt í því að til þess var stofnað á sínum tíma. Arlega era gefnar stórgjafir til stofnunar- innar úr Sjúkrahússjóði SSK. Nú síðast vora gefin tvö tæki, annars vegai- sogklukka til að nota við fæðingar og hins vegar smásjá til leghálsskoðunar. Mik- ilvægi sjúkrahússins er ótvírætt fyrir allt Suðurland, eins er um sjúkrahúsið í Vest- mannaeyjum sem er góð stofnun og afar mikill öryggisþáttur og ber að hlúa að starfseminni þar á sama hátt. Heilsubærinn Hveragerði Hveragerði er sannkallaður heilsu- bær, en þar era reknar stofnanir sem til fyi-irmyndar eru. Dvalar- heimilið As er merkileg stofnun með mikla og góða þjónustu fyrir aldraða og hefur nú aukið og styrkt starfsemi sína með nýju hjúkrun- arheimili og getur þannig boðið heimilisfólki Áss dvöl í heimabyggð til æviloka. Heilsustofnun NLFÍ veitir á þriðja þúsund gesta þjónustu yfir árið. Hlutverk stofnunarinnar er tvíþætt. Hún er annars vegar al- menn og sérhæfð endurhæfingar- stofnun og hins vegar veitir hún hvíldar- og hressingardvöl. For- varnir era eitt meginmai-kmið NLFI en stofnunin fær minni fyr- irgreiðslu opinben-a aðila en sam- bærilegar stofnanir, úr þessu þai-f að bæta. Nýr þjónustusamningur á Hellu Á Hellu er Dvalar- og hjúkran- arheimilið Lundur, þar hefur með Mikilvægt er að snúa þróuninni við, segir Drífa Hjartardóttir, , og efla og styrkja byggðirnar. þjónustusamningi við heilbrigðis- ráðuneytið verið gerður samningur um 22 hjúkranan-ými og tvö dag- vistarrými í viðbót við dvalaným- in. Nú hefur verið ákveðið að inn- rétta kapellu á Lundi, sem á að þjóna allri sýslunni. Á Hvolsvelli er dvalarheimilið Kirkjuhvoll og kom- ið hefur til umræðu að sameina þessar tvær stofnanir til hagræð- ingar. I Vík er dvalarheimili aldraðra og á Kirkjubæjarklaustri er hjúkr- > unar- og dvalarheimilið Klaustur- hólar, í Vestmannaeyjum era Hraunbúðir og í Árnessýslu era dvalarheimili á Blesastöðum, á Kumbai-avogi. Hjúkranar- og dval- arheimili fyiár aldraða mjög mikil- vægar stofnanir, sem ti-yggja vist- un þegar á þarf að halda í heima- byggð. Árið 1999 er tileinkað öldraðum, þeir eiga sama rétt og aðrir þegnar þessarar þjóðar og eftir giftudrjúga starfsævi eiga þeii- aðeins skilið það besta. Á Suð-*" urlandi er góð og öragg heilsu- gæsla, sem hefur á að skipa vel menntuðu starfsfólki og er þjón- usta heilsugæslunnar til fyrir- myndar í öllu kjördæminu. Drífa Hjartardóttir er bóndi og bús- freyja á Keldum og þátttakandi f prófkjöri Sjálfstœðisflokksins i Suðurlandskjördæmi. Drífa Hjartardöttir HOTEL SKJALDBREIÐ, LAUGAVEGI 16 NYTT HOTEL A BESTA STAÐ í MIÐBORGINNI VETRARTILBOÐ Verð frá kr. 2.700 á mann i2ja manna berbergi. Morgunverðarblaðborð innifalið. Frir drykkur á veitingaJjúsinu Vegamótum. Sími 511 6060, fax 511 6070 www.eyjar.is/skjaldbreid FJOLBRAUTASKOLINN VIÐ ÁRMÚLA HEILBRIGÐISSKÓLINN Ármúla 12, 108 Reykjavík • Sími 5814022 Bréfasími 568 0335 • Heimasíða www.fa.is Námskeið fyrir tanntækna Vorönn 1999 Tölvur I (Grunnnámskeið í Windows 95, fylgiforrit) — 20 kennslustundir Kennari: Þórunn Óskarsdóttir tölvufræðikennari. Stofa V25 Kennslutími: Kennt er á miðvikudegi, fimmtudegi, mánudegi og þriðjudegi frá klukkan 18:00 til 21:30 á tímabilinu 10., 11., 15. og 16. febrúar. Verð á námskeiði kr. 14.000.- Tölvur II (Windows 95, upprifjun, ritvinnsla, kynning á Interneti) - 20 kennsiustundir Kennari: Þórunn Óskarsdóttir tölvufræðikennari. Stofa V25 Kennslutími: Kennt er á miðvikudegi, fimmtudegi, mánudegi og þriðjudegi frá klukkan 18:00 tii 21:30 alla dagana á tímabilinu 10., 11., 15. og 16. mars. Verð á námskeiði kr. 14.000.- Tannlœknaforrit - 20 kennslustundir Kennari: Kristrún Sigurðardóttir tannfræðingur. Stofa V25 Kennsiutími: Kennt cr á miðvikudegi, fimmtudegi, mánudegi og þriðjudcgi frá kiukkan 18:00 til 21:30 á tímabilinu 7. og 8. aprfl og 12. og 13. aprfl. Æskilegur undanfari er Tölvur 1 og II eða sambærilegur undanfari. Verð á námskeiði kr. 14.000,- Innritað verður á námskeiðin alla virka daaa fyrstu vikuna milli klukkan 9:00 oa 12:00 í síma 581 4022 Eftir það er innritað á mánudögum, fimmtudögum og föstudögum milli klukkan 10:00 oa 12:00. Staðfesta verður skráningu með íireiðslu námskeiðsgjalds v!ð pöntun I-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.