Morgunblaðið - 21.01.1999, Side 45

Morgunblaðið - 21.01.1999, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 45 UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR Velferð i i i 3 lífeyrisþega FYRSTA verk þess- arar ríkisstjómar var að rjúfa tengslin milli lífeyrisgreiðslna og launa. Afleiðingar þess voru að bætur al- mannatrygginga hafa undanfarin 5 ár aðeins hækkað um 17,4% en lágmarkslaunin um 52% og launavísitalan um 30%. Ríkisstjórnin hreykti sér af smávegis hækkun á lífeyris- greiðslum til öryrkja og aldraðra nú fyrh- jólin. Með réttu má segja að ríkisstjórnin hafi einungis verið að skiia örlitlu broti aftur af þeirri miklu skerðingu á bótum sem ör- yrkjar hafa búið við á þessu kjör- tímabili. Fulltrúar öryrkja héldu því fram að það lítilræði sem skilað var aftur af skerðingunni jafngilti rúmum 200 kr. á mánuði til þeirra Ljóst er því að lífeyris- þegar hafa gleymst í góðærinu, segir Jóhanna Sigurðardótt- ir, sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hef- ur verið að státa af á umliðnum misser- um og mánuðum. sem hafa fullar bætur en um 50 kr. á mánuði til þeirra lífeyrisþega sem eingöngu hafa grunnlífeyri. liggja fyrh- þegar Al- þingi kemur saman um nk. mánaðamót. Nið- urstaða hennar ætti að auðvelda alla ákvarð- anatöku sem stuðlað getur að bættum kjör- um öryrkja. Brýnar aðgerðir í þágu lífeyrisþega Þau tvö mál, sem brýnt er að skoða sér- staklega og varða líf- eyrisþega eru eftirfar- andi: I fyrsta lagi að af- nema að fullu þá skerðingu á bótum sem lífeyrisþegar hafa búið við vegna tekna maka, sem ekki hefur neina lagastoð, en er byggð á reglu- gerð sem heilbrigðisráðuneyti hef- ur sett. Um leið og heilbrigðisráð- heiTa ætlaði að draga nokkuð úr skerðingu á lífeyrisgreiðslum vegna tekna maka, fór ráðherra fram á lögfestingu á þeirri skerð- ingu sem eftir stóð. Öryrkjabanda- lagið hefur haldið því fram að með þessari skerðingu sé brotin jafn- ræðisregla stjómsýslulaga, ákvæði stj órnarskrár, mannréttindayfirlýs- ing Sameinuðu þjóðanna og Mann- réttindasáttmáli Evrópu. Einnig er um að ræða skýlaust brot á megin- reglum Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra, sem félagsmála: ráðherra kynnti á Alþingi á sl. ári. I öðra lagi þarf að skoða hvort ekki sé rétt að lífeyrir greiddur úr líf- eyrissjóðum beri 10% skatt en ekki yfir 40% skatt eins og nú er, þar sem 3/4 greiðslna úr lífeyrissjóðum eru vextir og verðbætur og ættu því að fá sömu skattlegu meðferð og fjármagnstekjur. Jóhanna Sigurðardóttir Bætt kjör öryrkja Ljóst er því að lífeyrisþegar hafa gleymst í góðærinu sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur verið að státa af á umliðnum misseram og mánuðum. I svari sem ég fékk frá heilbrigðisráðherra kom fram að af 7.900 öryrkjum hafa 3.400 aðeins í heildarframfærslu frá 40-60 þús. kr. tekjur á mánuði. Það er vissu- lega hæpið að ísland geti talið sig vera velferðarsamfélag þegar ör- orka er orðin ávísun á hreina fá- tækt eins og öryrkjar sjálfir halda fram. Nú liggm- fyrir beiðni frá undin-itaðri og fieiri þingmönnum stjórnarandstöðunnar um að for- sætisráðherra flytji Alþingi skýrslu um stöðu, aðbúnað og kjör öryi-kja í þjóðfélaginu. Þessi skýrsla á að Höfundur er alþingismaður og lck- ur þátt í prófkjöri samfylkingarinn- ar í Reykjavfk. ( \ BIODROGA snyrtivörur Mikilvægi sjúkra- og heilsustofnana fyrir landsbyggðina BYGGÐAÞRÓUN í landinu kemur öllum landsmönnum við og er sameiginlegt áhyggju- efni allra sem áhuga hafa á að halda landinu í byggð. Mikilvægt er því að snúa þróuninni við, efla og styrkja byggðimar. Óflugt at- vinnulíf er nauðsynlegt ef mannlíf á að geta þrifist með eðlilegum hætti. Fólk velur sér búsetu, þar sem þjón- ustustigið er hátt og velur sér búsetu þar sem boðið er upp á fjöl- breytni og gæði í heil- brigðisþjónustu, mennta- og skóla- málum, dagvistarmálum og menn- ingarmálum. I Suðurlandskjördæmi era margar Sjúkra- og heilsustofnanir, sem veita mikilvæga og góða þjón- ustu og þessar stofnanir veita fjöl- mörgum atvinnu. Sjúkrahús Suðurlands Ákvörðun um viðbyggingu við Sjúkrahús Suðurlands er fagnaðai-- efni þeirra sem hafa fylgst með starfsemi þess og meta að verðleik- um. Oft er þörf en nú er nauðsyn að Sunnlendingar standi þétt sam- an þegar til framkvæmda kemur. Sunnlenskar konur hafa frá upp- hafi staðið dyggan vörð um málefni Sjúkrahúss Suðurlands og áttu þær mikinn þátt í því að til þess var stofnað á sínum tíma. Arlega era gefnar stórgjafir til stofnunar- innar úr Sjúkrahússjóði SSK. Nú síðast vora gefin tvö tæki, annars vegai- sogklukka til að nota við fæðingar og hins vegar smásjá til leghálsskoðunar. Mik- ilvægi sjúkrahússins er ótvírætt fyrir allt Suðurland, eins er um sjúkrahúsið í Vest- mannaeyjum sem er góð stofnun og afar mikill öryggisþáttur og ber að hlúa að starfseminni þar á sama hátt. Heilsubærinn Hveragerði Hveragerði er sannkallaður heilsu- bær, en þar era reknar stofnanir sem til fyi-irmyndar eru. Dvalar- heimilið As er merkileg stofnun með mikla og góða þjónustu fyrir aldraða og hefur nú aukið og styrkt starfsemi sína með nýju hjúkrun- arheimili og getur þannig boðið heimilisfólki Áss dvöl í heimabyggð til æviloka. Heilsustofnun NLFÍ veitir á þriðja þúsund gesta þjónustu yfir árið. Hlutverk stofnunarinnar er tvíþætt. Hún er annars vegar al- menn og sérhæfð endurhæfingar- stofnun og hins vegar veitir hún hvíldar- og hressingardvöl. For- varnir era eitt meginmai-kmið NLFI en stofnunin fær minni fyr- irgreiðslu opinben-a aðila en sam- bærilegar stofnanir, úr þessu þai-f að bæta. Nýr þjónustusamningur á Hellu Á Hellu er Dvalar- og hjúkran- arheimilið Lundur, þar hefur með Mikilvægt er að snúa þróuninni við, segir Drífa Hjartardóttir, , og efla og styrkja byggðirnar. þjónustusamningi við heilbrigðis- ráðuneytið verið gerður samningur um 22 hjúkranan-ými og tvö dag- vistarrými í viðbót við dvalaným- in. Nú hefur verið ákveðið að inn- rétta kapellu á Lundi, sem á að þjóna allri sýslunni. Á Hvolsvelli er dvalarheimilið Kirkjuhvoll og kom- ið hefur til umræðu að sameina þessar tvær stofnanir til hagræð- ingar. I Vík er dvalarheimili aldraðra og á Kirkjubæjarklaustri er hjúkr- > unar- og dvalarheimilið Klaustur- hólar, í Vestmannaeyjum era Hraunbúðir og í Árnessýslu era dvalarheimili á Blesastöðum, á Kumbai-avogi. Hjúkranar- og dval- arheimili fyiár aldraða mjög mikil- vægar stofnanir, sem ti-yggja vist- un þegar á þarf að halda í heima- byggð. Árið 1999 er tileinkað öldraðum, þeir eiga sama rétt og aðrir þegnar þessarar þjóðar og eftir giftudrjúga starfsævi eiga þeii- aðeins skilið það besta. Á Suð-*" urlandi er góð og öragg heilsu- gæsla, sem hefur á að skipa vel menntuðu starfsfólki og er þjón- usta heilsugæslunnar til fyrir- myndar í öllu kjördæminu. Drífa Hjartardóttir er bóndi og bús- freyja á Keldum og þátttakandi f prófkjöri Sjálfstœðisflokksins i Suðurlandskjördæmi. Drífa Hjartardöttir HOTEL SKJALDBREIÐ, LAUGAVEGI 16 NYTT HOTEL A BESTA STAÐ í MIÐBORGINNI VETRARTILBOÐ Verð frá kr. 2.700 á mann i2ja manna berbergi. Morgunverðarblaðborð innifalið. Frir drykkur á veitingaJjúsinu Vegamótum. Sími 511 6060, fax 511 6070 www.eyjar.is/skjaldbreid FJOLBRAUTASKOLINN VIÐ ÁRMÚLA HEILBRIGÐISSKÓLINN Ármúla 12, 108 Reykjavík • Sími 5814022 Bréfasími 568 0335 • Heimasíða www.fa.is Námskeið fyrir tanntækna Vorönn 1999 Tölvur I (Grunnnámskeið í Windows 95, fylgiforrit) — 20 kennslustundir Kennari: Þórunn Óskarsdóttir tölvufræðikennari. Stofa V25 Kennslutími: Kennt er á miðvikudegi, fimmtudegi, mánudegi og þriðjudegi frá klukkan 18:00 til 21:30 á tímabilinu 10., 11., 15. og 16. febrúar. Verð á námskeiði kr. 14.000.- Tölvur II (Windows 95, upprifjun, ritvinnsla, kynning á Interneti) - 20 kennsiustundir Kennari: Þórunn Óskarsdóttir tölvufræðikennari. Stofa V25 Kennslutími: Kennt er á miðvikudegi, fimmtudegi, mánudegi og þriðjudegi frá klukkan 18:00 tii 21:30 alla dagana á tímabilinu 10., 11., 15. og 16. mars. Verð á námskeiði kr. 14.000.- Tannlœknaforrit - 20 kennslustundir Kennari: Kristrún Sigurðardóttir tannfræðingur. Stofa V25 Kennsiutími: Kennt cr á miðvikudegi, fimmtudegi, mánudegi og þriðjudcgi frá kiukkan 18:00 til 21:30 á tímabilinu 7. og 8. aprfl og 12. og 13. aprfl. Æskilegur undanfari er Tölvur 1 og II eða sambærilegur undanfari. Verð á námskeiði kr. 14.000,- Innritað verður á námskeiðin alla virka daaa fyrstu vikuna milli klukkan 9:00 oa 12:00 í síma 581 4022 Eftir það er innritað á mánudögum, fimmtudögum og föstudögum milli klukkan 10:00 oa 12:00. Staðfesta verður skráningu með íireiðslu námskeiðsgjalds v!ð pöntun I-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.