Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNMENNTAVETTVANGUR Myndlist- arhús/Kjar- valsstofa • ' Það hefur naumast farið framhjá mönnum að ráðgert er að reisa fímm menningarhús á landsbyggðinni. Ekki hefur því þó verið tekið fagnandi af öllum sem verður Braga Ásgeirssyni tilefni til nokkurra hugleið- inga, um leið og hann heldur áfram inn- gangi sínum að greinarflokki um París. Víkur hér einnig að Kjarvalsstofu, einu -------------y------- listamannaíbúðinni sem Islendingar eiga í samfélagi þjóðanna. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson HIN dugmikla forstöðukona listamiðstöðvarinnar í París, Simone F. Braunau. MÁLVERK Svavars Guðnasonar á sýningunni Cobra í 50 ár í Danska húsinu. AÐ hefur skeð í samræðu dagsins, sem kallar á að þessi vettvangur verði með dálítið öðru sniði en boðað var, og snertir orðræðu um fimm menningarhús sem fyrirhug- að er að byggja vítt um lands- byggðina. Þau eru víða furðuleg viðbrögðin varðandi framkvæmdir sem skara T* skapandi listir, óvíða þó jafn áber- andi og meðal einangraðri þjóða, og er Island með sanni engin undan- tekning. Fáfræðin virðist jafn al- tæk meðal hárra sem lágra, og þar hafa stundlegir hagsmunir, efnis- hyggja og veraldlegir hlutir algjör- an forgang. Er til umhugsunar, að engin slík skrif vakna til lífs þegar um íþróttamannvirki er að ræða á landsbyggðinni eða kaup á útlend- um leikmönnum til fremdar hand- og fótasprelli, sem þýðir óneitan- lega að andinn og hugvitið eru sett skör lægra en efnið. Samt hafa ver- ið færð óyggjandi rök að því, að þroskamöguleikar sálarinnar séu engu síðri sýnilegu vöðvunum, lúti • svipuðum lögmálum, og hvor tveggja hrörnar við kyrrstöðu. Það telst svo í litlu samræmi við andleg afrek fortíðar, að í þessum efnum eru íslendingar eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða, þrátt fyrir ótví- ræða nauðsyn að gaumgæfa þessa þætti vegna einangi'unar landsins og strjálbýli í byggð. Tölvuvæðing- in, og nýting hátækninnar á allra síðustu árum segir merkilega sögu, því þar hafa komið fram áður ónýtt- ir og lengstum misvirtir kraftar í Islendingum, er þá enn mikilvæg- ara að styrkja grunninn og fylgja þróuninni eftir. Talið er að örtölvan og hátæknin séu meginorsök hinn- ar miklu aukningar á aðstreymi á 'v listasöfn og menningarviðburði víða um heim, sem er í góðu samræmi við spádóma örtölvufræðinga á upphafsreit fyrir tveim áratugum eða svo, og ég hef endurtekið vikið að. Einhverra hluta vegna eru Is- lendingar hér undantekning, í öllu falli hvað myndlist snertir. Há- tæknin leitar í andstæðu sína sem er skynjunin og aldrei hefur verið meiri þörf á að sinna þörfum skyn- færanna og ósjálfráðu viðbragð- anna, og mun enn aukast til muna. Þjálfun skynfæranna er til að mynda nýtilkomið og mikilvægt námsfag varðandi þotuflug. Geíúr auga leið, að þegar tæknin bregst í háloftunum er næmi skynfæranna það sem allt veltur á, því rétt við- brögð varða líf allra innanborðs. Er lýsandi dæmi þess hvernig hátækn- in hefur þrengt skynfærunum nær nútímamanninum, og skiptir miklu að vera hér á verði á öllum sviðum, samstiga þróuninni. Þetta er ein ástæða þess, að söfn og menningarmið- stöðvar hafa risið upp sem aldrei fyrr um allan heim, en einnig að hinn kaldi og staðlaði gemheimur kallar á andstæðu sína. A þessum áratug varð þó afturkippur vegna kreppu, en þó enn frekar yfírgangs spákaup- manna og blindra frjáls- hyggju- og gróðaafia, en nú hafa menn snúið vöm í sókn. Stóru söfnin jafnvel farin að bera sig fjárhags- lega og myndlistarmarkað- urinn hefur víða tekið við sér á ný, þótt sveiflurnar séu eðlilega nokkrar. Að menningarhúsin rísi upp á landsbyggðinni, telst lítið annað en að verið sé að sinna brýnni þörf sem lengi hefur verið fyrir hendi, og bæta fyrir grófar van- rækslusyndir. Vekja það til lífs sem hefði átt að vera stefnumark lýðveldisins frá upphafi og margoft hefur verið vísað til og skilgreint í þessum vettvangsskrifum. Islend- ingar eru ekki fæddir inn í þessi at- riði vitrænnar hámenningar líkt og t.d. rómanskar þjóðir, og þvi er skondið að hafa þetta átak um menningarhúsin í flimtingum er það loks og seint um síðir kemst á dag- skrá. Blanda því meira að segja í umræðu um fiskveiðistjóm (!) og hvers konar óáran á landsbyggð- inni, en vel að merkja, em það hvorki stjórnmálaflokkar eða Al- þingi íslendinga sem standa að baki hönnun á hátæknisviði né framsókn einstaklinga í listsköpun, því fer víðsfjarri. Enn síður skólamir svo vísað sé til frammistöðu vitringanna í spurningakeppni framhaldsskóla er myndlistin kemur upp. Hlálegt að sjá fóðurlega tilburði stjómmála- manna við að eigna sér sómann, öllu frekar hefur rangsýni þeirra, yfir- læti og vanþroski, lengstum verið mestur dragbítur á vettvangi lista hugvits og allra skapandi athafna á landi hér. Við breytta atvinnuhætti og nýtt þjóðfélagsmynstur í Evrópu, hafa jafnt risastórar vömskemmur sem þjóðbankar verið nýttir í þágu sam- tímalistar, nefni hér einungis sem dæmi Flóðgarðshöllina, Deichtor- hallen, í nágrenni aðaljárnbrautar- stöðvarinnar í Hamborg og Norska bankann í miðborg Ósló. Þetta er þróunin ytra, en hér hafa menn það sem sagt í flimtingum er bæta skal úr brýnni og aðkallandi þörf á landsbyggðinni, koma henni á menningarlega og lífræna landa- kortið. Þó er einungis verið að mæta ánægjulegri vakningu um land allt og nú skiptir sköpum að virkja þá áhugasömu og fórnfúsu einstaklinga sem standa á bak við á hverjum stað, að hér verði ekki um sértrúboð, miðstýringu fundar- haldafíkla og bendiprika, né blóð- lausa stimpilklukkustarfsemi að ræða. A þessu sviði hafa Islending- ar tækifæri til að draga lærdóm af áratuga reynslu á hinum Norður- löndunum og víðar, hlusta gaum- gæfilega á viðvaranir og heilræði þeirra sem betur vita, vera hér ögn vitrari en í fiskeldinu og svo mörgu öðru, sem átti að skaffa gull, hratt og ótæpilega ... Væri svo ekki lag, að bæta víg- stöðu íslenskra listamanna erlend- is, vísa til og minni á að Kjarvals- stofa í París er eina vinnustofan sem Islendingar hafa til frjálsrar ráðstöfunar utan landsteinanna. Hér auglýsum við smæð okkar og vanmátt, því flestar Norðurlanda- þjóðirnar eiga vegleg menningar- hús í öllum helstu menningarborg- um álfunnar, auk vinnustofa á al- þjóðlegum menningarmiðstöðum hvarvetna. í hinu forna Marais- hverfi, þar sem Kjarvalsstofa er til húsa í háborg alþjóðlegra lista, Cité Internationale des Arts, eiga Svíar heila höll. Danir eru með margra hæða hús á breiðgötunni, Champs Elysées, í næsta nágrenni við Sigurbogann á Stjörnutorgi. Þá eru Finnar með sitt hús í ná- grenni Sorbonne, en allar þessar stofnanir auk nokkurra annarra Evrópuþjóða heimsótti ég, þær urðu einfaldlega á vegi mínum á gönguferðum um borgina. Nefna skal að um miðjan október var opnuð sýning í Danska húsinu í til- efni 50 ára afmæli Cobra, en það mikla ævintýri hófst með listasam- tökunum Helhestinum í Dan- mörku, og framtaksemi málarans Asger Jorns. Var hér eingöngu um að ræða danska hlutann og var Svavar Guðnason vel kynntur með gullfallegu málverki. Lýsir rækt- arsemi Dana og félaga hans, þótt sjálfur vildi hann lítið með Cobra hafa að gera. A þessu samsafni höfðaði þó Ejler Bille mest til mín, þessi aldni og gáfaði málari gerði það gott á síðasta Tvíæringnum í Sao Paulo, og enn betur á einka- sýningu sem honum var boðið að halda í borginni. Endurtók mikla frægðarför Svend Wiig Hansens tveim árum áður, sem lyfti honum hátt á stall. Danir virðast kunna þá list að markaðsetja sína menn, en sérsýningarnar voru þó einka- framtak. A Kjarvalsstofu hafði ég verið fyrir níu árum og naut þess út í fingurgóma, aldrei verið jafn lengi samfellt í heimsborginni, forðaðist þó frekar aðalsöfnin vegna hins yf- irgengilega mannfjölda. Skrifaði sex greinar hér í blaðið, meðal ann- ars eina um Kjarvalsstofu sérstak- lega. Þrátt fyrir að ég væri himin- lifandi, taldi ég að margt væri ógert á staðnum til að dvölin yrði enn ár- angursríkari fyrir gesti í framtíð- inni. Ræddi sérstaklega um það við forstöðukonuna Simone F. Braunau, og leist henni vel á hugmyndir mínar, en sagði að frumkvæðið yrði að koma frá okkur. Benti hún mér á að sömu reglur giltu yfir allar vinnustof- urnar, en hins vegar væri dvalartíminn yfirleitt 1-2 ár, þó í einstaka tilfellum styttri eins og hjá Islend- ingum, eða tveir mánuðir. Ætti að gefa auga leið, að allt annar handleggur er að koma til eins eða tveggja ára dvalar en tæp- lega átta vikna, nokkurra daga hlé er við hver skipti og vinnustofan yfirfarin. Því skiptir öllu áð tíminn nýtist vel og viðkomandi geti strax komið sér að verki. Brá mér óneitan- lega er ég uppgötvaði að íbúðin var í einu og öllu eins og þegar ég yfirgaf hana, nema níu árum eldri og til muna óvistlegri. Enginn er hér að biðja um lúxus, né fáfengilegar um- búðir, en væri til of mikils mælst að skipuleggja hlutina svo- lítið betur? Menn eru væntanlega síður komnir á staðinn með því hugarfari að loka að sér öllum dyr- um, mun frekar til að njóta sem mest og best hámenningarinnar allt um kring. Nema gnýinn frá menningu fyrri alda, og fylgjast með samræðu dagsins á sem flest- um sviðum, Upplifa síður fortíðina sem eitthvað liðið, og endanlega um garð gengið, heldur skilja hana sem ótæmandi orkustöð, sem mögulegt er að leita til og leysa úr viðjum nýja og ferska krafta til hags fyrir framtíðina. Atta vikur gefa naumast mögu- leika til úrskerandi vinnubragða, en hins vegar má nýta tímann til að hlaða batteríin eins og það er stundum orðað, að auki er stutt til margra listaborga, t.d. London, Brússel og Amsterdam, varla meira en 2-3 klukkustundir með hraðlest, þannig að dagsferðir á vit sérstakra viðburða er létt mál ef vill. Möguleikarnir sem Kjarvals- stofa býður upp á em afar marg- þættir, einnig upplagt að vinna að sérstöku verkefni og njóta uppörv- unar af hinu magnaða andrúmi. Staðsetningin er einstök, Marais- hverfið ríkt af menjum og best varðveitti hluti hinna fornu borgar- múra í nágrenninu, söfn og minjar á hverju strái, gönguferðir um hverfið hreinn unaður, eiginlega í hvaða átt sem farið er. Eyjurnar á Signu Ile St. Louis og Ile de la Cité í næsta nágrenni og latínuhverfið hinum megin við ána.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.