Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞESSA mynd tók Ólafur K. Magnússon af veggskreytingu Kjarvals 1977 áður en liún hvarf undir veggklæðningu iðnaðannanns á nýjan leik. Veggskreyting Kjarvals aftur fram í dagsljósið VEGGSKREYTING eftir Kjarval er undir veggklæðningu á gafli hússins, sem stendur austan Isa- foldarhússins við Austurstræti 8, sem nú verður flutt í Aðalstræti. Þorsteinn Bergsson, fram- kvæmdastjóri Minjavemdar, sem annast flutninginn fyrir Reykja- víkurborg, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að tengi- byggingin milli húsanna yrði rif- in og þá yrði kannað, hvort og þá með hvaða hætti Kjarvalsverkið gæti geymzt. Spurningin væri hvort Kjarval hefði málað á vegginn sjálfan eða einhveijar plötur, sem þá væri hægt að taka af. Morgunblaðið sagði frá þessari skreytingu Kjarvals 15. febrúar 1977 með fyrirsögninni: „Ókunn- ur „Kjarval" undir veggklæðn- ingu“. „Verið er að gera breytingar á Isafoldarhúsunum í Austurstræti og er fyrirhugað að bókaverzlun ísafoldar flytji í húsnæði það, sem verzlunin Ríma var áður í. Er það eins konar tengibygging mjlli ísafoldarhússins og húss SÍS, sem stendur næst fyrir aust- an. Þegar veggklæðning var rifin niður af gafli SÍS-hússins kom í Ijós stórt málverk, sem málað hefur verið á gafi SÍS-hússins, og segja listfróðir menn að þar sé um að ræða ósvikinn Kjarval. Aðeins hluti þessa listaverks er enn óskemmdur. Upphaflega hef- ur þessi tengibygging verið með risi, en siðan hefur nýtt þak verið sett á hana. Við þessa breytingu á þaki hússins hefur allur efri hluti listaverksins orðið utan hússins og er hann mjög svo veðraður orðinn. Hafi menn jafn- vel ekki tekið eftir listaverkinu eða þeim hluta þess, sem er upp fyrir núverandi þak, en þegar grannt er skoðað og hinn heillegi hluti er þekktur má greinilega sjá útlínur efri hluta verksins. Þegar listaverkið hefur verið málað hefur það náð upp í mæni hússins, sem áður var með lágu risi eins og áður er getið. Ekki er fyllilega ljóst, hve myndin er gömul, en gizkað hefur verið á að hún hafí verið máluð einhvern túna um 1940. í gær var unnið að því að klæða vegginn að nýju og var því myndin að hverfa aftur svo sem hún hefur geymzt til þessa dags. Litirnir í myndinni eru svart og hvítt. Niður undan þakinu sést á fætur kvenna, sem standa á blómum skrýddum grunni. Er sú kona, sem greinilegast sést, á köflóttum kjól eða pilsi. Ef einhveijir kynnu að kunna sögu þessa listaverks væri Morg- unblaðið þakklátt, létu þeir blað- ið heyra.“ Greiddi fyrir matinn með málverki Daginn eftir segir í Morgun- blaðinu: „Nokkrir hafa haft sam- band við Morgunblaðið út af frétt blaðsins í gær um veggskreyt- ingu sem kom í ljós í húsum Isa- foldar í Austurstræti. Eins og segir í fréttinni var verið að breyta til þar og kom þá fram undan veggklæðningu skreyting, sem talin er vera eftir Kjarval. I viðtali við Mbl. í gær staðfesti Axel Magnússon, að þetta væri eftir Kjarval, en bróðir hans, Einar Karl Magnússon, rak þarna kaffihús, Café Royal, um nokkurra ára skeið, kringum 1934. - Það var bróðir minn, Einar Karl Magnússon, sem rak þarna um tíma vetiingahús undir nafn- inu Café Royal og er þessi mynd máluð á vegg næsta húss. Þetta er í liúsinu nr. 10 og þar hafði bróðir minn breytt og látið gera eins konar innri veitingastofu, svipaða því sem nú er í Hress- ingaskálanum. - Kjarval var góður kunningi bróður míns, og hann kom þarna oft til að borða og fá sér kaffi- sopa, enda var vinnustofa hans þarna í næsta húsi, uppi á loftinu nr. 14. Kjarval bauðst til að launa bróður mínum greiðan á þennan hátt. Einar Karl var búinn að reka þennan veitingastað í um tvö ár þegar liann veiktist og sá ég uin reksturinn á meðan, en hann sá sér ekki fært að taka aft- ur við honum og var hún ekki starfrækt nema stuttan tíma eftir þetta, en það var sem sagt í kringum 1934-35 sem Kjarval málaði þessar skreytingar. - Þarna unnu einar sex stúlk- ur, þijár á hvorri vakt, og var þetta eins konar „konditorí", sem kallað er, og var Kjarval þarna fastagestur ásamt fleirum, t.d. man ég eftir Indriða Einarssyni, sem kom þarna alltaf í kaffí, og hann tók alltaf einhvern með sér. Axel sagði einnig um samskipti bróður síns og Kjarvals að þar sem þeir hefðu nú verið góðir vinir hefði ekki verið hirt um að skrifa niður neitt af viðskiptum þeirra og því hafi það kannski verið meðal annars þess vegna að Kjarval greiddi fyrir sig á þennan hátt. - Það var frekar aurat líf hjá Kjarval á þessum árum, sagði Axel, og ég tók eftir því að þegar hann seldi mynd þá held ég að hann hafi næstum því gefíð þær - yfirleitt að minnsta kosti - en þegar hann átti peninga gaf hann oft frá sér eða lánaði því hann þekkti alltaf einhverja sem voru enn verr staddir en hann. - Því má líka bæta við að hann var oft að yrkja, kom þá stundum í kaffi og las upp fyrir stúlkurn- ar, en það voru oftast þær sem afgreiddu hann, ég var aðeins þarna til að líta eftir í veikinda- forföllum bróður míns, sagði Ax- el Magnússon að lokum.“ Samið um svæðaskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið Samræmd stefna í þróun byggðar og landnotkun SAMNINGUR um skipulagsráð- gjöf vegna svæðaskipulags fyrir höfuðborgarsvæðið hefur verið undirritaður. Skipulagsráðgjafar munu annast undirbúning og til- lögugerð að svæðaskipulaginu með það að markmiði að samræma stefnu sveitarstjórna um þróun byggðar og landnotkun á svæðum. Með þessu samstarfi sveitarfé- laganna er náð þeim áfanga að hafin er gerð svæðaskipulags fyrir allt höfuðborgarsvæðið en þörf fyrir það hefur verið mjög brýn, segir í frétt frá undirrituninni. Samvinnunefnd skipuð tveimur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi mun bera ábyrgð á framkvæmd- inni og er markmiðið að samræma stefnu sveitarstjórna um þróun byggðar og landnotkun á svæðinu. Aðilar samningsins eru annars vegar samvinnunefndin um svæða- skipulag, fyrir hönd sveitarfélaga á svæðinu og hins vegar starfshópur ráðgjafa sem eru Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf., Vinnu- stofa arkitekta ehf., Anders Nyvig A/S, Danmörku og Skaarup og Jesspersen, Danmörku. Ráðgjafa- hópurinn var valinn að undan- gengnu forvali á öllu evrópska efnahagssvæðinu og útboði meðal þriggja hæfustu ráðgjafahópanna. Þeir voru allir skipaðir bæði ís- lenskum og erlendum ráðgjöfum. Við mat á bjóðendum gilti hæfni þeirra 70% og verðtilboð 30%. Morgunblaðið/Árni Sæberg STEFÁN Hermannsson borgarverkfræðingur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Sel- tjarnarnesi og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, voru við undirritun samnings um skipulagsráögjöf vegna svæðaskipulags fyr- ir höfuðborgarsvæðið. Allt svæðið Fram kemur að með þessu sam- starfi sveitarfélaganna er þeim áfanga náð að hafin er gerð svæða- skipulags fyrir allt höfuðborgar- svæðið. Byggðin á höfuðborgar- svæðinu var áður aðgreind eftir sveitarfélögum en er nú víða sam- vaxin. Vöxtur byggðarinnar hefur verið mjög ör undanfarin ár og íbúafjölgun mikil. Með svæða- skipulagi er ætlunun að taka heil- rænt á skipulagi meginsamgöngu- kerfis, landnotkunar, umhverfis og ýmissa samfélagslegra og hag- rænna þátta fyrir sveitarfélögin átta sem eru á höfuðborgarsvæð- inu. Hótunarbréf um líflát Hafnar- fjarðar- lögreglan tekur við rannsókn RANNSÓKNARDEILD lög- reglunnar í Hafnarfirði hefur tekið við rannsókn á líflátshót- unarbréfi, sem Pétri Þór Gunn- arssyni, eiganda Gallerís Borg- ar og sakborningi í fölsunarmáli því, sem rekið er fyrir Héraðs- dómi, barst á mánudag. Tækni- rannsóknarstofa ríkislögreglu- stjóra hóf rannsókn málsins, en framhald hennar verður í hönd- um lögreglunnar í Hafnarfirði. Bréfritari kallar sig „Kjar- val“ og í bréfinu er því hótað berum orðum að viðtakandinn verði „drepinn og settur í salt.“ I 233. grein almennra hegn- ingarlaga frá 1940 segir að hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er fallin til þess að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða vel- ferð sína eða annarra, þá varðar það sektum, varðhaldi eða fang- elsi allt að 2 árum. Rannsóknarlögreglan í Hafn- arfirði segir að rannsókn máls- ins muni fara í hefðbundinn far- veg. Engin ný spor eftir Tínu LEIT stendur enn áfram að tík- inni Tínu, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Kristín Erla Karlsdóttir, sem fóstrar Tínu, sagði að greinilegt væri að tíkin hefði látið sig hverfa í nokkra daga og engin ný spor hefðu sést í snjónum í gær. Ket- ið, sem sett var í minka- og kattagildrurnar í Reykjalund- arskógi var enn á sínum stað og var því ljóst að ekki einu sinni aðrar skepnur höfðu látið freist- ast. Við leitina verður samt að sýna staka þolinmæði og láta ekki hugfallast þótt Tína litla hafi ekki bitið á agnið í fyrstu atrennu. „Búrin verða að verða hluti af umhvei-finu fyrir öll dýr áður en þau byrja að treysta þeim,“ sagði Kristín Erla. Tína, sem hefur verið týnd síðan 5. janúar hefur gert sér að minnsta kosti þrjú bæli og hef- ur aðgang að drykkjarvatni og fæði úr safnhaugum úr hús- garði svo allt bendir til að hún sé lifandi. Selurinn á batavegi HRINGANÓRINN, sem gekkst undir aðgerð í Húsdýra- garðinum í gær, þar sem hleypt var út um hálfum lítra af vilsu úr slæmu kýli á dýrinu, líður nú mun betur og hefur það gott, að sögn Margrétar Daggar Hall- dórsdóttur rekstrarstjóra Hús- dýragarðsins. Katrín Harðar- dóttir dýralæknir kemur að skoða selinn í dag, en drenið sem sett var í kýlið til að hleypa frekari vilsu út verður hugsan- lega fjarlægt á laugardaginn og þá verður hægt að sauma sárið saman. Selurinn smávaxni, sem er brimill, er ekki til sýnis þar sem hann er í aðhlynningu og hefur ekki verið ákveðið hvenær eða hvort almenningi gefst kostur á að sjá hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.