Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 54
54 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Hundalíf
Fyrruerandi sncm-f
irnírrn/nirþrir átt ftórcu
eri/issurnt
/ninn, -
vena,
Ferdinand
IT S A 70M,N0.'N0TME!
FIELD IVE MEARPABOUT
TRIP.. V TH05E FIELP
TMEY TAKE
YOU OUT IN
THE COUNTRY,
AND THEY
LEAVE YOV
THERE!
6ET ON THE V SURE.THEV TAKE
BU5..WE'RE / USTOTHE
ÖOIN6TOAN MUSEUM,ANPTHEN
ART MUSEUM.\LEAÆ U5 THERE!
Hvert erum við að fara? í skólaferðalag... Ó, nei!
Ekki ég! Ég hef heyrt um
þessi skólaferðalög!
Það er farið með Komdu þér upp í bílinn .. . við
mann upp í sveit, erum að fara á safn ... Auðvitað,
og þar er maður þau fara með mann á safnið og
skilinn eftir! skilja mann svo eftir þar!
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Dómarar og virðing
fyrir þeim
Frá Sigurði F. Sigurðarsyni:
NÚ ER talað um það að knatt-
spyrnudómarar eigi að fá að refsa
fyrir mótmæli og kjafthátt eftir
brot með því að færa aukaspyrnur
nær marki eri brotið var framið og
fá þannig fram refsinguna strax í
þeim leik sem brotið er framið í í
stað þess að leikmaður fari ein-
göngu í leikbann og næsti and-
stæðingur hagnist á broti í leik
sem hann var ekki þátttakandi í.
Þetta er gott mái og hefði að
ósekju mátt koma fyrr. En hvað
græðum við á þessari breytingu?
Er ekki verið að ýta vandanum á
undan sér með því að einbeita sér
að afleiðingum en ekki tekið á rót
vandans? Hver er þá rót vandans?
Eg tel að aukin vanvirðing iðk-
enda í ýmsum íþróttagreinum
megi rekja til þjálfara, kennara og
annarra þeirra er koma að þjálfun
og kennslu íþróttagreina. Ef iðk-
andi brýtur af sér á æfingu er
hann dæmdur brotlegur og
kannski sagt að þetta myndi þýða
gult spjald í leik eða víti. Hvers
vegna fær viðkomandi iðkandi
ekki gult spjald á æfingu? Ætti
hann ekki að venjast því strax á
æfíngum að fyrir viss brot upp-
skeri hann áminningu eða brott-
rekstur? Við hvað halda þjálfarar
að iðkendur miði dómara við í
leik? Þeir eru bornir saman við
þjálfarann sem aldrei gefur spjöld
og rekur menn aldrei út af. I
handbolta ætti að vísa þeim sem
brjóta af sér út af í 2 mínútur eða
nota spjöld í stað þess að segja
eingöngu að þetta þýði útaf rekst-
ur. Það læra börnin sem fyrir
þeim er haft. Þjálfarar ætlast til
þess að iðkendur þeirra leggi sig
fram við markskot og ýmis tækni-
atriði og vandi sig eins og um leik
væri að ræða.
Þeir verða að ganga á undan
með góðu fordæmi og sýna leik-
mönnum fram á að allt sem gert er
á æfingum er líka gert í leikjum,
góð markskot, tæklingar og einnig
brottrekstur. Eg vil meina að það
vanti mikið á samstarf dómara og
unglingaþjálfara. Hvers vegna
koma dómarar ekki meira að æf-
ingum yngri flokka og dæma t.d.
leiki á æfingum eins og um raun-
verulega leiki væri að ræða? Eg tel
að með markvissari kennslu á regl-
um íþróttanna aukist virðing fyrir
dómurum og störfum þeirra. Það
er ekki varanleg lausn að refsa
meira. Það er betra að stefna að
því að koma í veg fyrir refsingar
með fræðslu og samstarfi viðkom-
andi stétta.
SIGURÐUR F. SIGURÐARSON,
Torfufelli 25, Reykjavík.
Núllið og aldamótin
Frá Baldri Ragnarssyni:
í UMRÆÐUNNI um hvenær alda-
mótin koma heyrist stundum það
sjónarmið að þau verði um næstu
áramót vegna þess að upphafsár
tímatalsins hafi verið „árið núll“.
Þetta er mikill misskilningur.
Hvorki í tímatalinu né í rökvísi
hinnar einíoldu talningar sem hún
byggist á er gert ráð fyrir árinu
núll. Tímatalning er ekkert öðruvísi
en önnur talning. Þegar við teljum
hundrað (eða öld) byrjum við á 1 og
endum með tölunni 100 (sem er
innifalin í hundraðinu). I Rímfræði
Þorsteins Sæmundssonar stjörnu-
fræðings segir efnislega að venja sé
að telja viðmiðunarpersónu tíma-
talsins fædda á jóladag árið 1 f. Kr.,
þ.e.a.s. rétt fyrir byrjun ársins 1 e.
Kr., sem tók við af fæðingarárinu.
Þá staðhæfingu má víða staðfesta,
m.a. í Time Almanac 1999 og á net-
slóðinni http: //www.calendarzo-
ne.com. Enski sagnfræðingurinn og
miðaldamunkui’inn Bede mótaði á
8. öld þann sið að skipta tímatalinu
í tvö skeið; f. Kiv og e. Kr. Vafa-
samt er að hann hafi þekkt mikið til
tölunnar núll því henni kynntust
Evrópumenn ekki að ráði fyrr en á
12. öld. Vel þekkt er t.d. að Róm-
verjar þekktu núllið alls ekki. Fróð-
leik um þessa tölu fengu Evrópubú-
ar ekki síst af ritum arabíska
stærðfræðingsins AI-Khwarizmi
sem uppi var á 9. öld. Arabar
kynntust tölunni á hinn bóginn með
samskiptum við indverskar menn-
ingarþjóðir.
í menningarsögu okkar eru það
aðeins tölvur og stjörnufræðingar
sem reiknað hafa með árinu núll.
Þetta er gert til þess að auðvelda
samanburð, samfellu og útreikn-
inga milli fornra og nýrri dagsetn-
inga. Þar eð Evrópubúar voru sein-
ir að tileinka sér neikvæðar tölur
náði þessi venja ekki fótfestu með-
al evrópskra stjörnufræðinga fyrr
en á 18. öld. Það er því vita von-
laust að Dionysius Exiguus hafi
þegar á 6. öld gert ráð fyrir árinu
núll, eins og sagt var frá í einu les-
endabréfi hér í Morgunblaðinu fyr-
ir skömmu.
Hvaða ár er þá „árið núll“ sam-
kvæmt stjörnufræðinni? Það er ár-
ið 1 f. Kr., þ.e. meint fæðingarár
trésmiðsins frá Galfleu. Hins vegar
miðum við upphaf tímatalsins ekki
við þetta ár, heldur nýársdag árs-
ins 1 e. Kr. - enda ekki nema vika
þar á milli. Það væri líka hálf
kjánalegt að miða upphafsdag
tímatalsins við nýársdag ársins 1 f.
Kr. - tæpum 12 mánuðum áður en
fæðingin, sem tímatalið er kennt
við, átti að hafa orðið. Af þessu sést
að upphaf tímatalsins reiknast ekki
út frá „árinu núll“. Sé talið frá 1.
janúar ársins 1 e. Ki\, svo sem vera
ber, eru 2000 ár ekki fullliðin frá
upphafi tímatalsins fyrr en 1. janú-
ar árið 2001 rennur upp.
Þá fyrst eru aldamót og ekki
deginum fyrr.
BALDUR RAGNARSSON
kerfisfræðingur, Hjaltabakka 4,
Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að Iútandi.