Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 28

Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ EITT af því sem yljar okk- ur um hjartarætur eru sögur af frægð og frama íslendinga á erlendri grund. I þeim efnum gerum við hik- laust tilkall til allra sem teljast af ís- lenskum ættum, eða eru fæddir af íslensku foreldri, þó sjálfir hafi þeir hvorki stigið fæti á íslenska jörð né séu mælandi á íslenska tungu. Það er ekki ofmælt þó í vissum skilningi sé því haldið fram að áhrifamestur „Islendinga" á þessari öld hafí verið Vestur-íslendingui-inn Charles Thorson, höfundur teiknimynda- fígúrunnar Kalla kanínu (Bugs Bunny) og fjölda annarra teikni- fígúra sem lagt hafa ómældan skerf til útbreiðslu bandarískrar fjölda- menningar um gjörvalla heims- byggðina. Frá Asakoti í Biskupstungum Kalli kanína og Mjallhvít af íslenskum ættum í lok síðasta árs kom út í Kanada bókin Cartoon Charlie eftir rit- höfundinn og kvikmyndafræðinginn Gene Walsh þar sem hann rekur litríkt lífshlaup Vestur-íslendingsins Charles Thorson og dregur fram með óyggjandi hætti hversu stóran þátt Charlie Af einhverjum ástæðum hefur hlutur Charles Thorsons verið íyrir borð borinn af skrásetjurum kvik- myndaiðnaðarins til þessa, og hans merkustu sköpunarverk jafnvel verið eignuð öðrum eða látið hjá líða að geta hins rétta höfundar. Walsh nefnir nokkrar skýringar sem á þessu gætu verið en annars er höf- undarsaga Charlie næsta óljós og hefur lítið verið hirt um að halda henni til haga. Með bók sinni um Charles Thorson hefur Walsh vafalaust bjargað ýmsum fróðleik frá glöt- un um leið og hann vek- ui' athygli á merkum listamanni og litríkum persónuleika sem að sögn lifir enn í minningu þeirra sem kynntust honum og umgengust í Winnipeg fyrir og uppúr miðri öldinni. Charles Thorson hét réttu nafni Karl Gústaf Stefánsson og var þriðji sonur hjónanna Sigríðar Stefánsdóttur og Stefáns Þórðarsonar sem flutt- ust til Winnipeg í Kanada frá íslandi árið 1887. Sig- ríður og Stefán voru frá Ásakoti í Biskupstungum og höfðu átt fjórar dætur sem allar dóu stuttu eftir fæðingu. Elsti sonurinn Jón (John) var fæddur á íslandi (1886) en Jós- ep (1889), Karl Gústaf (1890) og Stefán Helgi (1892) voru fæddir í Kanada. Eftir að til Winnipeg kom tóku þau upp eftimafnið Thorson og næstu tuttugu árin starfaði Stefán sem gæslumaður húseigna í Winnipeg en fluttist síðar til Gimli þar sem hann varð bæjarstjóri og lögreglustjóri. Karl Gústaf fékk fljótt það orð á sig að vera svarti sauðurinn í fjöl- skyldunni; hann lauk ekki skóla- námi og fór fljótlega að vinna íyrir sér sem teiknari skopmynda í ís- lenskættuð bæjarblöð í Winnipeg. Eldri bróðir hans Jósep vann aftur á móti hvern námsstyrkinn af öðr- um, m.a. hinn eftirsótta Rhodes- styrk til háskólanáms í Oxford í Englandi, og varð mikilsmetinn lög- átti í uppbyggingu teiknimyndaiðnaðarins í Hollywood á mótunar- ______ skeiði hans, á fjórða og fímmta áratug aldarinnar.____ Hávar Sigurjónsson fletti bókinni. CHARLIE Thorson árið 1933, árið áður en hann hélt til Hollywood. fræðingur og stjómmálamaður í Manitoba-fylki. Samtímis því sem orðstír Karls Gústafs, eða Charlie Thorsons eins og hann kallaði sig ætíð, sem teiknara óx hröðum skrefum varð honum ekki minna ágengt í að skapa um sig yfír- bragð glaumgosans sem lifði hátt og var gefínn fyrir vín, fagrar konur og blautlegan kveðskap þegar sá gállinn var á honum. Ekki er ólíklegt að þetta lífemi hans hafi beint eða óbeint orðið til þess að hann var sí- fellt á faraldsfæti og hélst ekki lengi við á hverjum stað en slíkar umsagnir um „gleði- mennsku" fá gjaman á sig rómantískan blæ í minningunni. A hinn bóginn var Charlie Thorson orðlagður vinnu- þjarkur og nákvæmari og vandvirk- ari en flestir; jafnvel svo að vinnu- brögð hans og frágangur voro mörgum eins konar fyrirmynd að réttum vinnubrögðum við gerð teiknimynda. Það gerir einnig manninn sjálfan forvitnilegri að á aðra hliðina var hann orðlagður drykkju-, spila- og kvennamaður en á hina hliðina var hann höfundur og hugmyndasmiður að fleiri loðnum, sakleysislegum og krúttlegum teiknimyndafígúram en hægt er að telja upp í fljótu bragði. Þekktastar þeirra era þó eflaust Kalli kanína (Bugs Bunny), Litli indíáninn (Little Hiawatha), fíllinn Elmer Fudd og Punkinhead, en tvær þær síðastnefndu era löngu orðnar eins konar þjóðartákn Kanada. Uppsigað við Disney I byrjun desember 1934 axlaði Charles Thorson sín skinn og hélt frá Winnipeg til v<!. Hollywood í von um starf við gerð teiknimynda. St- !\ arf sem marga unga pilta ,í dreymir um, en munur- inn var sá að Charlie var ekki beinlínis ungur, heldur 44 ára að aidri, tíu áram eldri en Walt Disn- ey sjálfur, og allt að helmingi eldri en flestir starfsbræður hans næstu árin. Charlie yfirgaf ör- uggt starf hjá Brig SJALFSMYND. STJÁNI blái rekur ættir sínar til teikni- borðs Charlie Thorsons. den, einu stærsta auglýs- ingafyrirtæki í Winnipeg, og skildi eftir son sinn ungan, Stephen, en Charlie hafði skilið við móður hans nokkram árum fyrr eftir storma- samt hjónaband. Með þessu hófst hinn eiginlegi ferill Teiknimynda-Charlies og var hann markaður ferðalögum, von- brigðum, lítilli frægð, mikilli vinnu og á endanum sorglega litlum fjárhagslegum ábata, eða annars konar viður- kenningu. Gene Walsh segir þó að Charlie hafi verið þeirrar náttúra að honum hélst aldrei á peningum og hógværð hans hafi verið slík að hann hafi aldrei viljað vekja athygli á sjálfum sér, þó hann hafí um leið verið mjög ósáttur við að vinna undir stjóm stórfyrirtækja sem hirtu höf- undarrétt af starfsmönnum sínum. Var það aðalástæða þess að hann yfirgaf Walt Disney eftir tveggja ára starf, hann þoldi ekki að vinna nafnlaus undir hatti Walt Disneys. Annars konar viðurkenningu hafn- aði hann síðar á ævinni þegar ræð- ismaður Islands í Kanada vildi sæma hann íslensku fálkaorðunni; höfundur háðkvæðisins Lieeland hafði engan áhuga á upphefð úr þeirri átt. Charlie var þekktur fyrir háðkvæði sín sem oftar en ekki vora blautleg og ekkert þeirra birtist nokkum tíma á prenti. Gene Walsh hefur þó lagt sig fram um að hafa upp á Liceland, því kvæði Charlies sem fleygast varð um Islendinga- byggðir Kanada á fyrrihluta aldar- innar og olli nokkurri hneykslan, sérstaklega meðal þeirra sem sáu gamla landið í eilífum dýrðarljóma. Persónuhönnuður Starf Charlies við gerð teikni- mynda hét persónuhönnuður, upp á ensku „character designer“. Stai-fið fólst í því að skapa útlit teikni- myndafígúranna og Gene Walsh lík- ir mikilvægi starfsins við „casting directori* leikinna kvikmynda; sá sem velur leikarana í hiutverkin. Vald leikstjórans er í báðum tilfell- um ótvírætt, allar hugmyndir og til- lögur verða að fara í gegnum hend- ur hans, en engu að síður hefur per- sónuhönnuðurinn talsverð áhrif, lík- lega meiri við gerð teiknimynda en hliðstæðan í leiknu kvikmyndunum. A fjórða áratug aldarinnar mótaðist sá stíll við gerð teiknimynda sem kenndur er við Disney og mætti lík- lega kalla „raunveralegan“ (life- like) og var fólginn í að hreyfingar og útlit teiknimyndapersónanna urðu þrívíðar og eðlilegar en höfðu áður verið tvívíðari og á vissan hátt stílfærðari. Charlie Thorson var ókrýndur snillingur þessa Disney- stíls og éf marka má mat Gene Walsh lagði Charlie líklega meira til málanna 'við þróun teiknimynda á fjórða áratugnum en honum á nokkurn tíma eftir að hlotnast opin- ber viðurkenning fyrir. Ein ástæða þess að mati Walsh er að Charlie staldraði stutt við á hverjum stað; þegar Hollywood-tima hans lauk um 1941 hafði hann unnið hjá öllum stærstu framleiðendunum, hann var eldri en flestir, naut virðingar sem einn besti teiknarinn í bransanum og hafði því meiri áhrif en flestir aðrir á þessum tíma. Hann fór frá Disney til Harman Ising Studios, þaðan til Metro Goldwyn Mayer, svo til Wamer Brothers, frá þeim til Fleischer-bræðra, síðan til Terrytoons Studio, þaðan til Col- umbia Screen Gems Studio og loks Georg Pal Puppetoons Studio. Hjá hverjum og einum hafði Charlie mikil áhrif en hjá Warner Bros skapaði hann sína þekktustu fígúru, nefnilega Kalla kanínu og þar átti hann einnig stóran þátt í koma kornungum leikstjóra á kortið, Chuck Jones, sem næst á eftir Walt Disney er líklega þekktastur manna í veröld bandarískra teiknimynda. Walsh leiðir gild rök að hvern þátt Charlie átti í að móta Disney-stíl- inn, hann hafí verið heilinn á bakvið að gera dýrin í Disney-teiknimynd- unum mannlegri, eða öllu heldur barnslegri, sakleysislegri, einlæg- ari, meira spyrjandi, opnari, í einu orði: krúttlegri. Þessu til staðfest- ingar bendir Walsh á að Charlie hafí átt stóran þátt í gerð slíkra tímamótamynda í sögu Disney sem 400 Intel Pentium II Celeron (128 KB flýtiminni) 6.4 GB Seagate diskur 64 MB vinnsluminni 8 MB Riva skjákort 40x geisladrif 17" MAG skjár 0.26 dpi SoundBlaster 64 PCI 240 w hátalarar s k í m a 56 K mötald hjáSkímu 4 mánaða Internetáskrift hjá Skímu Windows 98 stýrikerfi lyklaborð og mús 350 Intel Pentium II (512 KB flýtiminni) 8,6 GB Seagate diskur 64 MB vinnsluminni 8 MB Riva skjákort DVD 5x geisladrif með sjónvarpstengi 17" MAG skjár 0,26 dpi .xgnSx. SoundBlaster 128 PCI 240 w hátalarar s k í'm a 56 K motaia hjáskimu 4 mánaða Internetáskrift hjá Skímu Windows 98 stýrikerfi Lyklaborð og mús 266 Intel Pentium II (512 KB flýtiminni) 6.4 GB diskur 64 MB vinnsluminni, mest 192 MB 2.5 MB Skjákort 24x geisladrif 14,1" TFT skjár 16 bita hljóðkort Hátalarar Windows 98 stýrikerfi Li-ion rafhlaða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.