Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 38

Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Spillingin leynist víða í Bretlandi segja jyölmiðlar með reglu- bundnu millibili frá tilraunum stjórn- valda til að upprœta svindl í velferðarkerf- inu. En hvers vegna skyldi aldrei vera sagt frá slíku á Islandi? Er ekkert svindlað í íslenska kerfmu? S Istuttri stjómartíð sinni hefur Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, ítrekað reynt að sannfæra efasemdarmenn, einkum eigin flokksmenn, um nauðsyn þess að taka almannatrygginga- kerfíð þar í landi til gagngemar endurskoðunar. Þótt ástandið hér sé eflaust ekki jafn ískyggilegt og víða annars staðar, svo sem á öðr- um Norðurlöndum eða í Frakk- landi og Þýskalandi - öðrum þræði vegna þess að íslenska kerfið varð aldrei jafn umsvifa- mikið og kerfíð í þessum löndum, né eins VIÐHORF hagstætt _------ bótaþegum - þá Eftir Jakob F. hefur fjárhags- Asgeirsson Vandi íslenska kerfisins ekki farið framhjá neinum og engin ástæða til að ætla að ýmsir þeii' vankantar á kerfinu sem komið hafa í ljós annars staðar séu ekki fyrir hendi hér líka. Eitt af því sem sjaldan er rætt hér á landi er svindl í kerfmu. A síðasta ári kynnti breski ríkisend- urskoðandinn niðurstöður úr könnun þar sem kom fram að í örorkubótakerfinu þar í landi væri hugsanlega um ræða svindl sem svaraði til um 500 milljóna sterlingspunda, um 60 milljarða íslenskra króna, á ári, eða um 13% af öllum greiðslum örorku- bóta. Svindlið fólst einkum í því að bótaþegar ýktu þarfir sínar þegar þeir fóru á bætur eða létu ekki vita þegar hagur þeirra vænkaðist. En það kom jafnframt fram í þessari athugun að all- mai-gir bótaþegar þáðu lægri bætur en þeir áttu rétt á. Breska tryggingarstofnunin hefur komist að því með reglu- bundnum úrtakskönnunum að aðeins um 80% umsókna um framfærslueyri eða tekjutiygg- ingu séu á rökum reistar. í þeim bótaflokki reyndist í síðustu könnun um 337 milljónir punda vera ofgi'eiddar en 127 milljónir punda vangi-eiddar. Árið 1994 var gerð enn ein herferðin gegn svindlinu í Bretlandi sem talið er að hafi sparað ríkinu yfir 700 milljón punda á ári. Þá voru nær fjögur hundruð þúsund svindlar- ar gi'ipnir glóðvolgir. I þessari herferð var farið allt að fjórum sinnum til hvers bótaþega í úr- takinu og aðstæður hans skoðað- ar. í einu tilviki af hverjum tíu reyndist um einhvers konar svindl að ræða. Svindlið fólst einkum í því að vinnandi menn þóttust vera atvinnulausir, sam- búðarfólk þóttist lifa einsamalt, fölsk heimilisföng voru gefin upp og þagað um eignir og banka- innistæður. Meðal einstæðra for- eldra reyndist vera um svindl að ræða í 18% tilvika, 11% tilvika meðal atvinnulauss fólks en aðeins um 4% tilvika meðal ellilíf- eyrisþega. Ekki sýnist ástæða til að ætla að Islendingar séu til muna ráð- vandari en Bretar. Það væri því ekki úr vegi a.m.k. að athuga málið hér á landi. Hér gæti verið um talsverðar fjárhæðir að ræða sem stjórnvöld gætu varið til hækkunar bóta þeirra sem raun- verulega þurfa á þeim að halda. Raunar vekur nokkra furðu að slíkar athuganir skuli ekki gerðai- hér á landi með reglubundnu millibili. Fyrir nokkrum árum sögðu t.d. fjölmiðlar frá mönnum sem höfðu með skipulögðum hætti svikið út fé úr trygging- arfélögum og almannatrygginga- kerfinu með því að setja á svið slys og gera sér upp meiðsl. Þá er það útbreidd skoðun meðal al- mennings að mjög auðvelt sé að koma fólki hér á landi á örorku- bætur. Læknar sýnast almennt mjög viljugur að fýlla út umsókn- areyðublöð um örorkubætur fyrir skjólstæðinga sína. Hefur fjöldi örorkulífeyrisþega tvöfaldast sl. áratug og er nú um átta þúsund manns á slíkum bótum. Þá sýnist vera mjög ófullkomið eftirlit með því hvort hagur bótaþega hafi vænkast og hvort þeir þurfi yfir- leitt á bótum að halda í Ijósi breyttra aðstæðna. Vissulega getur það verið álita- mál hversu langt stjórnvöld eigi að ganga til að uppræta hugsan- legt svindl af þessu tagi. Oft hef- ur fólk á tilfinningunni að það sé tekið hai't á smásvindli margs- konar en um stórsvindlarana sé farið silkihönskum. Hér er kannski í flestum tilvikum um það að ræða að fólk teygi á regl- unum fremui' en að það sé eitt- hvert stórasvindl í gangi. Það má því að ýmsu leyti líta á slíkt sem eðlilega sjálfsbjargarviðleitni hjá fólki sem berst í bökkum, bæt- urnar duga sjaldnast nema fyrir nauðþurftum. Og peningarnir fara út í hagkerfið hvort eð er. Ymsum finnst jafnvel að það eigi ekki að refsa hart þeim sem svindla á atvinnuleysisbótakerf- inu með því að snapa sér vinnu „á svörtu" og gera sér þannig kleift að lifa mannsæmandi lífi, sem þeh' gætu e.t.v. ekki að öðrum kosti, því vinnan sem þeir ættu kost á sé svo lágt borguð og bæt- urnar sem þeir fái það nánasaleg- ar. Með því að refsa slíku fólki væri í raun verið að umbuna þeim sem eru framtakslitlir og sætta sig við atvinnuleysið. Þá er þess og að gæta að við eftirlit af þessu tagi er oft gengið nærri vamm- lausu fólki. Þeh' sem veljast til eftirlitsins eru tíðum fram úr hófi smásmugulegir, trúa blint á bókstafinn og hafa ekki skiining eða umburðarlyndi til að túlka lög og reglur í samræmi við aðstæður. En svindl er svindl. Og svindl sem látið er viðgangast kallast spilling. Eftirlitsleysi íslenskra stjórnvalda með svindli í trygg- ingakerfinu virkar auðvitað sem hvatning fyrh' menn að taka lög og reglur mátulega hátíðlega. Og náttúriega fer það svo að sá sem horfir uppá næsta mann svindla átölulaust árum saman hugsar með sér að hann sé að láta hafa sig að fífli að taka ekki þátt i leiknum líka. Vissulega má hafa samúð og skilning með aðstæðum sumra þeirra sem leiðast út í svindl, en framferði þeirra bitnar óhjákvæmilega á einhverjum. Svindl hefur í för með sér fórnar- lömb. Og svindl í tryggingarkerf- inu bitnar auðvitað á endanum á þeim sem síst skyldi. Reykholt í Borgarfírði - menningarsetur REYKHOLT í Borg- arfh’ði er staður sem all- ir landsmenn þekkja sem skóla- og menning- arsetur auk þess að hafa verið áningarstaður ferðamanna, bæði er- lendra og innlendra. Þar hefur orðið mikil breyt- ing eftir að Héraðsskól- inn í Reykholti leið und- h- lok líkt og fleiri héraðsskólar. Þar er núna að mótast ný mik- ilvæg menningarstarf- semi sem hæfír þessu forna höfuðbóli. Með framlögum af fjárlögum þessa árs er leitast við að tryggja þá framvindu sem er nauðsynleg svo efla megi þennan merka sögustað og nýta ein- staka aðstöðu héraðsbúum til hags- bóta. Snorrastofa I tengslum við nýja kirkju hefur verið reist þjónustumiðstöð fyi-ir ferðamenn og svokölluð Snorrastofa. I Snorrastofu verður bókasafn og vinnuaðstaða fræðimanna. Tengist stofan minningu hins merka goðorðs- manns og sagnaritara Snorra Sturlu- sonai' sem sat í Reykholti, ríkti og réð á Islandi uns hann var höggvinn í Reykholti 1241 að undirlagi Noregs- konungs. í þjónustumiðstöðinni er sýningarsalur sem er ætlað að verða fræðasetur þeirra sem sækja Reyk- holt heim og vilja nema sögu staðar- ins og fá leiðsögn og fræðshi um sögu héraðsins og raunar sögu Islands. Öll er þessi aðstaða hin besta og þeim sem að standa til mikils sóma. Frændur okkar Nonnenn hafa sýnt Reykholti mikinn áhuga og hafa stutt byggingu Snon'astofu. Vilja þeir þrátt fyi'ir allt halda minningu Snorra á lofti. Það er vissulega við hæfi að nú skuli unnið að því á vegum Lands- bókasafns Islands að koma upp aðstöðu fyrir safnið í gamla héraðs- skólahúsinu. Með því nýtist húsakostm' og um leið era sköpuð störf á staðnum, þótt fæm verði en þau sem voru þegar skólastarfið var í blóma. Ber að fagna því að stjórn Landsbókasafnsins skuli þannig dreifa starfsemi sinni sem þörf er fyrir og getur verið utan höfuðstöðvanna í Reykjavík. I Reykholti eru merkar og í raun einstakai’ þjóðminjar. Þar má nefna Snorralaug, sem telst með merkustu fornminjum, og göngin sem eru talin hafa legið frá bæ Snorra að lauginni sem enn stendur og mun hafa verið hlaðin á 13. öld. Auðvitað þarf að varðveita þessar Þjóðminjar í Reykholti, segir Sturla Böðvarsson, eru merkar og í rann ein- stakar þjóðminjar. gersemai' og sinna betur en gert hef- ur verið. I Reykholti er hafin á veg- um Þjóðminjasafns Islands umfangs- mikil vinna við fornleifauppgi'öft og rannsóknir á þeim leifum sem þar er að finna. Er þess að vænta að þær rannsóknir geti brugðið ljósi á bú- setu og sögu staðarins og jafnframt Sturla Böðvarsson orðið til þess að draga að ferðamenn sem vilja kynnast rannsóknum og sjá þær rústir sem tengjast þessum merka sögustað. Hótelið Um leið og skólahaldi lauk í Reyk- holti vai' leitast við að tryggja starf- semi og nýtingu skóla og heimavist- ar. Með samningi við Óla Jón Ólason og Steinunni Hansdóttur hótelhald- ara var stefnt að rekstri allt árið. Hefur sú starfsemi faiáð vel af stað og orðið lyftistöng fábreyttu at- vinnulífi. Takist að efla ferða- mennsku í Borgai'firði ætti hótel- rekstur allt árið í Reykholti að geta orðið til að styrkja stöðu ferðaþjón- ustu í héraðinu öllu og skapað skil- yrði til þess að Kalda uppi öflugu menningarstai'fi sem tengja má starfi í héraði á sviði tónlistar, leik- listar, bókmennta, myndlistar og hvers konar alþýðulistar. Stuðningur ríkisins Framtak og framkvæmd heima- manna við endurreisn Reykholts- staðai' hefur verið einstakt afreks- verk. Reksturinn hvílir nú á íbúum héraðsins. Ríkisvaldið hefur leitast við að koma að málum svo sem eðli- legt er með merkan sögustað. Gerður var samningur um árlegan stuðning við Snorrastofu, veitt fé til forn- leifarannsókna og sérstök fjárveiting veitt á þessu ári vegna starfsaðstöðu forstöðumanns Snon-astofu. Næstu verkefni sem ferðamálayfirvöld hljóta að koma að með einum eða öðrum hætti er hin almenna móttaka ferðamanna sem sérstakt rekstrar- félag, Heimskringla, stendur fyrir. Fjölfarnh' ferðamannastaðir eru sameiginleg auðlind ferðaþjónust- unnar. Þai' má nefna Gulífoss og Geysi, Mývatn, Helgafell, Borg á Mýrum, Djúpalón undir Jökli, Bai-nafossar, Skaftafell og Þingvellir, svo nokkuð sé nefnt. Allir þessir staðir leggja til aðdráttarafl náttúi'u- fegurðar og íslenskrar sögu, sem eðlilegt er að kostað sé nokkru til úr hinum sameiginlegu sjóðum. Þess er vert að minnast þegar kröfurnar frá höfuðborgarsvæðinu um fram- kvæmdh' í þágu ferðaþjónustu aukast stöðugt. Höfundur er alþingismaður fyrir Vesturlandskjördæmi. NÝLEG skoðana- könnum á vegum Versl- unarráðs bendir til auk- ins stuðnings meðal landsmanna við inn- göngu í Evrópusam- bandið (ESB). Til skamms tíma hefir þó verið talið, að meirihlut- inn væri andvígur aðild. Ein af möi'gum ástæð- um þess er sú, að ESB viðurkennir ekki land- helgi. Sjálfur forsætis- ráðherrann Davíð Odds- son hefir lýst yfir, að aðildarumsókn komi ekki til greina meðan sú stefna Evrópusam- bandsins sé óbreytt. Ekki eru þó allir ráðherrar ríkis- stjórnarinnar á sama máli. Utanríkis- ráðheirann Halldór Asgrímsson vill, að reynt sé að semja við ESB um undanþágu fyrir okkur á landhelgis- stefnunni. Mjög vafasamt er, að slík undanþága fengist frá meginreglu. Jafnvel þótt hún næðist, yrði e.t.v. ekki litið á okkur sem fullgilda meðlimi, ef við værum aðilar á sérkjörum. Hin ríkin kynnu að láta okkur finna fyrir því. Konungsveldið í 6'/2 öld Meginmálið er, að Islendingar hafa í aldir búið við erlend yfirráð, nánar tiltekið frá Gamla sáttmála við Hákon Noregskonung árið 1262 til Sam- bandslaganna 1918, eða í liðlega 6V2 öld, að viðbættum 26 árum (1918—44) í óvirkum konungstengslum. Margs er að minnast frá tíma- skeiði konungsveldis á íslandi, sem engan veginn er unnt að rekja í stuttri blaða- grein. Þungbærust var þó verslunareinokun danskra kaupmanna til 1787, en var afnumin í áföngum og að öllu leyti 1855. Sjálfstæðisbarátta Islendinga má teljast hafin, þegar Danakon- ungur afsalaði sér ein- veldi 1848-49. Einmitt þá ritaði Jón Sigurðs- son Hugvekju til ís- lendinga og birti í Nýj- um félagsritum._ Aðal- inntakið var, að íslend- ingar hefðu viðurkennt veldi hinna einvöldu konunga, en ekki veldi Dana eða nokkurrar annarrar þjóðar. Með afnámi einveldisins væri Gamli sátt- máli í reynd aftur kominn í gildi, og skv. honum áttu íslendingar að eiga Þjóðfélagsmál Furðulegt má teljast, segir Magni Guð- mundsson, ef áhugi er meðal landsmanna að afsala sér fullveldi með inngöngu í ESB. við konung einan um öll sín mál, en ekki við ríkisstjórn Danmerkur eða löggjafarþing. Eftir mikil átök og áfangasamninga um 70 ára skeið, sigi'aði þessi stefna með áðurnefnd- um Sambandslögum 1918. Lýðveldi var stofnað 1944. Þegai' litið er til þessarar baráttu og þrautseigju Islendinga í vörn og sókn, má teljast furðulegt, ef áhugi er meðal landsmanna, eftir 55 ára lýðveldi, að afsala sér fullveldi með inngöngu í ESB. Vitað er, enda eng- an veginn dulið, að Evrópusamband- ið stefnir að sambandsríki, þar sem meðlimaþjóðirnar verða nánast eins konai' fylki. Evran Meðal ESB-sinna heyrast gjarnan raddh' um það, að binda eigi íslensku ki'ónuna við evruna. En með því er fullveldi okkai- skert. Hagkerfi okkar er einhæft og gjaldeyristekjur að langmestu leyfi frá sjávarátvegi, sem er sveiflukenndur. Afurðaverð getur hrapað af markasástæðum eða t.d. vegna hruns á fiskistofnum. Óbreytanlegt gengi getur þá skapað óviðráðanlega erfiðleika. Að sjálfsögðu ber að keppa að stöðugu verðlagi innanlands með samvinnu ríkissjóðs og Seðlabanka. Það er eitt dugar ekki gagnvart utanaðkomandi sveiflum, sem um munar. V amarsamningur eða hernaðarbandalag Sú var tíðin, að Island lýsti yfir ævarandi hlutleysi. Það vh'tist hæfa litlu og fámennu landi án hers og án vopna. Almenn sátt er talin ríkja um varnarsamninginn við Bandaríkin, sem hafa engin afskipti af innan- landsmálum. Um hitt eru efasemdir, hvoi't dvergríki án hers og vopna eigi heima í hernaðarbandalagi (NATO) - með þátttöku í aðgerðum úti í heimi eða aðild að stríðsyfirlýsingum gagnvart öðru ríki, eins og henti okkur varðandi Irak á sl. ári. Höfundur er doktor í hagfræði og hefur starfað við hagrannsóknir og ráðgjöf. Sjálfstæði Islands er mál málanna Magni Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.