Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 33

Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 33 Vetni - orkuberi framtíðarinnar? VIÐ íslendingai- höfum í áratugi verið í fararbroddi þjóða heims við nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Dæmi um það er rafmagnsfram- leiðsla okkar með vatnsafls- og gufu- virkjunum og hitaveituvæðingin þar sem olíunotkun við kyndingu var sagt stríð á hendur. Það að við erum nánast sjálfum okkur nóg með orku þegar undan er skilin orka til samgangna og fisk- veiða og að hún er að langstærstum hluta umhverfisvæn, skapai- okkur ákveðna sérstöðu meðal þjóða heims. Sömuleiðis okkar einstæða reynsla af því að skipta nánast á einni nóttu úr einum orkugjafa í annan en þar á ég við hitaveituvæðinguna. Þessari sérstöðu þurfum við halda og ég tel að við eigum möguleika til þess. A þessu sviði getum við Islend- ingar verið í fremstu röð. Því skipaði ég í júlí 1997 nefnd sem falið var að gera tillögur um aukna hlutdeild inn- lendra orkugjafa í þjóðarbúskap landsmanna og jafnvel til útflutn- ings, því ljóst er að olíulindirnar fara þverrandi. Aukin nýting innlendra orkugjafa Eg áleit það hlutverk mitt sem iðnaðarráðherra að láta kanna bæði tæknilega og efnahagslega mögu- leika á aukinni nýtingu innlendra orkugjafa svo sem rafmagns og hugsanlega vetnis. í kjölfarið þyrftu að fylgja tillögur um leiðir til að auka notkun innlendra orkugjafa. í fyrrgreinda nefnd voitj skipaðir fulltrúar atvinnulífs, stjórnvalda, tækni- og rannsóknastofnana og Háskóla Islands. For- maður nefndarinnar var Hjálmar Arnason alþingismaður. Nefndin lagði mesta áherslu á þróun tækni til að framleiða og nýta vetni en einn ötulasti tals- maður þess að vetnis- tæknin væri þróuð og að við Islendingar tækjum þátt í þeirri þróun, Bragi Árnason prófessor við Háskóla Islands, átti einmitt sæti í nefndinni. Enn er nokkuð dýr- ara að reka vetnisknúin farartæki en hefðbundin en munurinn þar á hefur þó farið hratt minnkandi á undan- fórnum árum og allt útlit er fyrii- að vetnistæknin geti orðið hagkvæm á næstu áratugum. Kemur þar eflaust ekki síst til aukin áhersla á þróun umhverfisvænna orkugjafa eða orkubera, sem og umræðan um um- hverfismál almennt og bætta um- gengni mannsins um náttúruna. Með ofangreint í huga er mikil- vægt að íslendingar fylgist náið með þróun vetnistækninnar og verði und- ir það búnir að söðla um í eldsneytis- notkun þegar og ef aðstæður leyfa. Tækist það gætu íslendingar hugs- anlega sjálfir fullnægt eigin þörfum fyrii- eldneyti og þannig stuðlað að vistvænum samgöngum í og við land- ið og orðið í fararbroddi þjóða heims hvað þetta varðar. Aliugi erlendra aðila Starf nefndarinnar vakti fljótt athygli, ekki einungis hér innan- lands heldur vaknaði einnig áhugi erlendra aðila á samstarfi við Is- lendinga um rannsókn- ir og tækniþróun á sviði vetnismála. Einkum voru það þrjú erlend stórfyrirtæki; Daim- lerChrysler, Shell International og Norsk Hydro sem settu sig í samband við nefndina pg lýstu áhuga sínum á samstarfl við Islendinga á þessu sviði. Til að bregðast við þessum áhuga kynnti nefndin hugmyndir um stofn- un félags í eigu einkafyrirtækja og opinbeiTa aðila, til að annast og taka við þeim tengslum og þeim sam- böndum sem nefndin hafði komið á við erlend fyrirtæki. Það hefur nú verið stofnað og hlotið nafnið Vi- storka ehf. Stofnendur eru Áburðar- verksmiðjan, Háskóli Islands, Hita- veita Suðurnesja, Iðntæknistofnun, Orkuveita Reykjavíkur og Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins, sem jafn- framt er stærsti hluthafínn. Alþjóðlegt samstarf á Islandi Eins og fram hefur komið í frétt- um hafa Vistorka annars vegar og DaimlerChrysler, Shell Finnur Ingólfsson International og Norsk Hydro hins vegar þegar undirritað samstarfs- samning um stofnun og rekstur hlutafélags; Islenska vetnis- og efn- arafalafélagsins ehf., sem mun styðja við rannsóknir og þróun á fram- leiðslu og nýtingu vetnis. Akvörðun hinna erlendu aðila er ekki síst til komin vegna áhuga og stuðnings ís- lensku ríkisstjórnarinnar en í yfír- lýsingu hennai- segir m.a.: „Það er stefna ríkisstjórnarinnar að stuðla að aukinni notkun inn- lendra endurnýjanlegi-a orkulinda í sátt við umhverfíð. Ein þeiiTa leiða sem til gi-eina koma í því skyni er framleiðsla umhverfisvænna orku- bera til að knýja farartæki og físki- skip. Einn slíkra orkubera er vetni. Stofnun félags í eigu íslensla-a aðila og nokkurra erlendra fyi'irtækja Orkumál Við getum og eigum, segir Finnur Ingólfsson, að taka forystu á þessu sviði. sem standa í fremstu röð á sviði vetnistækni getur leitt til þess að ný- ir möguleikar opnist í þeim efnum.“ Með stofnun íslenska vetnis- og efnarafalafélagsins ehf. er stigið mikilvægt skref við að efla rann- sóknar- og þróunarstarfsemi á sviði orkumála og fá til þess fé frá erlend- um stórfyrirtækjum. Möguleikarnir sem með því kunna að skapast eru að mínu mati miklir, það gæti lagt grunninn að forystuhlutverki Islands á nýrri öld. Umfjöllun erlendra fjöl- miðla undanfarna daga um það skref sem stigið hefur verið segir sína sögu, en margir þeiiTa hafa gert málinu góð skil og fjallað um það á þeim nótum að hér sé um tímamóta- viðburð að ræða. Má sem dæmi nefna að lesendur fréttavefjar NBC sjónvarpsstöðvainnnar völdu fréttina eina þá athyglisverðustu í síðustu viku og segir það kannski meira en mörg orð. Aukin notkun umhverfisvænna farartækja Tillögur nefndarinnar um aukna nýtingu innlendra orkugjafá eru fjöl- þættai'i en hér hefur verið rakið. Eg vil sérstaklega tiltaka tvennt: I fyrsta lagi leggur nefndin til að vist- væn ökutæki njóti tímabundins skattalegs hagræðis svo sem við af- nám vörugjalds og þungaskatts. Frá því í ársbyi-jun 1998 til árs- loka 2000 ríkir undanþága frá gjald- skyldu þungaskatts þeiiTa ökutækja sem nýta innlenda orkugjafa í til- raunaskyni. Undanþágan felur í sér að bílar sem keyra á vetni, metanóli, rafmagni eða öðrum innlendum orkugjöfum bera ekki þungaskatt. Frá því seint á árinu 1997 er enn- fremur heimilt að falla frá innheimtu vörugjalds af ökutækjum sem hafa í fór með sér hverfandi mengun og nýta óhefðbundna orkugjafa. Vera kann að hvort tveggja þurfí að fram- lengja en tíminn mun leiða það í ljós. I öðru lagi gerir nefndin ráð fyrir því að mótuð verði stefna um notkun vistvænna ökutækja hjá hinu opin- bera hvort sem er ríki eða sveitarfé- lög. Sömuleiðis að stofnanii' þeirra og einkafyrirtæki verði hvött til hins sama. Á næstunni mun ég leita sam- starfs við önnur ráðuneyti, ríkis- stofnanir og sveitarfélag um að koma vistvænum ökutækjum enn frekar í notkun hjá opinberum stofn- unum. Þannig verði opinberar stofn- anir i fararbroddi við að koma slíkri stefnumörkun á. Við getum og eigum að taka forystu á þessu sviði. Við eig- um þar mikla möguleika sem við megum ekki láta fram hjá okkur fara. Okkar er tækifærið, nú er að nýta það. Höfundur er iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. Alveg eins og hjá pabba! FYRIR nokkru var ég staddur úti á landi. Eg gekk niður að höfn- inni og gaf mig þar á tal við mann sem þar hugaði að bát sínum. Eg spurði hann: „Hvað veiðir þú mik- ið á næsta ári?“ Hann svaraði: „Ég veit það ekki enn. Ég hef ekki kvóta en þeir hringja í mig þegar þeir eru búnir að fá úthlutað og segja mér hvað þeir geta selt mér mikið. Ég verð að kaupa, ég sé fyrir fjölskyldu minni með þessum bát.“ Síðan brosti hann og sagði: „Þetta er orðið alveg eins og hjá pabba. Hann rak matvöru- verslun hérna uppi í plássinu. Þá mátti ekki flytja inn epli og appel- sínur en sumir fengu leyfí hjá út- Kvótinn Heilu byggðarlögin, segir Guðmundur G. Þórarinsson, eru í hlutverki eignalausa leiguliðans. hlutunarnefnd. Þeir sem voru inn- undir og fengu leyfi hringdu í pabba fyrir jólin og sögðu: „Nú er ég búinn að fá leyfið. Ég get selt þér leyfi til að flytja inn epli og appelsínur núna.“ „Síðan brosti hann aftur og sagði: „Og pabbi keypti alltaf leyfið. Hann varð að hafa epli og appelsínur fyrir við- skiptavini sína. Nú er þetta alveg eins hjá mér. Þeir hringja þegar þeir eru búnir að fá leyfið og ég kaupi til þess að geta séð fyrir fjöl- skyldunni með bátnum.“ Greifínn af halamiðum Á miðöldum var í Evi'ópu svokallað léns- kerfi. Lénsherrar sem þágu lén sitt og völd frá konungi stjórnuðu hér- uðum. Þeir fengu út- hlutað landi, skógum, veiðilendum, ökrum og öðrum gæðum landsins. Aðrh’ íbúar voru oftast eignalausir leiguliðar þeirra. Islendingar lifa af fískveiðum. Um 70% útflutningstekna okkar koma frá sjávarútvegi og fískvinnslu. Við höf- um komið okkur upp nokkurs konar lénskerfi hér. Við höfum úthlutað veiðiréttindum við ísland til nokkurra aðila sem höfðu veiðireynslu fáein ár eftir 1980. Þeir hafa haft öll veiðiréttindi í um það bil tvo áratugi. Sumir hafa síðan hætt útgerð og selt lénið, kvótann og þeg- ið ekki tugi milljóna fyrir, heldur hundruð eða þúsundir milljóna. Ljóst er að á einhverju árabili, e.t.v. einum eða tveim áratugum, þegar aðilar þessir hætta í útgerð, munum við, aðallega lífeyrissjóðirnir, kaupa lénin, kvótann, til baka og greiða lénsherrunum, kvótaeigendunum, 300 til 400 þúsund milljónir fyrh'. Þannig komum við okkur upp eigna- aðli í landinu. Jai'linn af Selvogs- banka þiggur réttindi sín frá Alþingi og ríkisstjórn. Heilu byggðarlögin eru í hlutverki eignalausa leigulið- ans. Við sem höfum hælt okkur af meiri jöfnuði en gerist í flestum ná- gi'annalöndum erum að búa til ójöfn- uð af mannavöldum. Við erum að verða of sein. Brátt verða sjóðir fólksins búnir að kaupa svo stóran hluta þessara úthlutuðu réttinda til baka að ekki verður við snúið. Höfundur er verkfræðingur. Guðinundur G. Þórarinsson Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtaldra gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald til og með 1. tb. 1999, með eindaga 15. febrúar 1999, og virðisauka- skattur til og með 48. tb. 1998, með eindaga 5. febrúar 1999, og aðrar gjaldfallnar álagningar og ógreiddar hækkanir, er fallið hafa í gjalddaga fyrir 15. febrúar sl., á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, aðstöðugjaldi, þróunarsjóðsgjaldi, kirkjugarðsgjaldi, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatli skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vömgjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi og jarðarafgjaldi. Álögðum opinberum giöldum sem í eindaga eru fallin. sem eru: tekjuskattur, útsvar, sérstakur tckjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatrygginga- gjald vcgna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, búnaðargjald og iðgjald til U'feyrissjóðs bænda. Ennfremur kröfur sem innheimtar eru á grundvelli samnings milli Norðurlandanna um aðstoð í skattamálum, sbr. lög nr. 46/1990, sbr. auglýsingu nr. 16/1990 og auglýsingar nr. 623/1997 og nr. 635/1997 og kröfur vegna ofgreiddra bamabóta, ofgreidds bamabótaauka og ofgreiddra vaxtabóta. Fjámáms verður krafist án frekari fyrin'ara að þeint tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjámám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildar- skuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjalden- dur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningamúmer verði tckin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keilavík Sýslumaðurinn á Kefíavíkurfíugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýsluntaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Isafirði Reykjavík, 25. febrúar 1999. Sýslumaðurinn í Bolungarvfk Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýsluntaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn íVík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestljarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan i Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.