Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Grunnskólar Reykjavíkur
< % • M.- '1f|^ Bj||
ff í mr&M.
ÞÁTTTAKENDUR á námskeiði um mat á skólastarfí sem lauk mánudaginn 15. febrúar.
Atak í mati á
skólastarfi
Vefur um
stærðfræði
VEFUR um stærðfræði er
byggður upp til að þjónusta þá
sem vilja ná stei'kari tökum á
stærðfræði. Við uppbyggingu á
gagnvirku efni var stuðst við
hugbúnaðinn „Quiz creator"
sem kynntur er á slóð Islenska
menntanetsins.
Efnið er miðað við unglinga-
stig: elstu þrjá bekki grunn-
skólans og byrjendur í fram-
haldsskólum. Höfundar erum
við bræðumir Húgó og Tómas
Rasmus, sem hafa um árabil
kennt nemendum á unglinga-
stiginu stærðfræði.
Efni þessa vefjar miðast við
þá þætti sem fjallað er um í al-
gebru í 10. bekk. grunnskól-
ans. Það efni er hins vegar
stutt af fyrri þekkingu nem-
enda sem þeir hafa öðlast í
yngri bekkjum. Vefurinn hent-
ar því duglegum nemendum í
8. bekk og flestum 9. og 10.
bekkingum.
Með þessari nálgun að
kennslu í stærðfræði er ábyrgð
nemandans á námi sínu virkjuð
með formlegum hætti. Nem-
andi sem hefur lokið einstaka
þætti fær staðfestingu úr
gagnvirku prófi um árangur
sinn, hver sem er getur því
prófað þegar hann/hún vill
reikna aftur og aftur þangað til
fullnægjandi árangri er náð.
Þeir sem ná tökum á því náms-
efni sem hér er kynnt ættu að
standa mjög vel að vígi á sam-
ræmdu prófí í stærðfræði að
mati Húgó og Tómasar, en því
fieiri sem vilja vera með því
betri þjónustu segjast þeir
geta veitt. Slóðin er:
http://rvik.ismennt.is/— rasm-
us/t/
Vefurinn skiptist í 11 megin-
þætti:
• Veldareikningur.
• Röð aðgerða.
• Liðastærðir.
• Einföldun stærða.
• Þáttun liðastærða.
• Margföidun og deiling/al-
menn brot.
• Samlagning og frádrátt-
ur/al menn brot
• Jöfnur I.
• Jöfnur II.
• Hnitakerfíð.
• Algebra á samræmdum
prófum.
í hverjum þætti eru þrjú
þyngdarstig, á hverju þyngd-
arstigi eru ítarlegar leiðbein-
ingar og sýnidæmi, hverju
þyngdarstigi er fylgt eftir með
gagnvirku prófi. Þeim sem
óska eftir að prófa þennan
stærðfræðivef er bent á að
hafa samband með tölvupósti
við Tómas Rasmus netfang:
rasmus@ismennt.is.
MÁNUDAGINN 15. febrúar lauk
ái-snámskeiði á vegum Fræðslumið-
stöðvar Reykjavíkur um mat á skóla-
starfi. Þátttakendur voru skólastjóm-
endur í Reykjavík og kennsluráðgjaf-
ar á Fræðslumiðstöð, alls um 25
manns. Annað sambærilegt námskeið
fyrir skólastjómendur er nýhafíð.
Fimmtudaginn 18. febrúai' var mán-
aðarlegur fundur fræðslustjóra með
skólastjórum í Reykjavík heigaðui’
efninu mat á skólastarfí.
Námskeiðið byggðist upp á fyrir-
lestmm og verkefnum en lokaverk-
efnið fólst í gerð matsverkefnis. 15.
febrúar kynntu skólastjórar mörg
fróðleg matsverkefni, m.a. um afstöðu
foreldra til heimanáms, starfsaðstöðu
kennara, boðskipti innanskóla, stærð-
fræðikennslu í einum skóla, afstöðu
til lengds skóladags og næðisstundar
og líðan skólastjóra. Flestum skýrsl-
unum fylgdi aðgerðalisti til úrbóta.
Mat á skólastarfí er mjög vandasamt
og tímaírekt verkefni. Það felst í að
afmai-ka viðfangsefni og matsspum-
ingu, gera áætlun um matið, útbúa
eða aðlaga matstæki, s.s. spuminga-
lista, gátlista eða viðtalsform, safna
gögnum, lesa úr gögnum, skrifa
skýrslu um matið og loks að gera
áætlun um nýtingu niðurstaðna.
Á síðasta ári unnu starfsmenn
kennsludeildar Fræðslumiðstöðvar
gátlista til nota við mat á skóla-
RÁÐSTEFNA um notkun upplýs-
ingatækni í skólastarfi verður
haldin í Menntaskólanum í Kópa-
vogi dagana 26. og 27. febrúar
1999. Að ráðstefnunni standa
menntamálaráðuneytið og
Skýrslutæknifélag Islands og
verður þar fjallað um hvernig
beita megi upplýsingatækni til að
efla og auðga skólastarf á öllum
skólastigum. Auk fyrirlestra og
umræðuhópa verður haldin sýning
þar sem skólar, fyrirtæki og ein-
staklingar kynna starfsemi sína,
vörur eða þjónustu á sviði upplýs-
ingatækni. Ráðstefnunni er ætlað
að höfða til kennara og skóla-
stjórnenda á öllum skólastigum og
annarra áhugamanna um notkun
upplýsingatækni í skólastarfi.
Ráðstefnugestir geta valið um
44 málstofur á þessum tveimur
dögum, þar sem fjallað verður um
fjölbreytt efni, svo sem fjar-
kennslu, kennsluhugbúnað, kenn-
aramenntun og notkun veíjarins.
Málstofur verða ýmist með hefð-
bundnum fyrirlestrum eða pall-
námski'ám undir handleiðslu Ingvars
Sigurgeirssonar, dósents í Kennara-
háskóla íslands. Gátlistinn er nú
kominn í notkun í Reykjavík og hefur
einnig verið sendur til annarra sveit-
ai-félaga.
Síðastliðið haust gerði Fræðslu-
miðstöð Reykjavíkur samning við
Steinunni Helgu Lárusdóttur, fyiT-
verandi skólastjóra, um að hún sinni
mati á skólastarfí á vegum Fræðslu-
miðstöðvar. Hún er umsjónarmaður
hins nýhafna námskeiðs fyrir skóla-
stjómendur um mat á skólastarfi.
Einnig mun hún sjá um námskeið um
þetta efni ætlað kennurum sem hefst
í sumai'. Steinunn Helga veitir einnig
skólum leiðsögn um mat á skólastarfi,
hefur þýtt matstæki (t.d. spuminga-
lista), heldur kynningai-fundi um mat
á skólastarfi o.fl.
I starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkui' fyrh' árið 1999 er gerð
áætlun um mat á einstökum þáttum,
svo sem ítarleg gagnaöflun um sér-
kennslu og önnur sérúrræði, auk
þjónustukannana. Á næstunni kemui-
út handbók á vegum Fræðslumið-
stöðvar Reykjavíkur um mat á skóla-
starfi.
Segja má að mat á skólastarfi í
Reykjavík byggist annars vegai' á 40.
gi'ein grunnskólalaga nr. 66/1996 og
hins vegar átaki Reykjavíkurborgar í
árangursmati.
borðsumræðum með þátttöku ráð-
stefnugesta.
Sett verður upp sýning á
kennslu með aðferðum upplýsinga-
tækninnar sem hlotið hefur heitið
„Kennslustofa framtíðar“. Hægt
verður að fylgjast með kennurum
og nemendum að störfum. Kenn-
araháskóli Islands leiðir verkefnið
í samvinnu við Námsgagnastofn-
un, Árbæjarskóla og Fjölbrauta-
skólann við Armúla.
Hugbúnaður og kennsluforrit
verða til kynningar í sýningarbás-
um og gefst gestum kostur á að
prófa þar margvíslega möguleika
upplýsingatækninnar.
Þátttakendur skrái sig á heima-
síðu ráðstefnunnar, með tölvupósti
til skyÉsky.is eða í síma 553 2460.
Einnig verður hægt að skrá sig við
innganginn meðan húsrúm leyfir.
Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir þá
sem skrá sig fyrir 20. febrúar. Eft-
ir það hækkar gjaldið í 2.000 kr.
Nánari upplýsingar er að finna á
heimasíðu ráðstefnunnar:
http://www.ismennt.is/vefir/ut99.
Upplýsinga-
tækni í skólum
_____UMRÆÐAN
Frelsi eða
fyrirtækja-
forsjá
í ÁRSBYRJUN
1998 höfðu margir
blaðberar samband við
skrifstofu Dagsbrúnar
og Framsókn-
ar - stéttarfélags (nú
Efling - stéttarfélag).
Erindi þeirra var m.a.
að athuga hver væru
helstu kjarasamnings-
bundin réttindi á vinnu-
markaðnum og hvort
þeir gætu gerst full-
gOdir félagsmenn í
D&F. Þeir töldu sig
standa höllum fæti í
launa-^ og réttindamál-
um. I viðræðum við
þessa blaðbera kom í
ljós að mörg ákvæði kjarasamnings-
ins voru þeim mjög framandi. Þessir
blaðberai' og svo fleiri sem bættust í
hópinn, óskuðu formlega eftir aðild
að félaginu og einnig því að
D&F - stéttarfélag tæki að sér
málefni þeirra gagnvart útgáfufé-
lögum dagblaðanna og freistaði þess
að gera kjarasamning fyrir þein-a
starfssvið. Dagsbrún og Framsókn
ákvað að verða við þessum óskum,
enda er það álit félagsins að alger-
lega óviðunandi sé að þessi starfs-
hópur skuli vera án kjarasamnings.
Gangur málsins
Hinn 9. mars 1998 sendi Dags-
brún og Framsókn - stéttarfélag
bréf til útgáfufélaga DV, Dags og
Morgunblaðsins. I bréfi þessu voru
rakin helstu efnisatriði málsins og
jafnframt óskað eftir fundi með
fulltrúum útgáfufyrirtækjanna
sem allra fyrst. Við bréfínu barst
aldrei svar. Það næsta sem gerist
er að formaður félagsins fréttir það
úti í bæ að útgáfufélögin muni hafa
vísað málinu til VSÍ. Þegar það lá
Blaðburðarfólk
Enn í dag, segir Hall-
dór Björnsson, erum
við með hóp launafólks
sem atvinnurekendur
neita um kjarasamning.
fyrir, 14 sept. 1998, sendi D&F
bréf til VSÍ og fór fram á viðræður
um gerð kjarasamnings fyrir blað-
bera - óskað var eftir því að fund-
urinn yrði haldinn 24. sama mánað-
ar. Hinn 23. sept. bárust boð frá
VSI um frestun á fyrirhuguðum
fundi og að ekki væri hægt að setja
niður nýja dagsetningu. Á næstu
vikum ítrekar D&F margsinnis
fyi'ri óskir. Það var svo loks hinn
18. des. s.l. að við fengum fund með
fulltrúa VSÍ. Á þessum fundi fóru
fulltrúar D&F rækilega yfir málið
og óskuðu eftir því að í gang yrði
sett vinna sem leitt gæti til kjara-
samnings fyrir blaðbera. Svar full-
trúa VSI við þessu var: Vinnuveit-
endasambandið sér ekki ástæðu til
þess að gerður verði kjarasamn-
ingur fyrir blaðbera.
Hinn 21. des. sl. sendi D&F bréf
til framkvæmdastjóra VSI vegna
málsins. Enn hefur ekkert form-
legt svar borist við þessu bréfí.
Um hvað snýst málið?
Blaðburðarfólk hefur engan
kjarasamning. Atvinnurekendur
ákvarða einhliða þeirra kjör og
réttindi - og einnig allar þeirra
skyldur. Fjölmörg dæmi eru til um
það að aukið sé við blaðburðinn,
svo sem kynningai'áskriftir, sem
engin laun koma fyrir.
Þetta er staðan hjá
blaðberum á Islandi
árið 1999.
Það er ekkert til
sem heitir lágmarks-
laun fyrir blaðburð. L
Enginn samningur
varðandi þyngdar-
mörk blaða; engin B
ákvæði um veikinda-
rétt né heldur orlofs-
rétt; engar reglur um
persónuhlífar eða
vinnufatnað. Árið
1980 setti Alþingi lög
um starfskjör launa-
fólks og skyldutrygg-
ingu lífeyrisréttinda. ||
í þeim lögum segir að laun og ij
önnur starfskjör skuli vera lág-
markskjör. I ljósi þeirrar stað- “
reyndar að ekki hafa verið til
kjarasamningar fyrir blaðburðar-
fólk má halda því fram að blað-
berar hafi verið sviptir fjölmörg-
um réttindum sem annað launa-
fólk hefur, svo sem aðild að lífeyr-
issjóði, sjúkrasjóði og orlofssjóði
auk ýmissa annarra réttinda sem
aðild að stéttarfélagi tryggir. Það ■
er fyrst núna frá 1. júlí 1998 sem
útgáfufyrirtækin eru neydd með
lögum til að greiða lífeyrisiðgjöld
vegna blaðbera. Hafi einhver rétt-
indi verið fyrir hendi þá hefur
mjög lítið verið gert af fyrirtækj-
anna hálfu til að kynna blaðberum
þau réttindi. Af þeim sökum eru
slík réttindi álíka mikils virði fyrir
starfsmanninn og að þau væru
ekki til, enda hefur stéttarfélag Pi
enga aðkomu að málinu. Það hafa, í
nú um áratugi, verið talin eðlik'g
samskipti á íslenskum vinnu- p
markaði að vei'kafólk og atvinnu-
rekendur geri með sér kjara-
samning. Það hafa sem sagt verið
viðurkenndar leikreglur á vinnu-
markaðnum að báðir aðilar, þ.e.
sá sem selur vinnuframlag sitt og
sá sem kaupir það vinnuframlag,
semji um öll réttindi og skyldur
sem viðkomandi starfí fylgja. Það ;
er ekkert flóknara sem blaðberar fe
eru að fara framá. Blaðberar óska |
eftir því að leikreglur „aðila f
vinnumarkaðarins“ gildi um þá
eins og annað launafólk.
Hvar eru atvinnurekendur
staddir?
Á 19. öld, hóf verkafólk hér á
landi að stofna með sér félög sem
höfðu þann megintilgang að vera í
forsvari fyrir hópinn í viðræðum ■
við atvinnurekendur um kaup og ■
vinnutíma. Það þurfti vissulega
mikinn kjark og dug til að berjast
fyrir stofnun og viðgangi þessara
félaga gegn algeru drottnunai-valdi
atvinnurekendanna. Þrátt fyrir
harðvítug átök og margvíslegar
hótanir atvinnurekenda hafði
verkafólk sigur í þessum málum -
verkalýðsfélög urðu staðreynd í ís-
lensku samfélagi. Ástæðan fyrir g,
því að sigur vannst var lýrst og
fremst sú að samstaða verkafólks f|:
var til staðar.
Enn í dag erum við með hóp
launafólks sem atvinnurekendur
neita um kjarasamning.
Athyglisvert verður að fylgjast
með því hvort Morgunblaðið, DV
og Dagur ætla, með fulltingi
Vinnuveitendasambands Islands,
að varða vegferð sína inn í 21. öld-
ina með því að koma í veg fyrir að -
gerður verði kjarasamningur fyrir
blaðbera.
Höfundur er fommður Efling-
ar - stéttarfélags.
Halldór
Björnsson