Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 45

Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 45^ MINNINGAR SIGRÍÐUR ERLA JÓNSDÓTTIR + Sigríður Erla Jónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 12. mars 1933. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 17. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru: Ingvör Anna Guðbjörns- dóttir, f. 23.11. 1911, d. 28.1. 1965, og Jón Jóhannsson, f. 16.9. 1911, d. 5.3. 1967. Systkini Sig- ríðar Erlu eru Jó- hann Hafliði, f. 8.2. 1928, d. 16.5. 1998; Guðbjörg Jóna, f. 8.3. 1935; Gunnar, f. 31.5. 1938, d. 21.7. 1991. Ingi- björg, f. 15.1. 1943; og Gísli Sig- urður, f. 23.3. 1945. Hinn 23. nóvember 1953 gift- ist Sigríður Erla Ragnari Berg- steins Henryssyni, f. 31.3. 1927, d. 9.11. 1987. Börn þeirra eru: 1) Páll Arnar, f. 17.3. 1954, d. 16.10. 1983. Börn hans eru: Bryndís Erla, f. 4.1. 1975, og Gylfi Þór, f. 10.8. 1978. 2) Jón Ingi, f. 3.10. 1956, maki Ingibjörg Ás- dís Torfadóttir, f. 22.5. 1959. Sonur þeirra er Ingi Þór, 8.9. 1978. 3) Ragn- ar Sigurður, f. 27.8. 1958, d. 27.4. 1981. Dóttir hans er Sandra Björk, f. 3.11. 1978, og dóttir hennar er Arndís. 4) 4.9. Þór Ostensen, f. 10.9. 1955. Börn hennar eru Sigríður Ragna Sigurþórsdóttir, f. 25.9. 1984; Sigurþór Arnar Sigurþórsson, f. 1.12. 1990; og Guðbjörg Ósk Sigurþórsdóttir, f. 23.5. 1992. Sigríður Erla vann framan af ævi hjá Silla og Valda en árið 1964 hóf hún störf á Landakoti, fyrst um sinn sem setukona, en lærði síðan til sjúkraliða og vann við það allar götur síðan. Utför Sigríðar Erlu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það fyrsta sem ég tók eftir voru tindrandi augun. Hún kynnti sig sem Siggu, sjúkraliða á deildinni. Blíðan og kátínan sem streymdu frá þessari konu auðvelduðu dvöl- ina á sjúkrahúsinu strax frá fyrstu kynnum. Síðar urðum við starfsfélagar; Sigga var á sínum stað á 2-A en ég læknaritari. í því starfi urðu kynni okkar Siggu nánari, því nokkrum sinnum á dag þurfti að skokka milli hæða með sjúkraskýrslur og þá voru sam- ræðurnar líflegar á ganginum á 2- A eða inni í litla herbergi starfs- fólksins þar sem alltaf var kaffi á könnunni. Það eru liðin 20 ár frá því ég sá Siggu fyrst. Blikið í augunum er það sem skýrast er í minningunni; þessi hlýju augu sem sögðu svo margt. Auðvitað dofnaði blikið á stundum. Stundum eins og þeim þegar hún kom að tveimur sonum sínum látnum úr alvarlegum sjúk- dómum sem ekki höfðu gert boð á undan sér. Og þegar hún sá dóttur sína ganga upp stigann að 2-A vissi hún að sorgin hafði barið að dyrum í þriðja sinn á sex árum. I þetta sinn var það eiginmaðurinn. Það var á þeirri stundu sem maður skildi ekki í setningunni „Guð leggur ekki meiri byrðar á fólk en það getur borið“. En Sigga bar harminn. Dóttirin og besta vin- kona hennar, Adda, gerðu henni kleift að halda áfram að lifa lífinu og barnabörnin voru augasteinar hennar. Við Sigga hættum ekki að þekkj- ast þótt árin liðu. Oft kom hún við hér á Ránargötunni, við fengum okkur kaffí og sígó og rifjuðum upp góðu stundimar. Það var mikið áfall að frétta að Sigga hefði fengið heilablæðingu því þótt hún hafí vissulega hlakkað til endurfunda við syni sína og eiginmann, þá vildi hún ekki fara úr þessari tilvist frá dóttur sinni og barnabörnunum. Hún var góð mamma, góð amma og góð vinkona. Umfram allt var hún Sigga góð manneskja, sem hægt var að taka sér til fyrir- myndar. Ég votta dóttur hennar, barna- börnum og fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu þessarar mætu konu sem auðveldaði líf svo margra á erfiðum stundum. Anna Kristine Magnúsdóttir. Lokast blöð á blómum smáum, blikar marglit dögg á stráum; þreyttur leitar fuglað fró, finnur hvíld í dimmum skóg. (Þýð. Sigurður Júlíus Jóhannesson.) Er Sigga okkar hverfur á braut til annatra heima viljum við þakka fyrir allar stundirnar sem við áttum með henni. Sigga vann á Landakoti frá árinu 1966, fyrst sem vökukona hjá St. Jósefssystrum í fjögur ár og tók sjúkraliðanámið hjá þeim. Hún vann óslitið við Landakotsspítala síðan, lengst af á deild 2-A. Sigga hafði marga mannkosti til að bera. Hún var afskaplega trygg- lynd og samviskusöm og bar mikla umhyggju fyrir sjúklingunum og samstarfsfólki. Hún var hamhleypa til verka og vann oft 16 tíma vaktir, dag eftir dag. Ef skortur var á starfsfólki var hún alltaf boðin og búin að hjálpa. A erfiðum stundum í vinnunni var gott að eiga Siggu að. Hún þekkti sársauka og erfíð- leika af eigin raun og kunni að gefa af sér. Hennar verður sárt saknað. Sigga mátti reyna margt um æv- ina. Hún missti tvo syni sína og eig- inmann, alla á sviplegan hátt, með stuttu millibili. Oft undruðumst við það æðruleysi sem einkenndi hana eftir þá eiTiðu reynslu því fáir hefðu farið í sporin hennar Siggu á slíkum stundum. Hún bar sorg sína í hljóði, enda fékk hún mikinn stuðning frá Öddu, dóttur sinni, og barnabörnum. Adda og Sigga vora ekki bara mæðgur, heldur líka miklar vinkonur og líf Siggu síð- ustu árin einkenndist af þeim vin- áttu og Adda og barnabörnin voru henni allt. Við vottum Öddu og fjölskyldu og barnabörnum Siggu okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði. Samstarfsfólk á Landakoti. Elsku amma, Sigriður Erla Jóns- dóttir, er látin. Hún er farin en þó mun hún halda áfram að líta eftir okkur. Það er svo erfítt að skilja dauðann en við tráum því að amma lifí hjá Guði og ástvinum og að við hittumst þar seinna. En amma skildi eftir fjársjóð handa okkur, allar góðu og fallegu minningarnar um yndislega ömmu. Þær munum við geyma og vai’ðveita í hjörtum okkar. Góði Guð geymi ömmu. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfí Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englai- yfir mér. (Hallgr. Pét.) Kveðja frá Landakotsspítala Gegnum loft á kyrru kveldi klukknahljómur eyra nær; leiftra stjömur líkar eldi, lög í fjarska gylla þær. Bryndís Erla, Gylfi Þór. Taktu þátt í léttum leik og þú átt möguleika á að vinna Motorola StarTAC 70 GSM-síma frá Símanum, Ijósa- eða nuddkort frá sólbaðsstofunni Puntinum, Hraunbergi 4, síðermabol, geisladisk með tónlistinni úr Ég veit enn... eða miða á myndina. Um þessar mundir er hrolIvekjan Ég veit enn ... (I Still Know What You Did Last Summer) frumsýnd. Myndin fjallar um draumaferð til Bahamaeyja sem snýst upp í andhverfu sína. Þú þarft ekkert að óttast, taktu bara þátt í leiknum á mbl.isi H>mbl.is -J\LLTAf= Œ/TTH\Sj\£> /SJÝn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.