Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 21

Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 21 ÚR VERINU Uppsagnir í físk- vinnslu í Hnífsdal Martel og Ismar semja um Globalstar NÝLEGA var gengið frá sam- komulagi milli Martel ehf. og Ismar sem opnar hinum síðar- nefndu beinan aðgang að sölu búnaðar og þjónustu við Globalstar gervihnattakei-fið. Samningurinn er sá fyrsti sem gerður er við endursöluaðila á Norðurlöndunum en farsíma- félagið Martel annast í sam- starfi við Globalstar uppbygg- ingu og þjónustu við kerfið á Grænlandi, íslandi, Færeyj- um og sjávarútveg í Dan- mörku, Noregi og Norður-Atl- antshafinu öllu norðan 32. gráðu. Endursöluaðilum bjóðast með Globalstar samningum m.a. námskeið um uppbygg- ingu og notkun kei-fisins, kost- un á auglýsingum, og tæknileg aðstoð við val á lausnum. „Ismai' hf., sem er í farar- broddi fyrirtækja í sölu og þjónustu á fjarskipta-, sigl- inga- og fiskleitai’tækjum fyr- ir skip, mun bjóða útgerðum og einstaklingum í sjávarút- vegi Globalstar símabúnað, annast uppsetningar og ráð- gjöf. Þar á meðal eru GSM símar sem eru tvívirkir GSM/gervihnattasímar sér- hannaðir fyrir bfla og báta, fjarskiptatöðvar sem tengjast við þráðlausa síma eða sím- stöðvar um borð í stærri skip- um, kortasímar (tíkallasímar) o.fl. Tengjanlegf við Netið Tækin verða öll tengjanleg við Netið á GSM hraða sem er í dag allt að 9,6 kbaud en einnig er hægt að kalla fram upplýsingar um staðsetningu símans (GPS) sem er ný þjón- usta í farsímakerfum. Globalstar kerfið sem er í meirihlutaeigu Loral, Vodafo- ne, AirTouch, Alcatel, France Telecom, Qualcomm, Dacom, Elsacom og fleiri er byggt á neti 48 lágfleygra gervihnatta og allt að 60 jarðstöðva víðs- vegar um heiminn. Kei-fið sem er GSM samhæft verður opn- að til notkunar á Islandi seinni hluta þessa árs og skapar þá möguleika á símasamskiptum nánast hvar sem er á svæðinu. Öryggistæki Miklar vonir eru bundnar við að lágt verð fjölbreytts búnaðar og hagstætt mínútu- verð muni höfða til notenda í sjávarútvegi, til björgunar- sveita, og sem öryggistæki al- mennings til fjalla eða utan núverandi þjónustusvæða GSM símanna. Gert er ráð fyrir að Globalstar þjónustan, sem er stafræn með GSM tal- gæðum, gagnaflutningi og staðsetningarþjónustu, muni fljótlega leysa af hólmi eldri og ófullkomnari kei-fi á borð við NMT,“ segir í frétt frá Martel og ísmar. SúrefíiisYÖrur Karin Herzog Kynning í dag kl. 14—18 í Apótekinu Suðurströnd og Hagkaupi, Skeifunni. FISKVERKUN Ásbergs í Hnífsdal hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu, tæplega 30 manns. Vinnslu verður hætt í lok marz og hefur fólkið vinnu til þess tíma meðan verið er að vinna úr fyrirliggjandi hráefni. Öllum, nema framkvæmdastjóran- um, hefur verið boðin vinna í Fisk- verkun Asbergs í Kópavogi og verða vélar og tæki flutt þangað frá Hnífsdal. Aðeins fjórir Islendingar eru í vinnu hjá fyrirtækinu í Hnífsdal, flestir starfsmanna eru Pólverjar, en vafi leikur á því hvort atvinnu- leyfi útlendinganna gildir í Kópa- vogi. Fyrirtækið hefur verið í vinnslu á grálúðu í neytendapakkningum og pakkningum fyrir stærri notendur eins og mötuneyti. Grálúðan hefur ýmist verið keypt fersk á mörkuð- um eða fryst af togurum, en Fisk- verkun Asbergs stundar ekki út- gerð. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur reksturinn gengið vel undanfarin ár, þó eitthvað hafi tekið undan á því síðasta. Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Fiskverkunar Ás- bergs í Hnífsdal, vildi ekkert um uppsagnirnar segja, er Verið ræddi við hann í gær. Guðfinna Guð- mundsdóttir, flakari, er trúnaðar- maður á vinnustaðnum. Hún sagði þessar uppsagnir hafa borið mjög brátt að og virtust þær hafa verið lítið eða ekkert undirbúnar. „Ekk- ert okkar veit hvað er um að vera og það er erfitt að trúa fullyrðing- um um að taprekstur sé á vinnsl- unni. Svo hefur ekki verið undanfar- in ár. Eigandinn býður að vísu öll- um starf í Kópavogi nema fram- kvæmdastjóranum, en það er ekki svo einfalt fyrir okkur að fara til starfa í Kópavogi og auk þess er ekki víst að atvinnuleyfi útlending- anna gildi þar,“ segir Guðfinna í samtali við Verið. Ekki náðist í eiganda fyrirtækis- ins, Ásberg Pétursson, í gær. Nokkrar sviptingar hafa verið í atvinnumálum í Hnífsdal á undan- fömum misserum. Nú verður þess- ari starfsemi hætt, en áður hafði allri starfsemi Bakka hf. á staðnum verið hætt og misstu þar margir vinnuna. Hraðfrystihúsið í Hnífsdal er nú eini stóri vinnuveitandinn á staðnum, ekki er ljóst hvað þar ger- ist, verði af sameiningu íshúsfélags Isfirðinga, Gunnvarar hf. og Hrað- frystihússins. Verslun Skútuvogi 16 • Sfmi 525 3000 Timbursala Súðarvogi 3 -5 • Sími 525 3000 Verslun Fossaleyni 2, Grafarvogi • Sími 586 2000 Grænt númer Húsasmiðjunnar 800 6688

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.