Morgunblaðið - 25.02.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.02.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 21 ÚR VERINU Uppsagnir í físk- vinnslu í Hnífsdal Martel og Ismar semja um Globalstar NÝLEGA var gengið frá sam- komulagi milli Martel ehf. og Ismar sem opnar hinum síðar- nefndu beinan aðgang að sölu búnaðar og þjónustu við Globalstar gervihnattakei-fið. Samningurinn er sá fyrsti sem gerður er við endursöluaðila á Norðurlöndunum en farsíma- félagið Martel annast í sam- starfi við Globalstar uppbygg- ingu og þjónustu við kerfið á Grænlandi, íslandi, Færeyj- um og sjávarútveg í Dan- mörku, Noregi og Norður-Atl- antshafinu öllu norðan 32. gráðu. Endursöluaðilum bjóðast með Globalstar samningum m.a. námskeið um uppbygg- ingu og notkun kei-fisins, kost- un á auglýsingum, og tæknileg aðstoð við val á lausnum. „Ismai' hf., sem er í farar- broddi fyrirtækja í sölu og þjónustu á fjarskipta-, sigl- inga- og fiskleitai’tækjum fyr- ir skip, mun bjóða útgerðum og einstaklingum í sjávarút- vegi Globalstar símabúnað, annast uppsetningar og ráð- gjöf. Þar á meðal eru GSM símar sem eru tvívirkir GSM/gervihnattasímar sér- hannaðir fyrir bfla og báta, fjarskiptatöðvar sem tengjast við þráðlausa síma eða sím- stöðvar um borð í stærri skip- um, kortasímar (tíkallasímar) o.fl. Tengjanlegf við Netið Tækin verða öll tengjanleg við Netið á GSM hraða sem er í dag allt að 9,6 kbaud en einnig er hægt að kalla fram upplýsingar um staðsetningu símans (GPS) sem er ný þjón- usta í farsímakerfum. Globalstar kerfið sem er í meirihlutaeigu Loral, Vodafo- ne, AirTouch, Alcatel, France Telecom, Qualcomm, Dacom, Elsacom og fleiri er byggt á neti 48 lágfleygra gervihnatta og allt að 60 jarðstöðva víðs- vegar um heiminn. Kei-fið sem er GSM samhæft verður opn- að til notkunar á Islandi seinni hluta þessa árs og skapar þá möguleika á símasamskiptum nánast hvar sem er á svæðinu. Öryggistæki Miklar vonir eru bundnar við að lágt verð fjölbreytts búnaðar og hagstætt mínútu- verð muni höfða til notenda í sjávarútvegi, til björgunar- sveita, og sem öryggistæki al- mennings til fjalla eða utan núverandi þjónustusvæða GSM símanna. Gert er ráð fyrir að Globalstar þjónustan, sem er stafræn með GSM tal- gæðum, gagnaflutningi og staðsetningarþjónustu, muni fljótlega leysa af hólmi eldri og ófullkomnari kei-fi á borð við NMT,“ segir í frétt frá Martel og ísmar. SúrefíiisYÖrur Karin Herzog Kynning í dag kl. 14—18 í Apótekinu Suðurströnd og Hagkaupi, Skeifunni. FISKVERKUN Ásbergs í Hnífsdal hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu, tæplega 30 manns. Vinnslu verður hætt í lok marz og hefur fólkið vinnu til þess tíma meðan verið er að vinna úr fyrirliggjandi hráefni. Öllum, nema framkvæmdastjóran- um, hefur verið boðin vinna í Fisk- verkun Asbergs í Kópavogi og verða vélar og tæki flutt þangað frá Hnífsdal. Aðeins fjórir Islendingar eru í vinnu hjá fyrirtækinu í Hnífsdal, flestir starfsmanna eru Pólverjar, en vafi leikur á því hvort atvinnu- leyfi útlendinganna gildir í Kópa- vogi. Fyrirtækið hefur verið í vinnslu á grálúðu í neytendapakkningum og pakkningum fyrir stærri notendur eins og mötuneyti. Grálúðan hefur ýmist verið keypt fersk á mörkuð- um eða fryst af togurum, en Fisk- verkun Asbergs stundar ekki út- gerð. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur reksturinn gengið vel undanfarin ár, þó eitthvað hafi tekið undan á því síðasta. Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Fiskverkunar Ás- bergs í Hnífsdal, vildi ekkert um uppsagnirnar segja, er Verið ræddi við hann í gær. Guðfinna Guð- mundsdóttir, flakari, er trúnaðar- maður á vinnustaðnum. Hún sagði þessar uppsagnir hafa borið mjög brátt að og virtust þær hafa verið lítið eða ekkert undirbúnar. „Ekk- ert okkar veit hvað er um að vera og það er erfitt að trúa fullyrðing- um um að taprekstur sé á vinnsl- unni. Svo hefur ekki verið undanfar- in ár. Eigandinn býður að vísu öll- um starf í Kópavogi nema fram- kvæmdastjóranum, en það er ekki svo einfalt fyrir okkur að fara til starfa í Kópavogi og auk þess er ekki víst að atvinnuleyfi útlending- anna gildi þar,“ segir Guðfinna í samtali við Verið. Ekki náðist í eiganda fyrirtækis- ins, Ásberg Pétursson, í gær. Nokkrar sviptingar hafa verið í atvinnumálum í Hnífsdal á undan- fömum misserum. Nú verður þess- ari starfsemi hætt, en áður hafði allri starfsemi Bakka hf. á staðnum verið hætt og misstu þar margir vinnuna. Hraðfrystihúsið í Hnífsdal er nú eini stóri vinnuveitandinn á staðnum, ekki er ljóst hvað þar ger- ist, verði af sameiningu íshúsfélags Isfirðinga, Gunnvarar hf. og Hrað- frystihússins. Verslun Skútuvogi 16 • Sfmi 525 3000 Timbursala Súðarvogi 3 -5 • Sími 525 3000 Verslun Fossaleyni 2, Grafarvogi • Sími 586 2000 Grænt númer Húsasmiðjunnar 800 6688
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.