Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ
42 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999
UMRÆÐAN
Pólitísk „viðhorf44
gegn kennslubók
FIMMTUDAGINN
11. febrúar skrifaði
Jakob F. Asgeirsson
(JFÁ) pistilinn „Við-
horf“ í Mbl. undir fyr-
irsögninni „Af vondum
kennslubókum". Efni
hans er helgað Heimi
Pálssyni sem er af-
kastamikill höfundur
• fræðibóka og þekktur
skólamaður. En Jakob
er ekki að þakka hon-
um fyrir það. Pess í
stað fer hann fram á
að sett verði nokkurs
konar starfsbann á
Heimi, „skólastjórnir
sýni sérstaka aðgát
þegar bækur Heimis Pálssonar
eru valdar til kennslu". JFÁ gerir
því skóna að Heimir skrifi bækur
sínar til að ,jafna reikninga" við
rithöfunda og skáld. Tvisvar í
greininni segir JFÁ það skilning
Heimis að lesa beri bókmenntir
sem „einfeldningslegar ritgerðir
um félagsmál". Hér verður ekki
' rædd bókmenntatúlkun við Jakob
ori/lame
Náttúrulegar sænskar snyrtivörur
. Ný tilboð mánaðarlega
Sími 567 7838 - fax 557 3499
e-rnail raha@islandia.is
7' •. www.xnet.is/oriflame
en mér blöskra dylgj-
ur og pólitísk for-
myrkvun í skrifum
hans, og það fer hroll-
ur um mig þegar hann
kallar á valdstjórnina
til þess að velja náms-
efni til bókmennta-
lestrar,
JFÁ segir frá því að
ekki alls fyrir löngu
hafi komið út kennslu-
bók fyrir framhalds-
skóla í bókmennta-
sögu tuttugustu aldar.
(Jakobi láðist að vísu
að geta nafns hennar
en hún heitir Sögur,
ljóð og líf. Vaka-
Helgafell 1998.) Orðrétt segir Jak-
ob: „Höfundur hennar er Heimir
Pálsson, menntaskólakennari, sem
yfirvöld kennslumála telja greini-
lega sérlega vel til þess fallinn að
skrifa kennslubækur ...“ í þessari
litlu klausu kemst töluvert fyrir af
ranghermi og misskilningi. í
fyrsta lagi er starfsheitið mennta-
skólakennari tæplega til því að 13
ár eru síðan við heitum framhalds-
skólakennarar skv. lögverndunar-
lögum. I öðru lagi eru 13 ár síðan
Heimir hætti störfum við þetta
skólastig, bæði sem skólameistari
og kennari, og hefur síðan starfað
fyrir útgáfufyi’irtæki en er nú lekt-
or í íslensku við Kennaraháskól-
ann. Þetta er í besta falli hlálegt
flaustur hjá Jakobi og sýnir hvern-
ig hann hefur undirbúið pistil sinn.
En fáránlegast er að Jakob skuli
halda að yfirvöld kennslumála hafí
eitthvað um að segja hvaða bækur
koma út hjá forlögum sem ríkið
ræður ekki yfír á neinn hátt. Hér
ráða lögmál markaðarins ef Jakob
skyldi vilja kannast við þau. Og
þótt hann ákalli „yfirvöld kennslu-
mála“ til þess að banna bækur
Heimis hafa þau ekki skipt sér af
hvaða bókmenntir eru lesnar í
framhaldsskólum - ekki enn. Þetta
er því með öllu byggt á misskiln-
ingi og bendir til að Jakob viti
tæplega í hvaða landi hann er
staddur. Nema draumar hans um
hlutverk valdstjórnarinnar taki
þarna völdin af veruleikanum.
Utgáfa
Fáránlegast er, segir
Bjarni Qlafsson, að
Jakob skuli halda, að
yfírvöld kennslumála
hafí eitthvað um það að
segja, hvaða bækur
komi út hjá forlögum,
sem ríkið ræður ekki
yfír á neinn hátt.
Sjálfur er ég bókmenntakennari
við framhaldsskóla. Þessar vikurn-
ar er ég einmitt að ljúka við Eddu
Snorra Sturlusonar með nemend-
um mínum. Þeim er heimilt að
nota hvaða útgáfu sem er af bók-
inni en næstum allir lesa Eddu
sem Heimir Pálsson bjó til prent-
Bjarni
Ólafsson
Bjöm Bjarnason
Ungu/n er það allra besf
Skóla- og fræðslunefnd Sjálfstæðisflokksins heldurseinni
fund sinn um stöðu og stefnu í skólamálum. Fundurinn er
öllum opinn og allt áhugafólk um skólamál hvatt til að mæta.
Fimmtudaginn 25. febrúar í Valhöll,
salur I, kl.17.15-18.30.
Nýjar námskrár - befri skóli
Sigríður Anna Þórðardóttir
WL Allar frekari upplýsingar um fundinn
I er hægt að fá á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins
IBiiWli í síma 5151700 eða á heimasíðu flokksins www.xd.is
SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN
Framsöguerindi:
■ Menning og menntun - forsenda framtíðar
■ Björn Bjarnason, menntamálaráðherra
Sjálfstæðir menn - sterkir einstaklingar
■ Sigríður A. Þórðardóttir, formaður
þingflokks sjálfstæðismanna
í kjölfar flutnings grunnskólans
Helgi Árnason, skólastjóri.
Þorvarður Elíasson
Fundarstjóri er Þorvarður Elíasson,
rektor Verzlunarskóla íslands.
Helgi Árnason
unar og skýrir. Bókin kom út hjá
MM 1984. Þeir sem vilja dýpka
skilning sinn á tímabili Snorra og
honum sjálfum líta gjarnan í Frá-
sagnarlist fyrri alda eftir Heimi,
Forlagið 1985. Nýjasta bókin sem
hentar skólamönnum, m.a. kennur-
um, sem ætla að lesa sér til um
heimsmynd samtíðarmanna
Snorra heitir Lykill að Islendinga-
sögum, MM 1998. Höfundur Heim-
ir Pálsson. Þessa get ég til þess að
skýra fyrir lesendum Mbl. hvað
Jakob á við þegar hann segir um
Heimi:... „frá honum hefur komið
hver kennslubókin af annarri á
undanförnum aldarfjórðungi." Og
þess má geta að enginn hefur mér
vitanlega orðið var við háskalegar
ranghugmyndir í þessum bókum.
Það hefur oft verið háttur þeirra
sem grunnfærnislega gagnrýna
greinar og bækur um bókmenntir
að leita að því sem þeim finnst
vanta í ritin og snúast síðan í
kringum það eitt. Jakob hefur eftir
„frétt Morgunblaðsins um útgáfu
nýju bókarinnar ... að Heimir hafi
þar valið „hundrað bestu“ höfunda
aldarinnar." Er Jakob með þessari
aðferð að gefa til kynna að hann
hafí ekki lesið bókina en verði að
láta Mbl. segja sér hvað í henni
standi? En hér hlaut JFÁ að finna
sér tilefnið. Fyrir valinu varð Kri-
stján Karlsson, bókmenntafræð-
ingur og ljóðskáld. Hér kemur
ekki til greina að fara í neinn
mannjöfnuð um verðleika Krist-
jáns. Jakob gerir þó tilraun til
þess í pistli sínum en skoðanir les-
enda kunna að vera skiptar um
hvort þeim finnst það allt Kristjáni
til framdráttar. Á.m.k. hlýtur að
vera erfítt fyrir bókmenntasögu-
höfund að byggja á „ótöldum
geysimiklum afskiptum Kristjáns í
menningarlífinu bak við tjöldin um
tíðina“!
Jakob gerir sér nokkurn mat úr
því hver sé munurinn á því að vera
pólitískur og flokkspólitískur. Lát-
um það alveg liggja milli hluta. En
því ber ekki að neita að Heimir
Pálsson er Alþýðubandalagsmaður
og sat í bæjarstjórn Kópavogs eitt
kjörtímabil. Leiddi reyndar lista
síns flokks og var forseti bæjar-
stjórnar. Hvað sem pólitík eða
flokkspólitík líður bendir margt til
að Heimir hafi frekar goldið
stjórnmálaafskipta sinna en notið í
viðskiptum sínum við veitingarvald
ríkisins. Þótt einhver þíða virðist
um þessar mundir hjá þeim sem
völd hafa í þjóðfélaginu í garð sam-
flokksmanna Heimis sýnist mér
kalda stríðið enn í algleymingi í
huga hægri mannsins Jakobs F.
Ásgeirssonar. Nema hér eigi við
það sem Jakob orðar þannig í
grein sinni: „En hætt er við að hér
búi eitthvað persónulegt að baki.
Það gerir það venjulega í svona til-
vikurn."
Eg minnist þess ekki að pistlin-
um „Viðhorfum" í Morgunblaðinu
hafi fyrr verið beint af alefli gegn
einum manni og allra síst að þar sé
farið á flot með atvinnuróg. Pistill-
inn hefur vissulega verið fjöl-
breyttur og oft vandaður og marg-
ir lesa hann. Ber kannski svo að
skilja að nú eigi að verða einhver
breyting á stefnunni, kosningar
eru í nánd og ný dæmi sýna að
stærri fiskar en Jakob F. Ásgeirs-
son eru tæpir á taugum um þessar
mundir. Samt er orðið sjaldgæft í
umræðu hérlendis að ýjað sé að
ritskoðun. Þótt það hafí ekki verið
gert að umtalsefni hér fjallar JFÁ
í grein sinni um sögukennslu í ís-
lenskum skólum með þeim hætti
að sögukennsluskammdegið á 9.
áratugnum rifjast upp. Sjálfum
fínnst mér dapurlegt að horfa upp
á gamlan og góðan nemanda minn
og sæmilegan kunningja birtast í
gervi samanbitins ofstækismanns í
útbreiddasta blaði landsins.
Höfundur er framhalds-
skólakennari.
Ráðstefna um upplýsinqatækni í skókstarfi
Ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi verður
haldin í Menntaskólanum í Kópavogi dagana
26. - 27. febrúar. Dagskrá og upplýsingar á
slóðinni: www.ismennt.is/vefir/ut99. Skráning í
síma 553 2460 eða með tölvupósti
til sky@sky.is
Þátttökugjald
2000 kr.
Menntamálaráðuneytið
og Skýrslutæknifélag íslands
www.ismennt.is/vefir/ut99